Alþýðublaðið - 12.01.1973, Síða 11
í SKUGGA MARÐARINS
Saga ástar og örlaga eftir Victoriu Holt
54
Kross-
gátu-
kríliö
ú£R/P
Kys/DftR/NH
SUT Duun TflLfí iflNóU* 5K£L i-
V
duRT
TólJ
f F/SR fíNfl
;lli' J Hv)lt buá iTGuP
■ VWK T4/u
FR/vn fíR
RfíuP RuU
ÖLVfí TíJSt TV/‘ NLJ.
f . 506H
yrryrrr 1BLUN Jp//?
stórtenglegt ætti eftir að gerast.
sem kæmi i veg fyrir að brúð-
kaupið ætti sér stað. Einhver
hindrun myndi koma i 1 jós. Hvilik
fjarstæða! Eins og nokkuð gæti
aftrað þvi sem Mörður hafði ein-
sett sér. Er þetta fyrirboði?
hugsaði ég með mér.
Stirling forðaðist mig enda þótt
ég gerði mér allt far um að leita
hann uppi. Ef hann vildi aðeins
segja eitthvað; það særði mig
djúpt að hann skyldi vera jafn
ánægður með væntanlega gift-
ingu mina og Adelaide var. En
var hann það?
Það átti að gefa okkur saman i
litlu kapellunni, sem stóð um
hálfan kilómetra frá húsinu,
gestaboðið átti svo að fara fram i
húsinu sjálfu. 1 klæðaskáp i her-
berginu minu hékk brúðarkjóllinn
minn. Adelaide hafði hengt hann
þar daginn áður en hún hafði ný-
lokið við hann. Hann var sann-
kallað listaverk, sagði ég henni.
Ég átti að bera blæju og
appelsinublóm sem við höfðum
keypt i Melbourne.
Um nóttina fyrir brúðkaupið
sneri efinn og óttinn aftur marg-
faldaður. Ég hughreysti sjálfa
mig með þvi að vafalaust liði
flestum brúðum þannig kvöldið
fyrir brúðkaupið. Ég hugsaði i si-
fellu um hin alvarlegu að-
vörunarorð Jessicu. Myndi hann
breytast gagnvart. mér eins og
Arabellu og Maybellu? Hann
hafði borið ást sina til min saman
við tilfinningar sinar til Arabellu
og likt þvi við muninn á skógar-
eldi og kertisloga. Skógareldur —
það var óheppileg samliking! Og
það var fráleitt að láta aðvaranir
Jessicu halda fyrir sér vöku. Hún
var ekki með réttu ráði hvort sem
var.
Ég imyndaði mér augnaráð
hans þegar hann sæi mig daginn
eftir og mig langaði til að fara i
brúðarkjólinn til að fullvissa
sjálfa mig um að ég væri falleg.
Ég smeygði mér i hann og furðaði
mig á þeirri vinnu, sem lögð hafði
verið i hann. Adelaide var vissu-
lega ástrik dóttir. Og nú yrði ég
stjúpmóðir hennar — stjúpmóðir
Adelaide og Stirlings.
Ég dró blæjuna yfir andlitið og
hagræddi blóminu. Arangurinn
varð dásamlegur. — Brúðir eru
alltaf fallegar, sagði ég upphátt.
Já, svaraði ég sjálfri mér, — en
þú ert það i raun og veru þannig
klædd.
— Það er aðeins kjóllinn og
blæjan. Hún hylur andlit þitt
mátulega. Ætli honum þyki þú
falleg?
— Honum þykir það nú þegar.
— Jafn falleg og Ara-
bella...Maybella..og hinar?
— Þvættingur. Þær eru dánar
og þú ert ung. Þú ert hér, og þú
ert ekki einungis eftirsóknarverð
ung kona. Þú ert honum meira en
nokkur hefur nokkru sinni verið.
Þú færðir honum aftur æsku hans.
Hann sagði það. Og þú færðir hon-
um gullið.
Ég hrökk við, rjóð i kinnum. Ég
vildi óska að Jessica legði niður
þennan óþægilega vana sinn að
læðast um og birtast allt i einu og
óvænt.
— Jessica, sagði ég ásakandi,
— ég heyrði þig ekki berja að dyr-
um.
— Það er vegna þess að þú
varst að tala við sjálfa þig. Það
gerði Maybella lika. Þú ert alveg
eins og hún þegar þú hefur
blæjuna fyrir andlitinu. Þetta
gæti verið Maybella, sem stæði
þarna, fyrir þrjátiu árum.
— Tizkan hlýtur þó að hafa
breytzt siðan.
— Blæjan var með öðru sniði.
Hún hafði ekkert appelsinublóm.
Aðeins hvita satinurykkingu. Það
var yndisleg blæja og hún var svo
falleg með hana. Ég hef aldrei séð
neinn eins hamingjusaman og
Maybella var að morgni brúð-
kaupsdagsins. En hún vissi ekki
heldur hvað beið hennar.
Ég reyndi að vera hagsýn. —
Fyrst þú ert hérna, Jessica,
geturðu hjálpað mér úr.
Ég tók af mér blæjuna og
blómið og lagði það i öskju sina.
Svo sneri ég við henni baki og hún
fór að baksa við krókapörin.
— Það er óheillamerki að fara i
brúðarkjólinn kvöldið fyrir brúð-
kaupið.
— Vitleysa.
—- Maybella klæddist sinum
kvöldið áður..alveg eins og þú.
Hún strunzaði þarna fram og
aftur. ,,Er ég falleg, Jessie?”
spurði hún. ,,Ég verð að vera það.
Hann ætlast til þess”.
— Við ættum ekki að láta
kerlingabækur hafa áhrif á
okkur. Nú verð ég að fara að
hátta. Ég á mikið annriki fyrir
mér á morgun. Góða nótt,
Jessica.
Hún hristi höfuðið i uppgjöf. —
Góða nótt.
Ég afklæddist og fór i rúmið en
innan skamms var hún komin
aftur.
— Ég er hérna með heita mjólk
handa þér. Þú sofnar vel af henni.
— Það var fallegt af þér,
Jessica.
Hún lét hana frá sér á borðið við
rúmið, stóð svo kyrr og beið.
— Þú þarft ekki að biða, sagði
ég. — Ég ætla að drekka hana á
eftir. Góða nótt og þakka þér
fyrir.
Hún sveif út. Mér datt i hug að
læsa dyrunum. Svo fór ég að
hlæja að sjálfri mér. Það var
ástæðulaust að vera hrædd við
fáráðlinginn hana Jessicu. Ég
saup á mjólkinni. t rauninni
langaði mig ekkert i hana, en það
myndi særa Jessicu ef ég drykki
hana ekki.
Ég hugsaði um Mörð sem endur
fyrir löngu hafði verið-elskhugi
þeirra beggja — Maybellu vegna
þess að hún var dóttir hús-
bóndans, og Jessicu að öllum
likindum vegna þess að hann vildi
það sjálfur. Það var allt um garð
gengið. Hann var breyttur. Hann
var ekki lengur sá maður, sem
komið hafði inn i garðinn til
þeirra með merki eftir járnin á
úlnliðunum. En hann hafði hvorki
gleymt þvi né fyrirgefið það. Ö
Mörður, hugsaði ég, þú ert jafn
hörundsár og við hin. Og ég sagði
sjálfri mér að hann þarfnaðist
min til að annast um sig. Hann
átti einnig eftir að læra af lifinu,
til dæmis það að hefndin var til-
gangslaus — hún var friðarspillir
og friður var undirstaða
hamingjunnar.
Nora hin vitra, hugsaði ég og
brosti með sjálfri mér. Og elsku
Mörður, sem ég vildi — að vera
hjá honum, elska hann, i bliðu og
striðu, þar til dauðinn aðskildi
okkur. Loksins skildi ég það. Eg
var gæfusömust allra kvenna.
Mörður elskaði mig. Mörður sem
var elskaður sjálfur, virtur og
dáður umfram aðra menn, hann
elskaði niig.
Nú skildi ég hatur Jessicu: það
stafaði af þvi að hún hafði elskað
hann og misst hann. Hún hafði ef
til vill verið honum litils eða
einskis virði, en hann hafði verið
henni allt, og hún hafði horft á
hann kvænast frænku sinni og
hafði búið undir þeirra þaki árum
saman. Það var sizt að undra þótt
hún væri orðin eitthvað geggjuð.
Hve geggjuð?
Eg leit á mjólkina og hræði-
legur grunur gerði vart við sig hjá
mér. Ósjálfrátt tók ég hana upp,
gekk út að glugganum og hellti
henni niður. Svo hló ég að sjálfri
mér.
Brúðkaupsskrekkur. sagði ég
upphátt. — Þú imyndar þér að
þessi veslings litla kona geti
byrlað þér eitur, til að hefna sin á
manninum sem hún elskaði einu
sinni — og elskar ef til vill enn —
vegna þess að hún geti ekki af-
borið að sjá hann kvænast.
Ég opnaði skáphurðina og
horfði á kjólinn minn. Siðan lyfti
ég öskjulokinu og handfjatlaði
blæjuna.
Eftir morgundaginn, hugsaði
ég, verða allar efasemdir á bak
og burt. Við verðum saman...þar
til dauðinn aðskilur okkur.
Ég sofnaöi nærri samstundis.
Mig hlýtur að hafa dreymt að
vofa Maybellu kæmi til min og
stæði við rúm mitt. Hún tók
blæjuna og blómið af höfði mér —
þvi i draumnum hafði ég hana á
höfðinu — og lét i staðinn á mig
blæju með satinpifum.
Þá heyrði ég rödd. Það var rödd
Jessicu. — Nú ertu tilbúin, May-
bella. En mundu að þetta verður
aðeins um stundarbil.
Ég vaknaði og lá i svitakófi.
Fyrstu sekúndurnar hélt ég að
Maybella hefði i raun og veru
risið upp úr gröf sinni til að að-
vara mig, þvi þarna á snyrti-
borðinu hjá mér var slæðan með,
satinurykkingunum og það leið
nokkur stund áður en ég gerði
mér ljóst að hún haföi verið hengd
á litla styttu sem stóð á borðinu.
Ég fór fram úr rúminu og gekk
þangað.
69
yfir 251. hverfi. Athugaðu,
hvaða hús er á bak við Austur
73. stræti 535. Það er norðan-
vert við 73. stræti, svo að
þetta hús er á suðurhlið 74.
strætis. Sennilega nr. 534 eða
536. Fáðu lýsingu á þvi.
Hailey: Já.Kl. 2.52.49.
Fineally: Viltu tala við mig?
Jameson: S im a m enn ir ni r
segja, að simi húsvarðarins
sé óvirkur. Þeir vita ekki,
hvað veldur. Og það er ekki
svarað i nokkurn sima húss-
ins.
Fineally: Hver sagði þeim að
reyna önnur simanúmer i
húsinu?
Jameson: Það gerði ég.
Fineally: Hvað heitir þú?
Jameson: Marvin Jameson.
Fincally: Háskólagenginn?
Jameson: Ég var i tvö ár i há-
skóla.
Fineally: Þú stendur þig vel,
Jameson. Ég gleymi þessu
ekki.
Jameson: Þakka yður fyrir.
Kl. 2.59.03.
Bailey: Húsið á bak við Austur
73. stræti 535 er Austur 74.
stræti 536. Það er tiu hæða
ibúðahús, og svæðið á milli
húsanna er steinlagt.
Fineally: Gott og vel. Hver tal-
aði við bilstjórann, sem sá —
eða þóttist sjá grimumenn-
ina?
Jameson: Ég talaði við sendi-
boðann.
Fineally: Þú aftur? Hvaða bill
var það?
Jameson: Georg þrir.
Finealiy: Hvar er hann nú?
Jameson: Ég skal komast að
þvi.
Fineally: Vertu fljótur. Undir-
foringi.
O'Nuska: Já.
Fineally: Finnst þér, að við
ættum að láta sækja varð-
stjórann?
O'Nuska: Já.
Fineally: Það finnst mér lika.
Hringdu til hans og láttu bil-
stjórann hans vita.
3.01.26
Jameson: Liðþjálfi.
Fincally: Já.
Jameson: Bill Georg þrir biður
á Austur 73.stræti.
Fineally: Láttu hann aka að
Austur 74. stræti 536. Ekkert
sirenuvæl. Segðu þeim að
fara upp á þak hússins eða
þak einhvers annars húss,
þaðan sem þeir sjá niður á
Austur 73. stræti 535. Segðu
þeim að tilkynna allt, sem
þeir sjá. Hefurðu það?
Jameson: Já.
O’Nuska: Varðstjórinn er á
leiðinni. En hann verður að
koma um Queens. Það verður
ekki fyrr en eftir hálftima i
fyrsta lagi.
Fineally: Jæja þá. Þetta getur
samt verið gabb. Við ættum
að hringja á varðstöðina i 251.
hverfi og tala við varðstjór-
ann og segja honum, hvað er
á seyði. Reyndu að komast að .
þvi, hvar nærtækustu götu-
lögregluþjónarnir eru. Við
ættum að senda þrjá bila i
viðbót. Þeir mega hvorki nota
sirenur né ljós. Segðu varð-
stjóranum i 251-hverfi, að við
munum senda tvo bila úr
hverfi Harry. Þú annast það.
Og við tilkynnum honum gang
mála. Við skulum nú sjá —
höfum við gleymt einhverju?
O’Nuska: Hvað um árása-
sveitina?
Fineally: Guð blessi þig og
varðveiti. En hvar er hún i
kvöld? Nú er almenn frihelgi.
O’Nuska: Við ráðum yfir einum
fólksflutningabil með tuttugu
mönnum. Ég segi þeim að
búast til átaka.
Fineally: Agætt.
O’Nuska: Og ég var ekki i
háskóla.
(67)
Hér verður fram haldið frá-
sögn Gerald Binghams yngra,
eins og hann skýrði fulltrúa
héraðssaksóknara New York
frá málavöxtum.
Vitnið:Eg gizkaði á, að klukkan
væri nú um þrjú. Ég heyrði
raddir og hávaða handan yfir
ganginn. Ég áleit, að þjóf-
arnir létu greipar sópa um
ibúð 5B og myndu brátt snúa
sér að okkar ibúð. Ég varð
allkviðinn, þvi að hjá þvi gat
ekki farið, að þeir fyndu raf-
eindabúnaðinn i skápnum. En
ég huggaði mig við, að ekki
væri vist, að þeir kynnu skil á
tækjunum. Ekki var vist, að
þeir sæju, að þetta var stutt-
bylgjusendir. Ef til vill gæti
ég sannfært þá um, að þetta
væri hluti af hljómflutnings-
tækjum.
Hvað um það. Enda þótt ég
væri hræddur — ég fann að ég
var rennvotur af svita —- þó
var ég ekki hræddur um sjálf-
an mig. Þeir gátu ekki vitað,
að ég hafði notað tækin. Og ég
var ekki trúaður á, að þeir
færu að drepa mig. En
sársaukinn er mér ekkert
nýnæmi, og það var ekki
óeðlilegt að ég væri hræddur.
En ég kveið þvi, að þeir kynnu
að misþyrma foreldrum
minum.
Reyndar var ótti minn
ástæðulaus. Einhverra
ástæðna vegna, sem mér voru
ekki ljósar þá hlupu þeir ger-
samlega yfir okkar ibúð. Eini
maðurinn, sem kom inn, var
hávaxni, granni maðurinn,
sem hafði fjarlægt hjóla-.
stólinn og hækjurnar fyrr um
nóttina. Hann kom inn, gekk
að rúminu minu og sagði:
,,Hefur þú verið góður?”
,,Já, herra,” svaraði ég.
Ég hafði ekki fyrr sleppt
orðinu, en ég furðaði mig á
því, hvers vegna ég hafði
kallað hann herra. Ég segi
aldrei slikt við föður minn. Ég
hef mikið hugsað um hann
siðan og komizt að þeirri
niðurstöðu — ég veit ekki
hvers vegna — að þvi olli
valdsmannsbragurinn á
honum. Ósjálfrátt bar maður
virðingu fyrir honum.
Föstudagur 12. janúar 1973
o