Alþýðublaðið - 24.12.1972, Síða 1

Alþýðublaðið - 24.12.1972, Síða 1
GLEYMID EKKIJOLASKAP INII (JÖLAUMFERÐINNI! Þegar þetta rabb er hripað niður við kertaljós (vegna rafmagnsbilana) aðfararnótt föstudags eru minna er þrir sólarhringar til jóla — en af og frá að veðrið sé jólalegt, og þvi BJARNI SIGTRYGGSSON: UM HELGINA ef til vill ekki beint að undra þótt minna fari fyrir jólaskapinu hjá okkur en ella. Annars erum við orðin svo vön misjöfnum veðrum á öllum timum árs, höfum reyndar aldrei þekkt annað, að það væri til of mikils ætlazt að gera ráð fyrir þétt fallandi mjöll á höfuð og herðar er við hreyfum okkur utandyra. En einmitt þannig hef ég reyndar hugsað mér hið ákjósanlega jólaveður, og trú- lega er á svipaðan veg farið með marga aðra. En það er þó eitt atriði, sem hefur hrifsað athygli mina þessa siðustu daga, — og það er hversu litið umferðin batnar þótt menn séu farnir að nálgast kristilegra hugarfar. Vist má saka veðrið þarna að hluta, — og þá lika það sem ég hef heyrt, að hestar og menn eigi sam-. eiginlegt hér norður á hjara veraldar, þurtglyndi skamm- degisins. Við erum öðrum þjóðum næmari fyrir riki ljóss og'skugga, flest erum við börn vorsins og gróandans en kviðum þeim degi þegar fyrstu laufin fjúka. betta þunglyndi kemur svo fram i samskiptum okkar hvert við annað — og þótt áhrif þess kunni að rista djúpt fái hin hlýrri hlið hugarþelsins ekki að ráða orðum og gerðum i nær- veru sálar, þá er hættan samt mest ef innbyrgð áhrif skamm- degisins brjótast fram og fá far- veg með 100 hestafla orku á 60 kilómetra hraða á klukkustund. Þarna á ég að sjálfsögðu við ef önuglyndið verður boðskap jólanna yfirsterkari i um- ferðinni. Það er þvi miöur reynsla um- ferðaryfirvalda og þeirra annarra, sem atvinnu sinnar vegna fylgjasl með umferðar- málum og umferðarmenningu, aö . veðráttan getur hæglega ráðið þvi hvenær skapið setzt undir stýri — og gerir. Þvi vildi ég með þessum fátæklegu orðum biðja Iesendur þess lengstra orða að gleyma ekki jólaskapinu i umferðinni. Góö og gleðileg jól! 1 SUNNUDAGUR 24. DES. 1972 — 53. ARG. — 291. TBL

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.