Alþýðublaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 3
VERBHMIN Á LMHIUMIilll SMERTIH OKKUR EKKI Heimsmarkaðsverð á loðnu- mjöli hefur hriðfallið undanfarna daga vegna framboðs á mjöli frá Perú. betta verðfall kemur ekki mjög hart niður á okkur íslend- ingum, þvi við höfum selt nær alla okkar framleiðslu fyrirfram á hagstæðu verði, og auk þess stendur okkur til boða að selja enn meira magn á álika hagstæðu verði. Sveinn Björnsson, fulltrúi i við- skiptaráðuneytinu, tjáði Alþ.bl. i gær, að nú væri búið að -selja 54—55 þúsund tonn af loðnumjöli, og um 4000 tonn af lýsi. Sagði Sveinn að þessar tölur ættu enn eftir að hækka.Láta mun nærri að við höfum veitt upp i gerða samn- inga nú þegar. Loðnumjölið hefur verið selt á misháu verði. Fyrst var mjölið selt á 2,0 sterlingspund prótein einingin, en hæst hefur mjölið verið selt á 3,12 sterlingspund próteineiningin. Vegna framboðs Perúmanna hefur verðið hrapað niður i 2,5—2,6 sterlingspund próteineiningin á heimsmarkaðn- um, sem samt er afar hátt verð. Við getum selt okkar mjöl núna á nokkru hærra verði, að sögn Sveins. Verr hefur gengið að selja loðnulýsið, og mun láta nærri að nú sé búið að selja 4000 þúsund tonn, en það er aðeins hluti þess lýsismagns sem til er. HUSEIGENDUR KREFJAST... Stjórn Hús- og landeigenda- sambands Islands hefur lýst yfir samstöðu með Húseigendafélagi Vestmannaeyja i þeirri afstöðu, ,,að sjálfsagt sé og eðlilegt, að fjármunum Viðlagasjóðs verði „varið fyrst og fremst til þess að bæta húseigendum i Vestmanna- eyjum tjón þeirra, t.d. með þeim hætti, að sjóðurinn kaupi fast- eignir á sannvirði af þeim, sem- þess óska, með greiðslum eða ábyrgðum”. SINFONIAN FYRIR FJÖLSKYLDUNA Tólftu reglulegu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á þessu starfsári verða haldn- ir i Háskólablói fimmtudaginn 22. marz kl. 20.30,og koma þar fram franski hljómsveitar- stjórinn Antonio De Almeida og bandariski pianóleikarinn Garrick Ohlsson. A efnis- skránni verður Faust forleik- ur eftir Wagner, píanókonsert nr. 2 eftir Liszt og Sinfónia nr. 2 eftir Rachmaninoff. Þriðju og siðustu Fjöl- skyldutónleikar á þessu starfsári verða haldnir i Háskólabiói sunnudaginn 25. marz kl. 15. Stjórnandi verður Ragnar Björnsson. Fimmtudaginn 29. marz verður Alþingishátlðarkant- ata eftir Emil Thoroddsen flutt i Háskólabiói. Stjórnandi verður Ragnar Björnsson. Flytjendur Elisabet Erlingsdóttir, Magnús Jóns- son, Oratoriukórinn og Karla- kórinn Fóstbræður. Þulur Óskar Halldórsson. Alþýðublaðið spurði Helga Bergs, formann stjórnar Viðlaga- sjóðs, álits á áiyktuninni i gær. ,,Ég vil ekkert um mál þetta segja”, sagði Helgi, ,,en aðeins benda á, að stjórn Viðlagasjóðs fer aðeins eftir þeim lögum og reglugerðum, sem settar hafa verið um sjóðinn. Þess vegna verða þessir aðilar að beina ályktunum sinum til löggjafans en ekki okkar I stjórn Viðlaga- sjóðs”. 1 ályktun Hús- og landeigenda- sambandsins er lögð áherzla á, að varðandi hvers konar ráðstafanir á fjármunum Viðlagasjóðs væri rétt, að leitað yrði álits og til lagna Húseigendafélags Vest- mannaeyja. Stjórn Hús- og landeigenda- sambands Islands skipa: Páll S. Pálsson, hrl.,Leifur Sveinsson, lögfræðingúr, Jón Hjaltason, hrl., Jóhannes Bjarnason, verkfræð- ingur, og Asmundur S. Jóhanns- son,lögfræðingur. — SPJALDBRJEF, ÍSLAND. — / í I V\ /’ „BEZTU ÞAKKIR FYRIR HAKARLINN" Fágæt frímerki í fyrsta sinn á nauðungaruppboði Fyrsta uppboð á írimerkjasafni hjá embætti borgarfógeta fer fram á þriðjudaginn kemur. Er hér um að ræða nauðung- aruppboð, sem út af fyrir sig er ekki i frásögur færandi. Hitt vekur athygli, að slik verðmæti sem' fágæt frimerki eru, skuli ekki hafa komið til uppboðs fyrr, til að mæta fjárkröfum. 1 safni þvi, sem hér um ræðir, eru ýmsir merkilegir hlutir, bæði fyrir söfnunargildi fri- merkja og raunar sitthvað fleira. Þar til má nefna spjaldbréf, sem Hannes Haf- stein sendi séra Bjarna Þorsteinssyni, tónskáldi, á Siglufirði. Var það skrifað 2. janúar 1907. Þar segir: ,,Kæri vin. Beztu þakkir fyrir bréf þitt, og forláttu mér, að ég tek svona lit- inn lappa til að skrifa þér. Þvi veldur naumleiki timans. Þökk fyrir hákarlinn, sem er ágætur. Þótt ótrúlegt sé, er ég enn ekki búinn að borga til H.J. þessar 10 kr., hef gleymt þvi, og skal ég nú reyna að muna það á morg- un. Kóngsmóttökunefndin hefur sett undirnefndir, þar á meðal söngs- og ræðunefnd og við- hafnarnefnd, en ekki veit ég til, að þær séu neitt farnar að að- hafast. Auðvitað verðum við þvi guðsfegnir, ef þú vilt kompónera eitthvað fyrir okk- ur, en kveðskapinn vantar enn. Jeg fer nú að hotta á nefndina um þetta, og segi þeim frá þinu góða boði. Jeg vona, að Matthias og Guðm. Guðm. og Stgr. Thorsteinson yrki eitt- hvað. Þvi miður verð ég að halda mér til prósans að sinni. Jeg vona að ykkur takizt að koma á privattima til Siglu- fjarðar. Beztu nýársóskir til þin og konu þinnar og barna. Liði ykkur sem bezt. Vale. Þinn einl. vin H.Hafstein. Þetta bréf sýnir hið hlýja vináttusamband Hannesar og Bjarna, en þeir voru jafnaldrar. I ævisögu Sveinbjörns Svein- björnssonar, sem Jón Þórarins- son skrifaði,segir að Sveinbjörn hafi skrifað Eiriki Magnússyni i Cambridge hinn 25. april vorið 1907, þar sem hann segir: ,,Ég er að semja kantata fyrir landa, sem á að syngja við komu kon- ungs til Fróns, og er timinn heldur stuttur. Vill það svo illa til, að það eru svo margar fregnir ósamhljóða um það, hvenær konungur muni fara af stað. Vona ég saml, að ég verði búinn I tima.Ef guð lofar, fer ég heim áður en hátiðahaldið byrj- ar...” Þá hafði Sveinbjörn ekki komið heim siðan hann fór fyrst utan 1868. Jón segir svo i fram haldi af þessu: ,,Það hefur ef- laust verið Hannes Hafstein, sem fól Sveinbirni að semja lög- in við hinn veglega ljóðaflokk, sem Þorsteinn Gislason orkti fyrir konungsmóttökuna”. Segir Jón siðan frá flutningi kantötunnar og m.a. „Þriðja einsöngshlutverkið, örsmátt að vöxtum, var i höndum Péturs Halldórssonar, siðar borgar stjóra”. Sigfús Einarsson, sem þá var nýkominn heim, samdi einnig kantötu, sem flutt var við kon ungskomuna. Vitum við ekki, hvort nokkuð varð úr ráðagerð Hannesar og Bjarna, sem vikið er að i spjald- bréfinu, sem nú verður selt hæstbjóðanda á þriðjudaginn kemur. MÆLABILUN VAKTIFALSVBN Von eðlisfræðinganna á Raun- visindastofnun Háskólans um að jörð i Vestmannaeyjum væri far- in að kyrrast var vist byggð á falsvonum, en að þvi er Alþýðu- blaðið fregnaði frá Eyjumi gær voru mælarnir bilaðir. Gert var við þá i gær og jókst þá titringur- inn á ný — að visu álita menn, að hann sé eitthvað minni en áður. En gasið i Eyjum er farið að taka einhverjum breytingum, þvi um hádegi i gær hafði verulega dregið úr vetni og metanóli, en koldioxið aftur aukizt. Ekki vildu sérfræðingar draga ályktanir af þessum breytingum að svo stöddu. Ekki var unnt að athuga hraun- strauminn i gærmorgun sökum lélegs skyggnis, en siðdegis kom i ljós eitthvert rennsli til suðurs, og þá kom einnig i ljós, að gosið hafði minnkað talsvert frá þvi i fyrradag. Einnig sást, að veggur hafði hlaðizt upp norðan við syðsta gigopið — en þau voru þrjú virk. Þá kom i ljós i gær ný hraun tunga til austurs, og binda jarð- fræðingar vonir við, að það þýði aukið rennsli i þá átt, — en sem stendur sigur hraunið sifellt i átt 61 bæjarins. Loönan var bátar meldaö sig en ógjörningur aö á loönuna. bátunum erfið í gær. með afla aðeins 900 segja til um árang- AfM var ágætur í lestir. Flotinn var ur. Nú er . úti, og einhverjir stórstreymt, og get- tyrrinon, leytiö höföu sjö voru búnir aö kasta, ur þaö haft sin áhrif 8000 lestir. Um kvöldmatar- samtals Fimmtudagur 22. marz T973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.