Alþýðublaðið - 14.01.1973, Blaðsíða 7
BILAR OG UMFERÐ
ÖRYGGISBÍLL FORD
FULLSKAPAÐUR
Ford i Ameriku á nú fullbúinn
öryggisbil, og samkvæmt samn-
ingi fékk samgöngumálaráðu-
neytið bandariska bilinn til at-
hugunar
Billinn, sem nefnist „Ford
ESV” (Experimental Safety
Vechile)), er gerður samkvæmt
ströngustu öryggiskröfum ráðu-
neytisins, en sá er munurinn á
honum og öðrum ESV-bilum, að
gert er ráð fyrir að hann verði
framleiddur á færibandi i
þessari mynd, Einnig er sá
munur á honum og öðrum
öryggisbilum, að hann hann er
ekki frábrugðinn venjulegum
„gamaldags” bilum i útliti. En
samt sem áður eru svo margar
nýjungar i Ford ESV, að ekki
verður unnt að setja hann i
framleiðslu fyrr en eftir nokkur
ár.
Alls eru þeir féiagar 75 tals-
ins, sem starfa við það að Ienda
i ýmiskonar árekstrum og
slasast á ýmsa vegu til þess að
draga megi smám saman úr
meiðslum venjulegra öku-
manna, sem kunna að lenda i
árekstrum i framtiðinni.
Sá svarti er nýliði i hópnum,
en hann er sagður fullkomn-
astur þessara ökumanna. Nafn
hans er Ogley, og hann hefur
bæði beinagrind og innyfli og
getur þvi gefiö nánari upp-
lýsingar um áverka við árekst-
ur en félagar hans.
Sá með skeggið lengst til
hægri heitir aftur á móti
Bertram og er yfirmaður þeirra
kumpána, — og það er von hann
brosi, þvi hann sleppur við allar
þær skelfingar, sem undirmenn
hans verða að gangast undir.
Náungarnir hér á myndinni
eru meðal þeirra, sem bera hita
og þunga dagsins i þessum til-
raunum — raunar eru þeir ekki
frá Ford i Ameriku heldur Ford
i Þýzkalandi, en þar er að sjálf-
sögðu lika unnið sleitulaust að
þvi að auka öryggi bilanna.
Fordinn þessi hefur verið
klesstur 21 sinni við mis-
munandi aðstæður, og árangur-
inn af þeim tilraunum er m.a.
sá, að framparturinn á aö taka
við 35% höggsins við árekstur,
en grindin þeim 65% sem eftir
verða. Þakið er styrkt með
stoðum, sem eiga að koma i veg
fyrir, að billinn leggist saman
við veltu, Þá er við bilstjóra-
sætið loftpúði, sem blæs út við
árekstur og heldur bilstjóranum
kyrrum í sæti sinu.
Nýr Volvo fyrir 75
VOLVO A400
Fyrir árið 1975 sjáum við
væntanlega nýja gerð af Volvo á
götunum. Hann á aö bera nafnið
A 400 og leysa af hólmi Volvo 142.
Það var sænska timaritið „Vi
bilágere” sem skýrði frá þessu
fyrir skömmu, en að sögn blaðs-
ins vildi blaðafulltrúi AB Volvo,
Ola Johansson, engar upplýsing-
ar gefa um þennan nýja bil.
Alþýðublaðið hafði samband við
forstjóra Veltis, Asgeir Gunnars-
son, en hann kvaðst ekkert um
þetta vita, — og bætti þvi við, aö
raunar væru umboðsmennirnir
vanalega siðastir til að vita slíka
hluti.
Að þvi er Vi bilá'gere segir, er
þarna um að ræða minni bil en
142, eða á stærð viö Taunus, sem
er um 20 sentimetrum styttri en
Volvoinn. Vélin er af nýrri gerð,
framleidd i Frakklandi i sam-
starfsverksmiðjum Volvo, Ren-
ault og Peugeot. Hún er 1.8 litra i
stað tveggja litra vélanna, sem er
i 142, en samt er hestaflafjöldinn
um 80. Þessi kraftur fæst meö þvi
aö hafa yfirliggjandi kambás.
Aætlað er að framleiða 300 þús-
und A 400 bila á ári.
Þaö er einungis samkvæmt
venjunni, að verksmiðjurnar
neita að gefa upplýsingar um nýtt
módel, en mjög sennilegt er, að
fyrst billinn á að fara i sölu fyrir
1975, sé hann þegar kominn i um-
ferð, að minnstakosti i Gauta-
borg. En hann er þá áreiðanlega
vel dulbúinn, svo engan grunar
neitt, en þeir hjá Volvo eru anzi
snjaílir að halda nýjum gerðum
leyndum þar til þeir koma
skyndilega með þá i dagsljósið.
Siðast þegar þegar mikil breyt-
ing var gerð á Volvo, þ.e. þegar
140serian kom, þóttust ljósmynd-
arar hafa náð myndum af honum
þar sem hann var i reynsluakstri
á umráöasvæði verksmiðjanna.
Þegar hann kom svo á markaðinn
var hann ekkert likur þvi sem
hann var á myndunum, enda
höfðu þeir hjá Volvo breytt útlin-
unum á meðan á reynsluakstrin-
um stóð.
BÍLABRANDARINN
Bilabrandari ársins birtist
nýlega i brezka blaðinu The
Sunday Times, og tökum við
okkur það bessaleyfi að koma
honum á framfæri við lesendur
Alþýðubiaðsins.
Önnum kafinn læknir lenti i
þvi á aðfangadag að biliinn hans
bilaði eitthvað smávegis
Læknirinn þurfti að nota bilinn
talsvert mikið um jólin, til þess
að flytja fjölskylduna, svo hann
ákvað að biðja bifvélavirkja i
hverfinu að koma til að gera við
bilinn i hvelli.
Eins og vænta mætti var bif-
vélavirkinn ekkert sérlega
áfjáður að fara i bilaviðgerðir á
þessum degi, en læknirinn
spilaði þá út trompinu: „Ef þú
eöa einhver i fjölskyldunni væri
veikur i dag.veiztu, að ég kæmi
á stundinni”.
Þetta hreif, Bifvélavirkinn
kom og opnaði vélarrúmið á
bilnum, tók tvær pillur úr verk-
fæarakassanum og lét þær i
oliusiuna Siðan sneri hann sér
að lækninutn og sagði: „Ef hann
verður ekki betri á morgun
hringdu þá strax i mig".
BORGA FYRIR VIÐ-
GEROIR SEM ALDREI
ERU FRAMKVÆMDAR
Sænska fagtimaritið gekkst fyrir skyndikönnun á
„Teknikens Varld” sagði fyrir þjónustu niu bilaverkstæða i
skömmu heldur slæm tiðindi fyrir Stokkhólmi, þannig að einn bill
bilaeigendur þar i landi. Ritið Framhald á 3. siðu.
BÍLAR 1973
CHEVROLET MALIBU
Chevrolet Chevelle Malibu Coupc er millistærð hjá
Chevrolet, og breytingin frá fyrra ári er helzt sú, að yfir-
byggingin er lægri og gluggarnir stærri. Honum hefur lika
verið breytt að innan, og rúmið hefur aukizt. Sem sér-
útbúnað er hægt að fá í Chevelle stóla, sem má snúa um 90
gráður.
Chevclleseriuna er hægt að fá í 19 grunngerðum og um er
að velja sex strokka vél og fjórar átta strokka vélar, sem
cru frá 110 hö upp i 250.
Öryggisstuðarinn setur sinn svip á útlitið, — hvernig sem
mönnum kann að Hka viö þann svip, en i Ameriku verður
vist ekki hjá þessum mikilfenglega hluta bilsins komizt.
BMW 520
BMW 520 kom á markaöinn á
árinu, og er ekki mjög frábrugð-
inn eldri bilunum, nema hvað
hann er lægri og styttri. Vélin er
fjögurra strokka með fimm
höfuðlegur og hægt að velja um
tveggja blöndunga 115 hestafla og
130 hestafla vél með rafmagns-
innspýtingu. Báðar vélarnar eru
að rúmtaki 1990 ccm. Þetta er
sama vél og var í gamla BMW
2000, og við hana bætt blöndungi,
eða 15 hö.
Af sérstökum útbúnaði á BMW
52 má nefna stuðara, sem þola
árekstur á allt að 8 km hraða, og
sérstaklega má panta með biln-
um fimm gira girkassa eða sjálf-
skiptingu, stillanlegt stýri og
bílstjórasæti, sem breyta má
hallanum á.
UMSJÓN: ÞORGRlMUR GESTSSON
Sunnudagur 14. janúar 1973
o