Alþýðublaðið - 12.01.1973, Qupperneq 3
GUNNAR THORODDSEN, DR. JUR:
VERDUM TVÍ-
MÆLALAUST
AÐ EIGA
MALSVARA!
Þess hefur talsvert orðið vart
að undanförnu, að fólk velti þvi
fyrir sér, hvers vegna rikisstjórn-
in sendi ekki fulltrúa til Haag til
að fylgjast með meðferð málsins,
sem Bretar og Vestur-Þjóðverjar
hafa höfðað gegn Islendingum
fyrir Alþjóðadómstólnum vegna
útfærslu fiskveiðilandhelginnar i
50 sjómilur.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá sagði málflytjandi Vestur-
Þjóðverja, sem er lagaprófessor
við háskólann i Frankfurt, við
munnlegan flutning málsins i
Haag siðastliðinn mánudag, ,,að
hugsanlegt væri, að íslendingar
sendu fulltrúa til að fylgjast með
málinu, ef dómstóllinn úrskurð-
aði, að hann hefði lögsögu i þvi
sem sliku”.
Einar Ágústsson, utanrikisráð-
herra, svaraði þvi til, er Alþýðu-
blaðið bar ummæli þýzkra mál-
flytjandans undir hann, en svarið
birtist i blaðinu s.l. miðvikudag,
að engin breyting hefði orðið á af-
stöðu rikisstjórnarinnar og hún
viðurkenndi ekki lögsögu Al-
þjóðadómstólsins i þessu máli.
Það hafi aldrei verið ætlun henn-
ar að leggja landhelgismálið
undir úrskurð Alþjóðadómstóls-
ins. ,,Við viðurkennum ekki lög-
sögu hans i þessu máli og þess
vegna höfum við ekki sent full-
trúa okkar til Haag vegna þessa
málareksturs Breta og Vestur-
Þjóðverja á hendur okkur”, sagði
utanrikisráðherra.
1 gær leitaði Alþýðublaðið álits
dr. jur. Gunnars Thoroddsen,
prófessors, á ummælum vestur-
þýzka málflytjandans og svari
utanrikisráðherra og svaraði
Gunnar Thoroddsen á þessa leið:
,,Ef svo fer, að Alþjóðadóm-
FORSENDURl
LÍNANNA
RANGAR?
Stjórn Landsvirkjunar telur
nú nauðsynlegt að endurskoða
þær álagskröfur sem gerðar
eru til mikilvægra háspennu-
lina hérlendis, vegna fenginn-
ar reynslu, er Búrfellslinan
brast fyrir jólin. Einnig er nú
ljóst, að nokkur dráttur verður
á að seinni Búrfellslinan kom-
ist i gagnið, vegna galla i
undirstöðum, sem fram hafa
komiö, en það verk er enn i
höndum og i ábyrgð verk-
taka, og væntir Landsvirkjun
aö þeir hraði framkvæmdum
eins og hægt er.
Ofangreindar upplýsingar
er að finna i skýrslu þeirri, er
Landsvirkjun hefur nú sent
iðnaðarráðherra, vegna bilun-
ar á Búrfellslinu þann 21. des.
sl.
t skýrslunni segir einnig að
liklegasta orsök bilunarinnar
sé sú, að veðurhæð á bilunar-
stað hafi farið yfir hönnunar-
mörk turnsins sem féll, frem-
ur en að turninn hafi verið
veikari en til var ætlazt.
URSKURDI
HAAG-DÚM-
STÚLLINN SÉR
LÚúSÖGU
stóllinn i Haag úrskurði, að hann
hafi lögsögu i málinu, sem þýðir,
að málið verði tekið til efnismeð-
ferðar og dæmt þar að efni til á
sinum tima, þá tel ég tvimæla-
laust, að tsland eigi að taka til
varnar og sóknar i málinu og
senda þangað málsvara fyrir sina
hönd”.
BORGA
SKATTINN -
OG ÞÓ EKKI
Tvcimur bændum innst i
Björkedal, skammt frá Moirana í
Noregi, er nú nóg boðið athafna-
leysi rikisins i verklegum fram-
kvæmdum í sveitinni. Þeir til-
lynntu nýlega, að þeir ætiuðu ekki
að greiða skatta sína né útsvör,
heldur ieggja upphæð þá, sem
þeir eiga að greiða, inn á banka-
reikning, og ekki afhenda þá fyrr
en framkvæmdir við vegina að
bæjunum hefjast.
Bændurnir benda á það i yfir-
lýsingu sinni til skattstjórans
varðandi þetta mál.að það sé ekki
einungis óréttlátt, heldur beinlin-
is rangt að greiða skatta fyrir
það, sem ekki er gert.
Fyrireinuári voru mikil
blaöaskrif um misferli
fjölda lækna viö ávísanir
á sferk róandi og örvandi
lyf. Læknar voru bornir
þungum sökum og svo fór,
aö almennur fundur
lækna var haldinn um
máliö og áttu sér þar stað
háværar deilur meðal
lækna um hvernig bregö-
ast skyldi við þessum
ásökunum.
Svo fór aö Læknafélag
Reykjavíkur og Læknafé-
lag jslands óskuðu eftir
því við saksóknara ríkis-
ins, að hann hlutaðist til
um, að fram færi dóms-
rannsókn og kannað yrði
af opinberum aðila rétt-
mæti skrifa dagblaðanna,
og þá fyrst og fremst
Alþýðublaðsins.
Að undangenginni könnun
gagna varðandi þessi mál ákvað
saksóknari, að rannsóknin
skyldi fara fram og viðurkenndi
þar rneð, að eitthvað KYNNI að
vera þess vert að kannað yrði
nánar af dómstóli.
Sá aðili, sem eftirlit á að hala
með þvi, að læknar fari ekki of
frjálslega með heimildina til að
skrifa lyfseðla á sterk eiturlyf
er embætti landlæknis. Land-
læknir hefur aðgang að upplýs-
ingum um flest, sem þessi mál
varðar og hann hefir heimild,
likt og dómstóll, til að áminna
lækna eða jafnvel svipta þá
læknisleyfi, ef þeir gerast sekir
um misferli i þessum efnum og
á öðrum sviðum einnig.
Aðhaldið brást
Með þvi að saksóknari ákvað,
að dómsrannsókn skyldi fara
fram gefur hann ekki einungis i
skyn, að einhverjir starfandi
læknar hafi gerzt sekir, heldur
gefur hann einnig i skyn, að
landlæknir hafi ekki fylgt
starfsreglum, sem honum er að
sjálfsögðu skylt. Nefnilega þeim
að veita starfandi læknum á ts-
landi nauðsynlegt aðhald og
halda augum þeirra opnum
fyrir ábyrgðinni, sem hvilir á
þeirra herðum.
Nú er semsagt orðið ljóst, að
misbrestur er á, að ákveðnir
læknar fylgi settum reglum og
að. landlæknir hafi gætt þess i
nógu rikum mæli, að þeir gerðu
það.
Upplýsingasöfnun
Sakadómur Reykjavikur fær
málið til meðferðar. Reyndur
fulltrúi hjá embættinu byrjar á
þvi að kanna þau gögn, sem
saksóknari hafði þegar aflað
sér, eða höfðu verið send
honum. Á grundvelli þeirra
heldur hann áfram upplýsinga-
leit. Hann kallar fyrir einstak-
linga, sem álitnir eru misnot-
endur sterkra eiturlyfja og
hann óskar enníremur eftir við-
bótarupplýsingum frá þeim
opinberu aðilum, sem kynnu að
LÆKNAR
GETA
SJÁLFIR
LEYST
HNÚTINN
koma að gagni við rannsókn
málsins.
Þar á meðal eru skýrslur,
sem embætti landlæknis helur i
fórum sinum. Sumt sem hann
bað um lekk hann, en ekki allt.
Og það sem hann fékk ekki
voru einmitt þau gögn, sem að
EFTIR
HALLDÓR
HALLDÓRSSON
mestu liði hefðu komið. Skrá
yfir94einstaklinga, sem á árun-
um 1968-1971 fengu ávisað eftir-
ritunarskyldum lyfjum oftar en
50sinnum eitthvert þessara ára
svo og nöfn þeirra lækna, sem
létu þessum einstaklingum
ávisanir i té.
»»
M
En afhverju vill landlæknir
ekki láta þessar upplýsingar af
hendi.
1 bréfi til sakadómsfulltrúans
segir núverandi landlæknir,
Ólafur Olafsson, aö hann óski
eftir dómsúrskurði, hvort
honum sé skylt að fara að beiðni
lulllrúans. Sams konar álit kom
fram i bréfi lil sakadómsfuTl-
trúans frá fyrrverandi land-
lækni. Bréf lyrrverandi land-
læknis var dagsett 4. mai 1972,
en núverandi landlæknis 10.
nóvember 1972.
Alþýðublaðið sagði frá þvi
i fyrirsögn að landlæknir hefði
„neitað” að láta af hendi til-
tekin, mikilvæg gögn.
„Þið megið
neyöa mig"
Landlæknir sá ástæðu til að
gera athugasemd við þetta og
lýsa þvi yfir, að hann hefði
aldrei neitað um upplýsingar,
heldur einungis óskað eftir úr-
skurði sakadóms um embættis-
skyldu sina.
Þetta má orða á annan hátt:
,,Ég vil ekki láta þessar upp-
lýsingar af hendi af frjálsum
vilja, en ykkur er frjálst að
neyða mig til þess”.
En sakadómur og saksóknari
sem ákæruvald virðist skyndi-
Framhald á bls. 2
.KDMST EKKI SOKUM ANNA
EN ÉG ENDURTEK VONDRIGDI MfN’
„Tilkynning min til félagsins
var bara um það að ég gæti ekki
sótt þennan fund vegna anna”,
sagði Ólafur Jóhannesson for-
sætisráðherra i stuttu samtali við
Alþýðublaðið i gær.
Meira vildi forsætisráðherra
ekki segja um frétt blaðsins i gær,
sem höfð var eftir Hannesi Jóns-
syni blaðafulltrúa, þess efnis að
Ólafur Jóhannesson mætti ekki á
fund með forsætisráðherrum
Norðurlanda vegna afstöðu Norð-
urlandanna til tillögu Islands um
náttúruauðlindir hafsins, sem
rædd var á siðasta Allsherjar-
þingi. Norðurlöndin sátu þar hjá.
Frétt blaðsins vakti mikla at-
hygli i gær, og var hennar meðal
annars getið i fréttaútsendingum
NTB fréttastofunnar.
I samtalinu við Alþýðublaðið i
gær, endurtók forsætisráðherra
vonbrigði sin vegna afstöðu Norð-
urlandanna. Sagði hann að allar
leiðir hefðu verið notaðar til að
koma á framfæri sjónarmiðum
íslendinga.
„Þeim var gerð rækileg grein
fyrir sjónarmiðum okkar, bæði
með viðtölum sendiherra, á utan-
rikisráðherrafundum, á forsætis-
ráðherrafundum og i Norður-
landaráði. Þvi áttum við von á
öðrum viðbrögðum Norðurland-
anna við atkvæðagreiðsluna hjá
Sameinuðu þjóðunum”, sagði for-
sætisráðherra.
Þess skal að lokum getið, að
umræddur fundur með forsætis-
ráðherrum Norðurlandanna fór
fram i Danmörku i gærkvöldi.
Var um eins konar umræðufund
að ræða, en ekki formlegan fund
ráðherra. Norræna félagið stóð
að fundi þessum. Þar mættu for-
sætisráðherrar Danmerkur,
Finnlands og Noregs, en Olav
Palme forsætisráðherra Svia gat
ekki mætt vegna þess að sænska
þingið var sett i gær. I hans stað
mætti viðskiptamálaráðherra
Svia, en Sigurður Bjarnason
sendiherra mætti fyrir tslands
hönd.
Föstudagur 12. janúar 1973