Alþýðublaðið - 20.06.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.06.1973, Blaðsíða 1
Notaðir bílar frá Bandaríkjunum: Með smygl í skottinu alþýðu aðið Ekki mátti á milii sjá hvort lyftist hærra, brún- in á tollvörðunum eöa skott-Iokin á nokkrum þeirra bifreiða, sem flutt- ar hafa verið inn frá Bandarikjunum nú sið- ustu daga en þar gat að líta útvarpstæki, segul- bandstæki og jafnvel mótorhjól. Alla þessa hluti hefur nú tollgæzlan tekið I sina vörzlu. Eins og blaðið hefur skýrt frá, hefur svo mikill kippur hlaupið f innflutn- ing á notuðum bifreiðum frá Bandarikjunum, að margar aukaferðir hafa verið farnar undanfarið til þeirra flutninga. Með sumum þessara skipa hafa veriö fluttir hátt á annað hundrað bifreiðir i ferð, en meginhluti bifreiðanna á höndum mun færri aöila. Til dæmis hefur blaðið frétt um 12 bila á vegum raftækjainnflytjanda i Reykjavik. Algengt er við innflutn- ing á notuöum bifreiðum, aö lausleg verðmæti, svo sem bilaviðtæki, eru tekin úr og geymd i farangurs- rými bifreiðar, vegna þjófnaðarhættu i vöru- geymslum erlendis. Iiins vegar hafa nú mörg útvarpstæki fundizt i sama skotti, og ýmsir aðrir hlutir, sem naumast geta talizt vanalegir fylgihlutir bifreiða. ,Varlegra að hugsa sig um áður en kúbeinið er þreytt’ Tjónið, sem lögreglan í Keflavík olli á leigubifreiðinni, metið á 50 þúsund Skemmdir þær, sem lög- regluþjónar i Keflavik unnu á leigubifreið þar i bæ við vínleit fyrir nokkru, hafa nú verið metnar af dómkvöddum mats- mönnum, og virtu þeir skemmdirnar upp á rúm- lega 53 þúsund krónur. Þá var fallizt á að fara fram á 1100 kr. á dag vegna at- vinnutaps, en eftir er að ákveða miskabætur. Eins og Alþýðublaðið skýrði frá á sínum tima fundu lög- regluþjónarnir ekkert vfn i bilnum, og skýrði eigandi hans, Reynir Gislason, aðfarir þeirra við leitina þannig i viðtali við Alþýðu- blaðið i gær, að þeim hafi ekki gengið annað til en að sýna vald sitt, þeir hefðu auðveldlega getað leitað af sér allan grun án þess að skemma nokkurn hlut. Baldur Möller, ráðu- neytisstjóri dómsmála- ráðuneytisins sagði i viðtali við Alþýðublaðið, að i þessu tilfelli hafi legið beint við að biða og láta tímann vinna fyrir sig, „það var varlega i slíkt farandi upp á veikan grun”, sagði hann. Það skal tekið fram, að lögreglan i Keflavik hafði að minnsta kosti þrivegis áður gert árangurslausa áfengisleit hjá þessum sama manni. Baldur Möller sagði enn- fremur i viðtali við Alþýðu- blaðið, að „vinnubrögð þessara manna virtust vera eitthvað óhöndugleg, og það er varlegra að hugsa sig um áður en farið er að þreyta kúbeinið”. Reynir gat ekki byrjað að vinna aftur fyrr en viku eftir að atburður þessi átti sér stað, en hann lét slá til það sem skemmdist og setja nýja hliðarriíðu i bilinn i stað þeirrar sem lögregluþjónarnir brutu. Það er alltaf auðveldara að virða fyrir sér lifið og-til- veruna, þegar einhver fullorðin fær að hafa fyrir labbinu. Reynir vill inn til bjarnanna LEIKFELOGIN MEÐ ÁÆTLUN UM LEIKSKÚLA í HAUST Leikhússtjórar gengu á fund ráðherra í gær — Vilja fá ■ ceneu á funH Maamisar IH Hk ■ ■ JT ☆Nu er að fá með- mælin ríkisstyrk Kraftajöluninn Reynir Leósson úr Njarðvikunum, vili nú fá að takast á við isbirnina tvo i Sædýrasafninu, en þeir eru báðir fullvaxnir og hvor um sig margfalt mciri um sig en Reynir. Itcynir kom um daginn i safnið mcð kvikmyndatökuinann með sér og vildi láta mynda viðurcignina. Kristinn rt. Karlsson umsjónarmaður i safninu, vildi hins vegar ekki leyfa Reyni að fara inn til bjarnanna, þannig að ekki varð Reyni að ósk sinni i fyrstu lotu. Ilins vegar bauð Kristinn honum að koina inn til Ijónanna, en það boð þáði Reynir ekki, liklega vcgna þess að þau eru ekki enn fullvaxin. Leikhússtjórar beggja leikhúsanna hér i borginni gengu á fund Magnúsar Torfa Ólafssonar, menntamálaráðherra, i gær og lögðu fyrir hann til- lögur að stofnun leiklistar- skóla, sem leikhúsin ræk.ju i sameiningu með styrk frá rikinu. Hugmyndin er, að skóli þessi taki til starfa i haust. Blaðið hafði sam- band við ráðherra, en hann sagðist ekki hafa haft tima til að kynna sér tillögurnar það náið, að hann vildi segja sina skoðun á málinu. Félag islenzkra leikara hefur hvatt mjög til stofn- unar leiklistarskóla þegar i haust, og sagði Klemenz Jónsson, formaður félags- ins við Alþýðublaðið i gær. að ekki megi liða lengri timi en þegar er orðið án þess, að leiklistarskóli starfi i Reykjavik, en ár er siöan Þjóðleikhússkólinn hætti störfum, en fjögur ár siðan skóli Leikfélags Reykjavikur var lagður niður. Sagði hann, að þegar sé fariö að bera á skorti á ungum leikurum við leik- húsin, en geysimikil eftir- spurn er nú meðal ungs fólks eftir að komast i leik- listarnám. Sagði Klemenz, að ætlunin sé að brúa með þessu móti bilið þar til rikisleiklistarskóli verður stofnaður. ☆FBI á ís- landi Um 70 manna hópur FBI manna er nú staddur hér á landi og verður i nokkra daga.'eftir þvi sem blaðið kemst næst. Það er þó ekki svo, að bandariska alrikis- lögreglan FBI séhér á ferð, heldur er þetta hópur Bandarikjamanna, sem dvöldu hér á tslandi á striðsárunum i herþjónustu. Skammstöfunin FBI stendur fyrir „Forgotten boys of Iceland." eins og þessi hópur nefnir sig. Margir þeirra eru með konur sinar með sér. og i dag ætlar útsýnisflug á Reykjavikurflugvelli, að ferja nær allan hópinn tii Eyja og til baka. En fyrir utan það hafa fyrrverandi hermennirnir mestan áhuga á að komast á þær slóðir. sem þeir voru á. á striðsárunum,- A siðasta landsfundi Kvennréttindafélags ts- lands lagði laga- og fundar- skapanefnd f r a m breytingartillögu við 4. grein laga KRFt. sem kveður á um það. hverjir séu hlutgengir meðlimir félagsins. Var af- liður til- lögunnar svohljóðandi: „Einstaklingar, karlar og konur. hvar sem er á landinu frá 16 ára aldri. og hafi þeir meðmæli einhvers félagsmanns". geta orðið meðlimir félagsins. Hlaut tillagan verðugar undir- tektir. Frá þessu er skýrt i ársriti Kvennréttinda- félags tslands: 19. júni. sem út kom i gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.