Alþýðublaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 1
alþýðu LAUGARDAGUR 2. DES. 1972 — 53. ARG. — 272. T BLINDOS (ÁFENGINU ÞRÁLÁTUR ORÐRÓMUR UM VERÐ- HÆKKANIR A NÆSTUNNI Blindös hefur veriö i áfengis- útsölum borgarinnar siðustu daga. Ragnar Jónsson, skrifstofu- stjóri ATVR, staðfesti einnig i viðtali við blaðið i gær, að við- skiptamenn „Rikisins” hefðu gert mjög rifleg innkaup á tóbaki undanfarið. Hins vegar kveður hann enga tilkynningu um hækkun hafa borizt stofnun- inni og sé henni ekki kunnugt um neinar ráðagerðir i þá átt. Þrálátur orðrómur hefur und- anfarið gengið um, að útsölu- verð á áfengi og tóbaki muni hækka verulega á næstunni, en ekki hefur fengizt nein staðfest- ing á sannleiksgildi hans. Unnið var að birgðatalningu i áfengisútsölunum i fyrrakvöld, en slik talning mun fara fram um hver mánaðamót. Uess má að lokum geta, að hvort sem fyrrnefndur orðróm- ur hefur við rök að styðjast eða ekki, mun hann aldrei fást stað- festur fyrr en hækkunin er þeg- ar komin til framkvæmda af skiljanlegum ástæðum. NORSK KONA DÆMD í FANGELSIFYRIR BARNSMORD 25 ára gömul kona var i gær dæmd i sex ára fangelsi fyrir að liafa orðið völd að dauða tæplega tveggja ára dóttur sinnar, scni hún inisþyrnidi hroðalega allt frá þvi barnið var fárra mánaða gainalt. Dómurinn byggist m.a. á þvi ákæruatriði, að konan hafi van- rækt að flytja barnið á sjúkrahús, eftir að það hafði hlotið alvarlega áverka. I.itla stúlkan lézt á sjúkrahúsi i Þrándhéimi i júli- mánuði s.l. Sannað var fyrir réttinum, að konan hafi fyrst misþyrmt barni sinu i janúar 1971, er það var að- eins fáeinna mánaða gamalt. Þá hlaut barnið áverka, er móðirin kastaði þvi utan i vegg, gólf eða einhvern annan hlut i ibúðinni þar sem hún býr. Fyrir réttinum sagði konan, að barnið hefði feng- ið þennan áverka, er það hefði fallið fram úr rúmi sinu. Þá var sannað fyrir réttinum, aö konan hefði aftur misþyrmt barni sinu alvarlega i byrjun júli á þessu ári. I.itla stúlkan hlaut þá svo alvarlega áverka, að hún lézt á sjúkrahúsi nokkrum dögum síð- ar. Konan svaraöi þessu ákæru- atriði á þá lcið, að barniö hcfði dottiö i tröppum við húsið, sem hún býr i, og þá hlotið áverkana, sem siðan leiddu til dauöa þess. Réttarhöldin yfir konunni fóru fram fyrir luktum dyrum. Eiginmaöur konunnar, sem er sjómaöur og oft lengi fjarri heim- ili sinu, kvaðst fyrir réttinum trúa skýringum konu sinnar, þó að vitnisburður lækna og nágranna sé allt annar. Konan, sem er barnshafandi og komin á sjötta mánuð, sýndi niikla stillingu, meðan á réttar- höldunum stóð. Hún hefur áfrýjað dóminum til hæstaréttar Noregs. ÞYZKUR FISK- UR TIL BRETA Innganga Breta i Efnahags- bandalagið hefur haft þau álirif, að nú eru Þjóðverjar byrjaðir að landa fiski i brezkum höfnum. 1‘etta hefur ekki gerst i fjölda- mörg ár. Fyrsti þýzki togarinn sem seldi eftir þetta langa hlé fékk gott verð fyrir aflann, samtals :I0,600 sterlingspund fyrir 230 tonn, eða 33 krónur fyrir hvert kiló. BRANDT HÆTTI VID AUSTURFÖR lAnU HANA LIFA, TORFI! VAR V GORDID „Torfi ieýfðu Torfunni að lifa”, var eitt af slagorðum Torfufundarins, sem var hald- inn siðdegis i gær við Bernhöfts- torfuhúsin. Enginn vafi er á þvi, að þarna er átt við hinn eina sanna Magnús Torfa, mennta- málaráðherra. Fundurinn hófst um klukkan hálf sex i bezta veðri, og það logaði glatt á kyndlum nokkur hundruð frið- unarmanna, sem lögreglan reyndi eftir fremsta megni að halda i hæfilegri fjarlægð frá húsunum vegna eldhættunnar. Þó báru sumir nokkurn kvið- boga fyrir þvi, að stofnfundur Torfusamtakanna mundi jafn- vel enda með þvi, að eldur kæm- ist i þessi hún, sem verkefni væntanlegs félags var að vernda! Það var sérstaklega hópur barna og unglinga, sem fóru óvarlega með eldinn og neistaflugið stóð að húsunum. Þegar leið á fundinn hvessti af norðri og varð nokkuð kulsamt, og eldarnir á kyndlunum áttu erfitt uppdráttar, svo blysförin að Sigtúni, þar sem fundinum skyldi fram haldið, varð ekki eins glæsileg og fyrirhugað var. Talið var, að um fjögur hundruð manns tækju þátt i blysförinni, en þó hafði fundar- gestum fækkað frá þvi fundur hófst sökum kuldans og roksins. Af sömu ástæðu er viðbúið, að Framhald á bls. 4 ■ að Austur-Þjóðverjar hafi skipt um skoðun, segir i NTB-frétt frá Bonn i gærkvöldi. Þannig virðist álitiö, að ákvörð- unin um að Brandt fari ekki til Austur-Berlinar, sé runnin undan rifjum Austur-Þjóverja. Málsvari vestur-þýzku stjórnarinnar i Bonn lýsti þvi yfir á blaðamannafundi i gær, að Willy Brandt, kanzlari, myndi ekki fara sjálfur til Austur- Berlinar að undirrita sáttmála þýzku rikjanna 21. desember næstkomandi. Willy Brandt var útskrifaður af sjúkrahúsi i gær, en þar hefur hann verið undir læknishendi undanfarna daga. Yfirlýsingar Rudiger van Wechmars, málsvara v-þýzku stjórnarinnar, kom eins og þruma úr heiðskiru lofti, segja stjórn- málamenn i Bonn, og eftir frétta- stofufregnum að dæma vakti hún gifurlega athygli og vangaveltur. i kosningabaráttunni á dögun- um lýsti Willy Brandt hvað eftir annað yfir, að hann myndi sjálf- ur fara til Austur-Berlinar og undirrita sáttmálann. Nú er hins vegar ákveðið að sögn Wech- mars, að lormenn viðræðunefnd- anna undirriti sáttmálann 21. desember. Wechmars, sagði i gær að erfiðleikum hefði reynzt bund- ið að finna fundartima til undir- ritunarinnar, sem hentaði bæði Brandt og Willi Stoph, forsætis- ráðherra Austur-Þýzkalands, en þessari skýringu er fálega tekið. Austur-Þjóðverjar hafa áður krafizt þess, að Brandt undirriti sáttmálann sjálfur á sama hátt og hann hefði sjálfur undirritað sátt- málana við Sovétmenn og Pól- verja. Þá hafa Austur-Þjóðverjar einnig krafizt þess, að Brandt undirriti sáttmálann i Austur- Berlin, þannig að lögð verði áherzla á stöðu hennar sem höf- uðborgar i sjálfstæðu þýzku riki. Nú velta stjórnmálamenn og almenningur i Vestur-Þýzkalandi vöngum yfir þvi, hvað valdi þvi, ENN Á NORÐAN ,,Það verður áframhaldandi norðanátt fram yfir helgi”, sagði Knútur Knudsen veður- fræðingur, þegar við höfðum samband við hann undir kvöld 1 gær. Að sögn Knúts verður norð- anáttin töluvert hvöss, og veð- ur fer kólnandi. Éljagangur verður um norðanvert landið, en annars staðar verður úr- komulaust. Ekki vildi Knútur neinu um það spá hvort nýtt kuldakast væri i uppsiglingu, enda erfitt að slá þvi föstu á þessu stigi málsins. Djúp lægð er fyrir suöaustan landið, og sýnir hún ekki á sér neitt fararsnið, og þá ekki heldur hæðin yfir Grænlandi. VÍÐAST OPIÐ TIL 2 í DAG Nú þegar jólin nálgast, verða að vanda nokkrar breytingar á lokunar- tima sölubúða á laugar- dögum. í dag verða búðir almennt opnar til klukkan 16. Laugardag- inn 9. desember verða búðir opnar til klukkan 18, laugardaginn 16. des- ember til klukkan 22, og loks verður eins og venjulega opið til klukkan 24 á Þorlaks- messu, 23. desember.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.