Alþýðublaðið - 20.06.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.06.1973, Blaðsíða 11
William Terry Hannie Caulder „Eitthvað vandað. Eitthvað með góðri lykt.” Sölumaðurinn smellti með fingrunum og fór inn fyrir borðið og gekk með þvi innst inn i búð- ina. Hannie fylgdi honum eftir. ,,Já, auðvitað,” sagði hann. „Ilmvatn hæfir við öll tækifæri.” „Ég hélt það lika,” sagði Hannie. Sölumaðurinn kinkaði hrifinn kolli. „Við eigum ágætt úrval ai vinsælu, frönsku kölnarvatni. sem kemur beint frá Paris i Frakklandi.” „Einmitt. Jæja, ég ætla að fá einn litra.” Bros sölumannsins var blandað yfirlæti og þýlyndi. „Þetta er ekki selt á sama hátt og viski, frú,” sagði hann. „En við eigum reyndar stóra flösku. Hún kostar fimm dali, en maður sparar mikið á þvi að kaupa svo mikið magn i einu, frú.” Hann seildist undir borðið og dró upp stóra ilmvatnsflösku. Hann dáðist andartak að ljós- grænum lit innihaldsins, en hrifning hans minnkaði til muna, er hann sá svipinn á andliti Hannie. „Ég vona vara, að það ilmi vel,” sagði hún, „þvi að manni verður flökurt af litnum.” Sölumaðurinn andvarpaði og sletti hendinni. „Það er nú reyndar ekki mein- ingin,” sagði hann. „Ég vil fá að finna lyktina,” sagði Hannie. „Sjálfsagt frú,” sagði hann og dró glertappann úr flöskunni. „Ég veit, að yður mun þykja mikið til hennar koma. Þetta ilm- vatn kemur beint frá Paris. Var ég búinn að segja y.öur það?” „Já,” svaraði Hannie, hallaði sér fram oig andaði að sér ilm- inum af sýnilegri ánægju. Hún brosti breitt. „Þér hafið á réttu að standa,” tilkynnti hún. „Ilmurinn er góður.” Hún tók flöskuna úr hendi hans, bar hana upp að ljósinu og horfði á hana. „Liturinn er ekki svo af- leitur, þegar maður fer að venjast honum.” Rufus Clemens lék nýjan leik, sem hann var nýbúinn að finna upp, af gleði hálfvitans. Hann gekk eftir gangstéttinni og nam staðar við hverja verzlun. Hann þrýsti andliti sinu fast að gluggum verzlananna. Viö það afmyndaðist ljótt andlit hans hroðalega. Konurnar, sem voru að verzla, fundu á sér, að einhver var að horfa á þær, sneru sér við til að aðgæta, hver þar væri, og stirðnuðu upp af skelfingu við þá hroðalegu sýn, sem mætti þeim. Þá brast Rufus i ruddalegan, heimskulegan hlátur og færði sig að næstu verzlun. En eftir- væntingarsvipurinn þurrkaðist af andliti hans, er hann kom að glys- vörubúðinni. Hann sá Hannie standa andspænis sölumanninum og halda flösku á loft og virða fyrir sér innihaldið. Hann bar strax kennsl á hana, og blóð hanns rann örar, er rifjaðist upp fyrir honum frá hálfgleymdri tið, hvernig hann og bræður hans höfðu komið fram við húsfreyj- una á Caulder-búgarðinum. En hefndarþorstinn varð strax kyn- þorstanum yfirsterkari, og hann miðaði haglabyssunni með af- YERKAMENIN Viljum ráða 2 menn til sementsafgreiðslu og annarra starfa. Sementsverksmiðja rikisins Simi 8:5400. Tilboð óskast um sölu og uppsetningu á talkerfum i nokkra skóla i borginni. Útboðsskilmálar verða afhentir i skrif- stofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 26. júli 1973, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 !i| ÚTBOÐ ® Tilboð óskast um sölu á eftirfarandi bún- aði fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur: 1. 11 kV og 33 kV rofabúnaði fyrir dreifi- stöðvar. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri 25. júli n.k. kl. 11.00 f.h. 2. 2000 stk. einfasa rafmagnsmælum. Til- boð verða opnuð á skrifstofu vorri 1. ágúst n.k. kl. 11.00 f.h. Útboðsgögn eru afhent á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frfkirkjuvegi 3 — Sími 25800 sagaða hlaupinu, sem hann bar við hlið sér, i mjaðmarhæö. Hann svipti upp hurðinni viö hlið búðar- gluggans og miðaði tvihleypunni á bak Hannie. Hannie hafði séð spegilmynd hans i grænni flöskunni og sneri sér ekki við. „Sæll, Rufus,” sagði hún rólega. Sölumaðurinn stifnaði upp og lét vel hirtar hendur sinar hvila á búðarborðinu. Hann var reiðubú- inn að stinga sér endilöngum á gólfiö; um leiö og skothriö hæfist. „Láttu flöskuna detta á gólfið, kona,” skipaði Rufus. Hannie varð við skipun hans, og búðarlokan tók viðbragð, er flaskan skall á gólfinu, og brotnaði i þúsund mola, svo að ilmvatnið skvettist yfir gólf- fjalirnar. Ilmurinn steig upp, daufur fyrst i stað, en varð brátt þungur og væminn. „Mér er sagt, að þér hafi farið mikið fram, siðan ég sá þig siðast,” sagði Rufus. Hannie sneri enn baki við Rufusi og var jafn róleg og fyrr. „Það er skrýtið,” svaraði hún. „Það er annað en ég hef heyrt um þig” Rufus virti hana fyrir sér nokkra stund, renndi augunum niður eftir hári hennar og niður á þrýstinn barminn, sem var hulinn undirslánni, og áfram niður eftir löngum, nöktum leggjum hennar, það sem sást á milli faldsins og stigvélanna. „Manstu, hvað við skemmtum okkur vel heima hjá þér,” sagði hann og glotti. „Það fer eftir þvi, hvernig á það er litið,” leiðrétti hún. „Ég þekkti þig ekki strax aftur i fötum.” Ahugi búðarmannsins hafði vaknað aftur. Hann virti hana fyrir sér og reyndi að geta i eyðurnar. Þegar Rufus fór að hlæja að klámfyndni sinni, harðn- aði svipur hennar. Skyndilega lét Rufus af gleði sinni og liktist helzt rellnum krakka. „Við Emmett erum ferlega sárir yfir þvi, hvernig þú komst fram við Frank,” sagði hann. „Hann var bróðir okkar, skilurðu, og bræður spretta ekki á trjánum. Nú ætla ég að segja þér, hvað við skulum gera. Þú kemur með mér, og Emmett, þú og -ég skulum skemmta okkur virkilega vel vegna gamalla kynna, og að þvi loknu slitum við af þér hausinn. Komdu mí hunangið mitt, reyndu að drullast úr sporunum.” Búðarmanninum leið illa, því hann gat hvorki fellt sig við óum- flýjanlegt ofbeldið né sóðalegt orðbragð Rufusar, sem hafði látið haglabyssu sina siga og gengið nær Hannie. Hann sá ekkert byssubelti og gat ekki imyndað sér, að nokkur kona færi vopnuð út að verzla. Hannie sneri sér eldsnöggt við. Það var sem búðarmaðurinn hefði skotið rótum. Hún hafði dregið upp litlu skammbyssuna, um leið og hún sneri við dyrunum, og spennti hanann og þrýsti á gikkinn eins hratt og hún gat. Rufus hrökklaðist aftur á bak við hvert skot sem hæfði hann, undrandi á svip. Byssuhlaup hans vísaði upp i loft, og hann tæmdi byssuna upp i loftið. Höglin rifu stórar kalkflygsur úr loftinu. Hann dó ekki, fyrr en hann fékk sjötta skotið i sig. Hann hrataði öfugur út um gluggann og út á gangstéttina i bendu af kven- kjólum og höttum. Búðarmaðurinn neri hendur sinar i örvæntingu og veinaði mjóraddaður eins hátt og hann gat. Verzlunin hans hafði verið Áskriftarsíminn er j 86666 o ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■. Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi. Fjölþætt verzlun og þjónusta kaupíélags- ins við íélagsmenn sína gerir því einnig íært að bjóða ferðafólki og öðrum fjölbreytt úrval af vörum. 1 Borgarnesi eru margar verzlunardeildir, auk þess verzlun- arúlihú að Vegamótum i Miklaholtshreppi, I Ólafsvik, Hetlis- sandi og Akranesi. Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi. Viðlagasjóður auglýsir Auglýsing nr. 5 í'rá Viðlagasjóði um bætur fyrir tjón á lausafé. í 39. grein reglugerðar nr. 62,27. marz 1973 um Viðlagasjóð segir: ,,.\ú lielur lausafé iiiauna sannanlega glalazt eða skemnr/.l af viildum niittúriihamfaraiina i Vestmannaeyj- iiin og skal sjóðurinn ha'ta tjón manua. annað livort eftir matri triiiiaðarmaiina sinna eða mati dómkvaddra iil ii 11 n ;i. Sjóðssljórn skal urskurða uni ha'tur þessar og er úr- skurður heiinnr endanlegiir iiin liv;ið hæta skuli og hótafjá rlia'ð." Auglýst er eftir umsóknum um bætur skv. þessari grein og skal þeim skilað fyrir 20. júli 1973 til skrifstofu Viðlagasjóðs, Toll- stöðinni, við Tryggvagötu i Reykjavik á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást af- hent. Þeir sem ekki geta sótt eyðublöð geta fengið þau póstsend, ef þeir óska eftir þvi bréflega eða i sima 18340. Stjórn Viðlagasjóðs. Hafnarfjörður — Hafnarfjörður Skrifstofustúlka óskast strax. Tilboð sendist skrifstofunni BÆJARÚTGERÐ HAFNARFJARÐAR. Frá stjórn Landshafnar- innar í Þorlakshöfn Umsóknarfestur um áður auglýsta stöðu hafnarstjóra við Landshöfnina, rennur út 20. júli. Upplýsingar um starfið veita Gunnar Markússon, i sima 99-3638 og Benedikt Thorarensen, i sima 99-3614 og 99-3601. Miðvikudagur 20. júní 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.