Alþýðublaðið - 03.01.1973, Blaðsíða 1
alþýðu
ÞJODSTJORN -
,framtíðarmúsik?’
Ólafur Jóhannesson for-
sætisráöherra kom fram i
sjónvarpiá gamlárskvöld, þar
sem hann varpaði fram i
landsföðurlegum tón hug-
nivnd — en ekki tillögu — um
hreytingu á formi rikjandi
þingræðisskipulags á þá leið,
,,að rikisstjórnin væri spegil-
invnd af Alþingi öllu".
Forsætisráðherra sagði
m.a.i.Þegar rætt er um þörf á
aukinni þjóðareiningu, hlýtur
sú spurning að vakna, hvort
það form þingræðisskipulags,
sem við búum við, og upp er
tekið eftir erlendri fyrirmynd,
sé endilega það eina rétta
fyrir smáþjóð eins og okkur.
FRIÐAR-
DÚFUNNI
MIÐAR
HÆGT í
PARÍS
í fréttastofufregnum frá
Saigon og Paris i gærkvöldi var
haft eftir heimildum innan
rikisstjórnarinnar i Suður-Viet-
nam, að Bandarikjamenn og
Norður-Vietnamar hafi nú orðið
ásáttir um málamiðlunarlausn
á striöinu i Vietnam og aðilar
vonist til að geta undirritað
friðarsáttmála innan tveggja
vikna.
i sömu fregnum er hermt, að
Van Thieu, forseti Suður-Viet-
nam, hafi fengið vitneskju um
efni þeirrar málamiðlunar, sem
Norður-Vietnamar og Banda-
rikjamenn hafi þegar orðið
ásáttir um. Haft er eftir Van
Thieu, að hann muni bcygja sig
fyrir þessari málamiðlun, þó að
hann sé andvigur ýmsum efnis-
atriðum hcnnar.
Samkvæmt upplýsingum frá
Saigon og París eiga Norður-
Vietnamar að hafa fallið frá
kröfu sinni um að i friðarsam-
komulaginu komi skýrt fram,
að Norður- og Suður- Vietnam
væri eitt og sama landið, þó að
tviskipt væri, en ekki tvö að-
.skilin riki. Þá er þvi haldið
fram, að Bandarikjamenn hafi
fallið frá þcirri kröfu sinni, að
allt norður-vietnamskt herlið
hverfi frá Suður-Vietnam.
Samkvæmt sömu heimildunt
hefur Nixon sent Van Thieu
bréf, þar sem tekið er fram, að
brotthvarf norður-vietnamsks
herliðs frá Suður-Vietnam sé
ekki skilyrði fyrir undirritun
friðarsamninga. A Ellsworth
Bunker, ambassador Banda-
rikjanna i Saigon að hafa afhcnt
Thieu bréf þetta :t0. dcs.
Blaðafulltrúi Hvita hússins
vildi ekkert um þessar fréttir
segja í gær og margir háttsettir
bandariskir embættismenn full-
yrtu fulium fetum í gær, að
engin málamiðlun um Vietnam
væri fundin.
Bandarikjamenn og N-Viet-
namar hófu friðarviðræður á ný
á þriðjudag í Paris, en þá fór
fram fundur sérfræðinga beggja
aðila. Friðarviðræðurnar höfðu
þá legið niðri i 10 daga vcgna
loftárása Bandarikjamanna á
borgir Norður-Vietnam, norðan
20. breiddarbaugsins. Gcrt er
ráð fyrir, að Henry Kissinger og
Le Duc Tho, aðalsamninga-
maður N-Vietnama hittist á
fundi i Paris mánudaginn 8.
janúar n.k. —
FRIÐUR — JÓLAGJÖFIN SEM BRÁST | .3. SÍÐA
1200 SÁTU MÓTMÆLAFUND | 3. SÍDA
TRULEEA SLYSa
SKOT FREMUR
EN BAHATILRÆBI
Maður varð fyrir skoti úr
■haglabyssu aðfaranótt nýárs-
dags, er hann var staddur i húsi
hjá félaga sinum uppi i Hraunbæ,
og hlaut hann stórt sár á hægra
iæri og liggur nú á Borgarspital-
-anum. Hann er þó ekki lifshættu-
Jega særður.
Rannsókn málsins stendur nú
yfir, en ekki er enn ljóst með öllu,
hvernig þetta atvikaðist. Fimm
‘manns voru i ibúðinni þegar
skotið reið af, og munu allir hafa
verið eitthvað við skál.
Ekki er fullljóst hvort nokkrar
missættir komu upp, en húsráð-
andinn dró fram haglabyssu, og
fór að handleika hana. Skömmu
siðar reið skotið af og i læri
mannsins, sem fyrr segir, en
aðrirsluppu ómeiddir, þrátt fyrir
að höglin dreifðust viða.
Var særði maðurinn þegar
KVADDI GAMLA-
ÁRIÐ MEÐ ÞVÍ
AÐ SKJÓTA VIN
SINN í LÆRIÐ
fluttur á Slysadeild Borgarspital-
ans en lögreglan tók skotmanninn
i sina vörzlu, og hefur hann verið
úrskurðaður i allt að 30 daga
gæzluvarðhald.
t gærkvöld var ekki enn búið að
yfirheyra þann sem varð fyrir
skotinu, en að sögn lögreglunnar
bendir ýmislegt til að þarna hafi
ekki verið um banatilræði að
ræða, heldur miklu fremur slysa-
skot. —
SAMKOMULAG UM FISKVERÐ
FLOTINN
STÖÐVAST
ÞVI
Fyrir áramót náðist samkomu-
lag um fiskverð á komandi vetr-
arvertið. Þá náðist einnig sam-
komulag milli útgerðarmanna og
rikisstjórnarinnar um ráðstafan-
ir til að treysta grundvöll sjávar-
útvegsins, og leiðir það af sér að
ekki kemur til stöðvunar bátaflot-
ans, heldur mun vertiö hefjast
með eðlilegum hætti.
Samkomulagiö er i þvi fólgið,
að fiskverð hækkar um 9% frá og
með áramótum.
Þá var ákveðið að fella niður
launaskatt af tekjum sjómanna,
sem numið hefur 2,5% af greidd-
um launum. Áætluð tala er 70-80
milljónir á ársgrundvelli.
I stað þessa skatts greiða út-
gerðarmenn sömu upphæð inn á
reikninga sina hjá stofnfjársjóði
Fiskveiðisjóðs, en stofnfjársjóðir
greiða vexti og afborganir af
fiskiskipum. Hafi viðkomandi út-
gerðarmaður staðið i skilum meö
þetta gjald innan ákveðins tima,
fær hann greidda sömu upphæð á
móti inná sinn reikning frá rikis-
sjóði.
Þetta felur það i sér, að rikið
fellir niður af útgerðinni gjöld
EKKI
sem nema 70-80 milljónum króna,
og leggur fram framlag sem
nemur öðrum 70-80 milljónum. Þá
hefur rikisstjórnin gefið útgerð-
inni fyrirheit um hækkun rekstr-
arlána um 50-60%.
Samkomulag þetta var lagt fyr-
ir aukaaðalfund Landssambands
islenzkra útvegsmanna, sem
haldinn var að morgni 30. desem-
ber. Samþykkti fundurinn að fela
formanni sinum Kristjáni Ragn-
aicsyni að staðfesta samkomu-
lagið.
Þrátt fyrir þessar ráðstafanir,
er talið að einhver hallarekstur
verði á útgerðinni á árinu 1973.
Fiskverðið var mikið rætt i
yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins milli jóla og nýárs. Eins
og fram kom i laugardagsblað-
inu, var Jón Sigurðsson hagrann-
sóknarstjóri, formaður nefndar-
innar, bjartsýnn á að samkomu-
lag tækist fyrir áramót, er blaðið
ræddi vð hann á föstudagskvöld.
Það kom lika i ljós, að samkomu-
lag náðist strax um nóttina.
Þess má geta, að i haust var
einnig ákveðin nokkur hækkun á
fiskverði, eða um 15%.
FISKIFRÆDINGAR FARNIR AUSTUR
TIL AD TAKA A MðTI LODNUNNI
Milli jóla og nýárs veiddu tog-
bátar við Austfirði þorsk fullan
af loðnu. Virtist loðnan komin i
það minnsta suður að Gerpi.
Rannsóknarskipið Árni Frið-
riksson hélt i gærkvöldi til
loðnuleitar við Austfirði. Leið-
angursstjóri verður Jakob
Jakobsson fiskifræðingur, og
með i förinni verður einnig
Sveinn Sveinbjörnsson fiski-
fræðingur.
Þá mun Hjálmar Vilhjálms-
son fiskifræðingur á næstunni
halda til loðnuleitar og merk-
inga með Eldborgu frá Hafnar-
firði. Ætlar og Eldborg að reyna
fyrir sér með flottroll, en eins og
kunnugt er af fréttum, mistók-
ust veiðitilraunir skipsins fyrir
jól.
Jakob fiskifræðingur tjáði
blaðinu i gær, að þeir á Arna
héldu beinustu leið á miðin út af
Austfjörðum. Væri ætlunin að
byrja leit við Stokksnes, og
halda svo vitt og breitt um mið-
in. Væri meiningin að reyna að
fylgjast með öllum loðnugöng-
um suður fyrir land.
Þessi fyrsta rannsóknarferð á
að standa til 27. janúar. Þá
verður haldið til Reykjavikur,
en þar aðeins stoppað i örfáa
daga, en siðan haldið beinustu
leið á miðin aftur, veiðiflotanum
til trausts og halds.
Aldrei fyrr hafa jafn mörg
veiðiskip haft hug á loðnuveið-
um. Ætla skip allt niður i 50 tonn
að reyna fyrir sér, og svo allt
upp i 800 tonn. Er það togarinn
Júpiter, sem sótt hefur um leyfi
til loðnuveiða með flottrolli. Alls
hafa 25 skip sótt um leyfi til
slikra veiða, en loðnuveiðiskipin
verða liklega um 80 talsins nú.
Það hefur komið fram i viðtali
við Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðing hér i blaðinu, að liklega
verður loðnugangan hálfum
mánuði seinna á ferðinni nú en i
fyrra. Þá veiddist fyrsta loðnan
21. janúar.