Alþýðublaðið - 22.03.1973, Blaðsíða 9
íþrottir 2
Ágúst
inn í
stað
Axels
Agúst Svavarsson ÍR fær
sannarlega óvænt „come back” i
islenzka handknattlciksiandsliöið
uni helgina. Agúst má þakka
iþróttafréttamönnum þetta að
nokkru, þvi þeir völdu liann ekki i
prcssuliðið. Þvi ieitaði landsliös-
nefndin til hans er Axel Axelsson
gekk úr skaftinu, með þeim
árangri að hann mun leika a.m.k.
fyrri landsleikinn við Norðmenn.
Menn eins og Viðar Simonarsop,
scm sýndi stórleik með press-
unni, hiaut ekki náð fyrir augum
nefndarinnar. Það virðist vera
„princip” hjá landsliðsnefndar-
mönnum að útiloka menn úr
pressuliðinu, og því fer gildi
pressuleikja þverrandi.
Landsliðið gegn Norðmönnum
verður þannig:
Markverðir:
1. Ólafur Bendiktsson, Val
12. Gunnar Einarss., Haukum
Útileikmenn:
2. Gunnst. Skúlason, Val
3. Auðunn óskarsson, FH
4. Jón Karlsson, Val
5. Einar Magnúss., Vikingi
6. Björgvin Björgvinss., Fram
7. Sigurb. Sigsteinsson, Fram
8. Agúst ögmundsson, Val
9. ólafur H. Jónss., Val
10. Geir Hallsteinsson, FH
11. Ágúst Svavarsson, 1R
Gunnar Einarsson leikur þarna
sinn fyrsta landsleik, og þeir Jón
Karlsson og Ágúst Svavarsson
koma i liðið að nýju eftir langt
hlé.
Þetta ersundsveitÆgis, sem sigraði með miklum glæsibrag i bikarkeppni SSÍ um sfðustu helgi.
Fremri röð frá vinstri: Kristinn Kolbeinsson, Þórunn Alfreðsdóttir, Flosi Sigurðsson, Vilborg Júliusdóttir, Salómc Þórisdóttir, Páll
Arsælsson, Guðrún Pálsdóttir, örn Geirsson, Kristjána Ægisdóttir, og Finnur Garðarsson.
Efri röð frá vinstri: Guðmundur Þ. Harðarson þjálfari, Guömundur Kúnarsson, Axel Alfreðsson, Halldór Kolbeinsson, Sigurður ólafs-
son.Hildur Kristjánsdóttir.Halla Baldursdóttir, Helga Gunnarsdóttir og Irma Toft, aðstoðarþjálfari. AB-mynd: Friðþjófur.
PRESSAN BARA FETIFRA SIGRI!
Pressuliðið var aðeins hárs-
breidd frá sigri i leiknum gegn
landsliðinu á þriðjudagskvöid.
Pressan hafði leitt ieikinn alveg
frá byrjun, og það var ekki fyrr
en á iokaminútunum að landsliðið
náði forystu og tókst að tryggja
sér sigur, 22:19. Sú ráðstöfun að
setja Sigurberg til höfuðs Viðari
Símonarsyni gerði gæfumuninn,
þvi Viðar hafði fram að þeim
tima nánast verið óstöðvandi,
enda gert átta mörk, Við þessar
aðgerðir fór mesta bitið úr sókn
pressunnar, og tap varð ekki um-
fiúið.
Pressan byrjaði mjög vel,
komst i 5:0, og það var ekki fyrr
en á 13. minutu að landsliðið
komst á blað. Fram að þeim tima
hafði Tryggvi Gunnarsson, mark-
vörðurinn ungi frá Akureyri,
staðið sig mjög vel. Gegnum-
sneitt stóð hann sig með prýði i
leiknum, þótt hann sýndi kannski
ekki sinar beztu hliðar, enda að
vonum taugaóstyrkur i sinum
fyrsta stórleik. Viðar og co héldu
áfram að finna leiðina i netið, og
munurinn út hálfleikinn hélzt
þetta 3-5 mörk, og i hálfleik var
staðan 13:9 pressunni i hag.
Byrjun siðari hálfleiks lofaði
góðu hjá pressunni, þvi þegar 11
minútur voru liðnar af leik, var
staðan 16:11 pressunni i hag. En
nú sá landsliðsnefndin að ekki
► ► ►
Brynjólfur Markússon reynir
þarna að brjótast i gegnum
varnarvegg landsliðsins. AB-
myndir: Friðþjófur.
þýddi að láta Viðar ganga lausan
öllu lengur, og Sigurbergi var
falið það hlutverk að fylgja Viðari
eftir hvert fótmál. Fór nú að syrta
i álinn hjá pressunni, og svo var
komið þegar 11 minútur voru til
leiksloka, að landsliðið jafnaði
16:16. Siðan sigldi landsliðið
framúr hægt og örugglega á loka-
minútum, drifið áfram af Geir
Hallsteinssyni sem loksins hafði
vaknað til lifsins. Lokatölurnar
urðu 22:19.
Mörk Landsliðsins: Agúst
Ogm. 6, Geir 4 (4v), Jón K. 3,
Agúst Sv. 3, Björgv. 2. Sigb.
Gunnst, Einar og Auðunn eitt
mark.
Mörk pressunnar: Viðar 9 (2v),
Stefán 3, Sigfús 2, Brynj. 2, Vilhj.
Vilberg og Stefán G. eitt mark.
Frammistaða landsliðsins var
lengstum mjög slök og loka-
minúturnar björguðu heiðri
liðsins gjörsamlega. Ágúst
Ogmundsson var langbezti maður
liðsins að þessu sinni, en einnig
voru þeir Agúst Svavarsson, Jón
Karlsson og Ólafur Benediktsson
þokkalegir. Einar Magnússon og
Ólafur H. Jónsson voru alveg út á
þekju, og gerðu hverja vitleysuna
annarri verri.
Hjá pressunni var það Viðar
sem bar höfuð og herðar yfir aöra
leikmenn. Landsliðsnefndin getur
hreinlega ekki gengið framhjá
honum lengur. Þá átti Sigfús
Guðmundsson góðan leik i
vörninni, og sömuleiðis nafnarnir
Stefán Jónsson og Gunnarsson.
Tryggvi Gunnarsson sannaði
það að hann á eftir að verða mjög
góður markvörður, þegar hann
hefur öðlazt reynslu i 1. deild,
sem verður væntanlega næsta
vetur. Bergur Guðnason gat ekki
leikið með liðinu vegna meiðsla,
og koma það sér mjög bagalega,
þvi Bergur hefði getað orðið
maðurinn til að stýra pressunni
fram til sigurs. —SS.
Fimmtudagur 22. marz 1973
0