Alþýðublaðið - 28.04.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.04.1973, Blaðsíða 4
Frá mönnum og málefnum Blágrýiis; draumar Magnúsar Kiartans- sonar Magnús Kjartansson, iðnaðarráöherra, er nýkominn úr mikilli reisu austur fyrir járntjaldið, og ber með sér stóra drauma um að gera isienzka blágrýtiö að mikilvægu iðnaðar- hráefni. Þessi blágrýtisdraum- ur Magnúsar kemur i kjölfar langrar baráttu hans gegn stór- iðju i landinu. En málin hafa að likindum breytzt eitthvað upp á siðkastiö, a.m.k. er enginn djarfari i stóriðjuætlunum en einmitt tittnefndur Magnús, þegar hann er nýkominn úr austurvegi. Þjóðviljinn fylgir svo eftir viðtali við ráðherrann með fjálglegum leiðara um „grjótiö okkar islenzka”, „óvæntir möguleikar að nýta landsgæði”, en þrátt fyrir allt „hljóta fiskimiðin við strendur landsins að vera höfuöstoðin” og byggja verður á nýtingu „islenzkrar gróðurmoldar”. Þá er nú hérum bil komið eins langt frá grjótinu og hægt er, en upp- bygging iðnaðarins er einnig nauðsyn, ,,þar sem i vaxandi mæli verður um að ræða nýtingu auðlinda, sem fyrir nokkrum áratugum voru ekki hátt metnar”. Þarna á Þjóðvilji nn auö- heyrilega við grjótið, en fer vis- vitándi rangt með, þvi grjót hefur alltaf verið mikils metið á tsiandi. t klettum búa álfar og hvað ætli yrði um náttúru- fegurðina, þá hrikaiegustu, ef ekkert grjót væri til. Þetta eru þvi ósannindi. Og hvað segir nú náttúruvernd og landvernd við þeim áformum ráðherrans aö rjúka i að rifa upp blágrýti á Islandi og steypa úr þvi klóak- rör handa einhverjum austan- tjaldsþjóðum. Gunnar hafði orö á þvi að hliðin væri fögur. En ætii einhverjar þeirra létu ekki á sjá þegar málvinir og flokks- bræður Magnúsar Kjartansson- ar væru búnir að stunda grjót- nám sitt hér i nokkurn tima. Þeir sem hafa átt þess kost að sjá námaland erlendis, þar sem unnin hafa verið kol úr jörðu úr svoköllum „open pit” námum, geta alveg fullkomlega gert sér i hugarlund, hvernig blágrýtis- námur Islendinga litu út eftir hundrað ár eða svo. Það yrðu landspjöll sem engan getur dreymt fyrir, svo hrikaleg verða þessi sár, þegar timar liða. Það má vera mönnum nokkurt undrunarefni hve Þjóð- viljinn tekur glaðlega undir blá- grýtisdraum Magnúsar Kjartanssonar. Þetta blaö hefur öðrum málgögnum fremur talið sig málsvara landverndar og náttúruverndar. Nú býður það upp á námahelviti, alveg eins og þar sé endanleg fundið fagnaðarerindi framtiðarinnar. Viðskiptatengsl við austan- tjaldslöndin, sem eru eins mikilsverö og önnur viðskipta- tengsl okkar, eiga ekki að þurfa að kosta svona aðfarir. Það er ekkert snjallt við þessa hug- mynd ráðherrans nema þá frá flokkslegu sjónarmiði. Sú stór- iðja, sem komin er upp i landinu, við ærin andmæli, notar aðeins orku islenzkra fall- vatna. Hún sækir ekki hingað sjálft hráefnið. Það er alveg ný stefna i stóriðjumálum að boða námavinnslu á tslandi i jafn- stórum stil og blágrýtisdraum- ur Magnúsar þýðir. Og það er kominn timi til eftir tveggja ára stjórnsetu að iðnaöarráð- herrann finni eitthvert fram- bærilegra mál sér og sinum til framdráttar. Manni virðist að i höndum þessara manna orki ágóði þjóðarinnar alltaf tvi- mælis, og svo er einnig nú. VITUS Iþróttir 9 standa sig á Ölympiuleikjunum. „Aðalatriðið er að lið okkar ætti aö vinna”, svaraði hún. Hún sagöi ekkert um möguleika sina i einmenningskeppnunum. Dagurinn i iþróttahöll Mönchen var dagur Olgu. Hún vann i frjálsu æfingunum og er hún hóf æfingarnar á jafnhliða slánum var hún eftirlæti allra vinsælasti iþróttamaður Olympiuleikanna. Og siðan kom röð af æfingum, óskiljanlega erfiðumog flóknum. Ahorfendur vissu þetta og stóðu á öndinni og hófu siöan að hylla hana áður en æfingunni var lokið. Hún geröi létta sveiflu af lægri slánni yfir á þá hærri og það ótrúlega gerð- ist,hönd hennar rann til og Olga missti jafnvægið. Sjónvarpsvél- arnar tóku myndir af þessu i smáatriðum. Olga brosti en tár fylltu heldur ekki augu hennar. Hún beit létt á vörina einsog hún gerir jafnan þegar eitthvað er erfitt og hélt siöan æfingunum áfram og lauk þeim með ó- venjulega hraðri sveiflu, sem enginn hafði áður gert. Það er ó- þarfi að segja frá hvað gekk á i iþróttahöllinni. Jafnvel dómar- arnir gleymdu aö vera hlutlaus- ir og ákváðu að taka ekki tillit til „villunnar”. Þeir voru frá sér numdir af hrifningu yfir snilldarlegri útfærslu á öllum æfingunum. Hálftima seinna stóö hún á hæsta þrepi Ólympiu- verðlaunapallsins og þjóðsöng- ur Sovétrikjanna var leikinn. Hún reyndi að vera alvarleg en gat ekki leynt gleði sinni. Ólympiugullin skina á sigur- vegurunum, en það blindar þá ekki. Ef þú gengur eftir götum Grodno snemma morguns munt þú sjá ljóshærða stúlku með stúdentstösku. Olga Korbut er nú stúdent I sögudeild kennaraháskóla. Hún ber með sér stóra tösku með leikfimidóti sinu, þvi hún hefur æfingartima á hverjum morgni fyrir skóla- tima. B.Semyonov. APN A|uglýsingasíminn okkar er 8-66-60 0"“......... Aðalfundur Húseigendafélags Reykjavíkur verður haldinn i húsakynnum félagsins að Bergstaðastræti 11A Reykjavik mánudag- inn 30. april 1973 kl. 17,30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreyting. Stjórnin Borgarbókasafnið, Reykjavík Lokað í dag, laugardag vegna 50 ára afmælis safnsins. Frá 1. mai—1. október verður bókasafnið I Þing- holtsstræti opið á laugardögum til kl. 4.00. Lokað á sunnudögum. Borgarbókasafn Reykjavikur Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis við röntgendeild Landspitalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum Læknafé- lags Reykjavikur og stjórnarnefndar rikisspitalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnar- nefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 27. mai n.k. Reykjavik, 27. april 1973 Skrifstofa rikisspitalanna Laust embætti, er forseti Islands veitir Haustið 1972 var efnt til kennslu i náms- efni menntaskóla i tengslum við Víghóla- skóla i Kópavogi. Ákveðið hefur verið, að kennsla þessi fari frá upphafi næsta skólaárs fram i sjálfstæðri skólastofnun, er siðar kynni að verða þáttur i fjölbrauta- skóla i Kópavogi. Embætti skólameistara hinnar nýju skólastofnunar er hér með auglýst laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með itarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borizt menntamálaráðuneytinu fyrir 30. mai n.k. Menntamálaráðuneytið, 27. april 1973. Veiðifélag Elliðavatns Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. mai. Veiðileyfi eru seld i Nesti við Elliðaár. Veiðifélag Elliðavatns Laugardagur 28. apríl 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.