Alþýðublaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.12.1972, Blaðsíða 7
BILAR OG UMFERÐ Vél framtíðarinnar, hljóðlaus og mengunarlaus: STIRUNG-VÉLIN Hugmyndin að vél þeirri, sem kölluð er Sterlingvélin, er siður en svo ný af nálinni, — skozki presturinn Robert Sterling gerði fyrstur skissu að henni árið 1816, og næst var hugmyndin tekin til athugunar árið 1938. Það var Philips i Hollandi, sem fékk áhug- ann, og vildi nota vélina til þess að knýja rafala fyrir útvarpstæki sin þar sem erfitt var að útvega rafhlöður. Ahuginn hvarf árið 1948, þegar transistorarnir sáu dagsins ljós, og Philips seldi General Motors i Bandarijunum og MAN i Þýzkalandi einkaleyfið. Árið 1968 keypti sænska fyrirtæk- ið United Sterling svo einkaleyfið að vélinni, og útgáfa þess hefur snúizt án afláts siðan i janúar á rannsóknarstofu Kochums i Málmey. Þeir hjá United Stirling telja nú, að þeirra útgáfa sé orðin það fullkomin og frábrugðin upphaf- legu vélinni, að þeir geti farið að selja einkaleyfi að henni. En ætl- unin hjá þeim er að hefja fjölda- framleiðslu á henni árið 1975, — fyrst til notkunar i bátum, en siðar i bila. Sem bilvél álita þeir, að Stirlingvélin sé það sem koma skal, og það er ekki svo ótrúlegt þegar .ess er gætt, að hún er mjög hljóðlát og stenzt allar reglugerð- ir hvað mengun snertir að minnsta kosti næstu 10 árin. En hvernig vinnur Stirling-vél- in. Hún er að mörgu leyti svipuð venjulegum bilvélum — m.a. eru notaðir i tilraunavélina hlutir úr Saab og Ford.það er, hún byggist á stimplum, sem ganga upp og niður og snúa sveifarás. Frum- gerðin var mun flóknari, — þar voru tveir stimplar i sama strokk og tveir sveifarásar. Vélin vinnur á svipaðan hátt og tvigengisvél, þ.e. vinnuslag er á öðru hvoru slagi, og engir ventlar eru i véiinni, — i staðinn eru rör, sem ganga á milli strokkanna. Þá komum við að leydarmálinu sjálfu. t staðinn fyrir, að benzin- blanda springur i brennsluhólfun- um og þeytir stimplunum niður, er gas leitt i efri hluta strokkanna og hitað þar upp með „oliufýr- ingu” eins og er i húsum. Við hit- ann þenst gasið út og þrýstir stimplinum mður, sem ýtir um leið gasinu úr næsta niðurslagi á undan, út og i kælihólf, sem kælt er af rennandi vatni. Það gas heldur áfram eftir rörunum i efri hluta næsta strokks, og sagan endurtekur sig. Þegar gasið hefur verið kælt eftir niðurslagið i sið- asta stipmplinum heldur það eftir löngu röri yfir i fyrsta strokkinn aftur. Gasið sjálft er þvi notað aftur og aftur, en til þess að knýja fýringuna þarf venjulegt elds- neyti. Og þetta eldsneyti getur verið allt sem brennur, en talið er hagkvæmast að nota dieiloliu. Með tiltölulega litlum breyting- um má nota fast eldsneyti, og einnig má nota svonefndar hita- rafhlöður (litiumfluorid), en þær endast fjórfalt á við venjulegar rafhlöður. Hraða vélarinnar má ráða með þvi að breyta gas-þrýst- ingnum. Rætt hefur verið um, að vænt- anleg bilvél verði V4, annað hvort sama vélin og tilraunirnar hafa verið gerðar með á ran».. ,iar- stofunni eða helmingur af V8 vél, sem ætluð er fyrir stóra áætl- unarbila eða flutningsbila. Fyrr- nefnda vélin er 250 rúms. og 5o hestöfl en hin siðarnefnda er 200 hö., og hefur þegar verið reynd i bilum. Mynd I: Gasiö i efri hluta strokksins þenst út, þegar þat> kemur í hitann frá fýringunni. Það þeytir stimplinum niður, sem ýtir um>leið köldu gasi á undan sér og snýr sveifarásn- uin. Stimpill b hefur hreinsað sig, stimpill c ýtir heitu gasi yfir i neðri hluta d, sem lekur næst við. Mynd 2: Stimpill d hefur tekið við, hcita gasið sem kom kalt úr a knýr hann niður. Stimpill a er þvi óvirkur i þessari stöðu, b er að þjappa gasinu, en c er ný- búinn að skila heita gasinu yfir i neðri hluta d. Mynd 3: Nú er c i slagi og a er á upplcið og ryöur heita gasinu út. B hefur skilað sinu gasi til kæl- ingar og d er að ljúka vinnuslagi sinu. Mynd: Nú er b i vinnu, og ýtir um leið á undan sér köldu gasi i a þar sem stimpillinn fér næst niður. C er i hvfld og d skilar lieitu lolti. GALLIIVOLVO 1 annað skipti á stuttum tima hefur orðið að kalla inn talsverð- an fjölda af Volvobilum til við- gerðar vegna framleiðslugalla. Að þessu sinni er um að ræða alls 60 þúsund bila af árgerð 1973, en þar af eru rúmlega 80 bilar hér á landi. 1 fyrra skiptið var um að ræða galla á stýrisstöngum og málmþreytu i kælispöðum i viss- um gerðum, en að þessu sinni kom i ljós, að of langar skrúfur höfðu verið settar i rofa á stýris- armi og hætt er við að þær losni og geri stýrið stirt, eða jafnvel festi það. — Það er vissulega leiðinlegt fyrir okkur, að þetta skuli endur- taká sig með svona stuttu milli- bili, sagði Ásgeir Eiriksson, for- stjóri Veltis, þegar þátturinn hafði samband við hann i vikunni. En við höfum sent öllum eigend- um Volvo 1973 bréf þar sem gallanum er lýst, og núna um helgina búumst við við þvi, að gert verði við alla bila i Reykjavik núna um helgina, en viðgerðin tekur 20 minútur á hvern bil. Þeir sem búa úti á landi fá sent það sem til þarf og eru beðnir að snúa sér til næsta verk- stæðis, sem sendir okkur siðan reikninginn. — Getur þetta ekki haft slæm áhrif á viðskiptavinina? — Eg held ekki. Við brugðum svo fljótt við, þegar uppvist var um gallana, og reyndum ekkert að fela, að ég held jafnvel að traustið aukist. Það má líka benda á, að málmþreytan i kæli- spöðunum og þessi galli, sem nú á að fara að gera við, uppgötvuðust i nýja „Tekniska senter”, sem var nýlega tekið i notkun, og ætti að sýna hvað vel er fylgst með framleiðslunni. En þess má geta, að ástæðan fyrir þessum seinni galla er sú, að einn starfsmann- anna við færiböndin gerði einfald- lega þá skyssu að taka rangar skrúfur, — of langar. HÉR KEMUR BJÖSSI BAUKUR FRÁ BANGSALANDI Samvinnubankinn efnir til ævintýragetraunar og verð- launin eru 100 talsins. 100 sigurvegarar fá Bjössa Bauk í verðiaun: Getraunin verður birt hér í blaðinu frá þriðjudegi 5. qles. til laugardags 9. des. og verður í því fólgin að þekkja í hvaða ævintýri Bjössi Baukur er staddur hverju sinni. Aðrir geta eignazt Bjössa Bauk með því að stofna sparisjóðsbók í Samvinnu- bankanum með 500 króna innleggi. SAMVINNUBANKINN Bankastræti 7 — Reykjavík. UMSJON: ÞORGRlMUR GESTSSON Sunnudagur 3. desember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.