Alþýðublaðið - 09.02.1973, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 09.02.1973, Qupperneq 2
Verkamannafélagið Hlíf, Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs Verkmannafélagsins Hlifar, um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1973, liggja frammi i skrifstofu Hlifar, Strandgötu 11, frá og með 9. febrúar 1973. öllum tillögum ber að skila fyrir kl. 18,00 þann 12. febrúar 1973 og er þá framboðs- frestur útrunninn. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlífar. Námskeið í morsi og radíótækni fyrir byrjendur þá sem ljúka vilja nýliða- prófiradióamatöra,verður haldið á vegum Félags islenzkra radióamatöra og Náms- flokka Reykjavikur og hefst 12. febrúar, verði næg þátttaka. Innritun fer fram hjá Námsflokkum Reykjavikur, Tjarnargötu 12, milli kl. 3—4 dagana 8., 9. og 12. febrúar. Einnig má hafa samband við félagið i félagsheimili Í.R.A. Vesturgötu 68 kl. 8—9 dagana 8. og 9. febrúar. T B O Ð Tilboð óskast um sölu á 4200-7000 tonn- um af fljótandi asfalti og/eða flutning á asfaltinu fyrir Malbikunarstöð Reykja- vikurborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 7. marz n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvtgi 3 — Sími 25800 Strætisvagnar Kópavogs Vaktmaður óskast Duglegan mann vantar til þess að hreinsa, smyrja og sjá um minni háttar lagfæring- ar á strætisvögnum. — Vinnutimi mikið til á nóttunni. Nánari upplýsingar hjá yfirmanni i Áhaldahúsi Kópavogsbæjar. Rekstrarstjóri. Vantar okkur sólskin i skammdegismorgunveröinn? Boröa íslendingar rangan morgunmat? Með vaxandi hraöa þjóðlifsins og aukinni streytu hefur skiln- ingur almennings aukizt á hollu matarræði. bó er, þvi miður, allt of algengt að fólk gleypi i sig morgunmatinn með hraði, bæði næringarefna- og fjörefna- snauðan mat. Morgunmaturinn er tvimæla- laust mikilvægasta máltið dags- ins. bað, sem borðað er fyrst á morgnana, er undirstaða að starfi og velliðan dagsins. bað er þvi mikils virði, að fólk gefi sér tima fyrst á morgnana, tii þess að borða hollan og góðan mat. Hollur morgunmatur kem- ur sér vel fyrir þá, sem koma ekki heim til sin i hádegismat, og þá ekki sizt fyrir börnin, sem fara snemma i skólann og koma ekki heim fyrr en einhvern tima eftirmiðdagsins. Fjörefni fyrirhádegi bað er ósennilegt að þjóðlifs- hraðinn komi til með að minnka hérlendis frekar en erlendis. Fremur má reikna með aukn- ingu hraðans i framtiðinni. Um leið má einnig reikna með þvi, að allur almenningur geri sér enn frekari grein fyrir mikil- vægi undirstöðu góðs morgun- matar. Við eigum að sjálfsögðu lýsið, sem á sér fáa lika, en af eðlilegum ástæðum hafa íslend- ingar ekki almennt tamið sér neyzlu ávaxta eða ávaxtasafa fyrstá morgnana. A hinn bóginn er það viðast hvar erlendis und- antekningarlaus regla að drekka glas af hreinum appel- sinusafa með morgunmatnum. 5 appelsínur i einu glasi. Tropicana hreinn appelsinu- safi er talinn vera eitt hið bezta og fjörefnarikasta, sem hægt er að neyta með morgunverði. I hverjum dl. eru um það bil 40 mg. af C-vitamini, sem er talið nægilegt dagsmagn C-vitamins fyrir starfandi fólk. Fyrir þá, sem alltaf eru að hugsa um lin-. urnar, er ekkert að óttast: Tropicana appelsinusafi er ekki með yfir 50 hitaeiningar i hverj- um dl. Eitt glas af hreinum appelsinusafa jafngildir u.þ.b. fimm nýjum appelsinum að gæðum. Sólargeislinn frá Flórída bekktustu framleiðendur á hreinum appelsinusafa eru staðsettir i Bandarikjunum, nánar tiltekið i Flórida. Einn þeirra stærstu og þekktustu er Tropicana, sem ekki einungis framleiðir ávaxtasafa til neyzlu um öll Bandarikin, heldur flytur fyrirtækið einnig út til áfylling- ar á umbúðir erlendis. Dagsetningarstimpill Tropicana i Flórida og Sól hf. i Reykjavik hafa gert með sér samkomulag um áfyllingu og 5ölu Tropicana appelsinusafa hérlendis. Verður appelsinusaf- inn gerilsneyddur og fylltur á sérstakar fernur, sem siðan verða seldar i þeim matvöru- verzlunum, sem uppfylla ströng skilyrði Tropicana um sölu og meðferð hreins appelsinusafa. Geyma verður fernurnar i verzlunarkæli, en þannig geym- ist safinn i þrjár vikur frá áfyll- ingu. Fernurnar eru vandlega merktar með dagsetningar- stimpli, en dagsetningin tákn- ar siðasta leyfilega söludag fernunnar. Eftir að ferna hefur verið opnuð, geymist safinn i þrjá daga i venjulegum heim- iliskæliskáp án þess að bragð og gæði breyti sér verulega. Fernurnar eru framleiddar hjá bandariska fyrirtækinu Dairy Pak, en útlit þeirra ann- aðist h.f. auglýsingastofan Argus Skammdegisdrykkur bað er augljóst að með Tropi- cana framleiðslu á Islandi hefst nýr þáttur i aukinni fjölbreytni og möguleikum á neyzlu nær- ingarrikra máltiða. t skamm- deginu, rigningunni og flenzu- faröldum er aldrei nauðsyn- legra að neyta fjörefnarikrar fæðu, — og þá sérstaklega að morgni dags. Tropicana hreinn appelsinusafi er framleiddur og tappaður á fernur með það fyrir augum, að hver fjölskylda geti fengið sér glas af vitaminauð- ugum appelsinusafa i byrjun dagsins. Við það að Sól hf. hefur nú mögúleika á að fylla á fern- urnar hérlendis mun verð hverrar fernu verða töluvert lægra en þekkst hefur á Florida appelsinusafa i annars konar umbúðum. Skólaumbúðir Til að byrja með verða Tropi- cana fernur i tveim stærðum: Tæplega 1 litra fernur og tæp- lega 2 1. fernur. Innan skamms kemur svo á markaðinn litil ferna, sérstaklega ætluð skóla- börnum. Oháðir Tetra-Pak hringnum „begar við keyptum þessar vélar tryggðum við að þurfa ekki að kaupa fernurnar frá Tetra-Pak eða neinum slikra hringa, bess vegna getum við keypt umbúðir frá Kassagerð- inni, og munum raunar gera það strax og þeir hafa fengið þær,” sagði Daviö Scheving Thorsteinsson, forstjóri Smjör- iikis hf. -og Sóiar hf., umboðs- aðila Tropicana. Pökkunarvéiin sjálf er aöeins siðasti hlekkur framleiþslukeðj- unnar, og kostaði hún ein tvær og hálfa milljón. öll hin tækin til að iaga safann úr djúpfrystum massa yfir i endanlega vöru i neytendapakkningum, voru til I smjörlíkisgeröinni, og er hér aðeins um gernýtingu á þeim vélakosti að ræða. Með þessari hagkvæmni og ódýrari pakkningum, auk sparnaðar i flugkostnaði, iækkar söluverð fernunnar úr 122 krónum niður i 85 krónur, sem er um 30% verðlækkun. HAPPDRÆTTI HÁSEÓLA ISLANDS Á mánudag verður dregið í 2. flokki 4.000, vinningar að fjárhæð 25.920.000 krónur. í dag er siðasti endurnýjunardagurinn. Happdrætti Háskóla tslands 2.f!okkur 4 á 1.000.000 kr... 4 á 200.000 kr... 160 á 10.000 kr... 3.824 á 5.000 kr... Aukavinningar: 8 á 50.000 kr... 4.000 4.000.000 kr. 800.000 kr. 1.600.000 kr. 19.120.000 kr. 400.000 kr. 25.920.000 kr. © Föstudagur 9. febrúar 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.