Alþýðublaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 7
Þar eni tíraðingarnir í hópym
PARADÍS Á
IORÐU IDAL
IEKVADOR?
Nýlega hvatti brezkur vis-
indamaður Alþjóða heilbrigðis-
málastofnunina (WHO) til þess
að rannsaka og vernda lifshætti
og náttúrufar i fögrum,
afskekktum dal i Ekvador, þar
sem konur og karlar stunda
ennþá vinnu og eru við beztu
heilsu þótt komin séu yfir
tiræðisaldur.
David Davies, mannfræð-
ingur við University College i
London nefndi mál José David,
sem er grannur og sinastæltur
bóndi, sagður 124ja áta gamall,
er enn annast grænmetisræktun
sina i Vilcabamba dal i Loja
héraðinu i Ekvador, sem
hugsanlega visbendingu um
leyndardóm heilbrigðs langlifis.
Mr. Davies ritaði i timaritið
New Scientist, að erfitt væri að
afneita hinum háa aldri tiræð-
inganna i Vilcabamba dal, þvi
opinberar kirkjubækur róm-
versk-kaþólsku kirkjunnar
staðfestu, að rétt væri hermt.
Flestir ibúar Vilcabamba
dalsins eru niðjar Spánverja,
sem settust að á þessum slóðum
fyrir 400 árum. i fjórar aldir
hefur friður rikt i dalnum. Þar
hafa engir jarðskjálftar orðið.
Loftslagið er hið ákjósanlegasta
þarna 4.500 fetum ofar sjávar-
máls, hitastigið er að jafnaði
um 68 gráður á Fahrenheit — og
stöðugur, svalur andvari blæs
frá fjöllunum að sögn Mr.
Davies.
Heimsótti dalinn
Mr. Davies, sem heimsótti
dalinn, sagði, að hjartasjúk-
dómar, merki um háan blóð-
þrýsting og krabbamein væru
óvenjulega sjaldgæf meðal ibú-
anna. „Dauðaorsökin er oftast
slysfarir eða af völdum inflú-
enzu, sem þeir fáu útlendingar
hafa borið með sér, er lita við i
dalnum”, sagði hann.
Mr. Davies sagði, að þarna
reyktu menn 40 til 60 sigarettur
á dag, en þær eru gerðar úr
heimaræktuðu tóbaki vöfðu
innan i hveitilauf eða helzt af
öllu klósettpappir.
Aðal-rétturinn á sumrin er
súpa gerð úr rúgi, hveiti, yuka
— rætur ákveðinnar jurtar —
baunum og kartöflum. A mat-
seðli dalverja eru einnig appel-
sinur, bananar og óhreinsaður
sykur.
Vilcabamba-búarnir borða
aðallega grænmeti. Þeir eta
ekki nema u.þ.b. eina únsu af
kjöti á viku. Og enga dýrafitu.
Hitaeiningaskammturinn i dag-
legri fæðu þeirra er u.þ.b. 1700
kalóriur á móti 3.500 að meðal-
tali hjá fólki i þróuðum þjóðfé-
lögum. Eini litið eitt óvenjulegi
rétturinn i mataræðinu eru
u.þ.b. fjórir bollar á dag af
óhreinsuðu rommi.
Grein sinni lét Mr. Davies
fylgja talnatöflu, sem sýndi, að
af 819 ibúum, sem dalinn
byggja, eru þrir meira en 120
ára gamlir, einn á aldrinum 110
til H9ára,fimm á aldrinum 100
til 109 ára og 19 á aldrinum 85 til
100 ára.
Rússnesku metin
„Annar staður á jarðriki, sem
öðlazt hefur frægð fyrir langlifi
ibúanna eru Kákasushéruð
Rússlands”, sagði Mr. Davies.
Rússanir hafa fullyrt að eiga
elztu karla og kerlingar i heimi.
í mai árið 1972 tilkynnti t.d.
rússneska fréttastofan Tass
andlát Shiran Gasanov frá
Azerbaijan á 155. aldursári.
Arið áður tilkynnti Tass að
annar maður frá Azerbaijan,
Shirali Mislimov, hefði haldið
hátiðlegan 165. fæðingardag
sinn og væri opinberlega viður-
kenndur sem elzti ibúi Sovét-
rikjanna. Engin opinber skjöl
voru þó lögð fram til staðfest-
ingar á fæðingardegi og fæð-
ingarári þessara tveggja tiræð-
inga.
„Vilcabamba-fólkið er miklu
liklegra til þess að vera satt”,
sagði Mr. Davies, vegna þess
,,að skirnarvottorðin eru til
staðar og liggja frammi fyrir
rannsakendum.”
Sænska dagblaðið Dagens
Nyheter birti fyrir skömmu grein
um gyðinga i þýzku rikjunum
tveim, þar sem meðal annars
kemnr fram, að daglega séu tveir
vopnaðir lögreglumenn á vakt
fyrir utan barnaheimili gyðinga-
safnaðarins i V-Berlin. Þessir
lögreglumenn eru táknrænt dæmi
um það öryggisleysi, sem
gyðingar búa við nú, 40 árum eftir
að Hitler komst til valda hinn 30.
janúar 1933. Þá bjuggu rúmlega
hálf milljón gyðinga i Þýzkalandi.
1 dag búa tæplega 20 þúsund
gyðingar i þýzku rikjunum tveim-
ur.
Hin vopnaða löggæzla við
barnaheimilið var tekin upp eftir
skelfingaródæði arabisku
hermdarverkamannanna gegn
isarelsku iþróttamönnunum á
Ólympiuleikjunum i Munchen
slðastliðið sumar. Alvarlegustu
hótanirnar koma nú frá
vinstri-sinnuðum hópum, sem
vinveittir eru aröbunum, en ekki
frá yfirvöldunum eins og á
Hitlers-timanum. Það er af og
frá, að nú sé fyrir hendi ný bylgja
andúðar gegn gyðingum. Samt
sem áður litur út fyrir, að
gyðingarnir muni senn verða liðin
tið i þýzkri sögu. Allir vita, að
meðalaldur þýzku gyðinganna er
nú um það bil 65 ár.
Vandinn er, að langflestir
þýzku gyðinganna nú eru roskið
fólk, aðeins 6500 hinna 20 þúsund
gyðinga eru yngri en þritugir. Að
visu snúa margir heim annar
staðar frá, frá Suður-Ameriku,
frá Kina. En þar er um að ræða
fólk, sem hefur lagt meginhluta
lifsins að baki. Brúðkaup fara nú
til dags sjaldan fram i þýzkum
synagógum (samkomuhús
gyðinga).
Eldra fólkið i hópi gyðinganna
leggur mikla áherzlu á, að þeirra
eigið öryggisleysi verði ekki
einnig hlutskipti hinna yngri. En
það er ljóst, að þeir, sem hafa
kynnzt hinum hræðilegu afbrot-
um Hitlers-timans, geta aldrei
gleymt þeirri reynslu. Og unga
fólkið fær sinn skerf reynslunnar
og dregur sinar ályktanir. Ungur
maður, 25 ára gamall, orðaði það
Aðeins 20 þúsund gyðingar eru
eftir í Þýzkalandi, en voru hálf
milljón talsins þegar
Hitler komst til valda
ENN í DAG BÚA
GYDINGAR UNDIR
LÚGREGLUVERND
í ÞÝZKALANDI
þannig: ,,Ég get ekki lengur skelfingaródæðið i Munchen var • oft virðist sem gyðingaæskan i
hugsað mér að kvænast konu af framið siðastliðið sumar. Þá átti V-Þýzkalandi leitist við að leyna
öðrum kynstofni en minum eigin. ég stóran kunningjahóp úr ýms- trúarlegu viðhorfi sinu i stað þess
Það gat ég hins vegar vel áður en um áttum.” 1 greininni segir, að að láta það koma hreint fram.
Sérstök ökuleyfi fyrir þá með sjálfskipta bíla
Ökumenn, sem taka
ökuprófin i bilum meö
sjálfskiptingu, fá, frá og
með nóvembermánuði
síðastliðnum, ökuskír-
teini, sem aðeins gilda
fyrir fararfæki með sjálf-
skiptibúnaði.
Á þessi breyting rætur
sínar að rekja til breyt-
inga á umferðarlögum
vestur-þýzka Sambands-
lýðveldisins, sem gerðar
voru um miðjan júlí-
mánuð siðastliðinn.
Ökuleyf i, sem bæði
gildir um sjálfskiptar og
handskiptar bifreiðar,
munu hér eftir aðeins
verða gefin út þeitn til
handa, sem geta lagt
fram skriflega sönnun
fyrir því að þeir haf i notið
að minnsta kosti 6
kennslustunda í bifreið
með handskiptingu.
VEIKARA
KYNIÐ ER
ALLS EKKI
SVO VEIK-
BYGGT
Fólk spyr sifellt, hvort kvenfólk
sé veikbyggðara en karlmenn.
Horst Eberhard Richter, 49 ára
gamall yfirlæknir við háskóla-
sjúkrahúsið i Giessen I Þýzkalandi
leitaði svarsins.
Richter framkvæmdi athugun á
fólki á aldrinum átján til sextiu ára
og komstaðýmsum athyglisverðum
niðurstöðum um það, sem við nefn-
um iðulega sterkara og veikara
kynið. Hann komst að raun um, að
kvenfólk verður oftar veikt en karl-
menn, en liffræðilega eru þær þó
miklu hraustbyggðari.
Karlmenn eru i miklu meiri
hættu fyrir varanlegum sjúk-
dómum, svo sem æðakölkun og
kransæðasjúkdómum. Kvenfólk
sýkist hins vegar af æðasjúk-
dómum öðrum en þeim, sem að
framan eru nefndir, meltingar-
kvillum, taugabilunum, depurð og
magasjúkdómum. En öfugt við
karlmennina, sem þykir miður að
vorkenna sjálfum sér, eru konurn-
ar mjög kvartsárar.
Þar sem hin almenna læknis-
fræði aðeins greinir liffræðilega á
milli karls og konu, þá rannsökuðu
prófessor Richter og samverka-
menn hans sálrænan og félags-
legan mun kynjanna. „Konur eru
hræðslugjarnari, þunglyndari og
þvingaðri i kynferðismálefnum, en
karlar”, segir prófessorinn.
Þá leiðir rannsókn hans i ljós
hinn dæmigerða karlmannleik og
kvenleika i augum almennings.
Karlmenn fela ótta sinn, flagga
sjálfstrausti sinu, eru sterkari og
metnaðargjarnir, en jafnframt
hirðulausir i umgengni og sjálfs-
ánægðir.
Konur eru hræðslugjarnar, veik-
gerðar, eftirgefanlegar, metnaðar-
litlar, en hirðusamar og reiðubúnar
til þess að leggja hart að sér.
„Kvenfólk staðfestir, að þarfir þess
fá ekki mikla umhirðu”, fullyrðir
Richter prófessor. „Þær geta
aðeins fylgt óskum sinum eftir upp
að vissu marki”.
„Karlmenn virðast þess um-
komnir að þola meira álag.
Streitan, sem þeir verða fyrir
þegar þeir eiga samkeppni að
mæta, veldur meltingatruflunum
og hjartaveiki”, heldur
prófessorinn fram.
Hið þjóðsagnakennda hlutverk
karlmannsins sem ofurmenni, upp-
fullt af ófriðarhneigð, virðuleik og
óþolinmæði kemur illa heim og
saman við myndina af
manneskjunni, sem er i mestri
heilsufarslegri hættu. Margt bendir
til þess, að karlmenn eigi i raun og
veru ekkert betra með að þola
mikið sálarlegt álag.
Sfíttumst í tmupféíagmu
ER LYFJASKÁPURINN MNN EITURSKAPUR FYRIR BÖRNIN MN?
Grein þessi birtist í síðasta
tölublaði Tímarits Hjúkrunar-
félags islands. Við samningu
hennar er að mestu stuðzt við
grein úr danska vikublaðinu
„Hendes verden."
Nýlega hefur verið skýrt frá
því í fréttum að lyfjaslys séu
orðin óhugnanlega tíð,
Allt of oft má lesa í blöðum um
sorgleg slys vegna þess, að börn
liafa cf greiðan aðgang að
lyfjaskápum heimila eða að lyfj-
um, sem hafa verið látin hirðu-
leysislega frá sér, annaðhvort í
veski eða á náttborð eða snyrti-
borð.
Börn eru nú einu sinni forvit-
in í eðli sínu og vilja snerta á
öllum hlutum. Þess vegna er ör-
yggi þeirra undir umhyggju og
hugsunarsemi hinna fullorðnu
komið. Venjulega er ekkert við
umhyggjuna að athuga, en það
er oft verra með hugsunarsem-
ina.
Engin umhyggjusöm móðir
mundi láta sig dreyma um að
iáta tveggja ára barn vera eitt
í fullu baðkeri án eftirlits. Það
er ek'ki heldur vegna skorts á
umhyggju, að sama móðir lætur
glas með svefntöflum standa á
snyrtiborðinu eða náttborðinu.
En það er í hæsta máta hugs-
unarleysi, því að einmitt snyrti-
borð mömmu með öllum þess-
um spennandi krukkum ög glös-
um er einn skemmtilegasti stað-
urinn fyrir barnið að athuga.
Flest slysin verða vegna þess,
að börnin borða töflur, sem því
miður er cftast allt of mikið af
á heimilunum, og margar þeirra
eru húðaðar í skærum litum, svo
að barnið heldur, að það sé sæl-
gæti.
Smám saman hefur lyf janotk-
un færzt yfir mörkin, frá því
að lyf séu tekin samkvæmt þörf
og eftir fyrirmælum læknis yfir
í ofnotkun og ávana, og börnin
geta einmitt orðið fórnardýr
þeirrar misnotkunar, því að þá
vill varúðin í meðferð lyfja oft-
ast sljóvgast.
Það eru 5 gullnar reglur í sam-
bandi rið lyf janotkun:
rétt lyf
í réttum skömmtum
handa réttum sjúklingi
á réttum tímum
á réttan hátt.
Afgangslyf á ekki að geyma,
eftir að fyrirmælum læknis um
notkun þeirra hefur verið full-
nægt. Það er alrangt að geyma
slík lyf, því að þar með er sú
hætta fyrir hendi, að gripið sé
til þeirra, ef einhver veikist á
heimilinu með svipuð einkenni
og sá, sem upphaflega fékk lyf-
in. En þar með er ekki sagt, að
þau hæfi sjúkdómi hins né að
ástæða sé yfir höfuð til að gefa
lyf eða að skammtur sá, sem
gefinn er, hæfi sjúklingi.
Því á að fleygja afganginum
eftir notkun. öruggast er að
skola lyfjunum gegnum salern-
issvelginn.
Þau lyf, sem oftast eru þó til
á heimilum og gott getur verið
að eiga, svo sem væg verkjalyf
(magnyl og fleiri slík), geta
líka verið litlum börnum lífs-
hættuleg, séu þau tekin í stór-
um skömmtum. Þau á því að
geyma á öruggum stað.
Bezt er að hafa læstan lyfja-
skáp, sem sé svo hátt uppi, að
börn geti ekki komizt í hann,
jafnvel þótt þau nái í lykilinn.
Á sumum heimilum eru járn-
og vítamíntöflur á morgunverð-
arborðinu. Ef barn á 2—5 ára
aldri borðar 8—20 stk. af járn-
töflum, getur líf þess verið í
hættu. Sömuleiðis geta sum víta-
mín, tekin í of stórum skömmt-
um, ef ekki verið hættuleg, þá
a. m. k. haft óheillavænleg áhrif
á barnið, t. d. D-vítamín.
Um önnur efni en ]yf, sem
fyrirfinnast á hverju heimili í
meira eða minna mæli, er ýmis-
legt að athuga í sambandi við
óvitabörn. Þvottalögur, ýmiss
konar hreinsiefni og ýmsar sýr-
ur o. fl. geta oft freistað barns-
ins. Ef til vill eru efni þessi í
litskrúðugum umbúðum. Barnið
heldur, að þarna sé saft eða gos-
drykkur, og sýpur á. Þessi efni
á að geyma á öruggum stað, þar
sem börn geta alls ekki náð til
þeirra.
Hér á eftir verða talin nokk-
ur atriði, sem vert er að leggja
á minnið, ef slys skyldu verða
þrátt fyrir varúðarráðstafanir.
Ef ba.rnið hefur meðvitund:
1. Ef eitri.ð er elcki ertandi efni
(undantekningar eru þó jarð-
oliur o. f 1.), þarf strax að
láta barnið kasta upp.
Gefið því mjólk eða vatn að
drekka (helzt volgt), það
verkar þynnandi og dregur
úr áhrifum eitursins og auð-
veldar barninu að kasta upp.
Leggið síðan barnið á mag-
ann, yfir hné ykkar, og sting-
ið fingri í kokið á því.
.2. Ef eitrið er ertandi efni, má
barnið alls ekki kasta upp.
Ertandi efni eru t. d. sýrur,
og þær eru í mörgum sótt-
hreinsunar- og hreinsiefnum,
sem því miður eru aðgengileg
fyrir börn nærri því í hverju
baðherbergi og eldhúsi. Ert-
andi efni getur lokað vélind-
anu, og jarðolíuefni geta
skemmt lungun, ef þeim er
kastað upp, því að allfaf er
sú hætta fyrir hendi, að eitt-
hvað fari niður i lungnapíp-
urnar við uppköst.
Ef barnið getur kyngt, þarf
það að fá efni, sem eyðir
áhrifum eitursins, svo sem
mjólk, magnesíum eða kol-
duft með magnesíumsúlfat
hrært út í vatni. Síðan má
gefa skeið af salatolíu til að
minnka ertingu slímhúðar.
Ef barnið er meðvitundarlaust:
]. Ef það andar, á að leggja
það í líflegu. Barnið cr lagt
á hliðina með neðri handlegg
út frá líkamanum, neðri fót-
leggur krepptur og efri hand-
leggur með höndina inn und-
ir vangann.
2. Ef barnið andar ekki, verð-
ur að veita því öndunarhjálj).
Vil ég benda á kaflann um
öndunarhjálp með blásturs-
aðferðinni, sem lýst er mjög
nákvæmlega í máli og mynd-
um í hinni nýju útgáfu af
bókinni „Hjálj) í viðlögum“
eftir Jón Oddgeir Jónsson.
Vil ég hér með mæla ákveðið
með, að hvert heimili eignist
þessa bók, sem veitir mjög
skýrar og skilmerkilegar leið-
beiningar um hvers konar
fyrstu hjálp, þegar slys ber
að höndum.
En athugið þetta fyrst og
fremst við eitrunarslys (sem og
önnur slys), hvort sem þau
verða í heimahúsum eða annars
staðar: Kallið strax á lækni eða
sjúkrabíl. Takið eitrið með á
sjúkrahúsið í upprunalegu um-
búðunum, því með því má spara
dýrmætar mínútur.
Með því að setja sér og haldu
einfaldar varúðarreglur mætti
fækka og ef til vill að mestu
útiloka slík slys á börnum' sem
hér hafa verið tekin til athug-
unar og umhugsunar.
o
Föstudaaur 23. marz. 1973