Alþýðublaðið - 09.05.1973, Blaðsíða 7
D - 2. HLUTI
- ISAFJORÐUR
fer af stað, hver með tveggja
metra langt plaströr. Þeir leita
frá hæsta byggingarstað og fara
skipulega niöur skriðuna með
þvi að stinga niður plaströrún-
um með u.þ.b. meta milliliði.
Verði þeir varir við eitthvað
kalla þeir á menn úr hjálpar-
sveit skáta, sem hefja þegar
uppgröft, en sjálfir halda þeir
áfram að leita. Aðrir i slökkvi-
liðinu en þessir 15 dreifa sér á
snjóflóðasvæðið og htefja upp-
gröft i rústum og byggingum.
Þeir i hjálparsveit skáta, sem
ekki fylgja leitarflokki slökkvi-
liðsins, vinna að björgun úr
byggingum og veita þeim, sem
bjargast, fyrstu hjálp og koma
þeim i flutninga- og sendibila
þá, sem kallaðir voru á staðinn,
en i þeim eiga að vera læknar og
hjúkrunarkonur, sem taka við
þeim slösuðu.
Slysavarnafélagið
Björgunarsveit Slysavarna -
félagslslandsskiptir sér i tvennt
og sér annar hópurinn um að
búa fiutningstæki börum og
sjúkragögnum. Að þvi loknu fer
hópurinn á sjúkrahúsið til að-
stoðar við heimflutning sjúkl-
inga og annan undirbúning
undir móttöku slasaðra. Hin
sveitin fer á slysstað og vinnur
við að koma slösuðum I fliitn-
ingstækin og fylgir þeim siðan i
sjúkrahúsið eða annan stað, eft-
ir mati læknis.
Hlutverk lögreglunnar er að
fiytja strax lækni og hjúkrunar-
konu á slysstað og kanna siöan
strax hvað margir ibúar hafi
verið i húsunum, sem urðu fyrir
skriðunni. Siöan kanna þeir,
hvað mörgum er bjargað og láta
stjórnanda almannavarna vita
jafnóðum töluna. Lögreglan
tekur lika á móti þeim sem lát-
ast og skráir þá.
Aðgerðir vegna aurskriða eru
svipaðar, nema björgunarliðar
fara i uppgröft með skóflum, og
vinnutæki bæjarins eru nýtt eins
mikið og öryggið leyfir. Bæjar
verkstjóri sér um að útv. vinnu
vélar, tæki og áhöld til notkunar
á slysstað. Stjórn björgunar á
slysstað, hvort sem um er aö
ræöa snjó- eða aurskriðu, er 1
höndum bæjarverkfræöings.
Verði flugslys á landi þar sem
vél með meira en 10 manns inn-
anborðs hlekkist á, tekur flug-
umferðarstjóri að sér stjórn
björgunar. Það fyrsta sem hann
á að gera er að tilkynna land-
simastöð ísafjarðar:
FLUGSLYS A LANDI... (nánari
staðsetning), en þaðan er allt
slökkviliðið boðað út, einnig lög-
reglan, hjálparsveit skáta,
S.V.F.I., flutningabifreiðir og
stjórnanda almannavarna.
Sjúkrahúsinu er einnig gert að-
vart.
Siðan fyrirskipar flugum-
ferðarstjóri öllum, sem staddir
eru i flugafgreiðslu að halda sig
inni þar til nánari fyrirmæli eru
gefin (á ekki við starfsfólk), en
strax og unnt er sendir hann
fólkið með farþegabifreið i bæ-
inn, en hann kemur strax til
• baka. Flutningabifreið Flugfé-
lags Islands er kyrrsett til
sjúkraflutninga.
Að öðru leyti er verkaskipt-
ing svipuð og t.d. viö snjóflóö, og
sömu aðilar koma við sögu.
Flugumferöarstjóri tilkynnir
einnig til Landsimastöðvarinn-
ar, verði flugslys á sjó, og er þá
átt við slys á Pollinum, Sundun-
um eða Prestabót. Siðan sendir
hann farþegabifreið, sem er i
flugstöðinni vegna flugfarþega,
strax á landgöngustað með
björgunarbáta.
Fyrstu þrir menn úr slökkvi-
liðinu fara i hafnsögubáti á slys-
staö, án þess að biða eftir hafn
sögumanni, — en i þessu tilfelli
bætist hann i hóp þeirra, sem fá
tilkynningu um slys. Aörir
slökkviliðsmenn taka þá báta i
höfninni, sem eru tiltækir og
fara á slysstað. Einnig skulu at-
hugaðir möguleikar á að fá
stærri báta með áhöfnum og
beina þeim á slysstað. Hafn-
sögumenn fara með þessum
hópi. Otkall björgunarliöa er
svipað og við önnur slysaútköll,
nema hvað menn úr björgunar-
sveit S.V.F.I. fara i Sundhöllina,
þar sem gúmmibátar þeirra eru
geymdir, og halda á slysstað.
Landgöngustaðir björgunar
báta eru i Sundahöfn,. ef slys
verður i Sundum eða Prestabót,
en við hafnskipabryggju ef slys
verður á Pollinum.
Auk þeirra aðila, sem þegar
hafa verið nefndir, eru kallaðir
út, eða aðvaraðir, ef þörf gerist,
slökkvilið og lögregla Bol-
ungarvik og Hnifsdal og það
varðskip, sem næst er.
Verði flugslys við skóla á tsa-
Flugslys
nröi eða i nágrenni þeirra skal
láta alla nemendur fara strax
heim og beina þeim i hæfilega
fjarlægð frá slysstaðnum. Aður
en nemendur yfirgefa skólann
skal reynt að lesa upp nöfn
þeirra úr „klöddum” og hefja
strax leit að þeim, sem ekki
koma fram og virðast týndir.
Ef augljóst er, samkvæmt spá
veðurstofunnar, að i aðsigi er
fárviðri i umdæmi tsafjarðar
skal tafarlaust senda nemendur
heim. Skelli fárviðri á fyrirfara
laust er rétt að veita nemendum
skjól i skólabyggingunni. Loka
skal þá öllum gluggum og halda
öllum frá þeim og glerhurðum
og snúa baki i þá. Ekki skal
halda til i leikfimisölum eða
öðrum álika stöðum þar sem
viöáttumikið þak er yfir án
milliplötu eða bindingar viö
vegg. Hlustað skal eftir við-
vörnunum i útvarpi. Einnig skal
lesa upp nemendur og hefja
strax leit aö þeim, sem ekki
koma fram.
Eidsvoði
Við eldsvoða skal láta nem-
endur yfirgefa skólann strax og
nota útgönguleiðir sem fjærst
brunastaðnum og sjá um að þeir
gangi i skipulögðum röðum og
ennfremur lesa upp nöfn nem-
endanna eins og i fyrri tilfellum.
Þegar sjúkrahúsiö er undir-
búið fyrir móttöku eftir hópslys
eru allir þeir sjúklingar, sem
geta yfirgefið þaö sér að skað-
lausu, fluttir i gistiheimili
Hjálpræðishersins, og Hjálp-
ræðisherinn sér um að tilkynna
aöstandendum þeirra og sjá um
að þeir veröi sóttir. Þeir sjúkl-
ingar, sem ekki eru færir um að
fara heim, eru fluttir i Hús-
mæðraskólann. Ef sjáanlegt, er,
að sjúkrahúsið annar ekki þeim
siösuðu skal fraið fram á það við
svæðisstjórn almannavarna, að
fengin sé læknasveit frá
Reykjavik og kallað verði inn
varðskip, sem búið er skurð-
stofu — Þeir sem litið reynast
slasaðir eru fluttir i Skátaheim-
ilið, en þar stjórna skátarnir
fyrstu hjálp.
Ekki er gert ráð fyrir öðrum
brottflutningi frá tsafirði en
brottflutningi sjúklinga, komi
upp eldur i sjúkrahúsinu eða
það skemmist af öðrum völdum.
Þá er gert ráð fyrir, að þeir,
sem ekki geta verið án sjúkra-
hússvistar, verði fluttir til
Reykjavikur og Akureyrar. Al-
mannavarnir Isafjarðar sjá um
að útvega tæki til flutninganna.
Flutningabilar þeir, sem grip-
ið er til við sjúkraflutninga i
neyðartilfellum eru bilar
Rækjuverksmiöjunnar i Hnifs-
dal, Kristmundar Gislasonar,
Netagerðar Vestfjarða, G.E.
Sæmundssonar og sona, verzl-
unarinnar Hamraborgar og
Gunnars og Ebenesers h/f.
Sóknarpresturinn á Isafirði
hefur i samráði við svæðisstjórn
yfirumsjón með velferðarmál-
um heimilislausra og óslasaðra
eftir áföll af völdum náttúru-
hamfara eða hópslysa og nýtur
aöstoöar Rauðakrossdeildar-
innarog kvennadeildar S.V.F.I.
Undir þetta starf fellur stjórn
bráðabirgðahúsnæðis fyrir
heimilislausa i skólum og sam-
komuhúsum, og matar- og
klæðagjafir til þessa fólks.
Einnig sér sóknarprestur um
huggun og aöhlynningu þeirra,
sem koma óslasaðir úr stór-
brunum, flugslysum eða hóp-
ferðaslysum.
EF EITTHVAÐ
ÞARFAÐ LÍMA,
ÞÁ LÍMIR
til!lb
ALLL
Umboðsmenn
H.A. Tulinius
heildverzlun
Miðvikudagur 9. maí 1973
o