Alþýðublaðið - 29.04.1973, Síða 2
Hinir „Svörtu hlébarðar” tsraels vekja athygli á sér við grátmúrinn.
Lögreglan i Jerúsalem fjarlægir ungan „hlébarða’
/Langtimatakmark tsraels: Þjööarsjálfsmorð. Þessi illkvittnislega
rússneska teiknimynd frá tið sexdagastriösins er oröin timabær á ný.
Hins vegar viröast tsraelir þó gera sér grein fyrir hættunni.
Gyðingar eru mjög
seigir við að standa i
útistöðum við Araba,
ogliðurvarla sá dagur
að ekki komi til átaka
þeirra í millum. Því
hverfur ýmislegt ann-
að í skuggann sem
miður fer í ríki Goldu
Meir. ,,Guðs útvalda
þjóð" hefur þjóða
mest fengið að kenna
á kynþátfahatri og
fordómum. En spurn-
ingin er, iðkar hún
sjálf slíka list í heima-
húsum?
Mi’nnihluta-Ara-
barnir er búa í landinu
myndu hiklaust svara
já. Og það sem meira
er, að gyðingar frá
Asíulöndunum tækju
undir þetta já. Afrisk-
ir og Asíu-gyðingar
halda því fram, að
þeir séu miklum mis-
rétti beittir af hinum
hvíta ,,fyrirmanns-
stofni". Bandarískir
og evrópskir gyðingar
halda þeim gjörsam-
lega niðri, og nú hefur
þolinmæði þeirra
brostið. Hafa þeir
stofnað samtök með
hinu hataða og fyrir-
litna nafni ,,Svörtu
hlébarðarnir".
Þarna er háð örvænt-
ingarfull barátta milli
hinna riku og þeirra
snauðu, barátta sem ekki
sér fyrir endann á, og er
það sagt að einu friðsömu
svæðin I ísrael séu landa-
mærasvæðin, og er þá mik-
ið sagt.
— Húsið brennur. —
Það var Golda Meir er viö-
haföi þessi orð á ríkis-
stjórnarfundi. Og þarna
átti hún ekki við strið
Araba og gyðinga, heldur
innanlandsóeirðir er gyð-
ingaraf Asiuuppruna stóðu
að. Það hafa ávallt verið
smáværingar milli hvita
þjóðarbrotsins og þess lit-
aða, en nú virtist sem strið
hafi brotizt út. „Svörtu hlé-
barðar tsraels” höfðu sýnt
klærnar og það svo alvar-
lega að sjálf rikisstjórnin
hafði mætt á aukafundi til
þess að ræða málið.
En er kynþáttamisrétti
hjá gyðingum? Af öllum
þjóðum skyldi maður ætla
að þeir hefðu bezt lært að
lita ekki niöur á aðra, svo
miklu kynþáttamisrétti
hafa þeir verið beittir i
gegnum aldirnar og eru
enn. lsraelskir Arabar hafa
svarið slikan verknað á
gyðinga, og það sem meira
er að afrikanskir og gyð-
ingar frá Asiulöndunum
eru tilbúnir að skrifa undir
þann dóm.
Þeir halda þvi blákalt
fram, að evrópskir og
bandariskir gyðingar leiki
herra og liti niður á þá
ásamt þvi að nota sér þá
aðstöðu að vera hin nýja
yfirstétt.
Þvi stofnuðu nokkur ung-
menni af asiskum uppruna
flokk mótmælenda er þeir
nefndu „Svörtu hlébarðar
Israels”. Er það ætlun
þeirra aö beina augum
stjórnvalda að þessum
misrétti meö öllum tiltæk-
um ráðum. Hefur þeim tek-
izt, meö mótmælagöngum
og útistöðum við lög-
regluna að nálgast þetta
takmark sitt. Það sem hlé-
barðarnir krefjast sinum
kynþætti til handa er að
hafa jafnrétti á við þá hvitu
þegar um ibúðir, atvinnu
og skólagöngu er að ræða.
Og svörtu hlébarðarnir
hafa skilið slóð eftir sig, ef
marka má orð borgar-
stjóra Jerúsalem, Teddy
Kollek.
— Einu friðsamlegu
svæðin i Israel þessa dag-
ana eru landamærasvæðin.
Það eru ekki svo mikil
vandræði með Arabana.
Erfiðleikar Israelsrikis
númer eitt er ekki strið
okkar við þá heldur barátt-
an milli hinna riku og
snauöu i samfélagi okkar.
Og falleg israelsk stúlka
bætir við. — Guð minn á
himnum, að slikt geti átt
sér stað hér. Maður les um
slikt og sér myndir um það
i blöðum frá U.S.A. En að
það geti skeð hér i tsrael og
það i Jerúsalem. — Það
sem hún átti við voru blóð-
ugar óeirðir i miðborg
Jerúsalem, þar sem ör-
væntingarfullir unglingar
köstuðu benzinsprengjum
að lögreglustöð, brutu
verzlunarglugga og mis-
þyrmdu nokkrum lögreglu-
þjónum.
Kain-merkið
Þegar svörtu hlébarð-
arnir lýstu yfir þessu striði,
hryllti alla „góða” gyðinga
við. Og það sem fór mest I
taugarnar á þeim var nafn-
iö á þessum hávaöasama
hóp. Nafnar þeirra i
Bandarikjunum eru þekkt-
ir fyrir gyðingahatur sitt.
En Golda Meir var snögg
aö taka viö sér. Hún skildi,
aö þrátt fyrir þaö að þetta
virtist vera fámennur hóp-
ur, þá var það aöeins topp-
urinn af borgarisjakanum
sem sást. Rikisskipuð
nefnd var sett á laggirnar
til að athuga afbrot ung-
linga af Asiu-uppruna. Eitt
af þvi sem hlébarðarnir
börðust fyrir var athugun á
unglingaglæpum i Israel.
Þeir sögðu, að vegna kyn-
þáttamisréttisins væri
prósentutala unglinga af
Asiukyni óeðlilega há þeg-
ar um afbrot væri að
ræða. Og það sem verra
var. Það eyðilagði mögu-
leika þeirra á þvi að kom-
ast i herinn. Þar með var
Kains-merkið stimplað á
enni þeirra.
Þetta var snarlega lagað,
nú kemur sakaskýrsla ekki
lengur i veg fyrir að ungt
fólk geti gengið i herinn.
Rótlaus
og ráðalaus
Vandamálin fátækt og
misréttisbeiting er æxli
sem tilheyrir öllum nú-
timasamfélögum. I Israel
er baksvið þess nokkuð sér-
stætt og um leið meira og
hættulegra. Þar er átt við
af hverju uppreisn svörtu
hlébarðanna stafar.
Þeir gyðingar er byrjuöu
að flytjast til Israel i byrj-
un þessarar aldar voru ein-
göngu frá Evrópu og
Bandarikjunum. Enn i dag
koma gyðingar frá þesum
heimsálfum. Þetta fólk
hafði allflest góða menntun
og eitthvert fé handa á
milli. Ráðamenn rikisins i
V dag eru afkomendur þessa
fólks og sumir þeir eldri
raunverulega landnemar. I
dag er meirihluti innflytj-
enda frá Asiu og Afriku,
með litla sem enga mennt-
un og bláskinandi fátækt.
Það getur ekki gengið inn i
sömu vinnu og hinir hvitu
og situr að flestu leyti skör
lægra. Þvi er þaö krafa hlé-
barðanna að ráöamenn
hlutist til um betri náms-
möguleika og aðstoði
meira en gert er i sam-
bandi við húsnæðisvand-
ræði, þvi það er opinbert
leyndarmál, að i Israel eru
að skapast stór fátækra-
hverfi. Þess er og einnig
skemmst að minnast, að
stór hópur rússneskra inn-
flytjenda hélt aftur heim til
Rússlands af þessum or-
sökum.
Hér er þvi um uppgjör
milli hinna hvitu og þeirra
lituðu að ræða. Gyðingar af
lituðum uppruna eru nú um
65% af þjóðinni og sú tala
eykst hrööum skrefum. En
það sem er óhugnanlegast
við þetta er það, að leiðtog-
ar þeirra eru rótlaust og
ráðalaust æskufólk. Þess-
um staðreyndum neita
ráðamenn ekki.
Aðeins 3% af lituðu gyð-
ingum hafa góðar stöður i
ráðuneytunum, gegn 97%
af hvitum. A þinginu eiga
þeir aðeins 20% og af þeim
18 sem mynda rikisstjórn-
ina er aðeins einn litaður,
það er hinn Iraksfæddi
Shlomo Hillel. Aðeins 60%
börn af litaða stofninum
ljúka skyldunámi og af öll-
um þeim aragrúa sem
gengur menntaveginn og
lýkur háskólanámi eru ein
litil 5% lituð.
Miskliðarefni.
Meiri hluti hinna Asiu
fæddu gyðinga fluttist til
tsraels á árunum milli 1948
til 1952 og komu þeir aðal-
lega frá Jemmen, írak,
Egyptalandi, Marokkó og
Sýrlandi. Þá langaði „heim
til föðurlandsins” og til
þess að geta lifað þar i friði
sem gyðingar. Og eina
Asiu-dyggð fluttu þeir með
sér, en það var virðing
barna fyrir foreldrum, og
það sem ættarhöfðinginn
sagði, það voru lög.
Þeir áttu von á þvi að
finna þar ónumið land, en
komu inn i vel skipulagt
samfélag innflytjenda frá
Evrópu og Bandarikjun-
um, sem höfðu verið þarna
i mörg ár. Þetta var nú-
tima samfélag með vest-
rænar hugmyndir um nám,
lög og ekki hvað sizt vest-
ræna kerfisvelmegun.
Rússarnir koma
Að svörtu hlébarðarnir
eru komnir fram i sviðs-
ljósið er ekki hvaö minnst
þvi að þakka hve vel gyð-
ingar hafa þjarmað að
Aröbum og þvi að nafni til
friður i landinu. Það hefur
gefið gyðingum aukiö ráð-
rúm tii þess að beina kröft-
unum að eigin samfélagi.
Svo komu Rússarnir. Það
var tekið á móti þeim með
pomp pg pragt, þeir fengu
góðar ibúðir á meöan þær
voru fyrir hendi og allt
fyrir þá gert.
Og Asiu-gyðingarnir áttu
erfitt með aö kingja þvi. -4'
Sjáiö þið Rússana, — segir
bifreiðaverkstæðiseigandi
einn i Katamon. — Þeir
koma hingað og fá þá strax
finar ibúðir. Þegar við-
komum fyrir 23árum siðan
mátti það kallast gott ef við
fengum inni i tjaldi. Ogu
hvar stend ég nú? Ég vonhi
ast ennþá eftir þvi að getaY
fengið mannsæmandi ibúði
Hinn lraksfæddi gyðing-
ur Ezra Mizrahi segir: —
Ég bý i tveggja herbergja
ibúð með fjórum bræðrum
minum. Og misréttið er
ekkert einsdæmi milli
Asiufæddra gyðinga. Við
komum ætið á eitir
evrópskum gyðingum á öll-.
um sviðum. —
— I gegnum mörg ár leit
þetta vel út i frá. — segir
framkvæmdastjóri
Histraduths, Ben Aharon.
— Við höfðum minnstar
þjóðartekjur á hvern ibúa,
en nú hefur það breytzt.
Félagslegt vandamál okk-
ar i dag er það að hinir riku
og hinir snauðu búa hlið við
hlið og það væri lýgi að
neita þvi. —
Um 20% af ibúum Israels
búa við það sem nefna
mætti sárustu fátækt. I Tel
Aviv býr fjórða hver fjöl-
skylda i fátækrahverfi sem
fyrir löngu ætti að vera bú-L
ið að rýma.
Ráðgjafi Menntamála-
ráðuneytisins, Dan Ronen,
viðurkennir að skólakerfi
Israels sé byggt upp á
vestræna visu og skapi þvi
vandræði fyrirafrikönsk og
Asiubörn. Allt hefur verið
reynt til þess að lagfæra
þetta. Asiu- og Afriku-ung-
lingarnir fá inngöngu i æðri
menntastofnanir með mun
lélegri einkun en þeir hvitu.
En þvi var fljótlega hætt af
hræðslu við námsstandard-
HINIR SVÖRTU HLÉBA
Q
Sunnudagur 29. apríl 1973.