Alþýðublaðið - 16.01.1973, Blaðsíða 4
Kveðja —
Andrés Jónsson
Aldrei finnum við eins til
smæðar okkar og getuleysis
eins og þegar dauðann ber að
höndum.
Koma mannsins með ljáinn er
kannske það eina i þessu lifi,
sem viö vitum með vissu, en
kemur okkur þó flestum að
óvörum.
Eða hversu margir skyldu
þeir vera, sem viðbúnir eru
komu hans?
Ég var það að minnsta kosti
ekki, og mér brá mjög, þegar
fregnin um fráfall þitt barst
mér til eyrna.
Addi minn — þú ert horfinn —
en eftir er aðeins myndin af þér
— mynd sem er falleg, minning,
sem er ljúf og góð.
„Misjafntskammtað einumier
öðrum hófi-minna—” (
segir eitt af skáldum okkar. •
Satt er það, að veraldlegum
gæðum og andlegum auði er
misjafnlega skipt, og þinn hlut-
ur, af þeim hæfileikum, sem
afla mönnum frægðar og frama,
auðs og valda, var ekki stór.
En þú áttir annan auð og
hann i rikum mæli — Kærleik-
ann til alls og allra.
Um tilgang lifsins er margt
haldið, en minna vitað. En sé
okkur ætlað að ávaxta það pund,
sem er okkar veganesti, þekki
ég engan sem það hefur tekizt
betur, en þér.
Eg teldi mig lánsmanneskju,
ef mér ætti eftir að takast það,
þó ekki væri nema til hálfs á við
þig — áður en yfir lýkur.
Leiðir okkar lágu saman frá
bernsku minni. Við áttum bæði
þvi láni að fagna að heimili og
kærleikur góðra hjóna stóð okk-
ur opið, þér i umkomuleysi þinu
— mér i smæð minni.
Öfá áttum við saman sporin
og alltaf var hún traust og hlý
höndin, sem litlum lófa var
stungið i á ótal ferðum okkar
um Hólminn, sem var okkur
báðum svo kær.
Og einlæg var gleði okkar og
mikið gátum við hlegið dátt i
ærslafengnum leik jafnt úti sem
inni. A þau kærleiks- og vinar-
bönd, sem við bundumst þá, brá
aldrei skugga.
beir eiginleikar ,sem mér eru
eftirminnilegastir i fari þinu,
þegar ég lit til baka, eru: góð-
mennska, nægjusemi og kur-
teisi. bessir eiginleikar voru
þitt aðalsmerki.
Addi minn, þessir sundur-
lausu þankar eru fátækleg til-
raun min til þess að þakka þér
samfylgdina og jafnframt þá
vináthu og gæði, sem þú ávallt
sýndir börnunum minum.
Eigi leiðir okkar eftir að
liggja saman á ný handan við
móðuna miklu, mun ég örugg
geta stungið lófa minum i hönd
þina, sem ég veit að biður min
og leiðir mig fyrstu skrefin.
Sé lif eftir dauðann, tel ég
vist, að þar biöi þin góð heim-
koma —
þvi sælir eru hjartahreinir
þvi þeir munu guð sjá!
Katla.
Hættu
ad reykja
strax í dag
þú vaknar
hressari
í fyrramálió
FRAMHOLDFRAMHÖLDFRAMHÖLD
Hin troðna slóð 5
hvers er það óskynsamlegt, að
fara alltaf þessa trpðnu slóö? bað
er ósköp einföld staðreynd. bað
er vegna þess, eins og fram
kemur i máli minu og siðasti
ræðumaður drap á, það er þrátt
fyrir allt margt fólk i landinu,
sem vill fara gætilega, vill spara,
fara vel með og leggja fé til
hliðar, sem er lifsnauðsynlegt at-
vinnulifinu. Og þvi miður, þvi
miður hafa allir flokkar, allir
stjórnmálaflokkar ekki séö sér
fært annað en að ráðast að þessu
fólki. bað harma ég alveg hrein-
skilnislega. bað fær aldrei
umbun sinna verka, aö minu
mati. betta hefur gengið svona
raunverulega frá striðsbyrjun.
bað er ekki samstaða um að
hamla á móti verðbólgunni. bað
er ekki samstaða innan launþega-
stéttanna, því að þrátt fyrir allt
eru nú margir sem skulda, og við
höfum ekki borið gæfu til þess hér
á Alþingi, enn þá að binda skuldir
raunverulega verðlagsþróun.
bannig er það hagkvæmt að ná
i lán og fá að borga það með verð-
minni krónum, þegar frá liður.
brátt fyrir allt, þá er eins og ég
hefi einu sinni sagt, „temmileg”
verðbólga, sem sagt þokkaleg,
sómasamleg verðbólga, nokkuð
æskileg fyrir nokkuð stóran hluta
þjóðarinnar, og þessi stóri hluti
hefur þau áhrif enn þann dag i
dag, að verðbólgan hnigur áfram
með mismunandi miklu skriði.
Og við erum ekki menn til þess
hér enn á Alþingi, að hefta hana.
Við erum ekki einu sinni menn til
þess að hemla, svo að hún fari
ekki miklu hraðar en nú gerist i
nágrannalöndum okkar. brátt
fyrir að það sé verðbólga eða
veruleg vaxandi verðbólga núna
hina siðustu mánuði. betta
harma ég. En liklega má segja
aö jafnvel launþegasamtökin, þvi
miður eigi hér einnig þátt að
máli. bau eru ekki tilbúin, eða
forsvarsmenn þeirra eru ekki til-
búnir að draga neitt úr topp-
launum. Ég nefni hér sem dæmi i
nál. hvað launin kosti rikissjóð
frá 17. launaflokki og upp úr á
ársgrundvelli. bað eru 2,4 mill-
jarðar og þetta fólk, 17. flokkur,
hefur 34 þús. 960 kr., ef ég man
rétt og upp úr og þingmanna-
launin eru um 65 þús. Og þykir
allnokkuð. Gæti þetta fólk ekki
sætt sig i bili við beina launa-
minnkun. barf virkilega að koma
aftan að fólki, til þess að það skilji
hvað er að ske i þjóðfélaginu.
Hýtt land 12
Garðar kvaðst ekki hafa
margt um þetta mál að segja á
þessu stigi. Rétt væri, að fjár-
málaráðuneytið hefði sent Nýju
landi boð um, að það verði svipt
þvi, sem önnur blöð nytu af
hálfu hins opinbera, þ.e. áskrift
á 300eintökum blaðsins, og haft
væri i hótunum um að svipta
blaðið öllum opinberum auglýs-
ingum.
„Hins vegar vænti ég þess”,
sagði Garðar, „að þessi boð séu
á misskilningi byggð og Nýtt
land muni áfram njóta sömu
fyrirgreiðslu og önnur blöð.
Annars horfði illa við ef sá
háttur yrði hafður á að svipta
blaðið oðinberri fyrirgreiðslu
sem önnur b!ð fá þa væri farið
að þrengjast um lýðræðið i
landinu og hið frjálsa orð”.
Garðar Viborg tók sérstak-
lega fram, að Nýtt land væri
stuðningsblað núverandi rikis-
stjórnar, engin breyting hafi
oröið á i þvi efni.
Garöar sagði að lokum:
„Hvers geta þá stjórnarand-
stöðublöðin vænzt, ef eitt af
stuðningsblöðum rikisstjórnar-
innar verður svipt þessari opin-
beru fyrirgreiðslu”? —
Reyðubúnir 12
orðið til þess að koma endanlega i
veg fyrir alla glæpi eða afbrot,
t.d. eins og skotárásina að Yrsu-
felli og hnifstunguna fyrir jól.
Að lokum sagði Sigurjón að lög-
reglan væri boðin og búin að auka
löggæzlu i Breiöholti, en aukin
löggæzla krefðist aukins mann-
afla og fjármagns, sem ekki væri
enn fyrir hendi. —
A.S.Í.______________________3_
á vandanum i efnahagsmálum.
„Fulltrúar á ráðstefnunni voru
samt sammála um, að verkalýðs-
hreyfingin yrði að vera mjög vel á
verði gagnvart hinum ýmsu
stjórnarathöfnum á sviði innan-
landsmála, og hún yrði að meta
hverja athöfn rikisstjórnarinnar
fyrir sig”, sagði Karl Steinar.
Á ráðstefnunni fengu fundar-
menn i hendur „minnispunkta”
frá rikisstjórninni um ýmsar
hugmyndir á sviði efnahagsmála
og var ályktunin, sem gerð var i
lok ráðstefnunnar, beint svar við
þessum „minnispunktum”.
„1 ályktuninni kemur m.a.
fram”, sagði Karl Steinar, ,,að
ráðstefnan tekur ekki undir þær
tillögur rikisstjórnarinnar um
breytingar á visitölugrundvellin-
um, sem fram koma i „minnis-
punktunum”, enda telja verka-
lýðsfélögin sig ekki hafa umboð
til sliks, meðan kjarasamningar
eru i gildi.
Hins vegar tekið jákvætt i að
hnika einhverju til varðandi visi-
töluna, eða meö öðrum orðum, að
gerðar verði tilraunir til að finna
leiðir til að tryggja kaupmátt
launanna”.-
HEIMILD ÞARF
TIL HÆKKANA
1 tilkynningu nr. 18/1972, dags.
28. desember 1972 frá verðlags-
stjórn var frá þvi skýrt, að verð-
lagsnefnd hefði i samráði við
rikisstjórnina ákveðið að óleyfi-
legt væri að hækka verð eða
álagningu á hvers konar vörum
og þjónustu án sérstakrar
heimildar.
Með skirskotun til þessarar til-
kynningar verðlagsstjóra vill
ráðuneytið taka fram, að óheimilt
er að hækka gjaldskrár opinberra
aðila eða gjaldákvæði i reglu-
gerðum svo og húsaleigu frá þvi
sem var i desember 1972.
Meö hliðsjón af gildandi lögum
munu hlutaðeigandi ráðuneyti
fjalla um breytingar á gjald-
skrám opinberra aðila eða gjald-
ákvæðum i reglugerðum svo og
húsaleigu svo sem var meðan
verðstöðvun var i gildi.
Hjúkrunarkonur
Staða deildarhjúkrunarkonu og stöður 4-5
hjúkrunarkvenna eru lausar til umsóknar
við Grensásdeild Borgarspitalans.
Stöðurnar veitast frá marz n.k. eða eftir
samkomulagi. Upplýsingar gefur og
umsóknir sendist til forstöðukonu Borgar-
spitalans.
Barnagæzla á staðnum fyrir börn 2ja ára
og eldri.
Ileykjavik, 12. janúar 1973.
BORGARSPÍTÁLINN
o
Þriöjudagur 16. janúar 1973