Alþýðublaðið - 22.02.1973, Síða 1
ALLAR FLUGAHAFNIR
LIGGIA UNDIR GRUN
UM GJALDEYRISSVIK
18 BANASLYS ÞAÐ
SEM AF ER ARINU
Það sem af er árinu 1973/ hafa samtals 18
Islendingar látið lífið í slysum. I lok febrú-
ar i fyrra höfðu samtals 8 islendingar látið
lífið í slysum. I fyrri tölunni eru ekki taldir
með Islendingarnir fjóriraf Sjöstjörnunni,
því enn er veik von um að einhverjir þeirra
finnist á lífi.
I ár hafa átta islendingar látið lífið í sjó-
slysum og drukknað, voru í fyrra þrír.
Fjórirhafa látið lifið i umferðarslysum, en
í fyrra höfðu þrír látið lífið á þann hátt.
Dauðsföll af völdum annarra slysa en að
framan greinir eru i ár sex, en voru á sama
tíma í fyrra tvö.
Samtals hafa því 18 islendingar látizt af
slysförum það sem a f er árinu, og er um að
ræða óhugnanlega mikla aukningu frá
fyrra ári, en þá höfðu átta manns látið lífið
i slysum tvo fyrstu mánuði ársins.
LANGUR VINNU-
DAGUR OG DÁ-
GÓÐ ÞÉNUSTA
Fyrstu vikurnar, sem
gosið i Vestmannaeyjum
stóð, unnu eingöngu sjálf-
boðaliðar að björgunar-
störfum, en er timar iiðu
samdi Vestmannaeyja-
nefndin við menn um á-
kveðið dagkaup þar sem
sýnt var, að verk þetta yrði
ekki unnið til lengdar með
hjálp sjálfboðaliða. Að þvi
er Magnús Magnússon,
bæjarsjóri i Vestmanna-
eyjum, sagði við Alþýðu-
blaðið i gær var samið við
iðnaðarmennina um 16
tima vinnu á dag alla daga
vikunnar, en tveggja daga
fri á fjórtán daga fresti.
Að þvi er Alþýðublaðið
hefur eftir áreiðanlegum
heimildum hafa ýmsir iðn-
aðarmenn þénað talsvert á
björgunarstarfinu, og hafa
trésmiðir þannig haft 4400
krónur á dag undanfarið,
eða 30800 krónur á viku.
Aðrir iðnaðarmenn hafa
minna, t.d. sömdu pipu-
lagningamenn upp á 3400
krónur á dag.
Allar islenzkar flug-
áhafnir liggja nú undir
grun um gjaldeyrissvik,
og stendur nú yfir rann-
sókn i málinu, Saksókn-
ara rikisins hefur borizt
kæra þess efnis, og að
þvi er blaðið fregnaði
hjá embættinu i gær,
hefur verið farið fram á
framhaldsrannsókn i
málinu.
Svik þessi eru einkum
talin fólgin i þvi, að
flugáhafnir kaupi sjálf-
ar fyrir islenzka pen-
inga þann gjaldeyri, eða
hluta þess, sem inn
kemur við viðskipti i
flugvélunum.
Má t.d. nefna að úr
einni flugferð, sem farin
var til Grænlands, voru
97% farþega útlending-
ar, en aðeins 3% Islend-
ingar, Hinsvegar var
nær eingöngu skilað is-
lenzkum krónum, þegar
uppgjörinu var skilað.
Af þessu tilefni hafði
blaðið samband við Sig-
urð Jóhannesson yfir-
mann gjaldeyriseftirlits
Seðlabankans. Sagði
hann að rannsókn þessi
væri reyndar ekki gerð
að frumkvæði bank-
ans, en haft hefði verið
við sig samband vegna
hennar.
Sagði hann að alltaf
bærist einhver gjald-
eyrir til bankans af sölu
i flugvélum, en þar sem
hann fengi ekki heildar-
tölurnar þ.e. heildar
söluupphæðina væri erf-
itt að gera sér grein fyr-
ir hvort sá gjaldeyrir
sem bankinn fengi, væri
óeðlilega litið hlutfall af
heildarsölunni.
© NÖFN SKATTSVIK-
ARA VERÐA BIRT
t þættinum Bein lina i rikisútvarpinu i gærkvöldi,
sagði ilalldór E. Sigurðsson fjármáiaráðherra, að fram-
vegis yrðu nöfn skattsvikara birt, eftir að sekt þeirra
væri sönnuð. Skttrannsóknir heyra undir embætti fjár-
málaráðherra. —
Eyðilögðu lögreglumenn
eða björgunarmenn dýr-
mætt vínsafn í Eyjum?
HVERS
VEGNA
Ciuðni — héiau þcir að
hanu væri sprúttsali?
ísraelsmenn
skutu
farþegaþotu
Minnst 70 manns
létu lifið i gær, þeg-
ar israelskar her-
flugvélar neyddu
farþegaþotu til
lendingar i Sinai-
eyðimörkinni.
Hafði vélin, sem er
frá Libýu, flogið inn
yfir israelskt yfir-
ráðasvæði, og ekki
sinnt aðvörunar-
skotum israelskra
herflugvéla.
EQ
minnsta kosti 70 létust
Litið er á þennan atburð
mjög alvarlegum augum,
einkum vegna þess að
reynt hefur verið að koma
á fót samningaviðræðum i
deilu Araba og tsraela að
undanförnu. Arabar hafa
harðlega fordæmt þennan
atburð.
Það var um miðjan dag i
gær að farþegaflugvélin
flaug inn yfir israelskt yfir-
ráðasvæði. Flugvélar frá
israelska hernum hófu þeg-
ar eftirför, og skipuðu flug-
vélinni að hverfa burtu.
Sinnti flugmaðurinn þvi
engu, að þvi er virðist, og
héltáfram flugi sinu. Sinnti
hann heldur ekki aðvör-
unarskotum i fyrstu.
Ekki er alveg Ijóst hvort
það voru skot frá israelsku
flugvélunum sem urðu völd
að slysinu, eða þá að flug-
maður farþegavélarinnar
hafi neyðzt til að lenda með
fyrrgreindum afleiðingum.
Er seinni skýringin talin
liklegri.
Farþegaþotan var Boing
727, og voru 113 farþegar
um borð. 70 þeirra létust
samstundis, en margir eru
illa slasaðir.
Eyjafyrirtækin festa rætur á meginlandinu
Nú eru Vestmanna-
eyjafyrirtæki, aðallega
þjónustufyrirtækin, farin
að risa upp hingað og
þangað á meginlandinu,
þar sem þau eru starf-
rækt af fullum krafti. Það
hefur þó háð sumum
þeirra, að ekki hefur ver-
ið unnt að flytja enn sem
komið er nema takmark-
að af þungum vélum, og
hefur þa verið lögð á-
herzla á að veita við-
gerðarþjónustu þá, sem
hægt er að framkvæma
um borð i bátunum i höfn.
Vélsmiðjurnar Magni
og Völundur hafa fengið
inni hjá Héðni i Reykja-
vik og Hamri. Netagerðin
Ingólfur hefur fengið hús-
næði i Hafnarfirði en Net
h.f. er i Reykjavik og
Veiðarfæragerð Vest-
mannaeyja er i Þorláks-
höfn. Skipaviðgerðir h.f.
er að leita sér að húsnæði
og hefur byrjað á við-
gerðum á bátum i höfn,
en biður bara eftir vélum
og tækjum til þess að geta
hafið smiði tveggja báta,
sem búið var að panta. Þá
vinna rafvirkjar þeir af
fullum krafti, sem þjón-
usta bátanna, bæði i
Grindavik og Þorláks-
höfn.
Vinsafnið var horfið,|
þegar Guðni Herman-
sen, Birkihlið 19 I Vest-|
mannaeyjum kom til aðl
sækja það. „Það heil-|
legasta, sem ég fann,
var mölbrotinn rauð-
vinskútur i körfu og|
grind undan gallon-
flösku af viskii”, sagðil
Guðni, er við höfðum tall
af honum i Norrænal
húsinu, þar sem hann|
heldur málverkasýn-
ingu um þessar mundir. I
Guðni hefur safnað á-|
fengistegundum i 10 ár,[
og átti orðið um 100 teg-
undir af alls konar vini. I
Sagði Guðni, að megniðl
af þessu safni hefðu [
kunningjar gefið sér við |
ýmis tækifæri. Vinir|
Guðna, sem vissu um
jessa söfnun, færðu|
honum stundum teg-
undir, sem ekki erul
seldar hér, er þeir komu |
úr siglingu. Kvað Guðnil
þetta vera mikið tjónl
fyrir sig, að minnstaj
kosti 100 þúsund krónur I
eftir núgildandi verði ál
áfengi. Til dæmis áttil
hann flösku af Blackl
Label viskii með 4501
króna verðmiða. Þessi [
tegund kostar nú ij
Aíengisverzlun rikisins |
kr. 1.560.
Safn sitt geymdi|
Guðni i sérstöku her-
bergi i kjallara, raðað i|
hillur og skrásett, ogl
merktar allar flöskur.l
Þegar Guðni fór við
fjórða mann til Eyja, til
að bjarga húsmunum
sinum og safninu, var|
aðkom.an þessi.
Kunningjar Guðna i|
Eyjum sögðu honum, að
lögreglumenn hefðul
brotið flöskusafnið.
Ekki segist Guðni sjá|
neina skýringu á atferl-
inu, en hann telji öruggt |
að það hafi ekki verið
lögreglumenn úr Eyj-
um, sem þetta gerðu,
heldur aðkomumenn.
Vera mætti, að þeir
hefðu talið hannj
„sprúttsala”, enda þóttj
slik ágizkun afsaki ekki |
verknaðinn, en að|
minnsta kosti hafi Vest-
mannaeyingar vitað, að|
svo var ekki, enda flest-1
um Eyjamönnum kunn-
ugt um þessa söfnun og |
tómstundagaman.
Ekki kvaðst Guðnii
enn hafa haft tima til að |
kanna þetta mál.
ENN AN
ÁRANGURS
Víötæk leit var
gerð að gúmbjörg-
unarbátnum af
Sjöstiörnunni i
gær, bæði úr lofti
og á sjó. Leitin bar
engan árangur.