Alþýðublaðið - 14.01.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.01.1973, Blaðsíða 1
 YETURINN TÝNDUR? Þaö cr miöur vetur á tslandi. Kaldasti mánuöur ársins og sá árstimi, sem illviðrasamastur cr talinn. Samkvæmt gömlum frásögnum var þaö um þetta leyti, sem liættast var viö að fólk yröi veöurvitinu að bráð og yröi úti jafnvel á milli húsa. Pegar litið er i kring um sig á götum Keykjavikur um þessar mundir veröa allar slikar sögur ótrúlegar, — þótt við vitum, að þæi- séu sannar. Hvar er kuld- inn, snjórinn og hinn napri vetrarvindur, sem viö lásum um i jólabókunum að heföu reynt svo mjög á þol og þraut- seigju fólksins á fyrri timum? Þaö erum ckki aöeins við af yngri kynslóðinni, sem svona spyrjum, lieldur ekki siöur er- lendir ferðalangar, sem hingaö eru koninir til þess að skoöa is og snjó en uppgötva, að þeim heföi veriö nær að muna eftir regnkápunni og treflana heföi verið hægt að skilja eftir heima. Þaö fer ekkert á milli mála i hugum venjulegs fólks — hvað sem veöurfræðingum liður — að töluvert miklar brcytingar hafa oröiö á vcöurfari á íslandi á nokkrum undanförnum árum. Jafnvel kornungt fólk telur sig muna eftir vetrum, sem ekki viröast vcra til lengur og næst- um þvi hver og einn, sem um þetta ræöir — en veðrið er enn jafn sigilt umræöuefni og fyrr- uin — er sannfæröur um, að vet- ur séu nú mildari en áður. Það er staðreynd, aö fólkiö trúir aö svona sé málum varið hvort sem veöurfarsmælingar staö- fcsta þaö eða ekki. Skýringin getur náttúrlega vel veriö sú, að viö klæöum veturinn betur af okkur, en viö gerðum fyrir svo sem eins og tiu árum, — raf- magnið lýsi okkur betur, fötin okkar séu hlýrri, húsnæöiö nota- legra, flutningatækin ákjósan- legri — og þvi hafi veturinn fjar- lægst okkur aö sama skapi þótt liann sé ætíð sá sami i vind- hraðastigum, snjóalögum og frostmörkum talinn. Hvaö, sem þvi liður, þá er þaö ljóst, aö veðurfarið hefur ekki lcngur eins mikil áhrif á lif okk- ar islendinga og annarraþeirra þjóöa, sem norölægar slóðir hyggja, og fyrrum var. i raun og veru skiptir þaö a.m.k. kaup- staöabúann litlu máli hvernig vetrarveöriö er. Hann á sér svo ótalmarga möguleika til aö búa sér til sitt eigið veöurfar, líki honum ekki þaö, sem náttúran hefur á boöstólum. ööru máli er hins vcgar að gegna fyrir bændur og sjómcnn. Þessar starfsstéttir eiga cnn allt sitt undir veöri og vindum. En brcytingarnar fyrir okkur hin hafa orðið svo miklar, að við skynjum vart lengur mikilvægi vcðurfarsins fyrir afkomu og lif þessara stétta, — viö skynjum vart lengur okkar eigiö land. Veðurfarið á islandi á sennilega ekki eftir aö „meitla svip og stæla kjark” svo ýkja margra. MEÐA^_ ANNARRA HrST— SUNNUDAGUR 14. JAN. 1973 — 54. ARG. —11. TBL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.