Alþýðublaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 2
HRUTSME Hrútsmerkingar Þau einkenni, sem mest gætir i fari karlmanna, sem fæddir eru undir Hrútsmerki, er mikið sjálfstraust og lifsorka. Þeir eru margir djarfir við kvenfólk og örir til ásta, ef hugur þeirra er á annað borð vakinn til þeirra hluta gefa þeir kvenmanninum ekkert tóm til að átta sig.svo hún veit ekki orðið af fyrr enhennierþrotið allt viðnám. Hrútsmerkingurinn hefur yfirleitt það traust á sjálf- um sér, er það sannfærandi og öruggur i framkomu og ber sig þar að auki yfirleitt á þann hátt, að hrifur flestar konur, enda þótt kæruleysi hans og ágengni kunni að móðga þær sumar á stundum. Hrifist hann af einhverri konu, verður hún þess fljótt vör, þar eð hann hefur ekki neina trú á þvi að draga hlutina, eða vera með hlé- drægni. Flestir eru Hrútsmerkingar vel klæddir og fylgja þar tizkunni, og eitthvað er það i fari þeirra sem gerir að konur eru stoltar af að vera i fylgd með þeim. Þar eð flestir þeirra eru ástriðumiklir, er eins liklegt að þeir hafi átt i mörgum ástarævintýrum áður en þeir staðfesta ráð sitt. Þeim hættir og við að daðra nokkuð eft- ir það, en þola konunni alls ekki neitt þessháttar. Skapbráðir eru þeir, en rennur fljótt reiðin og eiga ekki lang- rækni til. Hrokafullir geta þeir verið og sjálfselskir og tillits- lausir gagnvart tilfinningum ann- arra. Margir hverjir eru þeir fæddir leiðtogar, sem meðal ann- ars kemur fram i þvi að þeir vilja drottna yfir fjölskyldu sinni og vinum. Þeir vilja vera húsbændur á sinu heimili og ætlasl til þess að eiginkonur þeirra hagi sér sam- kvæmt þvi. Frjálsræði sitt meta þeir mjög mikils, og risa gegn öllum tilraunum til að hefta það. Flestir eru þeir metnaöar- gjarnir, og starfskjör þeirra og orka gerir þeim yfirleitt kleift að ná langt á þeirri leið, sem þeir hafa einsett sér. Þó getur óþolin- mæði þeirra á stundum komið þeim i vanda, og þeir ættu að forðast skyndilegar ákvarðanir. Enda þótt þeir hafi ratað i mörg ástarævintýri áður en þeir kvæn- ast, eru þeir venjulega trúir eiginkonum sinum. En aftur á móti verður óþolinmæði þeirra oft og tiðum til þess að þeir kvænast konum. sem ekki virðast sam- valdar þeim þegar frá liður, og á það einkum við þá sem kvænast mjög ungir. En. sem sagt., þeir reynast flestir góðir eiginmenn og setja metnað sinn i að eignast fallegt og þægilegt heimili og búa vel að fjölskyldu sinni. Gallinn er hins vegar oft sá, að þeir ætlast til of mikils af eiginkonum sinum, og eins sá umburðarlyndi gagnvart göllum annarra eiga þeir af skornum skammti. Færi oft betur. ef þeir létu konur sinar einar um liússtjórnina, nema þeir leituðu til þeirra um ráð. Barn- góðir eru þeir, hafa gaman af að leika sér við börn og eiga ekki erfitt með að skilja þau — en vilja oft drottna yfir þeim og krefjast skilyrðislausrar hlýðni af þeirra hálfu. Hrútsmerkingur og kona fædd undir HRuTSMERKI, 21. marz - 21. apríl. Kvænist Hrútsmerkingur Hrúts- merkiskonu, þá er það i rauninni að skora erfiðleikana og vanda- Stjörnuspekin spurð álits um sambúöina málin á hólm, og mætti fremur segja sem svo, að þar væri öllu fremur gengið til ævilangrar or- ustu heldur en ævilangrar ham- ingjuviðleitni, þegar tvær jafn viljasterkar og einráða mann- eskjur hyggjast stofna til sam- búðar. Bæði munu vilja ráða öllu á heimilinu, og fer varla hjá að hart verði deilt um mörg atriði, smá og stór, i sambandi við þann rekstur. Sama verður áreiðan- lega uppi á teningnum þegar upp- eldi barnanna kemur til athug- unar, hvort þeirra um sig mun gera sér harla ákveðnar hug- myndir um hvað börnunum sé fyrir beztu, en um leið oftast nær harla ólikar. Allt veldur þetta árekstrum, og þar sem bæði munu oftast nær skapbráð, er eins liklegt að komi til haröra árekstra, en þar sem bæði eru oftast nær fljót til sátta og laus við alla langrækni, gætu þær hrynur liðið fljótt hjá, en eigi að siður mundi friðurinn vara skammt. Þar sem bæði Hrútsmerking- ur og Hrútsmerkiskona eru yfirleitt skynsöm vel, ættu þau að geta samið um það með sér að hann léti heimilisrekst- urinn afskiptalausan og hún dag- leg störf hans, mundi það auð- velda þeim sambúðina, þó að hrynurnar yrðu eigi að siður aldrei langt undan. Hrútsmerkingur og kona fædd undir NAUTSMERKI, 21. april - 20. maí. Þessi glaðlynda og skapþýða kona gæti reynst Hrútsmerkingi ástrik og heppileg eiginkona. Hún mundi sætta sig við þó að hann réði heimilisrekstrinum að miklu leyti, og hún mundi örva og ýta undir metnaðargirni hans. Hún kann vel að meta öryggi það, sem veraldleg velmegun veitir og hún mundi á allan hátt leitast við að búa honum þægilegt og aðlaðandi heimili. Það getur þó átt sér stað, að hún reynist nokkuð eigingjörn og vilji halda honum heima á kvöldin oftar en hann kærir sig um, en á móti kemur svo það, að hún er yfirleitt ákaflega vel lynt, og léti sig reiðiköst hans engu skipta. En fari hins vegar svo, að hún gerist reið, þá verður hún það lika svo um munar og vilji hennar sem stál - og þá er eins vist að hann sæi sér þann kost hyggileg- astan að biðja um gott veður. Þó að hún sé hversdagslega glöð og hugljúf, getur hún verið atlotaheit og lumað á sterkum ástriðum, þó að ekki sé þar með sagt að hún standi hinum kynsterka Hrúts- merkingi þar á sporði. Hrútsmerkingur og kona fædd undir TVIBURAMERKI, 21. maí-20. júní. Hjónaband þeirra getur orðið hið ánægjulegasta, þar eð bæði eru gædd ævintýrahneigð, hafa yndi af glaðværð og skemmtan og eru auk þess vel gefin. Hún mundi vita hvað honum kemur og láta hann taka allar ákvarðanir um heimilishaldið sem máli skiptir, og halda heimilinu hreinlegu og aðlaöandi. En kerfisbundin er hún sfzt af öllum, heldur háð stöð- ugum breytingum og ann allri til- breytingu svo að það er vafasamt aðjafnvel Hrútsmerkingur standi henni þar á sporði. Yfirleitt er hún glaðvær og heillandi i við- móti, og viðskiptavinum hans og samstarfsmönnum mundi falla hún vel i geð, og þannig gæti hún styrkt aðstöðu hans Hins vegar kemur mjög til greina að honum þættu ástriðufuni hermar ekki loga nógu glatt, en það mundi þó standa til bóta.Þaugælu þvi orðið mjög hamingjusöm i hjónabandi og hamingja þeirra farið vaxandi. Hrútsmerkingur og kona fædd undir KRABBAMERKI, 21. júni-10. júlí. Þó að þessi kona eigi eðli sinu samkvæmt ekki fyllilega skap við Hrútsmerking, er þar fyrir ekki útilokað að þaugætuorðið ham- ingjusöm i hjónabandi. Til þess yrði hann að visu mjög að gæta tungu sinnar, þar eð hún á það til að vera móðgunargjörn, igrundar hvert orð með sjáfri sér og leggur þá oft og tiðum i þau alvarlegri skilning en rök standa til. Krabb- amerkiskona er frábær húsmóðir, stjórnar heimilinu þannig að vart verður með réttu að fundið — og mundi lika taka sér það mjög nærri ef hann reyndi það, eða skipti sér yfirleitt nokkuð af þvi hlutverki hennar. Hvað hann snertir, þá er eins vist að hann kynni ekki sem bezt við móður- lega umhyggju hennar og nostur- semi. Hún er mjög þurfandi fyrir öryggi og vernd, og hann er oftast nær nógu metnaðargjarn og dug- mikill til þess að geta uppfyllt þær þarfir. Láti hann tilfinngariki hennar og viðkvæmni ekki raska þolinmæði sinni, þá getur vel farið svo aö hjónaband þeirra yrði hið farsælasta. Hrútsmerkingur og kona fædd undir LJÓNSMERKI, 21. júli-21. ágúst. Það er Ljónynjan sem verður ákjósanlegust eiginkona til handa hinum stolta Hrútsmerkingi. Hún er i senn dugmikil og margvis- legum hæfileikum búin, og hún mundi stjórna heimilisrekstr- inum nákvæmlega eins og hann kysi helzt. Ljónynjan er frábær húsmóðir hvað móttöku gesta snertir, og hefur þá framkomu, að hún yrði hinum metnaðar- gjarna Hrútsmerkingi bæði hvöt og aðstoð til að ná sem mestum árangri i starfi sinu. Hún er ekki siður ástriðuheit en hann, og mundi alltaf verða honum trú. En skapbráð getur hún einnig verið og ofsafengin, svo ekki er útilokað að slegið geti i brýnu með þeim endrum og eins, en yrði einungis til að skerpa kærleikann. Venju- lega er hún börnum sinum bezta móðir, jafn vel þótt hún hafi nokkra hneigð til að vera þeim ströng um of. Hún er kona, sem Hrútsmerkingurinn mundi vera stoltur af og gera mundi hjóna- band hans hamingjusamt. Hrútsmerkingur og kona fædd undir MEYJARMERKI, 22. ágúst-22. sept. Þar fær viðkomandi yfirleitt vel gefna eiginkonu og mjög svo dug- andi húsmóður. Kona, sem undir þvi merki er fædd, er raunhyggin, sparsöm og gerir sér fulla grein fyrir gildi peninga. Hún mundi þvi risa gegn allri ógætilegri meðferð eiginmannsins á fjár- mununum. Hún er yfirleitt mjög gætin og varkár, og það mundi striða gegn ævintýralöngun hans og hneigð til að tefla djarft. Flestar eru þessar konur einnig mjög hlédrægar, og það er ekki með öllu óliklegt að ástriðuhiti hans i atlotum mundi vekja hjá henni nokkra andúð. Þá er hún og oft talsvert sérsinna hvað snertir mataræði, og ekki er óliklegt að hún mundi freista að vinna hann til fylgis við þær kenningar sinar. Hún er oft harla gagnrýnin, og þó að hún unni mjög börnum sinum, þá hættir henni við að vera þeim of ströng og að finna stöðugt að við þau. Hjónaband Hrútsmerkings og hennar mundi þvi verða ýmsum örðugleikum háð, en gæti farið vel með beggja vilja og ásetningi eigi að siður. SVO KVAD NIXON! f fjögur ár enn undir stjórn Richard Nixons, — mannsins, sem Bandarikjamenn nefna sjálfir ,,Trycky-Nicky”. Það er sú framtið, sem bandariskir kjósendur hafa skapað sér. Og margir þeirra, sem áttu sjálfir þátt i þeirri ákvarðanatöku, eru ekki allt of hrifnir, — þrátt fyrir allt. Fyrir 20 árum var hann kjör- inn vraforseti Bandarikjanna. A þeim árum og lengi siðan var hann ákafasti kommúnistahat- ari, sem fyrirfinnanlegur var i allri Ameriku. Þá mælti hann jafnvel með notkun atómvopna i Indó-Kina. En nú er hann ,,á kafi i friðar- stefnunni”. Hver er þessi maður? Sænski blaðamaðurinn Nils Lodin hefur um margra ára skeið safnað ýmsum ummælum Nixons, sem sérstaka athygli hafa vakið. Nú hefur Lodin sett saman bók úr þessum minnisgreinum sinum. Þannig segist hann bezt geta lýst manninum Richard Nixon, hinum klóka bragðarefi banda- riskra stjórnmála. Litum aðeins á örfá þessara gullkorna: Um Vietnam: ,,Ef ekkert annað getur bjarg- að landinu frá kommúnisma, þá eigum við að senda bandarískt herlið til Indó-Kina” (April 1954) ,,Við ráðum yfir vopnum, sem eiga engan sinn lika i sögunni. Hvers vegna ættum við þá ekki að nota þau i Indó-Kina þegar aðstæður krefjast þess” Apríl 1954) „Friðarumleitanir i Viet-Nam stríðinu hafa það eitt i för með sér að hvetja kommúnistana og lengja styrjöldina”. (Septem- ber 1965) „Sagan á eftir að nefna styrjöldina i Viet-Nam hina stóru stund Ameriku” (Vitnað i ummæli Churchills um loft- bardagana yfir London „This was thcir finest hour”) (Júli 1969) Arið 1970 breiddist styrjöldin út til Cambódiu. Um innrásina i Cambodiu, sem þá var gerð sagði Nixon: „Innrásin i Cambodiu er bezt heppnaða aðgerð i öllu þessu langa og stranga striði. Hún 0 Sunnudagur 3. desember 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.