Alþýðublaðið - 27.07.1973, Side 3

Alþýðublaðið - 27.07.1973, Side 3
Frá mönnum og málefnum Hugmynda- snauðir nafngifta- LANTAKA HlA HAMBROSBANKA ÞRÁTT FVRIR ÖLL SVIKIN Borgarráö Reykjavikur hefur samþykkl aö taka lán aö upphæö 50 milljónir króna hjá Hambros- banka i London, fyrir Rafmagns- veitur Reykjavikur. Einn borgarráösmanna, Albert Guö- mundsson, var mótfallinn þessari lántöku vegna meöferöar bank- ans á útflutningsskjölum islenzks aöila, en Alþýöublaöiö sagöi ein- mitt frá þessu máli fyrir skömmu. Eins og fram kom i frétt blaös-' ins, haföi bankinn til innheimtu skjöl vegna útflutnings islenzks aðila á fiskmjöli. Hins vegar afhenti bankinn skjölin án inn- heimtu og án leyfis. Siöar fór kaupandinn á hausinn, og hlaut útflytjandinn þvi mikinn skaöa af, sem hann hefur ekki fengið bættan. Albert lét gera þá bókun viö atkvæðagreiösluna i borgarráöi að ekki væri rétt aö verzla við Hambrosbanka, fyrr en ljóst væri, hvaða úrlausn útflytjand- inn, sem er Reykvikingur, fengi hjá bankanum. Telji bankinn sig ekki greiösluskyldan, telur Albert aö hætta eigi öllum viöskiptum viö bankann, og snúa þeim til annarra lánastofnana. Kristján Benediktsson, borgar- ráðsmaöur Framsóknarflokks- ins, lét gera þá bókun aö hann féllist á rök Alberts, en greiddi atkvæöi með tillögunni á þeim forsendum að Rafmagnsveitunni lægi mjög mikiö á rekstrarfé. Til- laga um lántökuna hjá Hambros- banka var svo samþykkt meö fjórum samhljóöa atkvæöum, en Albert Guömundsson sat hjá. HEITASTA OSK STRIÐS- FANGANS: KVÖLDVERDUR I PLAYBOY-KLðBBNUM menn Það er eins og viö manninn mælt, þegar gefa á einhverju nýju nafn hér á landi, þá er ekki hugmyndaauðginni fyrir aö fara. Nú er komið opinbert nafn á eldfjalliö i Eyjum. Og það var leitaö langt og mikiö og loksins komizt aö þeirri niöurstöðu, aö Eldfell skyldi fjalliö heita. Þetta dygði kannski i landi, þar sem litil sem engin nafnhefö rikti. Og einnig væri hægt aö hugsa sér aö kenna fjalliö viö mánaöardag- inn, þegar gosiö byrjaöi. Kalla það t.d. 28. janúar. Væri þaö ekki ámóta frumlegt?. Og hvar nú hann Þórhallur minn með náttúrunafnakenninguna. Bjó ekki einhver maöur hið næsta fjallinu. Var ekki hægt aö skira þaö I höfuöiö á honum handa siöari tima visindamönnum til umfjöllunar. Kannski fjallið hafi einmitt ilögun\ af manns- nafninu. Annar þurfti engar vanga- veltur um nafngiftina. Land það sem eldfjalliö reis af heitir Foldir. Þetta á auðvitað að halda áfram að heita Foldir. Og væru menn ekki alveg vissir i sinni sök, þá átti að reyna aö koma viö skoöanakönnun meöal Eyjabúa, og byggjanafnið siöan á þeirri skoöanakönnun. Þaö er fyrst og fremst Eyjabúar, sem eiga aö nota þetta nafn og koma til meö aö hafa fjallið daglega fyrir augunum. Þegar nafniö Foldir varö til, spratt það ekki af fundarsamþykkt nefndar. Þaö var til eins og margt annað sömu gerðar, af ákveðinni til- finningalegri og sjónrænni snertingu viö staöinn, varö eins- konar sambúöarnafn, og hefur liklega veriö skirt af sjó. Nú eru aö visu engar foldir eftir á staönum, en til minningar um hina fyrri nafngift hefði mátt hugsa sér aö kalla nýja fjallið Foldafell, þvi af þeirri jörö er fjallið komiö. Eftir alla lauga-sunnu og hvola orgiuna i nafngiftum á Is- landi, væri ráö aö fara aö snúa sér aftur að raunveruleikanum, hvort sem staðurinn heitir kot eða mýri, fold eöa haugur. Að visu slapp fjallið viö að vera kallað lauga-sunnu og hvolfell, en Eldfell hefur sama keim. Þaö er langsótt og of fátæklegt fyrst þaö er risiö upp af jafn fallegu nafni og Foldir. VITUS ÍMaöurinn, sem hringdi til aðalskrifstofu PLAYBOY karl- mannatimaritsins i Chicago sið- astliðið föstudagskvöld sagöist vera frá hermálayfirvöldunum, og á hans snærum væri fyrrum striðsfangi frá Vietnam. Fang- inn væri á leið tii Washington til að taka á móti sérstöku heiðurs- merki. Og þessi hermaöur, sem eytt heföi sfðustu árum I fang- elsi i Norður-VIetnam, hefði átt þá ósk heitasta að snæöa kvöld- verð i Pleyboy-klúbbi. „Svo hvað gerir maður? Segir NEI? „Þaö væri ekki ameriskt að gera þaö,” sagði Mike Murphy, talsmaöur Playboy, en það var skrifstofa hans sem sá um það, aö fanginn fengi að snæöa kvöldverð I Playboy- klúbbnum i boði blaðsins ásamt borðdömu: Jo Collins, fyrrver- andi „leikfélaga ársins” — en þaö eru þær stúlkur nefndar, sem kjörnar hafa veriö glæsi- legastar allra þeirra glæsilegu kvenna, sem prýtt hafa í nekt sinni miðopnu timaritsins. Og kvöldið var allt fritt fyrir fang- ann og Jo. Playboy notaði sér þetta einnig I auglýsingaskyni, kvaddi til blaöamenn og ljós- myndara, og sagan birtist aö sjálfsögöu i dagblööum morguninn eftir. En ævintýrinu af striösfang- anum og fallegu stúlkunni úr Playboy lauk á laugardags- morgun, þegar btöðin komu út. Striðsfanginn fyrrverandi var augljóslega hrekkjalómur. Her- málayfirvöld I Pcntagon sendu strax yfirlýsingum um það að Tom Johnson, liðþjálfi úr sjó- hernum, væri ekki liðþjálfi, og væri alls ekki úr sjóhernum. Pg Pat Simpson, reddari hjá Chicago klúbbnum, gat skýrt lesendum sunnudagsblaðanna, hversu undrandi ungfrú Jo Coll- ins heföi oröið þegar hún frétti af brellu striösfangans, sem aldrei haföi komið til Vietnam. Hún sagöi: „Hann sagði svo lif- andi frá fangabúðunum, sem hann þóttist hafa verið í. Hann sagði mér frá öllum peningun- um, sem væru að berast til hans, frá skurðaðgeröinni, sem hann hefði gengiö undir þegar hann kom heim...” VEÐURSTOFAN AÐ FLYTJA INN í „SKÝJABORGIR" Nýja veöurstofuhúsið, eða „Skýjaborg” eins og það er stundum kallað, hefur verið tekið SKIP4UTCCRB RIKISINS M/s Baldur fer frá Reykjavik þriðjudaginn 31. þ.m. til Snæfellsness og Breiðafjarðarhafna. Vörumóttaka á mánu- dag. I notkun að hluta. Að sögn Hlyns Sigtryggssonar, veðurstofustjóra, verður öll starfsemi Veður- stofunnar að öllum likindum komin i nýja húsið i september. Einhver töf varð vegna lélegs frá- gangs á hljóöeinangrun hússins. Veðurstofan hefur verið tvi- skipt frá þvi um 1950, sjálf stofnunin hefur haft aðsetur i Sjo- mannaskólanum, en spádeildin á Reykjavikurflugvelli. Þegar er búið að flytja verkstæði i kjallara nýju byggingarinnar, og einnig mestan hluta skjala- og bóka- safns. Nýja húsið er um 600 fermetrar aö stærö, og gjörbreytir það allri aöstöðu Veöurstoíunnar og biður upp á nýtizkulegri vinnuaöstöðu. Húsiö stendur á svokallaðri Golf- skálahæö, nálægt öskjuhliö. Húsinu hefur enn ekki veriö valið nafn, en hafi einhver gott nafn i fórum sinum, mætti hann gjarna skjóta því að þeim Veðurstofu- mönnum. j Áskriftarsíminn er \ \ 86666 ■ ° ■ ■ ' ■ ■ ^•■■■■■■■■■■■■■■■■■■« ■. Ræða - 5 áhyggjum og unaði. Stefnumál okkar fjalla um þennan venjulega dag, hvernig hann á að verða i framtiðinni. Þegar við nú búumst brott úr Alþýðuhúsinu, tökum við fyrir að vinna fólk til fylgis við þá stéfnu, sem hér hefur verið ráðin og mótuð. A fundum, i námshópum, á vinnustöðum, i bústaðahverfum ætlum viö aö vinna að samþykkt- unum frá flokksþingi lýöræðis- jafnaðmanna. Þetta þing hefur leitt i ljós, hvi- lik ógrynni af þekkingu, reynslu og hugmyndum er aö finna hjá flokksmönnunum. Nú eigum við að sýna, að við erum einnig gæddir hæfileikum til aö fylgja samþykktunum eftir, vinna fólk til fylgis viö stefnu okkar. Kosningar fara fram að ári. Margt getur komið fyrir þangaö til. Enginn veit enn neitt um kosningahræringarnar og állt, sem þeim fylgir. En eitt er ég fullviss um: Sigrum við i kosn- ingunum, þá segjum við hver við annan: Grunnurinn að kosninga- sigrinum var lagður i Alþýðu- húsinu dagana 1. til 7. október 1972 á 25. þingi lýðræðisjafnaðar- mannaflokksins. Námskeið fyrir stjórnendur þungavinnuvéla Mánudaginn 10. september næstkomandi hefst í KEFLAVÍK námskeið fyrir stjórnendur þungavinnu- véla, samanber aðalsamning verka- mannafélaganna og vinnuveitenda frá 8. april 1972. Skráning þátttakenda fer fram á skrif- stofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur, Faxabraut 2, simi 2085, og skrifstofu Vinnuveitendafélags Keflavik- ur, Oliusamlagshúsinu við Vikurbraut, simi 2121. Þátttökuskilyrði eru, að hlutaðeigandi hafi unnið á tæki — jarðýtu, gröfu eða krana — i a.m.k. 18 mánuði, og hafi skirteini öryggiseftirlits rikisins um vinnu á slikum vélum. Námskeiðið stendur i 2 vikur (a.m.k. 80 klst.) alla virka daga. Þátttökugjald er kr. 3000.00. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofum ofangreindra samtaka og i iðn- aðarráðuneytinu. Slj0rn „ámskeiðanna. Lögtak Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lög- tök látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöld- um: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti og miða- gjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, skipu- lagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir mai, júni og júli 1973, svo og nýálögð- um viðbótum við söluskatt, lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1973, gjaldföllnum þungaskatti af disilbif- reiðum samkvæmt ökumælum, almenn- um og sérstökum útflutningsgjöldum, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og trygg- ingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. 26. júli 1973. Rýmingarsala Seljum i dag og næstu daga kjóla, blússur, pils, jakka og mussur með miklum aflætti. Verzlunin SIF Laugavegi 44. Föstudagur 27. júlí 1973

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.