Alþýðublaðið - 28.04.1973, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 28.04.1973, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR 3 ORLAGASAQA NORTHAMPTON H.Á. WU Sumlerland Fulbwn Northampton T. BUckbum R. l.cA. 42 14 7 21 67 85 42 10 13 19 55 92 33 ^ 30 57 88 20 < rTorquay H.d. 1W " Crewe ..... kNorthampton " Colchester } Darlington ^ 21 15 13 7 7 8 18 23 2 10 9 18 34 35, 44 7 6 8 23 25 3 5 15 16 43 31 43 7 8 6 30 25 2 3 17 12 44 29 ' 45 5 9 9 28 41 2 6 14 14 39 29< FYRST UPP - SVO NIÐUR! 1 júni veröur haldinn árlegur fundur forráöamanna ensku knattspyrnufélaganna. Þar verö- ur kosiö um þaö hvaöa liö komi til meö aö leika i 4. deild á næsta ári. i þeirri kosningu taka þátt mörg félög utan deilda, sem æskja inn- göngu i 4. deild, svo og fjögur neöstu liöin i 4. deild, sem taka þátt i kosningum nauöug. Félagiö Northamton Town er i þeirra hópi, og þaö er nú i töluveröri hættu, þvi þetta er annaö áriö i röð sem féiagiö lendir i þessum hópi. Og það sem er furðulegast af öllu, Northamton Town lék i 1. deild siðast áriö 1966! Saga Northamton Town á und- anförnum árum er mikil raunar- saga. Hún hefst eiginlega fyrir al- vöru vorið 1961. Það ár varð Northamton i þriðja sæti i 4. deild, og fluttist upp i 3. deild næsta ár. Annað lið sem fylgdi fé- laginu upp var Crystal Palace, sem siðar komst upp i 1. deild, en er nú fallið i 2. deild að nýju, eins og menn eflaust vita. Arið 1962 gekk bara nokkuð vel hjá Northamton, félagið kom sér þægilega fyrir i 3. deild, og lentii 8. sæti. Arið 1963 sótti Northamt- on enn i sig veðrið, sigraði i 3. deild með miklum glæsibrag, og fluttist upp i 2. deild ásamt Swin- don. 1 2. deild þurfti Northamton eitt ár til að koma sér fyrir, lenti i 11. sæti fyrsta árið sitt þar, en sigurvegari i deildinni varð Leeds. Svo var það 1965 að draumurinn langþráði rættist. Northamton varð i öðru sæti i 2. deild, og fór upp ásamt Newcastle. En dag- arnir i 1. deild voru ekki margir, félagið náði sér aldrei verulega á strik og féll i 2. deild strax aftur. Með niður fór Blackburn. Og nú hófst sorgarsagan fyrir alvöru. Vorið 1967 hafnaði Northamton i næst neðsta sæti i 2. deild, og féll þar með niður i 3. deild, og þar var viðstaðan ekki mikið lengri, þvi vorið 1969 féll fé- lagið niður i 4. deild, og hefur set- ið á botninum þar siðan. Einn leikmanna Northamton fylgdi lið- inu allan timann, og hann hefur einn allra leikmanna í Bretlandi þann vafasama heiður, að hafa leikið á öllum knattspyrnuvöllum deildarliðanna —SS. Olgu hlotnaöist margvislegur heiöur á siöasta ári. Hér heldur hún á styttu sem hún hlaut frá BBC, eftir aö hafa veriö valin persónu- leiki ársins 1972. HI)N LAGÐIHEIMINN AÐ FÖTUM SÉR Á siðustu Ólympiuleikum komu fram margar iþróttastjörnur sem heill- uðu þá sem með fylgdust. En sú sem heillaði mest var Olga litla Korbut, sovétstúlkan sem lagði heiminn að fótum sér með frábærum árangri i fim- leikunum. Hér á eftir kynnumst við þessari stúlku dálitið nánar: Venjulega er sagt frá i sam- hengi, þegar spurningu er svar- að, en i þetta skipti verð ég að brjóta þessa reglu, þar sem ég kynntist Olgu Korbut, þegar hún sem 13 ára gömul haföi náð svo góðum árangri I fimleikum, að henni var boðið að æfa með sovézka landsliðinu. Það var fyrir fjórum árum i Iþróttahöll- inni i Moskvu. Ég hafði gaman af að vera viðstaddur þessar æfingar, sitja á bekk úti i horni og fylgjast með, hvernig æfingin var end- urtekin tiu, fimmtiu og hundraö sinnum. Og siðar.þegar á keppni stendur, kemur fimleikakonan brosandi fram á sviöið og gerir margbrotnar æfingar, að þvi er virðist án nokkurrar fyrirhafn- ar, finnur þú hinn sterka vilja og þolinmæði, sem liggur á bak við æfingar fimleikakonunnar, sem heillar milljónir aödáenda. Olga dró að sér athyglina þeg- ar i stað. Ekki bara vegna þess, að húnvar ný á sviðinu,og ekki eingöngu vegna aldurs sins, en hún var barn i samanburði við hinar leiðandi stjörnur. Olga á furðulega létt meö að einbeita sér og lét það sem fram fór i kring ekki trufla sig, þegar hún þeyttist upp og niður á slánni i erfiðum og flóknum æfingum. Klukkustund áður heföi ég ekki getað látið mig dreyma um að hægt væri að framkvæma slikt. Ég veit, hvað vinna við fim- leikaæfingar er. Ég hef verið svo heppinn að geta fylgzt með æfingum Larisu Latyninu, Nataliju Kuchinskaja og Larisu Petrik... Olga vinnur á annan hátt en þær. Hún vinnur ákveðið og er full andagiftar, eins og hún væri að keppa, en ekki að æfa. Tveim árum siöar stóðu mörg þúsund áhorfendur i áhorfenda- pöllum íþróttahallarinnar (og jafnvel gráhæröir, heimsvanir áhorfendur) á öndinni og siðan hófust ofsaleg fagnaöarlæti þeg- ar undrunin breyttist i aðdáun. Ljóshærð stúlka.með Hvitrúss- neska skjaldarmerkið á iþrótta- búningi sinum, sveiflaði sér nið- ur frá efri slánni, stóð grafkyrr og sveif framundan neðri slánni einsog þokkafullur mávur. Ekki einn einasti fimleikamaöur i heimi hafði getað framkvæmt svo flókna æfingu áður. Ég er aftur staddur á æfingu. Olga er ekki lengur byrjandi i landsliðinu. Hún er sovétmeist- ari. En allt er einsog áður. Ef til vill eru hreyfingar hennar ennþá fullkomnari, gæddar meiri ynd- isþokka. Nú hafði Olga fengið verk að vinna; það var að fylgj- ast með 13 ára gamalli skóla- stúlku frá Tbilisi. Henni hafði veriö boöið að þjálfa með lands liðinu alveg eins og Olgu fyrir 2 árum. Olga þjálfaði og leið- beindi þessu undrabarni, sem hafði stormað upp á tindinn án þess að taka tillit til titla eldri keppinauta sinna. Nú sátum við Oiga úti i horni á leikfimissalnum og horfðum á Ninu og Olga svaraði spurning- um minum. Já, hún var fædd f Grodno, sem er borg i Hvitarússlandi. Faðir hennar er byggingarverk- fræðingur. Hann er mikill iþróttaunnandi og mjög góður skotmaður. Systur hennar Irena og Zemfira eru hrifnar af blaki og þriðja systirin Ljúdmila er lika fimleikakona. Hún er i- þróttameistari. Það var hún, sem fór með Olgu i iþróttaskóla, þegar hún var niu ára. Éléna Valtsetskaja fyrverandi heims- meistari þjálfaði hana fyrsta árið. Þá tók Ranald Knysh einn af fremstu þjálfurum landsins við. „Kennarar minir höfðu mikil áhrif á mig frá upphafi og inn- prentuðu mér áður en ég hafði lært að steypa mér kollhnis eða standa á höndum að fimleikar krefjast alls af þér. Ég býst viö að það sé þess vegna sem dag- leg þjálfun heiilar mig eins mik- ið og keppnirnar. Ég keppi ekki eingöngu við keppinauta mina heldur einnig við sjálfa mig. Það er auðveldara að vinna keppinaut sinn heldur en aö fara framúr sjálfum sér”. „Hvaða keppnir eru þér minnisstæðastar? ” „Unglingakeppni Hvitarúss- lands, en þá var ég tólf ára.og iþróttamót skólabarna, en það var ári siðar”. „Þú varðst meistari á þver- slá, æfingum á slá og jafnhliöa slá?” „Já, og svo átti ég i erfiðleik- um meö frjálsu æfingarnar”.Ég minnist þessa samtals frá árinu 1970, vegna þess, að það svarar mörgum spurningum, sem eru sendar til ritstjórnarskrifstofa okkar,og fyrst og fremst hvern- ig Olga gerir sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem fimleik- amaður hefur gagnvart fimleik- unum. Olgu finnst gott sælgæti, en boröar það ekki i óhófi. Henni þykir mjög gaman að fara i leikhús, en timi hennar er mjög takmarkaður, svo hún horfir að mestu á leikrit i sjónvarpinu. En Olga sökkvir sér niður i bæk- ur og tónlist. Hún hefur alltaf segulbandið sitt með, þegar hún er i keppnisferðum. Eftirlætis- ljóskáldið hennar er A. Voznesensky og eftirlætistón- skáldið hennar A. Shedrin. Ólympiuárið var snilldarlegt breytilegt sambland af atburö- um fyrir Olgu. Fyrst fór hún til Japan. Þar voru haldnar þrjár keppnir við Japanska fimleika- menn og með henni kepptu Nina Dronova og Ludmila Turisheva. t fyrstu keppninni tapaði Olga fyrir Nínu,i annarrivann hún, i þeirri þriðju tapaði hún og þá fyrir Ludmilu. Eftir þaö var hún ekki valin i sovézka liðið i Evrópumeistarakeppninni. En hæun kom fram með svo glæsi- lega útsetningu á frjálsum æfingum að hún heföi átt létt með að keppa við bezta fim- leikamanninn Ludmilu Turis- hevu. Afstaða Olgu til sigra var einsog þaö átti að vera. Ósigrar virtust ekki hafa áhrif á sjálfs- virðingu hennar. Hún var áfram róleg, viöfeldin við félaga sina i fimleikum og i skólanum númer 10 i Grodno þar sem hún var i siðasta bekk. Einsog áður var hún hrifin af bókum. Hún las eina bók af annarri um sögu, landafræði, heimspeki og vin- sælar skáldsögur. Hún læröi aöeins það sem var krafizt í stærðfræði og efnafræöi. Olga kom á ritstjórnarskrifstofu okk- ar rétt áður en hún fór til Miinchen. Ég spurði hana hvernig hún héldi að hún myndi Framhaid á bls. 4 — OLGA LITLA KORBUT Laugardagur 28. apríl 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.