Alþýðublaðið - 31.12.1972, Side 3

Alþýðublaðið - 31.12.1972, Side 3
V BURAMERKI - KARL þeirra gæti reynst erfiðleikum háð, einmitt vegna þess hve lik þau eru. Fljótfærni þeirra beggja og fyrirhyggjuleysi gæti valdið þeim alls konar vand- ræðum. Ekki er liklegt að efna- hagslegu öryggi yrði þar fyrir að fara, þar sem báðum mundi hætta við að fara gálauslega með tekjur og fjármuni, án þess að hugsa að ráði fyrir framtið- inni. Þá er eins vist' að þau fengju fljótlega leiða hvort á öðru, þau yrðu svo lik, að þau mundu alltaf vita ósjálfrátt hvað hvort um sig mundi gera næst. Þá mundu þau og eiga ólik áhugamál, sem yrði til að breikka bilið á milli þeirra. Vini og kunningja kynnu þau að hrekja frá sér með gagnrýni og deilum. Það eina sem teljast mætti jákvætt við slikt hjóna- band yrði þá það, að þau yrðu svo fljótt þrautleið á öðru, að það stæði ekki lengi. Tviburamerkingur og kona fædd undir KRABBAMERKI, 21. júni-20. júli. Margt er það sem mælir i móti hjónabandi með þeim tveim, og ef úr þvi yrði, mundi það hafa ýmiss torleyst vanda- mál i för með ser. Krabba- konan er oft mjög geðrik og auð- særð, auk þess mundi hún hafa margt við hann að athuga sem eiginmann, þar eð hann hefur öllu meiri áhuga á andlegum félagsskap en holdlegum mökum. Hún mundi vilja vera honum eins konar móðir og dekra við hann, en um leið ráða yfir honum á þann hátt að hann mundi telja sig i fjötrum. Henni rfiundi rólegt heimilislif meira virði en sifelld tilbreytni og ævintýraleit. Honum mundi oft reynast erfitt að skilja hana þar eð hún er auðsærð og móðgast oft af óskiljanlega litlu og gerist þá dul og þegjandaleg. Gagn- stætt honum er hún mjög heimiliskær. Lifsþreyta og lifs- leiði mundi biða Tviburamerk- ings i hjónabandi við þá konu. Tvíburamerkingur og kona fædd undir LJÓNSMERKI, 21. júlí-21. ágúst. Hjónaband þeirra gæti ein- .mitt orðið mjög hamingjusamt. Hún er oftast nær dugmikil og veit hvað hún vill og gæti þvi beint viðleitni hans og vilja inn á réttar brautir. Hins vegar mundi hann sennilega kunna vel að meta ástriki hennar. Hún er oft félagslynd og hefur ánægju af að taka þátt i samkvæmislifi, koma saman við fólk og skemmta sér. Og þó að hún kunni að vera fljót til ákvarðana og ekki alltaf sem hagsýnust, þá er festa hennar ólikt meiri en hans, og þvi liklegt að henni SÍÐASTA „GLEÐIN" í HÖLLENNI? Fjölmennasti áramótafagnað- urinn undanfarin ár — og einnig nú — er Áttadagsgleði stúdenta i l.augardalshöll. Þar liafa stú- dentar, gestir þeirra og aðrir, tækist að halda öllu á réttum kili hvað fjárreiður og afkomu snerti. Aftur á móti yrði hann að varast alla gagnrýni,; þar eð hún er oftast nær stolt að eðlis- fari, og tæki naumast meö þökkum leiðbeiningum eða athugasemdum. Litil hætta er á að hann mundi reyna að skipu- leggja störf hennar, heldur verða feginn að þurfa ekki að skipta sér af neinu. Og þó að hún sé ef til vill ekki eins gáfuð og hann, mundi hún hafa nægilegar gáfur til þess að geta orðið honum uppörvandi félagi. Það er óliklegt, að þau þyrftu að breyta ýkja mörgu i fari sinu til þess að hjónaband þeirra gæti orðið hamingjusamt. Tviburamerkingur og kona fædd undir MEYJARMERKI, 22. ágúst-22. sept. Þó að sú kona láti einnig skyn- semina frekar ráða fyrir sér en tilfinningarnar, er hætt við að hún sé helzt til smámunasöm og geri um leið of strangar k»öfur til fullkomnunar til þess að hún gæti reynst Tviburamerkingi ákjósanleg eiginkona. Hún hefur og oft mikla hneigð til aðfinnslusemi, og mundi oft og tiðum telja sig hafa ærna ástæðu til að gagnrýna mann sinn. Þar sem hún er með afbrigðum varkár og raunsæ, er hætt við að henni yrði erfitt að skilja eirðarleysi hans, stöðuga tilbreytingalöngun og ást á öllu æsilegu. Hún lætur sig yfirleitt peningamálin miklu skipta, og mundi þvi vilja fylgjast með þvi hvernig hann verði tekjum sinum. Þá má og telja nokkurn- veginn vist að hún hefði eitthvað við það að athuga, ef hann vildi skipta um starf, þar eð hún telur öryggi og fastar tekjur miklu skipta. Hún mundi þvi ekki geta stillt sig um að reyna að telja um fyrir honum, og vist er um það, að margar og gagngerar breytingar yrðu þau bæði að gera á framkomu sinni og persónugerð, ef sambúð þeirra ætti að verða farsæl. Tvíburamerkingur og kona fædd undir VOGARMERKI, 23. sept.-22. okt. Ekki munar miklu að þau tvö megi kallast samvalin, hvað hjónaband og sambúð snertir. Kona fædd undir Vogarmerki, er yfirleitt mörgum og góðum kostum búin, og vist er um það, að hún er hvorki iitt gefin eða leiðinleg.' Oftast er hún einkar aðlaðandi að dómi karlmanna, og ætti henni ekki að veitast erfitt að viðhalda áhuga eigin- mannsins. Oftast nær vel gefin og skjót i hugsun, ætti hún að geta orðið honum sá sálufélagi, sem hann þarfnast, og þar sem sem áhuga hafa haft á góðri ára- mótaskemmtun, komið saman á gainlárskvöld og dansað til klukkan fjögur á nýársmorgun. Veitingar eru seldar við vægu verði i íþróttahöilinni og það verður Brimkló, sem sér gestum fyrir danshljómlist. Svo kann að fara að þetta verði i siðasta sinn, sem Áttadagsgleði fer fram i þessu stærsta sam- komuhúsi landsins, þvi nú hafa iþróttayfirvöld ákveðið að næstu árin verði höllin notuð undir iþróttakeppni um áramót — og horfir þvi illa fyrir stúdentum og öllum þeim öðrum, sem undan- farin ár hafa fagnað nýju ári i llöllinni. Það er rétt að taka það fram að forsala miða er á gamlársdag i IIöllinni, en miðar verða lika seldir við innganginn um kvöldið, þó ögn dýrari. hún hefur mjög vinnandi fram- komu og hefur góð áhrif á aðra, mundi hún verða honum mikil stoð i félagslifinu. Sjaldgæft er það að hún sé mjög eigingjörn eða ráðrik, þvi óliklegt að hún mundi gerast til að hefta frjáls- ræði hans. Ástrik og glaðvær, er hún öllum hæfileikum búin til að njóta lifsins, ög mundi vafalaust veita honum lið i leitinni að auk- inni fjölbreytni. Það er þvi margt sem béndir til að hióna- band þeirra mundi vel takast og verða báðum til hamingju. Tviburamerkingur og kona fædd undir DREKAMERKI, 23. okt.-22. nóvember. Þar eð sú kona er yfirleitt bæði geðrik og rómantisk, getur það orðið harla erfitt fyrir Tvi- buramerking að átta sig á henni og geöbrigðum hennar. Sé um að ræða sterk, holdleg tengsl með þeim, getur hjónaband þeirra ef til vill orðið hamingju- samt. Þó er hætt við þvi að ráð- riki hennar leiði til þess áður en langt um liður, að hann telji viðjar á sig lagðar. Venjulega er henni ekki gefin hæfni tii að laga sig eftir öðrum, og hætt er við að henni þætti erfitt að eiga að búa við óstöðugleika hans og eirðar- leysi. Oftast nær vill hún mikið á sig leggja til þess að geta verið stolt af heimili sinu, tekur allar skyldur sinar mjög alvarlega, og má gera ráð fyrir að hann þætti heldur óáreiðanlegur i samanburði við hana. Þá er og liklegt að hún þarfnaðist öilu meiri samúðar og skiinings, en hann yrði umkominn að láta henni i té, og ef henni fyndist sem hann tæki ekki nægilegt til- lit til hennar, má gera ráð fyrir að geðrikið segði til sin, og yrði hún þá erfið samvistum. Varla getur þvi slikur ráðahagur kallast ráðlegur, og fátt sem með honum mælir, ef nokkuð er. Tviburamerkingur og kona fædd undir BOGMANNSMERKI, 23. nóv.-20. desember. Enda þótt kona sú virðist eiga sitt af hverju sameiginlegt við Tviburamerking, eru þau i rauninni harla ólik og sennilegt að þeim veittist fremur erfitt með að höndla hamingjuna i hjónabandinu. Hún getur að visu haft mikið aðdráttarafl á hann, þar sem hún laðast að öllu ævintýralegu, og kann vel að njóta lifsins. Einnig sækist hún mjög eftir sálufélagi, sem veitt getur henni andlega fullnæg- ingu, áður en hún verður i raun og veru ástfangin. Ósjaldan á hún sér mörg áhugamál utan heimilisins, hún er oft mjög hneigð fyrir útilif og sport og gefin fyrir skepnur. Vinsæl er hún yfirleitt og vinmörg að sama skapi. Þó að hún geti virst nokkuð laus i rásinni, eirðarlaus og á stöðugri hreyfingu, er hún oftast nær mun ákveðnari og dugmeiri en hann, og yfirleitt hugsar hún allnákvæmlega ákvarðanir sinar og gerðir. Hún kynni þvi að gagnrýna fljótfærni hans eða að hún vildi láta honum i té leiðbeiningar og ráð, en hætt er við að honum þætti iitt til koma og kallaði slikt af- skiptasemi. Hjónaband þeirra gæti eigi að siður orðið farsælt ef bæði vildu og reyndu nokkuð á sig að leggja i þvi skyni. Tvíburamerkingur og kona fædd undir STEINGEITARMERKI, 21. des.-l9. janúar. Þar sem gera má ráð fyrir að kona þessi sé bæði föst i rásinni og ráðsett, þá er hætt við að hún yrði ekki sem heppilegust eigin- kona fyrir Tviburamerking, og mundi hafa margt og mikið við eirðarleysi hans og óstöðuglyndi að athuga. Þar við bætist að hún er oft i meira lagi metnaðar- gjörn, og þvi hætt við að hún mundi eggja hann óspart og fram yfir það, sem hann teldi eftirsóknarvert. Hún er yfirleitt dugmikii og áreiðanleg, en það er hætt við að honum þætti hún heldur þröngsýn og þreytandi til lengdar. Framtiðaröryggið er henni fyrir mestu, en hann hugsar yfirleitt ekki lengra fram en á liðandi stund. Ósenni- legt er að hún reyndist þess umkomin að veita honum nokkra andlega uppörvun, og þvi visast að hann yrði fljótt leiður á henni. Reyndar er ekki ástæða til að ætla að hann mundi laðast að þeirri konu, en ef svo óliklega færi, og það leiddi til hjúskapar, yrðu þau bæði mikið á sig að leggja, ætti það að verða íarsælt. Tviburamerkingur og kona fædd undir VATNSBERAMERKI 20. jan.-18. febrúar. Margt og jafnvel flest bendir til þess að hjónaband Tvibura- merkings og Vatnsberakonu gæti orðið hið farsælasta og að hún gæti veitt honum það upp- örvandi sálufélag, sem hann hefur svo rika þörf fyrir, þar eð hún er yfirleitt mjög vel gefin, og mundi það ljúft að taka þátt i leit hans að aukinni þekkingu. Tilfinningarnar eru henni yfir- leitt ekki ýkja mikilvægt atriði, og oftast nær vill hún njóta óskoraðs frjálsræðis, en þess vegna er óliklegt að hún mundi leggja þröngar viðjar á frjáls- ræði hans. Aðgerðir hennar og ákvarðanir kunna vera betur hugsaðar og mótaðar af meiri hagsýni en hans, og hefur hún þó allrika hneigð til að láta hug- boð og hugdettur ráða. Hús- móðir er hún ef til vill ekki nema i meðallagi, enda hætt við að hún hafi meiri áhuga á mannúðarmálum og félags- starfsemi en heimilisverkum. Þar sem henni er bæði gefið umburðarlyndi og rik aðlöð- unarkennd, er liklegt að hún mundi falla vel að lifsviðhorfum hans, og hjónaband þeirra yrði hamingjurikt. Tviburamerkingur og kona fædd undir FISKAMERKI 19. febr.-20. marz. Þar sem kona þessi er oft bæði viðkvæm og rómantisk, er ólik- legt að hún gæti orðið Tvibura- merkingi heppileg eiginkona. Hún hefur rika þörf fyrir að vera manni sinum háð, geta sett traust sitt á hann og notið ást- rikis af hans hálfu og stöðugrar umhyggju — allt þetta mundi hann telja sér fjötur um fót. Hún mundi auðsýna honum heita og innilega ást tii að sanna honum tilfinningar sinar, einkum þegar hann virtist heldur áhugalitill um þá hluti. Hneigð hans til að gagnrýna og finna á öllu nokkra galla, mundi oft og tiðum særa hana djúpt. Hún getur komið fram af eigingirni og gripist af afbrýðissemi, ef henni finnst hann ekki sýna sér næga athygli eða áhuga. Hún mundi vafa- laust hvorki spara tima né erfiði i þvi skyni að búa honum sem þægilegast og fallegast heimili, en ef til vill ekki samkvæmt hans smekk. Bæði yrðu þau að leggja hart að sér, ef hjónaband þeirra ætti að verða hamingju- samt og affarasælt. Sunnudagur 31. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.