Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 14.01.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.01.1973, Blaðsíða 4
Miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiis iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii KENNEDY EFT Er hann sjálfsagð- ur sem forsetaefni demókrata árið 1976? Er hann sá eini, sem getur sameinað og endurnýjað hinn sundraða Demó- krataflokk? Hefur hann spilað skyn- samlega á spil sín? Er það rétt, sem margir segja, að hann geti „gengið inn" i Hvíta húsið eftir næstu forseta- kosningar? Að ameriskum lögum getur forseti ekki boðið sig fram til þriðja kjörtima- bils. Nixon verður að draga sig i hic árið I97G og það gefur demókrötum mun bctra tækifæri, en þeir áttu i nýafstöðnum kosningum. Það er næst- um ógerningur að sigra forseta, sem býður sig fram til embættisins i ann- aö sinn. Árið 1976 munu demókratar og repubii- kanar hins vegar standa jafnfætis. Nýjan forseta vcröur að kjósa. Löngu fyrir kosningarnar i nóvember s.l. var það al- menn skoðun hjá fóiki i öllum þjóðféiagsstéttum, að Kichard Nixon, forseti væri ósigrandi. En biðið þar til 1976, sögðu flestir demókratar. Þá mun Edward (Tcd) Kennedy, öldungadeildarþingmað- ur, flytja inn i Hvita húsið. Flcstir hinna lang- rcyndu stjórnmálamanna i röðum demókrata viður- kenna nú, að McGovern, öldungadeildarþingmaö- ur, hafi aldrei getað sigrað Nixon. Þeir samþykkja, að jafnvel Ted Kennedy mundi ekki hafa getað gert betur, en segja, að með Kennedy — sem er lang vinsælasti demókrat- inn meðal mikils þorra kjósenda demókrata — hefði kapplcikurinn orðið mun meir spennandi og úrslitin ekki verið alveg eins ótviræð. En Ted Kennedy héit fast við ákvörðun sina um að fara ekki i framboð. llann neitaöi að taka þátt i prófkosningunum. Hann neitaði öilum hugmyndum um að hann gæfi kost á sér ef demókrataflokkurinn yröi ekki á einu máli um frambjóðanda — McGovern, Edmund Muskie, Henry Jackson, Hubert Humphrey eða aöra. Kenncdy vildi heldur ekki iáta útnefna sig sem frambjóðanda til vara-for- seta. Jafnvel þótt sam- steypan McGovern- Kennedy e.t.v. hcföi getað unnið sigur á Nixon- Agncw, þá þótti Kennedy staða varaforseta ekki nógu gott starf fyrir sig. Hann hafði allt aðrar áætl- anir á prjónunum. Hern- aðaráætlun hans — gerð i samráði við nánustu stjórnmálalega ráðgjafa hans — var á allt aðra lund. Vindurinn blés fyrir Nixon um öll Bandarikin árið 1972. Hinn ungi öld- ungadeildarþingmaður frá Massachusettes gerði sér þetta fyllilega ljóst. Ef hann léti bjóða sig fram á inóti Nixon, þá myndi liann tapa af einskærum stjórnmálalegum ástæð- um. Jafnvel þótt hann nyti Kennedy-nafnsins meira en nokkru sinni, þá stóð hann andspænis þeirri erfiðu þraut — sem hafði þjóöina með sér. Nei, þökk. Kennedy, sem að- eins er fertugur að aldri, gat mætavel beðið i fjögur ár til viðbótar. Glaumgosi og gleði- maður? En það voru einnig önn- ur atriði með i leiknum. Ted Kennedy vissi, að hann þurfti meiri tima sem öidungadeildarþing- maður og framsækið, stjórnmálalegt afl. Hann gat áfram notið góðs af Kennedy-nafninu, en hann varð einnig að sýna al- menningi, að hann gæti unniö s jálfstætt — af vizku og vilja til að leggja sitt af mörkum. Honum var ljóst, að hann þarfnaöist já- kvæðrar auglýsingastarf- semi — vegna þess að hann vissi, að milljónir Bandarikjamanna höfðu hingað til litiö á hann sem glaumgosa og óvarfærinn ökufant — jafnvel drykkjumann. óheillaat- burðurinn þann 18. júli 1969 á Chappaquiddick- cyju — þegar Kennedy keyrði út af brú með þeim afleiöingum, að hin unga Mary Jo Kopechne drukknaði — er enn svart- ur blettur á ferlisskilriki Kennedys. Það liðu niu klukkustundir þar til hann tilkynnti atburðinn. Þar að auki voru margir „vafa- samir” atburðir tengdir slysinu og aðdraganda þess- — sem margir Bandarikjamenn geta enn ekki gieymt. En Kennedy trúir þvi augljóslega, að almenn- ingur — eftir fjögur ár til viðbótar • — muni hafa gleymt drukknunarslys- inu. Fólk, sem er honum nákunnugt, telur, að hann muni á næstu fjórum árum sýna kjósendum, að hann er enginn mömmu- strákur lengur, né heldur gleðimaður eða maður, sem snafsar sig þangað til hann blaðrar og bullar — en slikt hefur hent hann jafnvel á þýðingarmestu pólitisku samkundum. Á næstu fjórum árum mun hann ötullega starfa að þvi, að fá sett lög um vin- sæl mál — svo sem félags- legar umbætur, sjúkra- tryggingar, aðstoö við aidraða. við minnihluta- hópa og flóttafólk. Þetta er sannfæring stjórnmála- sérfræðinga og blaða- manna i Washington og annars staðar i Ameriku. Kennedy — segja sérfræð- ingarnir — er eini maður- inn, sem getur sameinað á ný verkafólk og verka- lýðsfélögin. Þar að auki er svo æskan — nýir kjósend- ur, sem hvorki muna né vita um drukknunar- óhappið og glaumgosalif Kennedys. Annað þýðing- armikið atriði er, að árið 1976 munu allir þeir demó- krataforingjar, sem nú cru þekktir, svo sem McGovern, Jackson, Humphrey o.s.frv., vera orðnir of gamlir. Arið 1976 verður Ted Kennedy 44 ára gamall og hefur þá að baki tvö kjör- timabil sem öldungadeild- arþingmaður. Eftir tapið 7. nóvember s.l. á Demókrataflokkurinn engan i rööum yngri manna, sem stendur Kennedy á sporði. Á pappirnum — eða hreint rökfræðilega — telja sér- fræðingar, að möguleikar Kennedys séu ótrúlega góðir. Kvaöning frá forsjóninni Af tilviljun fékk ég tæki- færi til að eiga orðastað viö móður Kennedy- bræðranna, frú Rose Kennedy, fyrir u.þ.b. hálfu öðru ári. Ég var á leið til Noregs og var snemma á ferðinni til að fá sæti i áætlunarvélinni á milli Washington og New York, en þar ætlaði ég að skipta yfir á SAS-vél. Ég sat i sæti ininu við gluggann niðursokkinn i að lesa bók. Einmitt þegar flugvélin var á leið út á brautarend- ann kom eldri kona um borð — sú allra siðasta af farþegunum — og settist við lilið mér. Ég kom strax auga á, að þetta var frú Rose Kennedy og var ekki svo litið undrandi. Ég hafði lesið i morgunblöð- unum, að hún væri vænt- anleg heim frá Paris, en þar hafði hún setið ein- hverja alþjóðaráðstefnu. Til að byrja með lét ég sem ekkert væri og hélt áfram bóklestrinum. Að sjálfsögðu gat ég ekki ein- beitt mér, þar sem blaða- mannsskilningarvit mitt sagði mér að ég yrði að notfæra mér þá aðstöðu, sem ég var þarna svo óvænt kominn i. Vanda- málið var aðeins, hvernig skyldi á málinu tekið — hvernig gat ég á kurteis- legan og hæverskan hátt hafið samræður. Ég veitti þvi athygli, að frú Kennedy hélt á hinum kaþólska rósakransi sin- um með hægri hendi. i vinstri hendi hélt hún á blaðastafla, sem auösjá- anlega voru minnisgrein- ar frá mótinu, sem hún hafði tekið þátt i. Augljós- lega varhún á leið heim til sin i Massachusettes; þessi flugvél átti að halda áfram til Boston eftir millilendingu á J.F. Kennedy-flugvellinum i New York. Nokkrar minútur liðu. Til allrar hamingju var það hún, sem hóf samræð- urnar með nokkrum orð- um, hve þreytt hún væri orðin á flugferðum. — Já, frú Kennedy, sagði ég kurteislega. — Þér hafið flogið alla leið frá Paris, svo það er ekk- ert einkennilegt, þótt þér séuö þreytt. Hún var upp með sér yfir þvi, að ég skyldi vita, hver hún var og auðsjáan- lega var hún hrifin yfir þvi, að ég skyldi hafa lesið um mót það, sem hún hafði setið. Það var háð á vegum samtaka, sem starfa til hjálpar fötluðum og vanþroska börnum. Eftir stutta hrið, og eftir ,að ég hafði kynnt mig, beindist talið að stjórn- málum. A þeim tima var enn mikill vafi um; hvaða mann demókratar myndu velja til forsetaframboðs árið 1972. — Eftir hina þungbæru og örlagariku atburöi i lifi yðar geri ég ráð fyrir, að þér viljið helzt halda yður frá stjórnmálum i fram- tiðinni? spurði ég. — Nei, langt i frá, svar- aöi hún umhugsunarlaust. Ég elska stjórnmálalifið. Það eru örlögin og forsjón- in, sem hafa ákveðið að fólkiö i fjölskyldu minni eigi að bera þá ábyrgð, sem það hefur axlað i sambandi við stjórnmál og opinber mál. Það hefði hreint út sagt verið neyðarlegt, ef ég hefði spurt hana um, hvort hún vildi sam- þykkja, aö hinn eini eftir- lifandi sonur hennar, Edward, gæfi kost á sér til forsetakjörs. A nokkrum árum hafði hún misst syni sina Jack (J.F. Kenncdy, forseta), Bob (forsetaefn- ið Robert Kennedy) og eiginmann sinn Joseph. Synirnir tvcir myrtir. Eiginmaðurinn dó af slagi. Væri það ekki eðlilegt, h\ugsaði ég, að hún helzt vúldi, að yngri sonurinn léti sér nægja að vera ötdungadeildarþingmað- l r? , Ég þurfti ekki að s )yrja spurningarinnar. I ún hóf sjálf máls á henni. — Ef Ted vill ekki láta s ír nægja að vera öld- i ngadeildarþingmaður — e; hann vill reyna að kom- ?it ennþá hærra — þé skil f { það vel, sagði hún. Ég li á þetta sem köllun og ÍKgðun, sem hann ósjálf- i-jtt verður að fram- Ivæma vegna þess að for- sjónin hefur ákveðið að svo skuli vera. En ég vil ekkert um það segja, hvað framtiðin kann að bera i skauti sinu fyrir Teddy. I minni fjölskyldu höfum Ef Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður, býður sig fram til forseta í kosningunu er það 100% öruggt, að reynt verður að ráða hann af dögum að því er sérfræðingar fr leynuþjónustunni segja. Stærsta spurningin er e.t.v. að hve miklu leyti Kennedy getur orðróminum um, að hann sé mömmudrengur, glaumgosi og gleðimaður. Eftir Erik Ber Sunnudagur 14. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8203
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
21941
Gefið út:
1919-1998
Myndað til:
02.10.1998
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Alþýðuflokkurinn (1919-1998)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, gefið út af jafnaðarmönnum
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 11. Tölublað - Sunnudagsblað (14.01.1973)
https://timarit.is/issue/234727

Tengja á þessa síðu: 4
https://timarit.is/page/3204412

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

11. Tölublað - Sunnudagsblað (14.01.1973)

Aðgerðir: