Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1973næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Alþýðublaðið - 19.01.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 19.01.1973, Blaðsíða 12
(ÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 .augardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SENDtBU. ASTÖtHN Hf REKA SAAIÐS- HÖGGIÐ Á FRIÐAR- SAMNINGANA Þeir Henry Kissinger og Lu Duc Tho eiga að koma saman á ný i Paris á þriöjudaginn kemur til þess að ljúka við sáttmálann um vopnahlé i Vietnam, þaö þvi er tilkynnt var i Hvita húsinu i Washing- ton i gær. Yfirvöld i Norður- Vietnam hafa staöfest rétt- mæti þessarar tilkynningar, en blaðaðfulltrúi Nixons, Ron- ald Ziegler, vildi ekki svara fréttamönnum, er þeir spurðu, hvað lengi þessar viðræður eigi aö standa, en hann gerði engar tilraunir til að bera til baka orðróminn um að vopna- hlé verði samið mjög bráð- lega. Nguyen Van Thieu, forseti Suður-Vietnam og öryggisráð landsins hafa samþykkt upp- kastiö að friöarsáttmálanum, og haft er eftir heimildum innan stjórnarinnar i Saigon, að vopnahléssamningar veröi undirritaðir innan tveggja vikna og þeir taki gildi fyrir þriðja febrúar, sem er nýars- dagur Vietnama. Að þvi er 1'1'amliald á bls. 4 Bifreiðaeigendur eru aideilis ekki búnir að bita úr nálinni með þessari siðustu benzinhækkun. Að þvi er Alþýðublaðið hefur eftir öruggum heimildum eru áhrif gengislækkunarinnar ekki enn komin inn i innkaupsverð benzinsins, en þegar þar að kemur má búast við minnst 40 aura hækkun i viðbót. Alþýðu- blaðið bar þetta undir verðlags- stjóra, og gerði hann hvorki að játa þvi né neita, að þetta væri rétt. Verðlagsstjóri benti hins vegar á, að megin uppistaðan i hækk- uninni. sem þegar er orðin, sé tveggja króna hækkun á veg- gjaldi. Þótt undarlegt megi virð- ast er reiknaður söluskattur á þessa hækkun, og þá er enn eftir álagningin. Innkaupsverð benzinlitrans er 2.40 kr., og veröur þá gengis- lækkunarhækkunin 24 aurar. Þvi til viöbótar kemur söluskattur, fjórir aurar, en tollahækkunin nemur 12 aurum. Þegar þessi hækkun kemur til framkvæmda fær rikið hvorki meira né minna en 12,45 kr. af hverjum litra benzins. sem selzt. Áætlað er, að á árinu verði benzinnotkun landsmanna 90,2 milljón litrar, og fær rikið þá i sinn hlut 887,4 milljón krónur miðað við núgildandi verð. Af þvi verður skilað til bænda 24,4 milljónum króna. ÓLGA MEÐAL SKRIF- STOFAN SAGÐI NEI SKIPS- MANNA Eftir Halldór Halldórsson Eins og nafn Landhelgisgæzl- unnar bendir til er hlutverk hennar að gæta landhelgi Is- lands, gæta þess, að lög um islenzka landhelgi séu haldin. Hún er semsagt lögregla á þvi svæði Islands, sem er sjór. Hún á að gæta þess, að engar veiðar fari fram innan landhelginnar nema að sjálfsögðu á undan- þágusvæðum. Ef varðskip kem- ur að veiðiskipi að veiðum á ólöglegu svæöi er það ekki einungis hlutverk þess að benda á lögbrotið, heldur að færa skip- ið til hafnar, og láta dómstól i viðkomandi höfn sjá um, að veiðiþjófurinn fái viðhlitandi refsingu. Sennilega hefur aldrei áður verið stundaður jafnmikill veiöiþjófnaður við strendur landsins og nú og sennilega hafa islenzku varðskipin sjaldan tek- ið jafnfáa veiðiþjófa og nú. Brezkir og vestur-þýzkir veiði- þjófar fá að stunda veiðarnar vegna linkulegrar stefnu stjórn- valda og islenzkir bátar, sem stelast á ólögleg veiðisvæði eru ekki færðir til hafnar vegna orð- stirs Islands út á við. Það eina, sem er gert, er að trufla veiðar erlendu togaranna með þvi að klippa á togvira þeirra endrum og eins. 1 raun og veru eru það ekki skipherrar varðskipanna, sem meta ástandið á miðunum, þar sem þeir eru staddir hverju sinni, heldur herrarnir á stjórnar- skrifstofunum i Reykjavik. Þannig hefur það tvivegis komið fyrir, að varðskip hafa sent skeyti til lands og óskað eftir þvi að fá að taka togara, en i bæði skiptin fengið neitun. I annað skiptið var meira að segja búið að setja út gúmbát frá varðskipi og allt reiðubúið til togaratöku. En á síðustu stundu kom neitun frá Reykjavik. Fram til þessa hafa brezkir togarasjómenn krafizt þess, að þeir fengju herskipavernd á ts- landsmiðum, en nú berast þær fregnir erlendis frá, að brezkum hafi snúizt hugur og þeir telji ekki lengur þörf fyrir vernd her- skipa. Þeim er orðið ljóst, að linka tslendinga er þvilik, að þeir komast upp með nær hvað sem er. Þótt nokkuð hafi borið á mót- mælum vegna aðgerðaleysis Landhelgisgæzlunnar að undan- förnu og raunar allt frá fyrstu dögum útfærslunnar er þá einn hópur manna gagnrýnastur allra. Nefnilega sjálfir starfs- menn gæzlunnar, mennirnir, sem kynnzt hafa með eigin aug- um yfirgangi erlendra togara- sjómanna á mimiðunum. Raunar er það ekki rétt lýs- ing, að segja, að starfsmenn Landhelgisgæzlunnar séu gagn- rýnastir. Nær væri ab segja, að ólga rikti meðal varðskips- manna. Þeir eru sárreiðir yfir linkustefnu stjórnvalda og þeirri staðreynd að pólitikusar og embættismenn ákveða að lögbrotin skuli látin afskipta- laus. Þessi afstaða gæzlumanna er rikjandi og i a.m.k. einu tilfelli hefur gengið svo langt að skip- herra mótmælti afstöðu rikis- stjórnarinnar og þá e.t.v. fyrst og fremst afstöðu dómsmála- ráðherra á táknrænan hátt. Skipherrann hafði sótt um leyfi til að fá að klippa á togvira ósvifins landhelgisbrjóts, en fékk neitun. Honum fannst sem með þessu væri verið að lýsa þvi yfir, að iöggæzla varðskipanna væri bara leikaraskapur og þvi sigldi hann til næstu hafnar og gaf skipsmönnum sinum leyfi til þess að fara að skemmta sér. Venjulegt úthald varðskipanna er i kringum 10 dagar, en i þessu tilfelli hafði varöskipið ekki ver- ið úti nema 2-3 daga. Þessa sögu hef ég frá skip- verja eins varðskipanna og hann sagði, að skipverjar á varðskipunum „væru að verða vitlausir yfir aðgerðaleysinu”, eins og hann orðaði það. Þeir hefðu það á tilfinningunni, að þeir væru hafðir að fiflum. Allir skynsamir menn gera sér grein fyrir þvi, að i deilu sem þessari eru „pólitisk augnablik”, þegar gæta verður þess að styggja ekki mótaðilann og þar með gera út um samningaumleitanir. En nú er meira en mánuður siðan deilu- aðilar settust að samningaborði og stóðu upp frá þvi án þess að nokkuð drægi saman með þeim. Siðan hefur ekkert gerzt og hreint ekki sýnilegt að það ástand breytist á næstunni. 1 upphafi „þorskastriðs” voru miklar vomr bundnar við, að togviraklippingarnar og harður vetur gerðu veiðar Breta og Þjóðverja illkleifar. Hvorugt virðist hafa haft þau áhrif, sem vonazt var til i upphafi. Þess vegna er það krafa Islendinga, að stefnunni sé breytt. Það er krafa íslendinga, að erlendir landhelgisbrjótar verði teknir hið allra fyrsta og refsað samkvæmt Islenzkum lögum. Annars gæti þetta „þorska- strið” staðið til eilifðar. Hollendingurinn, sem ásamt Bandarikjamanni, var tekinn fastur á Keflavikurflugvelli þann 8. des. sl. með um kiló af hassi i fórum sinum, er að verða vitlaus á dvöl sinni i hegningar- húsinu við Skólavörðustig, þar sem hann hefur verið geymdur siðan i desember. Fyrir nokkru var hann svo illa kominn á taugum, að hann bað um að fá geðlækni sér til hjálpar, og hafa yfirvöld nú orðið við ósk hans. Hann ber við að hafa áður á ævi sinni þurft á aðstoð geðlæknis að halda, og hafi þá fengiö fullan bata. Hins- vegar hafi vistin i Steininum haft þau áhrif á sig að sjúk- dómurinn hafi tekið sig upp aftur. Það er að frétta af rannsókn málsins, að nýlega bárust ER AÐ VERÐA VITSTOLA hingað gögn frá Interpol um feril mannanna, og mun það væntanlega flýta afgreiðslu þessa máls. Hollendingurinn hefur enn ekkert viöurkennt, nema að hafa haft hassið i fórum sinum, en Bandarikjamaðurinn hefur litið sem ekkert játað á sig. Hann hefur hreint sakavottorð frá heimalandi sinu, en Hellendingurinn er á skrá erlendis fyrir að hafa höndlað eitthvað með fiknilyf. — Ef svo fer sem horfir, verður bráðlega ekki hægt að fá nýjan neyzlufisk i Reykjavik, vegna þess hversu fisksölum gengur erfiðlega að útvega sér fisk. Elzta fiskbúð Reykjavikur, Fiskhöllin, lokar t.d. i dag og fleiri munu að öllum likindum loka á næstunni, en 13 fiskbúðir i Reykjavik hættu rekstri i fyrra. Enginn Reykjavikurbátur landar lengur afla slnum til fisk- búða, og stöðugt lengist I fiskinn. Hefur hann verið sóttur allt 13 LOKUÐU í FYRRA! austur til Raufarhafnar, en það er um 30 klst akstur fyrir stóran bil. Flutningskostnaður á kiló i þannig ferðum er um fimm krónur. Einnig hefur fiskur verið sóttur suður með sjó og allt vestur á Snæfellsnes, en fisksölum gengur stöðugt erfiðar að fá fisk keyptan i sjávarplássum út um landið. Eini fiskurinn sem borizt hefur hér á land að undanförnu og fisk- búðirnar getað fengið keyptan, er togaraýsa, en það þykir ekki fyrstaflokks vara. AFLINN ÍVIÐ MINNI Heildarafli tslendinga á siðasta ári var 738,900 lestir. Er það sex þúsund lestum minna en Fiskifélagið hafði reiknað til bráða- birgða um áramótin, og bendir það til þess að aflinn i desember hafi verið tregur. Alþýðublaðið hefur áður skýrt frá bráða- birgðaútreikningum Fiskifélagsins. Aflinn siðasta árið var töluvert meiri en árið á undan, 1971. Munar 54.700 lestum. Er það aukning loðnuaflans sem þessu veldur, en aðeins loðnuafli og hörpudisksafli jókst frá fyrra ári. Annar afli minnkaði. 1 heild varð skipting aflans þessi árið 1972. Miðað er við óslægðan afla, og einingartölur eru lestir: 1972 1971 1. ÞORSKAFLl: Lestir: lestir: a) Bátaafli: 336.300 350.300 b) Togaraafli: 62.500 70.600 II. SÍLDARAFLI: 43.300 62.100 III. LOÐNUAFLI: 277.700 182.900 IV. RÆKJUAFLI: 5.000 6.300 V. HÖRPUDISKUR: 6.500 3.800 VI. HUMARAFLI: 4.000 4.700 VII. KOLMUNNI: 0.600 VIII. HROGNKELSI: 3.000 3.500 IIEILDARAFLINN 738.900 684.200 NYJASTA HÆKKU N: GATNAGERÐARGJÖLD Borgarráð samþykkti að leita eftir leyfi til 20% hækkunar á gatnagerðargjöldum i Reykjavik. Gatnagerðargjöld hafa verið endurskoðuð með hliðsjón af byggingarvisitölu 1. nóvember ár hvert. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Borgarverkvræði- ings, eru þessi gjöld rúmmetra- gjöld, sem endanlega eru ákveðin og útreiknuð, þegar bygginga- teikningar liggja fyrir. Gjöldin eru mismunandi eftir gerðbygginga, og eru flokkuð eft- ir þvi, hvort um er að ræða ein- býlishús, raðhús eða fjölbýlishús. Til dæmis var gatnagerðargjlad fyrir einbýlishús að 550 rúmmetr- um áætlað kr. 160 þúsund krónur, en 338 þúsund, ef stærð hússins er ætluð meiri en 550 rúmm. Fyrir ráðhús að 500rúmm. stærð kr. 95. þúsund krónur. Fyrir 6 Ibúða stigahús var gjaldið kr. 145 þús- und, þ.e. kr. 71.00 pr. rúmm. en með og ofar en 4. hæð kr. 57.00 pr. rúmm. Borgarráð Reykjavikur ákveð- ur gatnagerðagjöld. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um nýja gjaldskrá yfir pau, miðað við byggingarvisitölu 1 nóvember siðastliðinn. Með skirskotun til tilkynningar frá verðlagsstjórn hinn 28. desember sl. tók við- skiptaráðuneytið fram á sinum tima, aðóheimilt væri að hækka gjaldskrár opinberra aðilja eða gjaldákvæði i reglugerðum frá þvi sem var i desember 1972, án sérstakrar heimildar. Með hliðsjón af þessu sam- þykkti Borgarráð i fyrradag, að leita eftir slikri heimild til hækk- unar gatnagerðargjalda um 20%, eins og áður greinir.

x

Alþýðublaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8203
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
21941
Gefið út:
1919-1998
Myndað til:
02.10.1998
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Alþýðuflokkurinn (1919-1998)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, gefið út af jafnaðarmönnum
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 15. Tölublað (19.01.1973)
https://timarit.is/issue/234731

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

15. Tölublað (19.01.1973)

Aðgerðir: