Alþýðublaðið - 09.05.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.05.1973, Blaðsíða 1
RENNUR í TJÖRN NORRÆNA HlíSSiNS! SJA BAK- SÍÐU •Þjóðnýta sjávarútveginn Rikisstjórn Perú ákvað i gær að þjó&nýta sjávarútveg landsins. Sem kunnugt er, hefur Perú verið i hópi mestu fiskveiðiþjóða heimsins, og lengi vel sú mesta miðað við veiðimagn. Þjóð- nýtingin mun skaða Bandarikjamenn um milljónir dollara. Ástæða þjóðnýtingarinnar eru hin miklu vand- ræði sem sjávarútvegurinn komst i vegna minnkandi ansjósuveiða tvö siðustu árin. Bítillinn Paul McCartney hefur staö- fest í viðtali við brezka blaðið SUN að hann og hinir meðlimir hljóm- sveitarinnar The Beatles muni koma saman á nýjan leik og hljóðrita plötu með einu eða tveim lögum. George Harrison, Ringo Starr og John Lennon hafa hitzt i Los Angeles — en það stóð á svari frá Paul. Nú er það fengið. „Tilraun til mann- dráps” Finnbogi Þórsson, Völu- felli 44, Reykjavik, sem réðst á 19 ára stúlku uppi i Breiðholtshverfi laust fyrirsl. jól, og stakk hana með hnifi, hefur nú verið ákærður fyrir tiiraun til manndráps. Refsing fyrir þessháttar afbrot getur varðað allt frá fimm ára fangelsisvist og upp i ævi- langa. Finnbogi náðist norður á Akureyri skömmu eftir áramótin sl. og játaði hann á sig verknaðinn við lögreglu- yfirheyrslur. Tii vara er Finnbogi ákærður fyrir likamsárás, en skoðist hún mjög alvarleg getur refsing fyrir hana varðað allt að ævilöngu fangelsi. Hann hefur setið i gæzlu- varðhaldi siðan hann náðist, og gengið undir geðrannsókn. Samkvæmt niðurstöðum hennar er Finnboti talinn ábyrgur gerða sinna og þar með sakhæfur. — Alþýðubandalagið í kosningar ,.hvenær sem er Getnaðarvarnarefni úr slori verðandi íslenzk útflutningsvara? Eru getnaöarvarnarefni, unnin úr fiskinnyflum, verðandi útflutningsgrein á islandi? Aö þessu er m.a. vikið i grein um lifefna- verkfræði i nýútkomnu timariti Verkfræðinga- félags tslands. Höfundur greinarinnar, prófessor Sigmundur Guðbjarnar- son, fjallar m.a. um spurninguna: Hvað erindi á lifefnaverkfræði til Islands? Er á það bent, að hráefni úr fiskúrgangi, einkum innyflum fiska, geti verið hentugt til fram- leiðslu margskonar lifrænna efna til lyfja- iðnaðarins. Dr. Þórður Þorbjarnarson hefur nú um 20 ára skeið fylgzt með mögulegri nýtingu fisk- slógs til efnavinnslu. Með tilkomu enzymverkfræði, og möguleika, sem sú framleiðslutækni virðist opna, þá aukast líkurnar fyrir betri nýtingu þessa hráefnis. Þá er skýrt frá þvi, að lyfjaiðnaðurinn hafi i vaxandi mæli beint at- hyglinni að nýjum lindum hráefna i hafinu. Er i þvi sambandi nefnd fram- leiðsla prostaglandinefna, sem hafa á siðustu árum vakið mikla athygli, þar sem þau virðast likleg til að verða áhrifarikust viö tak- mörkun barneigna. Séu efni þessi gefin einu sinni i mánuöi, framkalla þau fóstureyðingu eða koma i veg fyrir þungun. Einnig lofa þessi efni góðum árangri viö meöhöndlun hjarta- og nýrnasjúkdóma, astma o.fl. Nú hafa fundizt hagkvæmari leiðir við framleiðslu efna þessara, en þær, sem til þessa hafa verið notaðar. Viðræður hafa farið fram við bandarisk og þýzk fyrirtæki Nú erum við tilbúnir flokksstarfsemina og i kosningar hvenær sem er, sagði einn af framámönnum Alþýöu- bandalagsins i samtali viö blaðamann Alþýðu- blaðsins i gær. Við erum nú þegar búnir að ljúka viö ýmis þau skipulags- og undirbúningsatriði, sem vanalega eru unnin fyrir kosningar, svo við getum verið tilbúnir með stuttum fyrirvara. Okkur er nú ekkert að vanbúnaðl Og eftir öllum sólar- merkjum að dæma er ekki annað að sjá, en að þessi Alþýöubandalags- maður hafi greint satt og rétt frá, að Alþýðubanda- lagið telji nú öruggara að vera viö öllu búið. Miklu lifi hefur verið hleypt i sem dæmi má nefna, að nú er sem óðast verið að Iboða trúnaðarmenn ; Alþýðubandalagsins i hinum ýmsu hverfum borgarinnar til fundar- halda. Sama mats á stjórn- málaviðhorfinu gætir einnig hjá hinum stjórnarflokkunum tveim — eini munurinn er sá, að af stjórnarflokkunum viröast Alþýðubanda- lagsmenn einir vera óhræddir við að leggja út i kosningar; hvort heldur sem það er nú til marks um, aö þeir séu öruggari um sig en samstarfs- mennirnir eða hitt, að þeir kunni aö dylja skap sitt betur. Lækurinn skítugi og skolpið úr opnu holræsinu sameinast þarna og renna út í vatnslitia lækjar- sprænu, sem hlykkjast um Vatns- mýrina, út í tjörnina fyrir neðan Norræna húsið, þar sem álftir og endur ala upp unga sína og loks rennur lækurinn út í tjörn. Oþrifnaður þessi stafar frá Umferðarmið- stöðinni. alþýðu r Frcttnæmt r r SAMAN A NY

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.