Alþýðublaðið - 24.12.1972, Page 5

Alþýðublaðið - 24.12.1972, Page 5
JÓLALEIKRITIN SCHILLER OG JÓLAMYNDIRNAR ÞRJÁR Ekki er annað að sjá en um óvenjulega góðar jóla- myndir verði á boðstólum í kvikmyndahúsum borgarinnar yfir hátíðarnar. Má þar nefna NYJAR m.a. þrjár Oscarsverð- launamyndir, ,,Patton", ,,Klute" og „Midnight Cowboy". En lítum nú á hverja einstaka mynd fyrir sig. FRANSKUR HLATURLEIKUR Eins og fyrr hefur komið fram mun Þjóðleikhúsið frumsýna leikritið Mariu Stuart.eftir þýzka skáldsnillinginn Friedrich von Schiller, á annan dag jóla. Er þetta i fyrsta skipti sem Þjóðieik- húsiö tekur verk hans til sýning- ar, en Leikfélag Reykjavikur hef- ur áður sýnt eitt verka hans, ,,Ræningjana” árið 1911. býðandi Mariu Stuart er Alexander Jó- hannesson, en Þorsteinn frá Hamri hefur yfirfarið þýðinguna fyrir þessa uppfærslu og gert nokkrar breytingar. Ulrich Er- furth, þekktur leikstjóri og leik- húsmaður, þýzkur að ætt var fenginn til að leikstýra verkinu. Er verkið var kynnt blaðamönn- um fyrir skömmu sagði leikstjór- inn m.a. ,,Er ég beið á Lundúna- flugvelli eftir fari til íslands, hvarflaði að mér að hætta við að koma til landsins þar sem ég taldi það mikla dirfsku að setja upp verk á máli sem ég kunni ekki orð i. Eftir að hafa starfað i tvo daga með leikurum Þjóðleikhússins, sá ég að kviði minn var alls ekki á rökum reistur. Ég fann aö hér var ekki rikjandi sá doði og ringulreið sem i dag auðkenna svo mörg þýzk leikhús. Hér er vinnan höfö i fyrirrúmi og dugnaðurinn sem ekki er að finna heima fyrir. Það væri þess vegna óskandi að þýzk- ir leikarar fengju tækifæri til að starfa með islenzku leikhúsfólki, til að öðlast vitneskju hvernig vinna eigi af viti i leikhúsi” Titilhlutverkið, Mariu Stuart er leikið af Kristbjörgu Kjeld, en Briet Héðinsdóttir fer með hlut- verk Elisabetar drottningar. Önnur stór hlutverk eru i höndum Gunnars Eyjólfssonar, sem leik- ur greifann af Leicester, Arnar Jónsson leikur Mortimer, Rúrik Haraldson, Wilhelm Ceciel og Ró- bert Arnfinnson túlkar hlutverk Georgs Talbot, greifa af Shrews- bury. Aðstoðarleikstjóri er Geir- laug Þorvaldsdóttir, leikmyndir gerðar af Gunnari Bjarnasyni og Lárus Ingólfsson hefur gert bún- ingateikningar. Jólaleikrit Leikfclags Reykja- vikur verður að þessu sinni franskur hláturleikur sem hlotið hefur heitið ,,Fló á skinni” i þýð- ingu Vigdisar Finnbogadóttur. Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson, en leikmynd og búninga hefur teiknað Ivan Töörek, en hann er orðinn fastráðinn við leikhúsið. Verður leikurinn frumsýndur milli jóla og nýárs, eða nánar til- tekið 29. desember. Hláturleikurinn ,,Fló á skinni” er eftir franskan höfund, Georges Feydeau að nafni. Leikurinn á að gerast i Paris um siðustu alda- mót. Atburðarrás leiksins er afar skopleg, byggist á misskilningi á misskilning ofan, að sögn þýð- anda. Ýmsar minnisverðar og bráðspaugilegar persónur koma fram i leikritinu. Aðalhlutverkið ’er i hondum Gisla Halldórssonar, en auk hans koma 13 aðrir leikar- ar fram i sýningunni. Má bar nefna Guðrúnu Ásmundsdióttur, Helgu Bachmann, Helga Skúla- son, Þorstein Gunnarsson, Brynjólf Jóhannesson og Steindór Hjörleifsson.------Semsagt lif og fjör i Iðnó og nú ættu allir að geta skemmt sér konunglega og hlegið dátt i svartasta skamm- deginu.' USKARSVERDLAUNAMYNDIR Haskolabío ,,Carry on Henry" Svo er að sjá sem ekkert lát ætli að verða á framleiðslu brezku Áfram-gamanmynd Peters Rogers. Þessi nýja mynd sem Háskolabió sýnir, fjallar um þann eina sanna Henry — þ.e. Hinrik VIII. öruggt má telja að þetta verði ekki sú siðasta, sem fjallar um þennan fræga kvennamann, sem sendi þær miskunnarlaust undir fallöxina er hann hafði fengið nóg af þeim. Þaö er ekki á hverjum degi sem islenzkum kvik- myndaáhangendum gefst kostur á aö sjá myndir sem frumsýndar hafa verið erlendis örfáum mánuðum áöur en þær sjást hér á tjaldinu. Laugarásbió hefur tekiö upp þessa góöu nýbreytni fyrir sýningar- gesti sina, meö því aö sýna á jólum splunkunýja mynd sem frumsýnd var fyrir nokkrum vikum siöan. Er hér um að ræða myndina Frenzy" eftir meistarann Hitchcock. Laugarásbíó „Frenzy" Jólamynd Laugarásbiós er alveg ný af nálinni, var frumsýnd i Bandarikjunum i júli og mánuði siðar i Bretlandi. í mynd þessari bregður Hitchcock nokkuö út af vana sinum, að þvi er söguþráðinn snertir. Skal þvi ekki lýst nánar, en óhætt er að segja, að það dregur á engan hátt úr spennunni, eykur hana iafnvel að vissu leyti. Og að sjálfsögðu kórónar meistarinn myndina með að sjást fljóta niður ána Thames, en myndin er öll tekin i Bretlandi, þaðan sem Hitchcock er ættaður. Ekki má gleyma jólamyndinni fyrir börnin. Verður sýnd lit- skrúðug og viðburðarrik mynd sem heitir Ævintýralandið. Hafa islenzkir textar verið settir á hana og þess gætt sérstaklega, að þeir standi svo lengi á tjaldinu, að börn eigi vel að geta fylgzt með, þótt þau séu ekki búin að ná fullum lestrarhraða. Austurbæjarbíó „Klute" Þessi verðlaunamynd hefur verið sýnd við metaðsókn erlendis um margra mánaða skeið. Er hér á ferðinni óvenjuleg sakamálamynd með hinni þekktu Jane Fonda i aðalhlutverki, og leikur hún gleðikonu. Hlaut hún Öscarsverðlaun fyrir leik sinn i myndinni. Mótleikari Fonda er Donald Sutherland og er hann örugglega ofarlega i hugum margra, er sáu „Mash” þar sem hann kom fram i hlutverki eins af læknunum kostulegu. í „Klute” leikur hann einkaspæjara sem fellir hug til gleðikonunnar. Gamla bíó „Love Bug" Hér er á ferðinni „mynd fyrir alla fjölskylduna”. enda gerð af fyrirtækinu Walt Disney. Eins og nafnið gefur til kynna, þá er það hinn frægi fólksvagen sem leikur aðalhlutverkið, og kemur hann fram i geysispennandi og hlálegum kappakstri. Hafnarbió „Scrooge" Þessi mynd er gerð eftir hinni þekktu jólasögu Dickens um nirfilinn og hugsanir hans sem brjótast um i huga hans er jóla- hátiðin er i garð gengin. Ekki er neinn viðvaningur sem leikur aðalhlutverkið, heldur sjálfur Alec Guinnes, en auk hans leika i myndinni Albert Finney og Kenneth More. Nýja bió „Patton hershöföingi" Ekki er að efa að þetta er ein forvitnislegasta myndin, sem sýnd verður um jólin. Bæði fyrir þær sakir, að aðalleikarinn i myndinni, George C. Scott fékk Óscarsverðlaun fyrir frábæran leik sinn i myndinni, en þegar að þvi koma að afhenda honum verðlaunin, þá synjaði hann þeim og kærði sig kollóttan um þau. 1 öðru lagi gerir þar myndina eftir- tektarverða, að Patton þótti vera einhver mikilhæfasti hershöfðingi Bandarikjanna i siðari heims- styrjöldinni. I april 1971 hlaut mynd þessi hvorki meira né minna en sjö Óscarsverðlaun, sem bezta mynd ársins 1970, fyrir beztan leik, leikstjórn, kvik- myndahandrit, bezta svið- setningu og beztu tónupptöku ársins. Tónabió „Midnight Cowboy" Þetta er margverðlaunuð kvikmynd, með Dustin Hoffman og Jon Voight i aðalhlutverkum. Jon Voight leikur einfeldning frá Texas, en Hoffman kryppling sem ættaður er úr stórborg og fjallar myndin um margvisleg vandamál, sem þeir kumpánar þurfa að yfirstiga. Stjörnubíó „You can't win them all", eöa „Ævintýramennirnir," nefnist jólamynd Stjörnubíós. Er hér um aö ræöa hörkumynd um hernað og ævintýra- mennsku, með þeim Tony Curtisog Charles Bronson í aðalhlutverkum. Gerist myndin í borgarastyrjöld í Tyrklandi snemma á þriðja tug aldarinnar. J i Kópavogsbíó „Bör Börsson" Þetta nafn ættu flestir að þekkja sem eitthvað eru komnir til ára sinna. Helgi heitinn Hjörvar gerði sögu þessa ógleymanlega er hann las hana á öldum hljóðvakans fyrir nokkrum áratugum siðan. „Bör Börsson”, sem Kópavogsbió sýnir nú um hátiðina, var sýnd hér á landi fyrir rúmum tiu árum og naut þá mikilla vinsælda og er ekki að efa að myndinni verði ekki siður vel tekið nú. Sumir komast ekki raunverulega i jólaskap fyrr en kirkjuklukkurnar hringja hátiðina inn kl. 18 á að- fangadag, — aðrir eru komnir i sitt jólaskap þegar útvarpið fer að leika jólalög snemma i desember, eða þegar farið er að kaupa jólagjafirnar. Sennilega er þetta eins mismunandi og mennirnir eru margir, eða þvi sem næst, og við höfum hringt i fólk og spurt það þeirrar spurningar, sem við leggjum fyrir alla lesendur okkar, þótt þið svarið þeirri spurningu aðeins við ykkur sjálf: HVAÐ KEMUR JÚLASKAP? Aron Guöbrandsson, forstjóri: Hvað kemur mér í jólaskap? - Hvorki matur eða drykkur, en eitthvað sem fylgir þessari hátið og hönd verður ekki fest á. Jóla- sálmarnir i útvarpi og sjónvarpi hafa sérstök áhrif á mig. Þeim fylgir friður og ró. Minningar frá löngu liðnum jólum á fátæku æskuheimili færast nær og nær eftir þvi sem árin liða. Ef við hefðum engin jól, værum við fátækari en við erum nú. Við skul- Eitt er það, sem gleður mig þó öðru fremur við þetta jólahald sem framundan er. Þaö er, að ég hef verið beðinn að messa hjá nemendum og kennurum við Menntaskólann i Reykjavik, sið- asta dag áður en leyfi hefst. Vekur þetta upp gamlar minning- ar frá þvi ég kenndi sjálfur við skólann, og Pálmi Hannesson, þáverandi rektor vakti upp 50ára hefð að nemendur og kennarar skyldu ganga til messu i upphafi jólaleyfis. Eirlkur Kristófersson, fyrrum skipherra: Það getur að sjálfsögðu verið margt, sem kemur fólki i jóla- skap. Hvað mig hrærir, þá er sagt svo um mig, að ég sé aldrei i jóla- skapi. Það eru min orð. .1 ón Sigurðsson, forseti inannasainbands islaiuls: Það sem virkilega kæmi mér i gott jólaskap, væru góðir samn- ingar á togurunum, ef þeir tækj- ust fyrir jól. l)r. Jakob Jónsson, prestur: Fæðing frelsarans er sérhverj- um að sjálfsögðu helzta tilefni að komast i jólaskap. Hvað okkur prestana varðar, þá er undirbúningur fyrir messu- hald á jólaföstunni mikið atriði, og að veita okkar sóknarbörnum þá þjónustu og skilning á gildi jólahátiðarinnar. Mitt jólahald má teljast nokkuð frábrugðnara margra annarra, fyrir þær sakir, að ég eyði hluta af minum jólum innan veggja sjúkrahúsa. Þó er aldrei brugðið út frá þeirri venju, að lesa jóla- guðspjallið á miðnætti á jólanótt á heimilinu, og hefur aðeins einu sinni brugðið út frá þeirri venju, þar sem ég þurfti að heimsækja fjölskyldu sem átti við sárt aö binda út af bruna sem skyndilega hafði komið upp i húsi þeirra. Jón Axcl Pétursson, fv. banka- stjóri: Rólegheit og friður er fyrir mér undirstaða þess að komast i gott jólaskap. Þetta griðarlega kapp- hlaup og erill hjá fjölmörgum, sem vill einkenna svo .nútima jólahald, er engan veginn mér aö skapi. Þess vegna er það ósk min, að sem flestir geti átt þægileg jól, án óþarfa brölts og fyrirgangs. Það er öljum fyrir beztu. Svala Nielsen, söngkona: Ef ég gæti hjálpað á einhvern hátt þeim sem bágt eiga, eða við fátækt eiga að etja, myndi koma mér i gott og gleðilegt jólaskap. Ekki neita ég að stóri happdrætt- isvinningurinn i Háskólahapp- drættinu hefði óneitanlega glatt mig á jólunum, og hægt heföi ver- ið að greiða upp allar skuldirnar. Og að lokum ein ósk sem flestar konur óska sér, en geta ekki allar veitt sér. Það er að geta boröað eins og mann lystir á jólunum án þess að rennilásinn springi. Anna Guðmundsdóttir, leikkona: Fyrst og fremst er það undir- búningur jólanna, sem kveikir upp i mér jólaskapið. Fara i kirkju á jólanótt og hlýða þar á jólaguðspjallið. Og að lokum það sem alls ekki er svo litið atriði: það er aö geta átt sameiginleg jól með nánustu ættingjum og vin- um. L o f t u r G u ð m u n d s s o n , rifhöfundur: Þegar ég er spurður um hvað það sé, sem komi mér reglulega i jólaskap, þá eru það liklega minningar frá æsku minni, er klukkan varð sex á aðfangadags- kvöld og kveikt var á keriunum heima og fólk búið að þvo sér hátt oglágt,og vitneskjan um að jóla- hátiðin væri i garð gengin. Auður Auðuns, alþingismaður: Tvimælalaust þegar kyrröin og friðurinn verður allsráðandi, eftiralltamstriðog hamaganginn sem á undan hefur gengið, þess sem lýtur aö undirbúningi jól- anna. Þá fyrst tel ég mig vera komna i mitt rétta jólaskap, enda er hátiðin þá þegar hafin. Sunnudaaur 24. desember 1972 Sunnudagur 24. desember 1972 Q

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.