Alþýðublaðið - 20.06.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.06.1973, Blaðsíða 7
Þetta voru stór orð frá hinum glæsilega, sólbrúna milljónera, sem var forstjóri stórs út- flutningsfyrirtækis. Hins vegar var þeim til litils eytt á hina fögru, ensku Gale Ann Benson þar sem hana skorti hvorki höll, garð, eða jarðneskt gull. Hún var gift enskum kvikmynda- framleiðanda og var auk þess af einni göfugustu og rikustu ætt Englands. En skyndilega, þegar hinn sólbrúni maður tók hana i faðm sinn og hélt henni þétt að sér úti á dansgólfinu i valsinum, þá misstu öll hin gömlu verð- mæti gildi sitt. Hún varð yfir sig ástfangin i hinum glæsilega dansfélaga sinum. Og hún yfir- gaf eiginmann sinn og fjölskyldu og fór með Abdul Malik til Trinidad. Hún hélt, að þar myndi hún upplifa himnarikissælu i para- dis. Þess i stað fann hún dauð- ann. Fyrsta árið skrifaði Gale Benson foreldrum sinum reglu- lega. Hún bað um fyrirgefningu og um, að þau öðluðust skilning á þvi, sem hún hafði gert. Hún var svo hamingjusöm, svo hamingjusöm. Og hinn illa svikni eiginmaður mennar féllst á að veita henni skilnaðinn. Hann var nógu raunsær til þess að sjá, að hann myndi aldrei fá konuna sina heim aftur. Eftir eitt ár hætti Gale Benson skyndilega öllum bréfaskrift- um. Tveim mánuðum eftir að hún hafði ritað sitt siðasta bréf brauzt skyndilega út eldur i glæsihöll Abduls Malik, sem var u.þ.b. 25 kilómetrum utan við Port of Spain, sem er höfuðborg Trinidad. Aður en sólin hafði komið upp var draumahöll Maliks orðin að rjúkandi ösku- hrúgu. Kvöldið áður hafði mikil veizla verið haldin á heimili milljónerans. Veizluna þá sóttu þekktir gestir— svo sem eins og hnefaleikakappinn Cassius Clay og bitillinn John Lennon ásamt frú Yoko. Margir aðrir frægir einstaklingar frá Evrópu og Ameriku voru meðal veizlu- gesta. Að veizlunni lokinni flaug Malik beint til Georgetown i Guyana i Suður-Ameriku. Lögreglan i Trinidad hafði lengi haft grun um, að sitthvað óhreint væri á seyði á bak við hina glæstu framhlið hallar Maliks. Malik var m.a. grun- aður um að smygla vopnum i stórum stil. Meðal viðskipta- vina hans átti að vera banda- riska Svarta-valds hreyfingin, og var Malik einnig grunaður um að styrkja hana með fjár- framlögum. Af sjálfu sér kom lögreglan strax i málið vegna hallar- brunans. Og þar sem Malik sjálfur var ekki heima var svo sem alveg eins hægt að athuga i leiðinni, hvort sá orðrómur hefði við rök að styðjast, að hann hefði grafið vopnabirgðir niður i garðinn. Fimmtiu lög- reglumenn fóru þvi að snúa hinum fagra lystigarði við. Þeir fundu engin vopn — en þvert á móti rákust þeir á lik ungs manns, sem hafði verið hálshöggvinn með þungum machete-hnif (stuttsverð, sem notuð eru m.a. til þess að ryðja sér leið með um frumskóga). Sá látni reyndist vera hinn 25 ára gamli hárskeri, Joseph Skerrit, sem daglega hafði komið til hallarinnar til þess að klippa og raka Malik. Lögreglan gróf áfram og innan stundar kom hún að liki af konu. Hún hafði verið myrt með sama hætti og Skerrit. Höfuð hennar, sem grafið hafði verið við hliðina á likamanum, var mjög tekið að rotna. En munnurinn var galopinn. Það var augljóst, að hún hafði látizt með hræðsluóp á vörum. Við hlið liksins fannst hand- taska konunnar. Af nafnskir- teinum i töskunni kom i sjós, að hin látna var Gela Ann Benson, hin enska vinkona Maliks. Morðinginn hafði augsýnilega verið svo viss um að giæpur hans kæmist ekki upp, að hann hafði látið merkiseðil fylgja lik- inu. Lögreglumennirnir grófu áfram i þeirri von að finna morðvopnið. En þeir fundu ekki neitt. Þeir fundu heldur ekki vopnasafnið, sem þeir höfðu átt von á að rekast á i garðinum. Þess i stað liöfðu þeir gert upp- skátt um blóðugt glæpaverk, sem vart hefði nokkru sinni verið uppgötvað, ef milljóna- mæringurinn hefði ekki verið grunaður um vopnasmygl. 1 Guyana hafði Malik fengið fréttir um hina óvæntu athafna- semi lögreglunnar. Hann fór þegar i felur og flýði inn i frum- skóginn. 1200 lögreglumenn og hermenn voru sendir á eftir honum. En þrátt fyrir allan þennan fjarræna frumskóg, þá lauk eftirförinni með óskaplega litið spennandi hætti. Malik náðist þar sem hann svaf i tjaldi sinu. llann veitti heldur enga mót- spyrnu. Farið var með Malik til Trini- dad, þar sem hann skýrði frá hinum blóðugu morðum. Hann nafngreindi þrjá menn sem sökudólgana — hinn þrituga Edward Chadee, hinn 34ra ára Stanley Abbott og hinn 21 árs gamla Adolphus Parmassar. Þessir þrimenningar, sem án nokkurs vafa fengust við vopna- smygl, höfðu fengið 10 þúsund dollara fyrir morðin. Gale Ann Benson, sem hafði yfirgefið allt til þess að leita hamingjunnar á þessum fjar- læga stað, hafði fljótt komizt að raun um veruleikann. Henni varð fljótlega ljóst, að hetjan hennar var ekkert annað en ómerkilegur glæpamaður, sem ekki bara fékkst við að smygla vopnum heldur stundaði einnig þjófnað og fjárkúgun. Lengi hafði hún hótað að yfirgefa hann — og þvi var hún ógnun við orð- stir hins mikils metna forstjóra útflutningsfyrirtækis. Þess vegna var það, sem hann gaf þremur af félögunum i glæpaflokk sinum fyrirskipanir um að höggva af henni höfuðið. Til allrar ógæfu — einnig fyrir viðkomandi — var vitni að óhæfuverkinu og það vitni var hárskerinn. Hann gekk inn i húsið á sama andartaki og morðið var framið. Það var þvi ekkert um annað að gera, en að stöðva starfsemi hans með sér- deilis góðum „rakstri”. Hin tvö illa leiknu lík voru svo grafin i garðinum. Malik og félagar héldu, að þau myndu aldrei finnast. En þeir vissu heldur ekkert um, að lögreglan fékk ábendingu um, að vopn kynnu að vera grafin i garðinum og fór þvi að leita. Þá hafði lögreglan ekki hug- mynd um ódæðisverkin. Og bruninn, sem lagði höll Maliks i rúst, var enn ein óheppnin fyrir glæpaleiðtogann. Upptök hans voru einfalt skammhlaup i raf- leiðslu. Hringur óhappanna lokaðist svo, þegar Malik og leigumorð- ingjar hans þrir voru kallaðir fyrir rétt, ákærðir um morð. Allir fjórir voru þeir dæmdir til dauða með hengingu.... Miðvikudagur 20. júní 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.