Alþýðublaðið - 07.07.1973, Blaðsíða 2
5
Úr borgarstjórn
að fá gjaldskrá Hitaveitu Reykja-
vikur hækkaöa á þeim forsendum
að slikt sé nauðsynlegt til þess aö
unnt verði að ganga endanlega
frá þeim samningi um hitaveitu
fyrir þessi sveitarfélög, sem
Reykjavikurborg hafði gert þessi
tilDhð um. Og þegar slik aðstoö
hefuKverið látin i té og þeim
árangri náö, sem að er stefnt, þá
er reynt aö komast undan þvi eða
a.m.k. að draga á langinn að
standa við það, sem um var
talað.”
Svo mörg eru þau orð. Ég tel
nauðsynlegt vegna þess, er fram
kemur i blaðagrein þeirri er ég
hefi vitnað i, að borgarstjóri upp-
iýsi, hvort það sé rétt, að Hafn-
firöingum hafi i fyrri viöræðum
verið gert ákveðið tilboð, sem
borgarráö hefur þá aldrei fengið
vitneskju um.
Mér er kunnugt um, að bæjar-
fulltrúar i Hafnarfirði liti svo á,
að fyrri samningaviðræður hafi
verið svo langt komnar að nýjar
samningaviðræður séu nánast
óþarfar. Nauðsynlegasta undir-
búningi að undirritun samnings
hafi i rauninni verið lokið en
bæjarráð og borgarstjórn
Reykjavikur hafi aöeins verið
eftir að segja sitt siðasta orð.
Eins og borgarráðsmönnum og
borgarfulltrúum er kunnugt hefur
málið aldrei veriö lagt þannig
fyrir borgarráð eða borgarstjórn.
Þess vegna er nauðsynlegt, að
borgarstjóri gefi nákvæma
skýringu á þvi hér i borgarstjórn,
hvað gerzt hefur i máli þessu,
sem borgarráð og borgarstjórn
hefur ekki fengið að vita um.
Varðandi afstöðu mina til
málsins sjálfs, vildi ég að lokum
segja það, að ég er sammála hita-
veitustjóra um það, aö hag-
kvæmara sé fyrir Hitaveitu
Reykjavikur að stefna að stærri
markaði en Reykjavik einni og
þess vegna tel ég rétt að verða við
óskum Hafnfirðinga um að leggja
hitaveitu i Hafnarfjörð. Um
framkvæmdahraða og fjár-
mögnun þess fyrirtækis vil ég
sem minnst segja á þessu stigi.
Áætlað er að framkvæmd kosti
hátt i 400 milljónir. Sjálfsagt
verður nauösynlegt að afla láns-
fjár til þess að fjármagna fram-
kvæmdirnar, sennilega erlendis
frá og ég tel eðlilegt, að Hafnar-
fjörður taki á sig gengisáhættuna
veri ráðizt i erlendar lántökur
vegna lagningar hitaveitu i
Hafnarfjörð”
Að ræðu Björgvins lokinni tók
Birgir isleifur Gunnarsson,
borgarstjóri til máls og kvað allt
það ósatt, sem haft væri eftir
bæjarstjórnarmönnum þeirra
Hafnfirðinga. Björgvin talaði
tvisvar i viðbót i málinu og óskaði
ýmissa frekari upplýsinga. Sagöi
hann að lokum, að þarna stæðu
staðhæfingar gegn staöhæfingum
hjá borgarstjóra og bæjar-
fulltrúum úr Hafnarfirði og gæti
hann ekki að þessu sinni fellt dóm
um, hvaða aðili hefði á réttu að
standa.
ATHUGID
—Vesturbæingar—
ATHUGIÐ
Munið skóvinnustofuna
að Vesturgötu 51.
Ef skórnir koma i dag,
tilbúnir á morgun.
Virðingarfyllst
Jón Sveinsson
MINNINGAR-
SPJÖLD
HALLGRÍMS-
KIRKJU
fást í
Hallgríms kirkju
opið virka daga nema laugardaga kl.'
2-4 e.hvSÍmi 17805, Blómaverzluninni'
'Domus Medica, Egilsg. 3, Verzl. Hall-
dóru Ólafsdóltur, Grettisg. 26, Verzl..
Björns Jónssonar, Vesturgötu 28, og
Biskupsstofu, Klapparstíg 27,
Reykjavík— Norðurland um
Kjalveg og Sprengisand
Næstkomandi mánudag hefjast ferðir
milli Reykjavíkur og Akureyrar um
hálendisleiðir.
Fyrst um sinn verða ferðir sem hér segir:
Frá Reykjavik: mánudaga og
fimmtudaga,
brottför kl. 8.00
Frá Akureyri: miðvikudaga og
laugardaga,
brottför kl. 8.30.
Þar til Sprengisandsleið opnast verður
einvörðungu farið um Kjalveg.
Farið er um Hellisheiði, Grimsnes að
Geysi og Gullfossi, um Bláfellsháls,
Hvitárnes i Kerlingafjöll. Um Kjalveg,
Hveravelli, Auðkúluheiði og Blöndudal til
Bólstaðahliðar og siðan þjóðveg til Akur-
eyrar.
Kunnugur fararstjóri er með i ferðinni.
Verð aðra leið um Kjalveg eða Sprengis-
sand, máltiðir innifaldar kr. 2.450.00.
Verð hringferð aðra leið um byggð,
máltiðir innifaldar á hálendisleið kr.
3.500,00.
NAUÐSYNLEGT ER AÐ PANTA FAR í
SÍÐASTA LAGI DAGINN FYRIR
BROTTFÖR.
FERÐAFÓLK, notið þetta einstaka tæki-
færi, til að ferðast ódýrt um stórbrotnustu
fjallvegi landsins og fögur héruð i byggð.
UPPLÝSINGAR:
BSÍ simi 22300
Ferðaskrifstofa Akureyrar sími 11475
Norðurleið H.F. simi 11145 og 20710.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen r
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun Garðars Sigmundssonar
Skipholti 25. Simar 19099 og 20988.
Útboð
Bæjarsjóður Keflavikur óskar hér með
eftir tilboðum i gatnagerð i Hrannargötu
Keflavik.
Verkið nær til jarðvegsskipta i götustæði
ásamt lögn holræsa og fleira.
Útboðsgögn eru afhent á bæjarskrifstof-
um Keflavikur frá og með mánudegi 9.
þessa mánáðar á venjulegum skrifstofu-
tima, gegn 2000.00 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð föstudaginn 20. þ.m.
kl. 11.00 á skrifstofu bæjarstjóra að
Hafnargötu 12 Keflavik.
NORRÆNA
W
Velkommen til NORDENS HUS
ISLANDIA — UTSTILLING OM Island för
og ná — ápen hver dag 14:00 —19:00
Kafeteria ápen mandag — lördag 9:00 —
18:00, söndag 13:00 — 18:00
Bibliotek ápent mandag — fredag 14:00 —
19:00, lördag og söndag 14:00 — 17:00
Velkomin i Norræna húsið
Islandia sýning um Island að fornu og
nýju opin daglega 14:00 — 19:00
Kaffistofa opin mánudaga — laugardaga
9:00 — 18:00, sunnudaga 13:00 — 18:00
Bókasafn opið mánudaga — föstudaga
14:00 — 19:00, laugardaga og sunnudaga
14:00 — 17:00
i___________________ i
NORRÆNA
HUSIf)
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Staða yfirhjúkrunarkonu
við KLEPPSPITALANN er laus til
umsóknar og veitist frá 1. september n.k.
Umsóknir, er greini aldur, menntun og
fyrri störf, ber að senda stjórnarnefnd
rikisspitalanna fyrir 15. ágúst nk.
Hjúkrunarkonur
óskast i föst störf og i afleysingar. Hluti úr
starfi kemur til greina. Nánari upplýs-
ingar veitir forstöðukonan, simi 38140.
Reykjavik 6. júli 1973.
SKRIFSTOFA
R í KISSPÍTALANN A
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765
Stillíng ti.f.
Skeifan 11 — Sími 31340.
Vegna sumarleyfa verður verkstæði vort
lokað 7/7. — 7/8.
Verzlun og álimingar verður opið.
HUSIÐ
Laugardagur 7. júlí 1973.