Alþýðublaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.03.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálaritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ristjórnarfulltrúi Bjarni Sig- tryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðset- ur ritstjórnar Hverfisgötu 8—10. Sími 86666. Blaðaprent hf. Ríkisstjórnin og sjómennirnir Sjómannaverkfallið hefur orðið til mikils tjóns. Það er fyrst og fremst sök rikisstjórnarinnar. Hér hefur i raun og veru ekki verið um að ræða venjulega kjaradeilu milli launþega og atvinnurekenda, heldur hefur rikisstjórnin verið þriðji aðili að deilunni vegna tap- reksturs togaranna. En hún hefur aldrei látið málið til sin taka af neinum áhuga eða neinni alvöru. Þess vegna hefur deilan dregizt svo mjög á langinn sem raun ber vitni. En loksins tók rikisstjórnin þó rögg á sig. f fyrradag lagði hún fram lagafrumvarp um að lögfesta siðustu tillögur yfirmanna i deil- unni. Hér var vissulega um óvenju- legt spor að ræða. Vegna þjóðar- nauðsynjar á þvi, að togararnir geti hafið veiðar, ákvað þingflokk- ur Alþýðuflokksins þó strax að styðja frumvarpið, enda gerði hann ráð fyrir þvi, að með þvi væri ekki raskað launahlutfalli milli undirmanna, sem nýlega hafa gert frjálsa samninga, og yfirmann- anna, sem lögfesta átti kjörin fyrir. Athugun á frumvarpinu i þing- nefnd leiddi hins vegar i ljós, að yfirmönnum var með frumvarpinu tryggður meiri réttur en undir- menn voru nýbúnir að semja um. í frumvarpinu var gert ráð fyrir þvi, að sé skipverjum fækkað t.d. há- setum á dekki, þá skuli aflahlutur yfirmanna hækka. Engin ákvæði eru hins vegar i hinum nýju kjara- samningum Sjómannasambands- ins og útgerðarmanna um að há- setar skuli fá hliðstæða hækkun vegna fækkunar skipverja, t.d. vegna fækkunar yfirmanna. Hér var um augljóst misrétti að ræða. í fyrstu virtist svo sem um mistök ein hefði verið að ræða. Hannibal Valdimarsson félags- málaráðherra hafði lýst þvi yfir, að i frumvarpinu fælist aðeins hlið- stæð kjarabót til yfirmanna og undirmenn hefðu samið um, enda hefði annað aldrei verið tilgangur- inn og væri ekki heldur réttmætt. En annað kom i ljós. Lúðvik Jósefsson sjávarútvegs- ráðherra mátti ekki heyra nefnt, að stafkrók yrði breytt i frumvarp- inu. Yfirmennirnir skyldu fá meiri rétt og meiri kjarabætur en undir- mennirnir. Fulltrúi Alþýðuflokksins i félags- málanefnd, Gylfi Þ. Gislason, flutti þá breytingartillögu um, að undir- menn skyldu fá hliðstæða viðbót við aflahlut sinn og yfirmönnum var tryggður i frumvarpinu, ef skipverjum væri fækkað. Þá gerð- ist það, að allt stjórnarliðið sam- einaðist gegn þessu sjálfsagða réttlætismáli. 1 tillögunni fólst ekki að taka neitt það af yfirmönnum, sem rikisstjórnin var búin að lofa þeim, heldur aðeins að tryggja undirmönnum hið sama. En það mátti ekki. Rikisstjórnin reyndist ekki stjórn sjómanna, heldur mál- svari yfirmanna gegn undirmönn- um. Skyldi ekki ráðherrunum sjálf- um fara að kligja við þvi að kenna sig við vinnandi stéttir? Allan al- menning er fyrir löngu farið að gera það. Ný símanúmer Áðalnúmer 8-20-33 T imbursalan 8-22-42 Verzlunin 8-21-80 Sölumenn 8-65-50 ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA BYGGINGARVÖRUDEILD Suðurlandsbraut 32 AUGLÝSIS í ALÞÝÐUBLAÐINU FLOKKSSTARFIÐ AÐALFUNDUR Alþýðuflokksfélags Reykjavikur verður haldinn i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, n.k. miðvikudag 28. marz, 'jd. 8.30. Dagskrá nánar auglýst síðar Stjórnin AÐALFUNDUR Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavik verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, fimmtu- daginn 29. marzn.k. og hefst kl. 8.30 e.h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Frú Steinunn Finnbogadóttir, borgarfulltrúi ræðir þátt kvenna í þjóðmálabaráttunni. 3. Önnur mál. Félagskonur eru hvattartil að mæta vel og stundvís- lega. Stjórnin. KVÖLD- VAKA Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði verður haldin n.k. sunnudag 25. marz kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu. Dagskrá: 1. Ljóðalestur, Ölafur Þ. Kristjánsson. 2. Einsöngur, Guðlaugur Tr. Karlsson. 3. Leikþáttur í umsjá ungra jafnaðarmanna. 4. Upplestur, frú Guðrún Ingvadóttir. 5. ??? 6. Veizlukaffi. 7. Bingó. Allir velkomnir. Alþýðuflokksfélögin í Hafnarfirði. VERKALÝÐS- OG LAUNAAAÁL Almennur fundur um verkalýðsmál á Hótel Esju, mánudaginn 26. marz nk. kl. 20,30. Gestur fundarins: Pétur Sigurðsson, varaformaður Sjómannafélags Reykjavíkur. FUJ Guðlaugur Tr. Karlsson. Föstudagur 23. marz. 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.