Alþýðublaðið - 16.01.1973, Blaðsíða 2
Benedikt Gröndal:
ómakleg árás
á Norðurlöndin
Allsher jarþing Sameinuðu
þjóðanna samþykkti 18. des-
ember siðastliðinn ályktunartil-
lögu tslands um yfirráð rikja
yfir auðlindum sinum. bar var i
fyrsta sinn tekið fram, að
ekki væri aðeins átti við hafs-
botninn, heldur og hafið yfir
honum, svo langt sem yfirráð
hvers rikis ná frá ströndum.
Hins vegar var ekki tekin nein
afstaða til viðáttu landhelgi.
Tillaga tslands, Perú, og fleiri
þjóöa var við lokaafgreiðslu
samþykkt með 102 atkvæðum,
ekkert var á móti, en 22 riki sátu
hjá. Enda þótt þessi úrslit liti
vel út, gefa þau ekki rétta hug-
mynd um afstöðu rikja til máls-
ins. Er nauðsynlegt að athuga
umræður og atkvæðagreiðslu
um breytingatillögur, bæöi á
þinginu sjálfu og i 2. nefnd þess,
þar sem málið kom fram.
Munaði oftar en einu sinni sára-
litlu, að tillaga okkar væri ger-
eyðilögð.
Afstaöa Noröurlanda
Norðurlöndin fjögur voru
meðal þeirra þjóða, sem sátu
hjá við afgreiðslu málsins.
Afstaða þeirra hefur valdið þvi,
að forsætisráðherra hefur látið i
ljós vonbrigði, og siðan hefur
verið gert allmikið veður út af
málinu. Er ástæða til að athuga
nánar, hvernig frændur okkar
komu fram við okkur að þessu
sinni, og hvort viðbrögð rikis-
stjórnarinnar eru réttmæt eða
hyggileg.
bess ber að minnast, að
Norðurlöndin hafa alla tiö haft
ólikra hagsmuna að gæta i
ýmsum málum, sérstaklega
viðskipta- og öryggismálum.
Leiðir þeirra hafa ekki legið
saman á þessum sviðum, en
samt sem áður hefur norrænt
samstarf haldið áfram og auk-
izt, þvi miklu fleira tengir
þessar þjóðir saman, og þær
hafa allar styrk af samstöðu.
tsiendingar geta litið sjálfum
sér nær til að skilja þetta. Vest-
mannaeyjar og Rangárvaila-
sýsla hafa gerólika efnahags-
lega hagsmuni, en telja samt
sem áður sjálfsagt að vera
hiutar af sama riki, þvi að
margt annað tengir þar saman.
Viðátta landhelgi er eitt
þeirra mála, þar sem hags-
munir Noröurlanda fara ekki
saman, og hefur það verið lengi
ljóst. Finnland, Sviþjóð, Dan-
mörk og Suður-Noregur liggja
að þröngum innhöfum, þar sem
við landhelgi kemur vart til
greina. Aðeins Norður-Noregur,
Færeyjar og Grænland hafa
svipaða hagsmuni og tsland, en
þessi lönd hafa ekki ráðið stefnu
Noregs og Danmerkur. Efna-
hagsbandalag Evrópu hefur
eftir sinum hagsmunum valið
stefnu þröngrar landhelgi, og
gerir það Norðurlöndunum enn
erfiðara fyrir i þessu máli, þvi
að þau eiga mörgum sinnum
meira i húfi i heildarskiptum
sinum við bandalagið heldur en
fiskeiðum þeirra nemur.
Af öllu þessu mætti ætla, að
vegna hagsmuna sinna tækju
Norðurlöndin sömu afstiiðu tii
breytingatillagna á allsherjar-
þinginu og önnur riki Vestur-
Evrópu. betta hefðu þau án efa
gert, ef ísland ætti ekki f hlut.
Vegna tslendinga virðast þau
hafa ákveöið aö sitja hjá. begar
kannað er, hvernig atkvæði fcllu
um breytingatillögur, sem
hcfðu eyðilagt tillögu íslcnd-
inga, kemur i ljós, að hefðu
Norðurlöndin tckið sömu
afstöðu og ýms grannriki þeirra
i Evrópu, hefði málinu verið
stofnað i hættu.
Atökin i 2. nefnd
Tillaga Islands, Peru o.fl.
kom fram i 2. nefnd allsherjar-
þingsins og mætti þegar nokk-
urri mótspyrnu. Margir héldu
fram, að málið ætti heima i 1.
nefnd, þar sem hafréttarráð-
stefnan var til umræðu. Hafði
Afgahanistan forustu fyrir
rikjum, sem ekki eiga land að
sjó, um að skjóta inn i islenzku
tillöguna málsgrein þess efnis,
að landhelgi og öll þessi mál
skyldu ákveðin af hafréttar-
ráðstefnunni.'bessi breytingar-
tillaga hefði að mestu eyðilagt
þau áhrif, sem isienzka tillagan
getur haft.
Atkvæði féllu þannig um til-
liigu Afghanistan, að hún var
felld með 4:t atkvæðum gegn 35,
en 34 riki sátu hjá. betta var
naumur sigur. Aðeins þriðj-
ungur Sameinuðu þjóðanna stóð
með okkur, en við unnum að
þvi að 34 sátu hjá.
Meðal þeirra rikja, sem
greiddu atkvæði á móti okkur,
að þessu sinni voru öll alþýðu-
lýðveldin i Austur-Evrópu,
nema Rúmenia. bá voru á móti
okkur þrjú NATO ríki, Belgia,
Holland og Portúgal.
bað er augljóst að ýms riki,
sem búast mátti viö að væru
andstæð, sátu hjá —- og það
bjargaði Islendingum i þetta
sinn. Meðal þessara rikja voru
Norðurlöndin fjögur, Kanada,
Grikkland, Bretland og Banda-
rikin.
bá kom til atkvæða tillaga
Bandarikjanna um að fella
niður kjarna íslenzku tillög-
unnar ,,i hafinu þar yfir” (yfir
hafsbotninum), og var hún felld
með 56 atkvæðum gegn 17, en 23
sátu hjá. betta var mikilvægur
sigur fyrir málstað Islands, ef
til vill hinn þýðingarmesti i öllu
málinu.
Nokkrar fleiri breytingartil-
lögur komu til atkvæða, en að
lokum samþykkti nefndin
heiidartillöguna meö 82 at-
kvæðum, engu á móti, og 24 sátu
hjá. barna sést, að þjóðirnar
greiða ekki atkvæði á móti
vitendanlega atkvæðagreiðslu,
þótt þær hafi barizt fyrir breyt-
ingartiliögum, sem hefðu
gjörspillt tillögunni.
Allsherjarþingiö sjálft.
begar tillagan kom fyrir alls-
herjarþingið með skýrslu um
störf 2. nefndar, kom enn til
mikillar umræðu og átaka.
Deilumálin voru hin sömu og i
nefndinni.
Afghanistan flutti á ný tillögu
þesst að landhelgismál
skyldu afgreidd af hafréttarráð-
stefnunni Kóru atkvæði svo,
að tillagan var felld með 50
alkvæöum gcgn 45, en 28 sátu
hjá. barna skall hurð aftur
nærri hælum, og þau riki björg
uðu íslendingum, sem sátu hjá.
Sömu riki og áður voru andstæð
íslendingum að viðbættum
Bretum og Bandarikjamönnum.
Nokkur riki, sem virðast hafa
hagsmuni af þröngri landhelgi,
studdu okkur (t.d. tsrael) og
önnur sátu hjá, þeirra á meðal
Norðurlöndin og Grikkland. Ef
sex riki til viðbótar hefðu stutt
tillögu Afghanistan, hefði hún
náð fram að ganga og heildartil-
lögu tslendinga verið alvariega
spillt.
Hollendingar fluttu nú svip-
aða tillögu og Bandarikin áður
um sjóinn yfir botninum — og
var hún felld 74:26:25. bá voru
greidd sérstaklega atkvæði um
einstakar greinar, og aö lokum
heildartillagan samþykkt eins
og áður getur án mótatkvæða.
bessi stutta frásögn leiðir i
Ijós, að Noröurlöndin hafa ekki
greitt atkvæði eftir hagsmunum
sinum og fyrri afstööu i
landhelgismálum. bau sátu hjá,
án efa vegna islands, og það
kom sér sannariega vel við af-
greiöslu á breytingartillögum,
sem hefðu spillt málinu fyrir
okkur, ef samþykktar hefðu
vcrið.
Island hefur frá upphafi verið
i hópi Norðurlandanna á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna, og
haft af þvi mikið gagn. Sendi-
herrar þessara rikja hittast
reglulega, skiptast á upplýs-
ingum, og samræma afstöðu
sina, þegar það er unnt. Án
þessa samstarfs er vafasamt,
að tslendingar hefðu getað
gegnt sómasamlega skyldum
sinum i ótal nefndum og ráðum
Sþ, þar sem starfslið íslands i
New York hefur ávallt verið
aðeins 1-2 menn og skrifstofu-
stúlkur nema á allsherjar-
þingum.
1 þessu sambandi er ástæða til
að spyrja: Höfðu fulltrúar ts-
lands samband við hin Norður-
löndin um tillöguna, sem þeir
fluttu með Perú, áður en hún
var flutt? Var málið rætt á
fundum sendiherranna?
Ef svo er ekki, verður aö telja
það mikil mistök, og hafa
Islendingar þá litla ástæðu til að
kvarta eftirá.
Enda þótt tslendingar auki
mjög samskipti sin við Afriku
Asiuþjóðir og Latnesku
Ameriku, er engin ástæða til að
draga úr samstarfi við hin
Norðurlöndin. bau hafa sjálf
verið i hópi þeirra Evrópurikja,
sem bezt sambönd hafa haft við
þróunaríöndin og oft verið
tengiliður milli þeirra og gömlu
nýlenduveldanna.
Niöurstööur
Meginatriði þessa máls má
draga saman á eftirfarandi
hátt:
1) islendingar liafa lengi vitað,
að Norðurlöndin liafa, vegna
eigin hagsmuna, aðra afstöðu i
landhelgismálum en við. Um
þetta þýðir ekki að fást, hags-
inunir ráða stefnu allra rfkja,
ekki sizt okkar sjálfra.
2) Noröurlöndin tóku samt ekki
afstöðu gcgn tslendingum i
átökunum um brcytingatillögur
i 2. nefnd og á allsherjarþinginu
sjálfu. Iljáseta þeirra átti
inikinn þátt i að bjarga islenzku
lillögunni og hindra stór-
skcmmdir á lienni.
3) Ekki hefur verið upplýst,
livort islenzku fulltrúarnir höfðu
samband við hin Norðurlöndin
um þetta mál, áöur en það var
flutt, eins og cðlilegt er, jafn
náið og samstarf okkar við þau
liefur verið á vettvangi Sþ.
4) Aukiö samstarf við þróunar-
löndin i landhelgismálinu þarf
ekki að spilla sambandi okkar
við Norðurlöndin, sem er okkur
lifsnauösyn af inörgum öðrum
ástæðum. Við þurfum meira á
liinum Noröurlöndunum að
halda cn þau á okkur.
5) begar allt þetta cr haft i
liuga, verður ljóst, að það voru
mistök af riksstjórninni að hefja
áróður gegn hinum Noröurlönd-
unum út af þessu máli. Sýnir
það furöulega grunnhyggni i
meðferð utanrikismála og skort
á raunhæfum skilningi á þvi,
hvernig hagsmunum islands
verður bczt borgið.
AÐGÖNGUMIDA-
SALAN HROKK RÉTT
FYRIR VERÐ-
LAUNAUPPHÆÐINNI
Gjaldkeri Skáksambands ís-
lands hefur tekið saman bráða-
birgöayfirlit yfir tekjur og gjöld
sambandsins vegna heims-
meistaraeinvigisins i skák á
siðastliðnu sumri. Kemur þar
fram, að veltan er nú orðin um 50
milljónir króna, en ennþá skortir
um eina og hálfa milljón króna til
að endar náist saman fjárhags-
lega vegna einvigisins.
I fréttatilkynningu frá Skák-
sambandi Islands, segir, að þvi
hafi borizt fjölmargar áskoranir
um að gefa út sigurvegarapening
i tilefni af krýningu nýs heims-
meistara i skák, Roberts
Fischers, og hefur stjórn sam-
bandsins nú ákveðið að gefa slika
seriu út i 400 eintökum, úr gulli,
silfri og eir. Gullpeningurinn
vegur 30 grömm, en verð
seriunnar er krónur 19.500.00.
Bárður Jóhannesson hefur séð
um hönnun og framleiðslu
þessarar seriu eins og fyrri
peninga, sem Skáksambandið
hefur gefið út og gefið þvi
drýgstar tekjurnar til að standa
straum af hinum mikla kostnaði
vegna heimsmeistaraeinvigisins.
t fréttatilkynningu skáksam-
bandsins segir m.a.: „begar
stjórn Skáksambands tslands
ákvað á fundi sinum 28. des. 1971,
að gera 125.000 dollara
verðlaunatilboð i heimsmeistara-
einvigið i skák, milli þeirra Boris
Spasskis og Roberts Fischers,
þótti mörgum i mikið ráðist, þar
sem vitað var, að einvigið myndi
auk verðlaunanna kosta stórfé.
En stjórnin hafði frá upphafi
trú á þvi, að þjóðin sem heild
gæti hagnazt á þvi að halda þetta
einstæða einvigi hér vegna hins
mikla auglýsingagildis, sem það
hefði fyrir land og þjóð.
Sú spá hefur nú rætzt. í sumar
var Island i miðdepli heims-
fréttanna um tveggja mánaða
skéið...”, segir i tilkynningu
skáksambandsins.
í fyrrgreindu bráðabirgðayfir-
liti sem Hilmar Viggósson, gjald-
keri S.l. hefur tekið saman,
kemur fram, að stærstu tekjuliðir
sambandsins hafa verið minnis-
peninga- og minjagripasala, eða
um 35 milljónir króna.
Aðgöngumiðar seldust fyrir 11,5
milljönir króna.
Helztu útgjaldaliðir voru efnis-
kaup og vörur til endursölu, eða
nálægt 20 milljónir króna.
Verðlaun keppenda námu 11
miltjónum króna, en heildar-
kostnaður vegna Laugardals-
hallar var um 9 milljónir, þar af
húsaleiga 1,6 milljónir króna og
kostnaður vegna keppenda,
aðstoðarmanna og dómara nam 4
mitljónum króna.
Eins og fyrr segir vantar
skáksambándið nú um 1 1/2
milljón króna til að endar nái
saman, en hagnaður af sölu nýju
sigurvegarapeninganna,
„Fischerspeninganna” á að
lækna siðasta höfuðverk þeirra
skáksambandsmanna vegna fjár-
hagsútkomu heimsmeistaraein-
vigisins.-
Skrifstofa
ríkisbókhalds
er flutt að Laugavegi 13, IV. hæð. Simi
25000.
Móðir okkar
Hreiðarsína Hreiðarsdóttir,
Grettisgötu 61,
andaðist I Hjúkrunarheiinilinu Grund 13. jan. s.l.
Börn hinnar látnu.
bökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð
og vinarhug við fráfall og minningarathöfn um son okkar,
bróður, dótturson og sonarson
HARALD PÉTURSSON
Sólheimum 34
Halldóra Hermannsdóttir, Pétur Haraldsson,
Sigríður Pétursdóttir, Margeir Pétursson, Vigdis
Pétursdóttir,
Sigriður borleifsdóttir,
Margrét bormóðsdóttir, Haraldur Pétursson.
0
Þriðjudagur 16. janúar 1973