Alþýðublaðið - 09.05.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.05.1973, Blaðsíða 11
William Terry c? Hannie Caulder ATVINNA Laghentir menn óskast til starfa. GLUGGASMIÐJAN Siðumúla 20. góöum foreldrum, láti þeirra og sorg sinni, frá þvi er hún kynntist Jim Caulder, sem varö henni ný ástæða til að lifa. Frá þeirri ákvörðun hans að halda vestur og þeirri ákvörðun sinni að fylgja honum. Frá gleöi þeirra þegar hún varð barnshafandi. Frá djúpri örvæntingu þeirra þegar sonurinn sem þau Jim höfðu þráð svo mjög, fæddist andvana. Frá hugrekki Jims og innilegri ást hans sem geröi henni fært að halda áfram að lifa. Frá þeirri staðhæfinu læknisins að engin ástæða væri til að ætla að þau gætu ekki átt fleiri börn. Frá hamingjunni, sem þau urðu aftur aðnjótandi. Svo vafði Thomas annan vind- ling handa henni og Hannie hélt áfram og sagði frá atburöunum eftir heimsókn þeirra Clemens- bræðra. Lyfið hafði nú svipt burt öllum hömlum og hún sagði Thomas alla söguna, lýsti i smá- atriðum hvernig dauða Jims hefði borið.að höndum og hún verið svi- virt. Oft langaði Thomas til að stöðva hana, segja henni aö hann væri buinn að heyra nóg, en hann lét það vera. Meö frásögn- inni virtist konan geta losað sig við eitthvað af beiskju minning- anna og enda þótt hann gæti ekki verið viss um hvort þaö var aðeins lyfið sem linaði sársauka hennar, lét hann hana halda áfram. Og þegar hún lauk máli sinu og hafði þá sagt söguna til þess er hún heyrði hann fyrst nálgast vatnsbólið var það andlit KRÍLIÐ /95 KjH /nftíi VFFJIR. öxrnum Sfírn HL- Frow \ A We.ixr Kj'ftN u/n 1 Svfíft ftV/ SK/M! TiTill fÓTúZ \£!SK sr QORÐ flR Z/7-S hlut ii KBVR/ ÍTFIF^ 'sm'fl TunftU ípim EVDD UR FÓR TyOFf Fv£N DÝR hennar sem haföi fengið á sig bliðlegan svip en andlit hans var þungbúið og fölleitara en nokkru sinni. Hún fékk sér siðasta teyginn úr vindlingnum en lagöist siðan útaf á jörðina og lokaði augunum eftir að hafa horft andartak upp i stjörnubjartan himininn. Innan skamms var andardráttur hennar orðinn djúpur og reglu- legur af værum svefni og Thomas stóð upp, gekk til hennar og laut niður til að fjarlægja vindlinginn, sem logaði i á milli máttlausra fingra hennar. Hann gekk að far- angri sinum tók upp ábreiðu og lagði yfir hana, þvingaði sjálfan sig til að horfa ekki á þar sem hálsrifan i herðasjalinu hafði runnið til svo sá á ávala annars brjóstsins. Þegar hann var orðinn viss um að vel færi um hana, og að henni yrði ekki kalt þegar liði á nóttina, reis hann upp, tróð vindlinginn undir hælnum og gekk niður að vatnsbakkanum. Drykklanga stund stóð hann og starði út i myrkrið og reyndi að komast að niðurstöðu. Og það var ekki fyrr en honum hafði takizt það að hann náði i ábreiðu handa sjálfum sér, bætti meiri við á eldinn og teygði úr sér við hlið sofandi konunnar Hún átti eitthvað betra skilið og hann ætlaði að reyna að veita henni það. Enginn var betur til þess fallinn en Thomas Luther Price. 6. kafli. Hannie eldaði morgunverð, klæddist ábreiðunni og upp- brettum gallabuxum af Thomas, Á meðan hún var að steikja svins- fleskið yfir nýkveiktum eldi, leit hún oft og i laumi til Thomas, sem sat á tjarnarbakkanum og tálgaði spýtu. Sólin var fyrir nokkru kominn upp og skafheiður himinn inn lofaði öðrum hitadegi. En það yrðu nokkrar klukkustundir þangað til hitinn færi að verða óþægilegur. Ferskleiki morgunsins lá enn i loftinu sem var svalt og tært með lystaukandi ilm frá steikarpönnunni. Rósemi stafaði af fögru andliti konunnar og Thomas vissi að hún myndi vera vel að sér i heimilisstörfum og þótti gaman að streyta sig á þeim. Hann horföi á hana jafnoft og hún á hann. — Hvernig stendur á þvi að ég er ekki svona ásjálegur i þessum buxum? spurði hann loksins, dálitið vonsvikinn yfir að hún skyldi ekki reyna að hefja samræður. — Hver segir að þú sért það ekki? Hún leit ekki á hann þegar hún svaraði, virtist einbeita sér að verkinu og hann velti þvi fyrir sér hvort hún minntist frá- sagnarinnar kvöldið áður, fyndi til blygðunar yfir þvi að hafa sagt honum frá hverju smáatriði. En honum þótti vænt um hrósið, stóð upp og gekk til hennar. Hún leit með áhuga á viðarlurkinn i hendi hans Hann var um 45 cm langur og 4 cm þykkur. Sterkt snæri var bundið um miðjan lurkinn, og i þvi hékk grjóthnull- ungur. Thomas hafði flett berkinum af lurknum og markaö i hann skoru, þar sem snærið var bundið. „Hvað er þetta?” spurði hún og klemmdi aftur augun, þvi að sólin skein að baki honum. ,,Ég vil að þú haldir svona á þessu,” sagði hann og hélt hand- leggjunum beint fram og hélt sinni hendinni um hvorn enda lurksins. Hannie stóð upp undrandi og gerði eins og fyrir hana var lagt. ,,Já, þannig á að gera,” hélt hann áfram. ,, Nú áttu að snúa prikinu i hálfhring með hægri hendinni og siðan með þeirri vinstri, unz þú ert búin að vinda snærinu upp á keflið og steinninn hvilir ofan á þvi.” Hannie gerði þetta, en hún flýtti sér um of og hreyfingar hennar voru klunnalegar. Hann leiðrétti hana. „Hægt og rólega. Nú er steinninn kominn alla leið. Nú skaltu vinda ofan af keflinu. Gættu þess að missa það ekki úr höndunum. Vittu ofan af þvi S sama hátt og þú vatzt upp á það: hálfhring i einu.” Steinninn vó ekki meira en tvö kiló, og hún átti auðvelt með að fara að fyrirmælum Thomasar. Hannie leit fyrirlitlega á Thomas. „Á þetta að vera erfitt?” „Ég segi, hvenær þú átt að hætta,” sagði hann mildilega. Hannie yppti öxlum og hóf æfinguna á ný. En nú fór hún aðþreytast. Hún varð kafrjóð og hreyfingarnar urðu hægari. Hún fór að finna til i fingrunum. „Þetta var tólfta sinn,” sagði Thomas loks. „Einu sinni enn. Ekki að hætta!” Hann hrópaði til hennar, þvi að Hannie hafði lokað augunum af áreynslu, en henni tókst að gera æfinguna einu sinni enn og lét siöan lurkinn falla til jarðar og andvarpaði feginsamlega. Thomas kinkaði kolli i viður- kenningarskyni. „Þetta gekk bærilega.” Engin svipbrigði sáust á andliti Hannie, er hún leit á hann. „Hvað var ég eiginlega að gera, sem tókst svo bærilega?” Þetta var fyrsta kennslustundin þin i skotfimi,” sagði hann ró- lega. „Þessa æfingu áttu að géra kvölds og morgna. Þegar þú getur gert hana þrjátiu sinnum...” „Get ég þá farið að skjóta?” spurði Hannie æst. Hann hristi höfuðið. „Þá fáum við okkur stærri stein”. Hún varð forviða. „Hvaða sam- hengi er á milli þess að slita af sér hendurnar um úlnliðina og skjóta af byssu?”spurði hún fýlulega. Askriftarsíminn er 86666 KERFISFRÆÐINGUR - FRAMKVÆMDASTJÚRI Allir islenzku bankarnir hafa ákveðið að reka sameiginlega raf- reiknimiðstöð undir nafninu Reiknistofa bankanna. Reiknistofan óskar að ráða framkvæmdastjóra, sem æskilegt væri að gæti tekið til starfa hið fyrsta. Umsækjandi um starfið þarf að vera kerfisfræðingur að menntun og hafa haldgóða þekkingu og reynslu i rekstri skýrsluvéla. Umsóknir um starfið sendist fyrir lok mai-mánaðar til formanns stjórnarinnar, Helga Bergs, bankastjóra, Landsbanka Islands, og veitir hann einnig nánari upplýsingar. STJÓRN REIKNISTOFU BANKANNA Aðalfundur Vélstjórafélags íslands verður haldinn að Hótel Sögu fimmtudaginn 17. mai og hefst kl. 20 Fundarefni: 1. Lýst kjöri nýrrar stjórnar 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins, Bárugötu 11. Stjórnin. Uppeldismalaþing Uppeldismálaþing verður haldið i Reykja- vik dagana 6. til 7. júni n.k. Þingið verður sett þann 6. júni kl. 10 f.h. i Súlnasal Hótel Sögu. Aðalmál þingsins verður : Kennaramenntunin Flutt verða framsöguerindi, og hring- borðsumræður fara fram um ákveðna þætti kennaramenntunarinnar. Uppeldismálaþingið er opið öllum kennur- um og öðru áhugafólki um skóla- og upp- eldismál. Samband islenzkra barnakennara, Landssamband framhaldsskólakennara, Félag háskólamenntaðra kennara. Byggingafélag Alþýðu Reykjavík Til sölu tveggja herbergja ibúð i þriðja bygginga- flokki. Umsóknum sé skilað til skrifstofu félags- ins fyrir kl. 7, þriðjudaginn 15. þ.m. Stjórnin. Bifvélavirki — Vélvirki Óskum að ráða bifvélavirkja eða vél- virkja nú þegar eða frá og með næstu mánaðamótum. Upplýsingar um starfið eru veittar hjá verkstjórunum i Áhaldahúsi vegagerðar- innar, Borgartúni 5. Vegagerð rikisins. ÚTBOÐ Tilboð öskast í að helluleggja gangstiga og ganga frá grasræmum I Fossvogi og i Breiðholtshverfi. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn 2.000,- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 18. maí n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvagi 3 — Stmi 2S800 Miðvikudagur 9. maí 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.