Alþýðublaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprenth.f. HÝTT SJÁLFSTÆDISMÁL — Það mál, sem Alþýðuflokkurinn hefur hér fitjað upp á, er stórmál. Að sinu leyti er hér um að ræða atburð, sem er einna helzt hliðstæður þvi, er Alþýðuflokkurinn hóf á sinum tima bar- áttu fyrir innleiðslu almannatrygginga á íslandi. — Á þessa lund mælti Björn Björnsson, einn af fjölmörgum ræðumönnum, sem tóku til máls á almennum fundi, sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur efndi til á dögunum um eignaráð á landi og landgæðum. Þannig lýsti þessi ræðu- maður hugmyndum Alþýðuflokksins um þjóðar- eign á landinu. Og orð Björns Björnssonar eru sannmæli. Þetta er stórt mál, — án efa eitt allra afdrifarik- asta stefnumarkandi stórmál, sem fram hefur komið um langt skeið. Þetta vita allir þeir sem fylgst hafa með þeim óeðlilegu kröfugerðum, sem tiðum hafa verið hafðar i frammi gagnvart almenningi af aðilum, sem telja sig eiga land eða landgæði. Og þetta er ljóst öllum þeim, sem fylgst hafa með þeirri uggvænlegu þróun, sem orðið hefur i landakaupamálum hin siðari ár þar sem fjársterkir peningamenn i þéttbýli hafa reynt að kaupa upp heilar sveitir. Slik mál eins og hér um ræðir hafa verið mjög ofarlega á baugi i umræðum manna á meðal i einu nágrannalandi okkar, — Danmörku. Þar vöknuðu menn nefnilega allt i einu upp við þann vonda draum, að svo til allt hugsanlegt orlofs- land á Jótlandi var komið i hendurnar á er- lendum peningamönnum. Þegar þetta komst upp varð eðlilega uppi mikið fjaðrafok hjá Dönum, sem óttuðust m.a. mjög, að eftir að aðild landsins að EBE hefði tekið gildi, en hún gerir það m.a. að verkum að t.d. efnaðir Þjóð- verjar þurfa ekki lengur að fara neinar króka- leiðir til þess að komast yfir landareignir i Dan- mörku, þá myndu erlendir peningamenn bók- staflega kaupa allt það orlofsland, sem eftir væri, undan dönsku þjóðinni. Til þess að varna þvi hafa danska rikið og verkalýðssamtökin sett mikið fé i sérstakan landakaupasjóð sem kaupir nú i grið og ergi orlofsland i Danmörku til þess að geta tryggt dönskum almenningi frjálsan að- gang að sinu eigin landi. Til þess eru vitin að varast þau og enda þótt Danir séu hér lengra komnir og að sama skapi verr, en við íslendingar, þá er engin ástæða til þess að ætla, að við myndum aldrei þurfa að horfast i augu við slikt vandamál. Hrein og óspillt náttúra, viðátta, kyrrð og mannfæð, — þetta eru lifsgæði, sem taugastrekktir við- skiptakóngar og peningamenn i útlöndum eru fúsir til þess að borga griðarmiklar fjárfúlgur fyrir. Og þegar þessir menn uppgötva land eins og ísland, — sennilega eina siðmenntaða landið i heiminum, þar sem þessi lifsgæði eru enn fyrir hendi, hversu lengi fær þá islenzka þjóðin að eiga sitt land? Allar reglur um, að erlendir menn megi ekki kaupa landareignir, er næsta auðvelt að brjóta eins og dæmin frá Danmörku sýna. Á sama hátt og hægt er að kaupa svo til hvaða mann sem er upp af jörð sinni, séu nægir peningar i boði, er einnig hægt að kaupa inn- lenda menn til þess að láta skrá sig fyrir jarða- kaupum, svo allt sé nú löglegt á pappirnum og mikið má vera ef áþekkir hlutir eru ekki nú þegar farnir að tiðkast á Islandi. Þetta er ein ástæða þess, að frá þvi verður að ganga i eitt skipti fyrir öll, að islenzka þjóðin eigi sjálf sitt land. Ella kann svo að fara, að það verði keypt undan henni og börn okkar og barnabörn verði gestir i þvi landi, sem forfeður- nir höfðu byggt og átt i þúsund ár. alþyduj i k i i AF ÞINGMÁLUM ALÞÝÐUFLOKKSINS NÝJAR LEIDIR í VARNARMÁLUNUM Á fundi saineinaðs Alþingis i fyrradag mælti Benedikt Gröndal fyrir tillögu þingflokks Alþýðu- flokksins i varnarmálum. Frá efni hennar hefur verið sagt hér i blaðinu. en i meginatriðum er hún á þá lund, að rikisstjórninni verði falið að láta rannsaka: 1. hvort tsland geti verið óvopnuð eftir- litsstiið i sambandi við það ör- vggisbandalag, scm landið er aðili að og 2, hvort islendingar geti, með fjárhagslegri þátttöku bandalagsins komið upp sveit fullkominna, cn óvopnaðra eftirlitsflugvéla svo og nauðsyn- legum björgunarflugvélum og tekið við þessum þýðingarmesta hluta af Verkefni varnarliðsins. Var jákvætt i tillöguna tekið af þingmönnum úr öllum þingflokk- um, sem tóku til máls um hana að lokinni framsögu Benedikts. 1 ræðu Benedikts með tillögunni komu m.a. fram þau rök, sem Al- þýðuflokkurinn byggir hugmynd- ir sinar um nýjar leiðir i varnar- málum á. Benedikt sagði m.a. Þegar forustumenn tslendinga i frelsisbaráttunni gerðu sér ljóst, að takmark þjóðarinnar hlyti að verða fullur aðskilnaður og stofn- un lýðveldis, komu þeir íljótlega auga á þa érfiðleika, sem ör- yggismál mundu valda íslenzku lýðveldi. Opinberar umræður urðu um þetta mál þegar fyrir aldamót, en hámarki náðu þær i kosningum um uppkastið. Var þá þegar deilt, um hvort sjálfstætt tsland gæti verið varnarlaust, hvort stofna þyrfti islenzkt varnalið eða leita samninga við önnur riki um að ábyrgjast öryggi þjóðarinnar. Fyrsta ákvörðun i þessum efnum var tekin með sambandslögunum 1918, þegar lýst var yfir ævarandi hlutleysi islands. Enn var þá deilt um mál- ið og bentu ýmsir á, að hlutleysi mundi ekki duga þjóðinni til ör- yggis. En fátt var um aðra kosti, eins og málum var háttað i lok fyrri heimsstyrjaldar. Hlutleysið brást þegar i upphafi siðari heimsstyrjaldarinnar og viðurkenndu tslendingar þá stað- reynd með samningum við Bandarikin 1941. Eftir ófriðinn var það von margra, að Samein- uðu þjóðirnar mundu tryggja frelsi og öryggi smáþjóða eins og tslendinga, en þvi miður reyndust það fljótlega vera tálvonir. Þegar þessi staðreynd varð ljós og kalda striðið hófst, komst meiri hluti Alþingis að þeirri niðurstöðu, að tslendingar yrðu að tryggja ör- yggi sitt með þátttöku i banda- lagi, sem nágrannaþjóðir þá mynduðu, Atlantshafsban'dálag inu. Siðan hefur þjóðin verið klot- in i afstöðu til flestra utanrikis- mála, ekki sizt til aðildar að Atlantshafsbandaiaginu og dval- ar varnarliðsins. Þegar tslendingar gerðust aðil- ar að bandalaginu, var þeim heit- iö þvi, að ekki þyrfti að dveljast erlent varnarliö i landinu á friðartimum. Að visu hafa allar aðstæður breytzt svo mjög, að ó- raunhæft er fyrir tslendinga að krefjast efnda á þessu gamla fyr- irheiti. En hitt er þó rétt að minna á, að i meginatriöum mun það skoðun langflestra landsmanna eins og áður, að þeir vilja vera lausir viö erlent varnarlið, ef þess er nokkur kostur. Um þetta vitna m.a. yfirlýsingar allra flokka, en margir hafa i tvo áratugi fallizt á dvöl varnarliðsins sem illa nauð- syn. Alþfl. hefur samþykkt dvöl varnarliðsins, af þvi að hann hefur talið varnarleysi tslands ó- raunhæft og stundum hættulegt. Hins vegar hafa jafnaðarmenn borið þá von i brjósti eins og allur þorri landsmanna, að heimsfrið- ur yrðu svo tryggður, að varnar- liðs yrði hér ekki þörf. Tillögu þá, sem hér er til um- ræðu verður að skoöa i þessu ljósi. Alþýðuflokkurinn hefur ekki breytt grundvallarstefnu sinni i Benedikt Gröndal. varnarmálum, en hann hefur hugleitt leiðir til breytingar á skipan þeirra, leiðir, sem lslend- ingar gætu e.t.v. til frambúðar unað betur við en núverandi á- stand. Arangur þeirra athugana helur orðið sá, að siðasta þing Al- þýðuflokksins ályktaði, að rétt væri að kanna þær nýju leiðir, sem um getur i tillögunni. Það er af mörgum ástæðum timabært fyrir tslendinga að athuga þessi mál frá grunni einmittt nú. Sam- búð stórvelda hefur ekki verið betri frá striðslokum en nú i seinni tið og likur á ófriði i Evrópu eða á heimsófriði eru að flestra hyggju minni heldur en nokkru sinni siðan annarri heims- styrjöldinni lauk. Einmitt i s.l. viku kom saman i Helsinki undir- búningsfundur fyrir öryggisráð- stelnu Evrópu og Noröur- Amerikurikja, og er það eitt sterkur vottur um batnandi á- stand. Að visu er enn háð vigbún- aðarkapphlaup á heimshöfunum, ekki sizt á Norður-Atlantshafi, en við verðum i þessu máli að gera hvorttveggja, að lita á aðstæður næst okkur, en rifa þær ekki úr samhengi við batnandi heimsá- stand, sem að sjálfsögðu ræður úrslitum um ályktanir i þessum efnum. Þessu næst vék Benedikt að þingsályktunartillögu þingflokks Alþýðuflokksins og lýsti tillög- unni. Siðan sagði hann: Til þess að skýra þær hug- myndir, sem liggja að baki þess- ari till., er rétt að rekja mjög stuttlega þróun landvarna á ts- landi siðasta 21 og hálft árið eða siðan varnarliöið kom hingað. Liðið, sem steig á land á tslandi vorið 1951, var skipað rúmlega 5 þús. mönnum úr landher og flug- her Bandarikjanna. Reistar voru 4 ratsjárstöðvar á landshornum og komið fyrir sveit orrustuflug- véla á Keflavikurflugvelli. Deild- ir landhersins voru vopnaðar til þess að verja landið gegn hugsan- legri innrás og höguðu sér samkv. þvi i tiðum skotæfingum. Augljóst er, að þessi varnarskipun var ekki aðeins fyrir tsland, heldur hluti af keðju stöðva i hinni svo- nefndu djulinu frá Alaska yfir norðanvert Kanda, Grænland, ts- land, Færeyjar og til Bretlands. Þetta varnarkerfi byggist á þeirri skoðun, að nýr ófriður kynni að brjótast út á þann hátt, að flug- vélar og flygskeyti með kjarn- orkuvopn kæmu svifandi yfir norður hvel i áttina til Bandarikj- anna. Þessar hugmyndir voru rikjandi á árum kalda striðsins og viðbúnaði hagað eftir þeim með þeirri tækni, sem þá var lull- komnust. Um 1980 tóku viðhorf að breytast. Kafbátar búnir kjarn- örkuflugskeytum komu til sög- unnar. Það varð ljóst, að þrátefli k jarnorkuvopna gæti haldizt lengi, en búast mætti við, að ýmislegt annað valdatafl héldi samt sem áður áfram. Sumarið 1961 var gerð mikil breyting á varnarliðinu. Ijand- herinn var kallaður á brott, en i hans stað voru eftirlitsflugsveitir bandariska flotans fluttar frá Ný- fundnalandi til islands. Flotafor- ingjar tóku við stjórn varnarliðs- ins af flugforingjum. Fækkað var i liðinu úr 5 þús. i rúmlega 3 þús. og rats járstöðvar urðu aðeins tvær. Vopnaburður i Keflavik minnkaði til muna, en meginstarf varnarliðsins varð og er enn þann dag i dag eftirlitsflug um sundin milli Grænlands, tslands og Fær- eyja og annars staðar i nágrenni við landið. i margar aldir hafa Engilsax- ar, fyrst Bretar en siðan Banda- rikjamenn, haft alger yfirráð á Atlantshafi og raunar öllum öðr- um heimshöfum. Þetta hefur haft viðtæk áhrif á mannkynssöguna og örlög margra þjóða, þ.á.m. okkar lslendinga. Á siðustu árum hala Sovétrikin ráðizt i stórfellda uppbyggingu rauða flotans. Sovézku herskipin eru af nær öll- um gerðum og hin fullkomnustu. Þau sigla i vaxandi fjölda um heimsins höf og sýna fána sinn i höfnum allra meginlanda. Rauði flotinn skiptist i fjóra hluta og hefur hinn stærsti og öflugasti þeirra, norðurflotinn svokallaði, heimkynni i höfnum á Kolaskaga. Þessi floti hefur stækkað og um- svif hans aukizt á hverju ári nú undanfarið. Norskir sérfræðingar við utanrikismálastofnunina i Osló hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að Sovétrikin telji nú tvi- mælalaust, að framvarnarlina þeirra á Norður-Atlantshafi sé á milli tslands og Færeyja. Margir fleiri aðilar hafa látið i ljós sömu skoðanir um hernarðarstöðu og þýðingu tslands i dag, en rök- studd andmæli hafa verið litil Framhald á bls. 4 FLOKKSSIARFIÐ Afmælis og jólafundur Kvenfélag Alþýðuflokksins i Reykjavik held- ur afmælis- og jólafund n.k. fimmtudagskvöld kl. 8,30 i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Vönduð afmælis- og jóladagskrá. Félagskonur eru hvattar til þess að mæta vel og stundvislega. STJÓRNIN Laugardagur 2. desember 1972 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.