Alþýðublaðið - 19.01.1973, Blaðsíða 3
Samgöngumál
Norðurlandanna
undir einn hatt
„Miklar breytingar eru i deigl-
unni á framkvæmd norrænnar
samvinnu og hlutverki Noröur-
landaráðs”, sagði Friðjón
Sigurðsson, skrifstofustjóri
Alþingis, i samtali við Alþýðu-
blaðið i gær, er blaðið innti hann
frétta vegna þings Norðurlanda-
ráðs, sem hefst í Osló 17. febrúar
n.k.
(Friðjón sagði, að seint á siðast
liðnu ári hafi ráðherranefnd
skilað sérstöku áliti varðandi
framkvæmdaáætlun, sem snerti
fjölmarga málaflokka, m.a. efna-
hagsmál og umhverfis- og
mengunarmál.
„Með þessari endurskipu-
lagningu, sem nú er i deiglunni,
er m.a. stefnt að þvi, að frum-
kvæði i einstökum málaflokkum
komi i auknum mæli frá rikis-
stjórnum Norðurlandanna, en
hlutverk Norðurlandaráðsþinga,
sem þingmenn landanna sækja,
verði að hafa áhrif á framkvæmd
þeirra mála og áætlana sem i
gangi er á hverjum tima”, sagði
Friðjón.
Breytingar á framkvæmd nor-
rænnar samvinnu í deiglunni
Lítill bíll
í stórum
árekstri
Litill Toyata bill, og risastór
fimmöxla vörubill, lentu i hörð-
um árekstri á Reykjanesbraut á
móts við Þúfubarð I gær-
morgun, og voru tvær stúlkur
fluttar slasaðar á Slysadeildina.
Stúlkurnar voru báðar i litla
bilnum, og slasaðist önnur það
mikið, að hún missti meðvit-
und, og var ekki enn komin til
meðvitundar siðdegis i gær.
Hún liggur á Gjörgæzludeild
Borgarspitalans, en er þó ekki
talin i lifshættu.
Stúlkurnar voru á leið suður
og kom vörubillinn á móti.
Slabb var á veginum, og virðist
sem stúlkan, er ók, hafi skyndi-
lega misst stjórn á bilnum, sem
slengdist utan i vörubilinn og
varð fyrir tveim hjólum hans.
Bill stúlknanna, sem er
nýlegur, er talinn gerónýtur, en
vörubillinn skemmdist litið sem
ekkert. —
ENN TVEIR
AFBROTAIINB
LINGAR
GRIPNIR
Enn kom lögreglan upp um afbrotaunglinga i
fyrrakvöld, er hún náði tveim piltum, sem nú
hafa játað á sig a.m.k. fjögur innbrot á stuttum
tima.
Piltarnir eru báðir 13 ára, og hefur a.m.k.
annar þeirra komið við sögu hjá lögreglunni
áður fyrir afbrot.
Ekki hafa þeir stolið verulegum verðmætum i
innbrotum þessum, enda aðallega i peningaleit.
Þeir gátu skilað einhverju af þýfinu aftur. —
Dæmi um þær breytingar, sem
eru smám saman að verða á
framkvæmd norrænnar sam-
vinnu, er stofnun menningar-
málaskrifstofu Norðurlanda i
Kaupmannahöfn snemma á sið-
asta ári. Fyrir skömmu var ný
skrifstof a opnuð i Osló, en þeirri
skrifstofu er ætlað að fjalla um
þá málaflokka, sem ekki heyra
undir menntamálaskrifstofuna i
Kaupmannahöfn.
Þá er i bigerð að sögn Friðjóns
Sigurðssonar nýr samgöngu-
málasamningur milli Norður-
landanna, sem er hliðstæður
menningarmálasamningi land-
anna, og hefur hann þegar hlotið
staðfestingu þjóðþinga sumra
Norðurlandanna.
Auk fyrrnefndra skrifstofa er
aðalskrifstofa Norðurlandaráðs i
Stokkhólrpi.
Ekki hefur enn verið gengið
endanlega frá dagskrá Norður-
landaráðsþingsins i Osló I næsta
mánuði, en nefndafundir hafai
staðið yfir i janúar, þar sem fjall-
að hefur verið um einstaka mála-1
flokka og frumvörp eða tillögur
frá þingmönnum, sem borizt
hafa, og koma væntanlega til
umræðu á þinginu.
Telja má vist, að á þinginu i
Osló verði fjallað um framtið
norrænnar samvinnu m.a. með
hliðsjón af inngöngu Dana i Efna-
hagsbandalag Evrópu, en auk
þess sem fyrrnefnd fram-
kvæmdaáætlun Norðurlanda
verður ofarlega á baugi á
þinginu, er vitað, að þar verður
rætt um tillögu, sem einnig var
fjallað um á þinginu i Helsingfors
i fyrra, um bættar samgöngur
milli tslands, Grænlands, og Fær-
eyja við önnur Norðurlönd. —
STOÐVAST EYJAFLOTINN
VEGNA „BJARGRÁÐA”?
VERK-
FALL
UNDIR-
MANNA
Aðalfundur Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Verðandi i
Vestmannaeyjum s.l. laugardag
samþykkti heimild til stjórnar
félagsins til að segja upp samn-
ingum yfirmanna á bátaflotanum
i Eyjum.
Að baki þessari samþykkt aðal-
fundarins liggur megn óánægja
yfirmanna á bátafoltanum i Vest-
mannaeyjum vegna ákvörðunar
yfirnefndar um fiskverð, en
félagsmenn telja, að þeir hafi
fulla heimild til að segja nú
samningum sinum upp vegna
gengisfellir.gar krónunnar i des-
ember, i samræmi við ákvæði
samninga, þar sem tiltekið er, að
heimilt sé að segja samningum
upp með mánaðar fyrirvara verði
gerðar verulegar breytingar á
skráningu Islenzku kronunnar á
samningstimabilinu.
Stjórn Verðandi mun ekki enn
hafa gert alvöru úr þvi að segja
upp samningum sinum við út-
gerðarmenn nú i byrjun loðnu- og
vetrarvertiðar.
Næstkomandi laugardag er
fyrirhugaður fundur stjórnar
Farmanna- og fiskimannasam-
bands Islands og stjórnar Verð-
andi i Vestmannaeyjum, þar sem
rætt verður um fiskverðið.
Eins og fyrr segir munu sjó-
menn i Eyjum vera mjög ó-
ánægðir með fiskverðið eins og
það var ákveðið af yfirnefnd i
byrjun janúar, einkum verðið á
ufsa.
Talsverður hluti aflans hjá
Vestmannaeyjabátum á vetrar-
vertið er ufsi, eða allt að 20-25%
heildaraflans.
Verðið á ufsanum hækkaði
mjög litið við siðustu verðlagn-
Framhald á bls. 4
Ok á stúlku — og
síðan á bifreið
BIll ók á 14 ára telpu suður i
Kópavogi I gærmorgun, og slas-
aðist hún talsvert, hlaut m.a. fót-
brot. Slysið varð á Alfhólsvegi kl.
8.40.
Stúlkan var á gangi eftir ak-
brautinni, en bill sem var á sömu
leið og hún, ók á hana þar sem
ökumaðurinn sa hana of seint.
Stúlkan kastaðist frá bilnum,
en um leið og ökumaður bilsins
gerði tilraun til að sveigja frá
henni, beygði hann þvert i veg
fyrir annan bil, sem kom úr gagn-
stæðri átt og skullu þeir saman.
Bilarnir skemmdust báðir
nokkuð, en engin meiðsl urðu á
fólki i þeim. Stúlkan er ekki lifs-
hættulega meidd, en er enn á
spitala. —
FLUCFÉLAC
/SLAJVDS
Flug-
freyíur
Flugfélag Islands h.f. óskar að ráða til
sín nokkrar flugfreyjur að vori.
Umsækjendur skulu vera á aldrinum
T9—23 ára, vera T65—T74 cm á hæð, og
svari þyngd til hæðar.
Lágmarkskrafa um menntun er:
Gagnfræðapróf eða hliðstætt próf, og
staðgóð þekking á ensku og einu norð-
urlandamáli, þýzkukunnátta er æski-
leg.
Ennfremur þurfa umsækjendur að
geta sótt námskeið, virka daga kl.
18:00—20:00 og laugardaga kl.
14:00—18:00, á tímabilinu 15. febrúar
— 1. apríl.
Umsóknareyðublöð fást á söluskrif-
stofu Flugfélags Islands h.f., Lækjar-
götu 2, Rvk., og hjá umboðsmönnum
úti á landi.
Umsóknum, merktum „Flugfreyjur",
má skila á sömu staði, eigi síðar en 30.
janúar n.k.
Föstudagur 19. janúar 1973