Alþýðublaðið - 21.01.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.01.1973, Blaðsíða 2
Kona i Ljónsmerki Kona fædd i Ljónsmerki er venjulega dugmikil og miklum hæfileikum búin. Hún er kjörin eiginkona til handa þeim manni, sem er staðráðinn i að komast áfram i lifinu og hel'ur hæfni i það. Oftast nær er hún ágæt hús- móðir og kann lag á þvi að gera heimilið aðlaðandi og þægilegt fyrir fjölskyldu og vini. Hún get- ur látið að sér kveða i félags- málum og veita sér athygli i samkvæmislifinu, og oft á sú kona, sem i þessu stjörnumerki er fædd, mörg áhugamál utan heimilis. Þeim er það metnaður að vera vel snyrtar og klæddar, ogaðlaðandi i framkomu. Þelta veitir þeim að sjálfsögðu brautargengi i félagslifinu, og eins hafa slikar konur jákvæð áhrif á kunningja eiginmanns- ins og þá sem hann að koma sér vei við. Eiginmenn hafa og oft- ast nær alla ástæðu til að vera sloltir af slikri konu, og ánægju af að kynna hana vinum sinum og öðrum, sem þeir umgangast. Ljónynjunum er það ósjálf- rátt gefið yfirleilt að hafa sterkt aðdráttaraíl á karlmenn, og eiga sér þvi olt marga aðdáend- ur. Ekki eru þær samt daður- gjarnar i rauninni, og það má kallast undantekning, ef þær eru ekki trúar eiginmönnum sinum. En þær gera miklar kröfur til þeirra, þvi að flestar eru þær ástriðuheitar og ákafar i atlotum. Þvi eru þær konur einkar vel fallnar til þess að vera eiginkonur kynsterkra og ástriðuheitra manna, enda eru þær oftast öðrum þræðinum til- linninganæmar og rómantiskar og unna eiginmönnum sinum hugástum. Ekki liika þær þó þeim tilfinningum sinum við aðra, þar eð stolt þeirra og virðuleiki bannar það, en hins vegar er það til að þær gefi til- finningum sinum lausan taum- inn, þegar þær slaka á i fámenn- um vinahópi. Kona fædd í Ljónsmerki og karlmaöur fæddur i HRÚTSMERKI, 21. marz—20. april. Maður i Hrútsmerki fæddur og Ijónynja eru oft og tiðum eins og sköpuð hvort fyrir annað, þar sem hann er skapmikill, ákaf- lyndur og framgjarn og henni þvi vel að skapi. Hann ef lika oltast nær ástriðumikill, kyn- sterkur og ástrikur, og mundu fáir henni þénanlegri á þvi sviði. Hann er ekki siður stoltur og valdasækinn en hún, og vafa- laust mundi eftir slikum hjónum tekið og þykja mikið til þeirra koma, þvi að bæði leggja áherzlu á smekkvisi i klæða- burði og tigulega framkomu og yrðu þau þvi samhent hvað það snerti. Þar sem hann venjulega ekki siður örlátur en hann er auðsæll, mundi hann siður en LJÓNSM Stjörnuspekin spurð álits um sambúðina svo telja það eftir að hún eyddi nokkru fé i klæðnað og snyrt- ingu, og þá skartgripi sem hún teldi sæma virðingu sinni. Og þó að henni kynni að gremjast i- hlutun hans varðandi heimilis- rekstur, og tal hans um aukið skipulag þar, mundi Ijónynjan það hyggin að láta ekki á þvi bera, taka þeim leiðbeiningum, sem henni þættu þess virði en láta aðrar lönd og leiö af þeirri háttvisi sem ljónynjum er lagin, þegar þær vilja það við hafa. Og þó að það kunni að vekja af- brýðisemi hans þegar aðrir karlmenn laðast að henni, tekzt honum venjulega að láta skyn- semina ráöa, og vera stoltur af þeirri hylli er eiginkona hans nýtur. Kona fædd í Ijónsmerki og karlmaður fæddur i NAUTSMERKI, 21. ipril—20. maí. Ekki er liklegt að þau tvö laðist hvort að öðru, enda fjarri þvi að þau eigi vel saman. Hann ann friði og .kyrrð innan vébanda heimilisins en hún ann glaðværð og glæsibrag samkvæmislifsins. Hún er yfirleitt örlát, einkum vill hún eyða fé i klæðnað og ytra útlitsitt, en hann oftast nær aðsjáll i fjármálum og hefur mestan áhuga á að safna i vara- sjóð og fyrir framtiðina. Ekki er óliklegt að henni þyki varkárni hans og seinlæti með öllu óþol- andi, og telji aðsjálni hans og hlédrægni fjötra á sér. Ekki bætir úr skák að bæði eiga það til að vera þver i skapi og óbil- gjörn, og þvi er liklegt að oft slægi i harða brýnu með þeim. Að visu er hann venjulega jafn- lyndur og þarf talsvert til að hleypa honum upp, en ef til þess kemur þá reiðist hann heiftar- lega, og liklegt er að reiði hans og þrái mundi endast lengur en reiði hennar og þvermóðska. Eigi að siður er hann oft ástríðuheitur og ástrikur, og geti henni lærst að skilja hann og sýna honum þolinmæði og umburðarlyndi, þá mundi ekki útilokað að þau gætu orðið ham- ingjusöm i hjónabandinu. Kona fædd i Ljónsmerki og karlmaður fæddur i TVÍBURAMERKI, 21. mai—20. júni. Þó svo að ljónynjunni kunni að þykja það freistandi að gerast þátttakandi i margbreytilegu og ævintýri liku lifi þessa manns, þá er um leið hætt við að henni mundi ganga erfiðlega að skilja óstöðugt eðli hans. Þar sem til- finningarnar ráða oft og tiðum fyrir skynsemi hennar mundi henni þykja á skorta viðbrögð hans gagnvart tilfinningum hennar. Sennilega yrði afbrýði- semi hennar allsvæsin, þegar hún sæi hann veita öðrum kon- um helzt til mikla athygli, en geti hún látið sér skiljast hve daður hans ristir grunnt og við- komandi konur eru honum litils virði, mundi hún veröa hálfu hamingjusamari. Þó að hann hefði að öllum likindum lag á að vekja hjá henni þá tilfinningu með henni, að hann teldi hana mikla konu, þá gæti hún aldrei treyst sifelldum afstöðuskiptum hans. Aftur á móti mundi hann láta hana með öllu sjálfráða um heimilishaldið, þar sem hann hefur litinn áhuga á slíku, eða heimilinu yfirleitt. Hún gæti orðið að vissu leyti harla ham- ingjusöm með honum, ef hún gæti sýnt honum umburðarlyndi og haft hemil á skapsmunum sinum og stolti. Kona fædd í Ljónsmerki og karlmaöur fæddur í KRABBAMERKI, 21. júni—20. júlí. Oliklegt er að sambúðin yrði vandkvæðalaus, ef ljónynja og Krabbamerkingur gengu i hjónaband. Ekki er þó útilokað að það færi allt sómasamlega, en þó þvi aðeins að bæði færðu þau miklar fórnir i þvi skyni. Hann kýs helzt að eiginkonan sýni honum móðurlega um- hyggju og stjani við hann, en hún er ekki af þeirri kvengerð- inni. Hún er mun liklegri til að krefjast umhyggju og tillitsemi en veita. En hún vill að eigin- maðurinn hafi allt i það, að hún geti litið upp til hans og verið stolt af honum — en ekki vera honum nein fósturmóðir. Hann er íyllilega ánægður með að eiga heimili og fjölskyldu, og hirðir ekki um nein áhugamál utan þess og atvinnu sinnar, en hún kýs að vera mikið á ferð- inni, eiga hóp vina og mörg áhugamál. Þá mundi henni veit- ast erfitt að skilja duttlunga hans og þunglyndisköst og að- dráttarafl hennar á aðra karl- menn mundi áreiðanlega vekja afbrýðisemi hans. Aðsjálni hans i peningamálum og hneigð hans til að setja öryggið öllu ofar, mundi striða þvert gegn örlæti hennar við sjálfa sig og ást á glæsilegum fatnaði. Kona fædd í Ljónsmerki og karlmaöur fæddur i LJÓNSMERKI, 21. júlí—21. ágúst. Oft kemur til mikils vanda, þeg- ar karl og kona fædd i sama stjörnumerki ganga i hjóna- band, og fjarri fer því að ljón og ljónynja séu þar nokkur undan- tekning.Bæði hafa hneigð til eig- ingirni og sjálfsmiðunar, og þvi sennilegt að hvorugt tæki mikið tillit til skoðana, þarfa eða til- finninga hiqs. Þau gætu ef til vill umborið hvort annað vegna ást- ar á börnunum, eða til að halda virðingu annarra og tryggð sameiginlegra vina. Þver- móðska er allsnar þáttur i skap- gerð beggja og stórlynd geta bæði verið — ósamkomulag vegna einhverra smámuna gæti þvi leitt til heiftúðugrar sennu, þareða hvorugt vildi láta undan fyrir hinu. Bæði eru stolt og leggja mikla rækt við virðuleika sinn, en allt vafstur og nostur i sambandi við heimilishaldið mundi að öllum likindum sitja á hakanum, nema aðstoð annarra kæmi til. Þyrftu báðir þessir að- ilar að leggja hart að sér, ef hjú- skapur þeirra ætti að geta orðið hamingjusamur. I STJÖRNUSPÁ ÁRSINS FYRIR ÖLL MERKI Hrúturinn, 21. marz - 20. april Fjölskyldumálin verða mjög ofarlega á baugi allt þetta ár, svo og ýmis önnur mál, sem snerta tilfinningalifið að veru- legu leyti. Mun þessa einkum gæta i febrúar, þegar gera má ráð fyrir meiri háttar breyt- ingum og fyrst i marz, en þá munu ný tengsl verða knýtt. Skipulögð viðleitni fer að bera árapgur i ágúst, og frá þvi um miðjan október til nóvember- loka verður gengið frá rnikil- vægum áætlunum, varðandi framtiðina. Sennilega næst mikilvægur áfangi i efnahagsmálunum i júnimánuði, en þá fer árang- urinn af áður undirbúnum framkvæmdum i auknum tekjum eða bættum aðstæðum. Nautiö, 21. apríl-20. mai. Þú ættir aö vera betur settur a margan hátt fjóra siðustu mánuði ársins en þú heíur veriö lengi áður. Sumt það sem gerist i marz reynist sennilega til fremur litilla hagsbóta, og um sama leyti er liklegt að eigi sér stað nokkrir árekstrar eða deil- ur i sambandi við starf og afkomu. Það er i rauninni ekki fyrr en liða tekur á águst aö allt virðist taka breytingum til hins betra. Aftur á móti virðist ýmislegt jákvætt gerast i sambandi við tilfinningalifið i júlimánuði, ágúst og loks i desember. Það væri að minnsta kosti harla illa ráðið að ætla sér að knýja fram einhver úrslit i tilfinninga- málum i febrúar, maijúni og lengst af október. öll tengsl sem þá verða knýtt, munu reynast haldlitil. Tvíburarnir, 21. maí-20. júni. Það er ekki ósennilegt að þér verði þetta ár minnistætt, þvi að samtimis þvi að flestir verða fyrir allþungum búsifjum af hálfu alm. framvindu mála i henni veröld, litur út; fyrir að þess háttar hafi ekki nein teljandi áhrif á þig. t febrúar er þér að visu vissara að fara gæti- lega, en þegar kemur fram i júli, bendir allt til að þú hljótir furðulegan frama og með furðu- lega skjótum hætti og geti þá ekkert stöðvað þig i sambandi við þær framkvæmdir, sem þú hefur á prjónunum. En hins vegar ættirðu að draga allar ákvarðanir og að- gerðir sem snerta tilfinning- arnar sérstaklega, þangað til i október. Þá er liklegt að þú hljótir þann meðbyr þar, sem tryggir þér hamingju i einka- lifinu. Krabbinn, 21. júní-20. júli. Þér vegnar vel fjárhagslega mikinn hluta ársins 1973, að þvi er virðist. En hafðu það um leið hugfast, að mestan hluta ágóð- ans sem biður þin, hefurðu af starfi þinu en ekki i sambandi við hugsaðar efnahagsaðgerðir eða gróðabrögð, nema ef til vill i júlj/ og ágúst. Þá kann þér að verða óhætt að tefla eilitið djarfara en ella hvað peninga- málin snertir, annars virðist nauðsyn bera til aðþúsýnir þar fyllstu aðgæzlu. Hvað tilfinningamálin snertir, ástir og rómantik og allt það, mun þér ráðlegast að viðhafa sérstaka gætni á timabilinu frá þvi um miðjan marz og fram i miðjan april, og frá þvi i siðari hluta júni og til októberloka. Með þvi móti geturðu losnað við þras og þvergirðing, sem ef til vill mundi leiða til vináttuslita. Ljóniö, 21. júlí-2l. ágúst. Hvað efnahaginn og fjármál snertir yfirleitt, verður ekki annað séð en þin biði gullið tæki- færi fyrstu fjóra mánuði ársins. Eins virðist um tvo siðustu mánuðina, nóvember og des- ember, bendir margt til að um það leyti verði nokkrar breyt- ingar á starfi þinu og nýjar framkvæmdir séu á döfinni sem bjóði ný tækifæri. Aftur á móti bendir allt til þess að árið 1973 reyni mikið á þig, og einnig bendir allt til þess að heldur betur velti á ýmsu i tilfinningalifinu það ár, að minnsta kosti verði litil ástæða til að kvarta yfir tilbreytinga- leysi. Sumir þeir atburðir sem gerast á timabilinu frá mai- byrjun til júliloka geta vakið nokkurn efa um vináttu tengsl, sem áður er til stofnað, muni reynast haldgóð er lengra liður. Meyjan, 22. ágúst-22. september. Allt virðist hniga að þvi að þú eigir gott ár i vændum. Aðstæður þinar munu breytast mjög til hins betra, en vissast er þó að fara að öllu með gát i marz, en þá er liklegt að fyrir- ætlanir þinar geti mætt nokkr- um andbyr, og siðari helming júnimánáðar, þegar þér er ráð- legt að vara þig á vissum aðilum, sem munu látast vera vinir þinir i orði, en ekki reynast það á borði. Hvað snertir tilfinningalifið, o Sunnudagur 21. janúar 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.