Alþýðublaðið - 04.01.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.01.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjóm- ar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666. Blaðaprent h.f. fSLAND —AUDUGT LAND Þeir, sem nú eru komnir af skólaaldri, minn- ast þess, að eitt af þvi, sem þeir lásu i kennslubókum um Island i barna- og gagn- fræðaskólum sinnar tiðar var, að landið væri gersnautt öllum náttúruauðlindum. Það var eitt dæmið, sem nefnt var um fátækt landsins frá náttúrunnar hendi og örðugleika þess fólks, sem landið byggði. Kannski stendur þessi saga enn- þá i landafræðikennslubókum skyldunámsstigs- ins. Slikar frásagnir eru nefnilega ótrúlega lif- seigar þótt reynslan hafi fyrir löngu sannað, að þær eigi ekki við rök að styðjast. Enda þótt á íslandi séu hvorki skógar, kol né málmar svo heitið geti þá fer þvi viðs f jarri, að landið sé gersneytt náttúruauðlindum. Á hverju höfum við íslendingar efnast svo á fáum árum, að við erum komnir i hóp þeirra þjóða, sem búa við langbezt lifskjör i heimi hér? Á fiskveiðum og fiskvinnslu. Og er undirstaðan, hin auðugu fiskimið við strendur landsins, ekki náttúruauð- lind? Jú, aldeilis. Hvað eru þau annað? Þegar við horfum til framtiðarinnar og gerum áætlanir um, hvernig við getum haldið hinni öru framfarasókn áfram. Hvert beinast þá augu okkar? Að atvinnugreinum sem byggja fyrst og fremst starfsemi sina á að nýta orku, sem bundin er i fallvötnum og jarðhita. Þessir miklu fossar og gifurlega orka úr iðrum jarðar, sem leitar útrásar á Islandi. Eru þetta ekki náttúru- auðlindir, sem jafnast á við margar kolanámur og viðáttumikil skóglendi? Jú, svo sannarlega. ísland er þvi ekki land, sem er snautt af náttúruauðlindum. Langt i frá. Jafnvel i við- áttumiklum jöklum landsins liggur bundin mikil orka, sem án efa verður hægt að nýta i framtið- inni. Sennilega er ísland þegar allt kemur til alls land, sem hefur upp á meiri og stærri náttúruauðlindir að bjóða, en flest lönd önnur. Munurinn er aðeins sá, að náttúruauðlindir Is- lands eru náttúruleg auðæfi nútímans, — þ.e.a.s. það er ekki fyrr en fyrst nú sem hægt er að fara að nýta þær. Það er ekki fyrr en núna, sem maðurinn hefur getað smiðað sér þann lykil, sem lýkur þessum gullkistum upp. En þeim mun lengur, sem þær hafa verið læstar og lokaðar, þeim mun meiri auðæfi hafa þær lika upp á að bjóða þegar þeim er lokið upp, þvi nýting hinna islenzku orkulinda hefur ekki i för með sér þá miklu ókosti, svo sem mengun lofts, láðs og lagar, sem fylgdi nýtingu þeirra orku- linda, sem voru það eina af þvi tagi, sem menn kunnu á fyrr á árum. Að sjálfsögðu er fólk, sem numið hefur allt frá barnæsku að Island væri snautt náttúrugæða, oft lengi að gera sér grein fyrir, að málinu er nú þveröfugt farið. Til eru einnig þeir, sem telja það nánast vanhelgun og óþjóðlegt athæfi að nýta þessar auðlindir. Orka fallvatna og jarð- varma hafi fengið að eiga sig engum til gagns um árþúsundir og svo eigi áfram að vera. Þetta er vitaskuld forhertasta ihaldsmennska þvi sá, sem telur að þjóð eigi að láta ónotuð þau gæði, sem land hennar býður upp á, hann hlýtur að vera haldinn rikri eftirsjá eftir þeim kjörum sömu þjóðar fyrr á timum, þegar engir góðir kostir landsins fengu notast þjóðinni en allir harðir kostir þess stóðu henni fyrir þrifum. Nú fyrst getum við notað þau miklu gæði, sem landið okkar býður upp á. Hvers vegna ættum við þá að láta það hjá liða? „HIN SJÁLFSTÆDA UTANRÍXISSTEFNA” ÞÁTTIIR ISLANDS Á ALLSHERJARÞINGINU FYRRI HLUTI Undanfarið hafa birzt i dag- blöðum Reykjavíkur mikil skrif um gang mála á 27. þingi Samein- uðu þjóðanna í New York, sem « aðallega eiga rætur að rekja til fulltrúa, sem tilnefndir voru af stjórnmálaflokkunum til setu i sendinefnd tslands á þinginu. Hafa þau ýmist verið byggð á við- tölum við suma af fulltrúum i sima frá New York á meðan þingið stóð yfir, eða eftir að þeir komu til landsins aftur, svo og i greinum, sem þeir hafa samið og fengið birtar undir eigin nafni. Ýmsum kann að finnast, að um slika fréttamennsku sem stunduð er af sendimönnum Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, sé i sjálfu sér ekkert nema gott eitt að segja. t þessháttar framtaki komi fram virðingarverður áhugi fyrir málefnum Sameinuðu þjóðanna og hagsmunum tslands, jafn- framt þvi sem viðkomandi ein- staklingar fái kærkomið tækifæri til að láta ljós sitt skina á siðum dagblaðanna. Sá, sem þessar linur ritar, var fulltrúi Alþýðuflokksins i sendi- nefndinni um skeið, eða frá 22. okt. til 8. des. s.l. og átti að ýmsu leyti ánægjulegt og gott samstarf við hið ágæta fólk, sem þar átti sæti samtimis, þótt ágreiningur hafi orðið i einstökum málum. En ég hefi ekki tekið þátt i þeirri skipulögðu áróðursherferð i dag- blöðunum, sem virðist liggja til grundvallar umræddum skrifum og nánar verður gerð grein fyrir hér á eftir. Hvorutveggja er, að það er hlutverk Utanrikisráðu- neytisins i Reykjavlk að dreifa þeim upplýsingum, sem rétt og eðlilegt er talið, að þess mati, að komi fyrir almenningssjónir — og til þess treysti ég ráöuneytinu fullkomlega — og svo hitt, að vafasamter, að minu áliti, að það fari saman, að fulltrúar i sendi- nefndinni hjá Sameinuðu þjóð- unum gegni jafnframt frétta- ritara- og blaðamannsstarfi þar, svo sem átt hefur sér stað, hvað suma fulltrúa hinnar islenzku sendinefndar áhrærir. En kannski er þetta nú ekki tiltöku- mál, þótt ég hafi þessa skoðun, og raunar ekki nýtt á nálinni hjá tslendingum, sem sæti hafa átt á þingum Sameinuðu þjóðanna. Slikt verður auðvitað að fara eftir smekk hvers og eins, og sjálfsagt tilgangslaust að fárast yfir þess háttar, jafnvel fyrir sjálfan utan- rikisráðherra, sem á að vera yfir- maður sendinefndarinnar, svo ráðrik og valdamikil, sem hún var á siðasta þingi samt^kanna um mótun utanrikisstefnu tslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna! Orsök þess, að ég tel mig knú- inn til að stinga niður penna út af málefnum Islands og Sameinuðu þjóðanna á þingi þeirra undan- farna mánuði, og láta frá mér fara það, sem hér birtist, eru ákaflega einhliöa og áróðursleg blaðaskrif, sem ég geri hér aö umtalsefni, og þá fyrst og fremst um landhelgismál okkar Islend- inga i sambandi við samþykkt á tillögu á þinginu um rétt strand- rikja til auðæfa hafsins, svo og um, „hina sjálfstæðu utanrikis- stefnu íslands”, sem svo hefur verið nefnd af ýmsum, og um- mæli i Morgunblaðinu um ágrein- ing minn i nefndinni um stefnu- mótun i vissum málum. Mótun utanrikisstefnu og landhelgismálið Það er þekkt og viðurkennd staðreynd, að þeir, sem rnálum ráða i frjálsum, fullvalda og sjálfstæðum rikjum, leitast við á hverjum tima að byggja á þeirri grundvallarreglu við mótun utan- rikisstefnu, að hún geti tryggt á sem hagkvæmastan hátt hags- muni viðkomandi rikis i bráð og lengd. Þeir hagsmunir, sem tekin eru mið af, geta verið margs Stefán Gunnlaugsson konar, svo sem öryggishags- munir, efnahagsmál, verzlunar- og viðskiptahagsmunir o.s.frv. Um það geta verið skiptar skoð- anir hverju sinni hvernig þessum markmiðum, sem stefnt er að, verði bezt náð. En af þessu leiðir, að afstaða rikis til málefna ann- arra rikja mótast aðallega af þvi, hvernig þeir, sem móta utanrikis- stefnuna telja, að bezt samrýmist þvi, er hentar velferð þess og hagsmunum. Barátta tslendinga á erlendum vettvangi fyrir viðurkenningu a rélti strandrikja til yfirráða yfir eigin landgrunni og stórri fisk- veiðilandhelgi, hefur þvi i raun og veru verið fólginn i að reyna að opna augu sem flestra rikja, sem land eiga að sjó og viðáttumikið landgrunn, fyrir þvi, að þeir eigi samleið með tslandi i öflun viður- kenningar á þvi sjónarmiði. Að þessu verkefni hefur verið unnið af tslands hálfu i mörg ár, svo sem nánar veröur aö vikið hér á eftir, meðþeimárangri m.a. sem fram kom i Allsherjarþinginu i des. s.l., þegar tillagan um yfir- ráðarétt strandrikja yfir nátturu- auðlindum i hafinu náði fram að ganga. 1 stórum dráttum má segja, að þau riki, sem andstæð voru þvi atriði i tillögunni, sem mestu máli skipti fyrir okkur að fá fram, voru þau sem ekki eiga land að sjó eða þröngt landgrunn; og svo stór- veldin, sem vilja sem mest rými til hvers konar athafna á og i hafsbotninum og sjónum þar fyrir ofan. Hér kom i rauninni til mat þeirra, er utanrikisstefnu við- komandi rikja ráða, á þvi, hvern- ig það meginatriði, sem þarna var verið að taka afstöðu til snerti hagsmuni hlutaðeigandi rikis. Þetta er, með öðrum orðum þess eðlis, að vináttu- og frændsemis- tengsl höfðu hér ekkert að segja. Um þetta mál hefur veriö ritað á þann veg i islenzk blöð, á undanförnum vikum, að ókunn- ugir kynnu að halda, að litið sem ekkert hafi verið unnið af Islands hálfu á erlendum vettvangi til að afla fylgis við hugmyndina um rétt strandrikja til auðæfa hafsins fyrr en á siðasta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þessi skrif hafa gefið ákaflega villandi mynd af þróun þessara mála og hvernig að þeim hefur verið staðið af hálfu tslendinga i sambandi við útfærslu fiskveiðimarkanna. Af ofangreindum ástæðum mun ég leitast við að setja þá viðleitni, sem af tslands hálfu var höfð i frammi á siðasta þingi Sam- eiiiuðu þjóðanna til framdráttar málstað okkar i landhelgismál- inu, inn i þá heildarmynd sam- ræmdra aðgerða, sem unnið hefur verið að á skipulegan hátt af starfsmönnum utanrikisþjón- ustunnar og öðrum á liðnum árum undir forystu viðkomandi rikisstjórna. Sameinuðu þjóðirnar og verndun auöæfa hafsins Fyrsta skrefið i skipulagðri baráttu tslendinga fyrir verndun fiskimiðanna og útfærslu fisk- veiðimarkanna við tsland, sem staðið hefur yfir til þessa, var setning landsgrunnslaganna á árinu 1948. Með þeim er sjávarút- vegsráðherra heimilað að setja reglur um verndun fiskimiðanna umhverfis landið innan endi- marka landgrunnsins. Þar er um ramma löggjöf að ræða sem miðað er við, að framkvæmd verði stig af stigi eftir þvi sem fært þykir samkvæmt þróun i þjóðarétti. Næsta aðgerð var uppsögn samningsins milli Danmerkur og Bretlands frá 1901 þar sem ákveðin voru þriggja milna fisk- veiðitakmörk við ísland. Samn- ingnum var sagt upp 1949 og féll hann úr gildi 1951. Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1949 var alþjóðalaga- nefndinni samkvæmt tillögu ts- lands falið að taka til meðferðar réttarreglur á hafinu i heild. Fyrsta útfærsla fiskveiðimark- anna fór fram árin 1950 og 1952. Var þá flóum og fjörðum lokað fyrir veiðum útlendinga og fisk- veiðimörkin sett 4 milur frá beinum grunnlinum. Þessar að- gerðir stóðu i nánu sambandi við málaferli i Haag milli Breta og Norðmanna þar sem beina grunnlinukerfið var viðurkennt. Á allsherjarþingi 1953 var gerð tilraun til að taka til sérstakr- ar meðferðar tvö atriði, þ.e. ann- ars vegar reglur varðandi land- grunnsbotn og hins vegar fisk- veiðar á úthafinu. Niðurstaöan á þvi allsherjarþingi var sú að ákveðið var að kveðja saman sér- staka ráðstefnu sérfræðinga til að fjalla um verndun auöæfa hafsins. Sú ráðstefna var haldin i Róm árið 1955 og niðurstöður hennar voru siðan notaðar i heildarskýrslu Alþjóðalaga- nefndarinnar. Hins vegar var ákveðið á allsherjarþinginu 1953 að fresta allri ákvörðun varðandi hafsbotnsmálin, þar til öll haf- réttarmálefni höfðu verið at- huguð i heild, eins og ákveðið hafði verið árið 1949. Var ályktun um þetta efni gerð fyrir forgöngu sendinefndar tslands. Alþjóðalaganefndin skilaði heildarskýrslu sinni árið 1956. Var þar lagt til að sérstök Alþjóðaráðstefna yrði kvödd saman til þess að fjalla um Framhald á 3. siðu. EFTIR STEFSN CUNNLAUGSSON ALÞINGISMANN o Fimmtudagur 4. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.