Alþýðublaðið - 27.07.1973, Síða 10
Frá
Máli
°g
menningu
Mál og menning gefur út á
þessu ári átta bækur, sem
félagsmenn geta valið úr, og
auk þess Timarit Máls og
menningar. Félagsmenn sem
greiða lægsta árgjald, kr.
1.500.-, geta valið sér tvær
bækur auk Tlmaritsins. Þeir
sem greiða 2.200.- króna
árgjald eiga kost á fjórum
bókum, og hæsta árgjald, kr.
2.700.- veitir rétt til sex bóka
auk Timarits. Að auki er inn-
heimt sérstakt gjald fyrir
band, nokkuð mismunandi
eftir stærö bókanna. Af
þessum átta bókum eru fjórar
pappírskiljur.
Nú þegar eru komnar út
þrjár félagsbækur:
FRANSKA BYLTINGIN, siö-
ara bindi, eftir Albert
Mathiez, en fyrra bindiö kom
út á sfðasta ári. Loftur
Guttormsson þýddi bókina,
sem er prýdd myndum, tekn-
um eftir frönskum samtfma-
teikningum. Þá er
MANNKYNSSAGA, fornöldin,
eftir Asgeir Hjartarson,
nýkomin. Þetta er önnur
prcntun hinnar vinsælu bókar,
scm segja má aö sé þegar orð-
in eitt af hinum fáu klassisku
sagnfræöiritum islenzkra bók-
mennta. Ennfremur er
komin út ein pappírskilja, UM
LISTÞÖRFINA, eftir Ernst
Fischer I þýðingu Þorgeirs
Þorgeirssonar. — Aörar
félagsbækur áætlaðar á þessu
ári cru Pétursborgarsögur
eftir Nikolai Gogol, þýddar
úr rússnesku af Geir
Kristjánssyni; bók um mynd-
list eftir Björn Th. Björnsson,
og þrjár pappfrskiljur;
ri tgcrðaúrval Brynjólfs
Bjarnasonar I tveim bókum og
Umhverfi mannsins eftir
Iljörleif Guttormsson.
Mál og mcnning hefur
undanfarin ár unnið að þvi að
koma út ritsafni Þórbergs
Þórðarsonar, og er verið að
undirbúa næstu bindi, sem þó
koma væntanlega ekki út fyrr
en á árinu 1974. Hinsvegar er I
ráði að gefa út á þessu ári
endurprentun af Ofvitanum,
en útgáfa Máls og menningar
af þessari bók frá árinu 1964 er
nú gersamlega uppseld.
Mál og menning býður
félagsmönnum sínum upp á
betri kjör en nú tiðkast á
islenzkum bókamarkaði, og
þurfa menn aðeins að lita á
söluverð nýrra bóka til að
sannfærast um það.
Fyrir nokkrum árum hóf
Mál og menning að gefa út
pappírskiljur á islenzku, enda
þótt þá væri álitið að slfk
utgáfa væri naumast möguleg
hér á landi. Raunin hefur orðið
sú, að vinsældir þessarar
útgáfu hafa aukizt jafnt og
þétt, og eru nú sumar þessara
bóka nær uppseldar, og verið
að undirbúa endurprentun.
(Auglýsing)
Ingólfs-Café
Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9
Hljómsveit Garöars Jóhannessonar
Söngvari Björn Þorgeirsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826.
SKEMMTANIR — SKEMMTANIR
HÓTEL LOFTLEIÐIR -
VÍKINGASALURINN
er opinn fimmtudaga, föstudaga,
laugardaga og sunnudaga.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu, opin alla
daga."
HÓTEL LOFTLEIÐIR
Blómasalur, oplnn alla daga vikunnar.
HÓTEL BORG
við Austurvöll. Resturation. bar og dans f Gyllta saln-
um.
Slmi 11440
HÓTEL SAGA
Grillið opið alla daga. Mimisbar og Astrabar, opið alla
daga nema miðvikudaga. Slmi 2GK90.
INGÓLFS CAFÉ
við llverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Slmi 12826
ÞÓRSCAFÉ
Opiö'á hverju kvöldi. Slmi 23333.
SKEMMTANIR — SREMMTANIR
Frá Útibúi Landsbankans
á Akranesi
Tilkynning um breytingu á simanúmeri
útibúsins:
Fra 27. júli 1973 verður simanúmerið
2333
(5 linur)
Landsbanki fslands
Útibúið á Akranesi
Kennarar
Kennara vantar að Barnaskóla Garða-
hrepps.
Upplýsingar gefa skólastjóri i simum
4-27-56 og 4-26-87 og yfirkennari i sima
4-28-10.
Skólanefnd.
Frá Barnaskóla
Garðahrepps
Fólk er flytur i Garðahrepp i haust og hef-
ir ekki enn innritað skólaskyld börn sin, er
vinsamlegast beðið að gera það strax i
sima 42756.
Armann meistari í
kvennaknattspyrnu
Armann var meistari i
kvennaknattspyrnu f ár. t úr-
slitunum léku Armannsstúlk-
urnar við FH, og þurfti tvo leiki
áöur en úrslit fengust. Fyrri
leikurinn endaði 0:0, en sá slðari
endaði 1:0 Armanni I vil. Sigur
markið skoraði Emilla Sig-
urðardóttir úr vitaspyrnu 1 sið-
ari hálfleik.
Armannsstúlkurnar eru að
sigrinum komnar. Þær hafa
sýnt jafnbeztu knattspyrnuna i
Islandsmótinu. FH stúlkurnar
veittu þeim harða keppni, en
megnuðu ekki að halda titlinum
sem þær unnu til i fyrra.
Hér birtist mynd af sigurver-
urum Armanns.
Fremriröö frá vinstri: Katrin
Axelsdóttir, Erla Sverrisdóttir,
Emilia Sigurðardóttir, fyrirliði,
Sigrún Guömundsdóttir, Guð-
rún Sigurþórsdóttir og Sigriður
Brynjúlfsdóttir.
Aftari röð frá vinstri: Lúðvik
Vilhjálmsson, formaður knatt-
spyrnudeildar, Guðbjörg
Pedersen, Auður Rafnsdóttir,
Svandis Óskarsdóttir, Svanhvit
Konráðsdóttir, Guðrún Helga-
dóttir, Alfheiður Emilsdóttir og
Jón Hermannsson.
NORÐMENN LEIKA
HÉR í NÆSTU VIKU
Á fimmtudaginn í næstu
viku leikum viö landsleik í
knattspymu við Norðmenn
á Laugardalsvellinum.
Þetta verður síðari lands-
leikur þjóðanna í undan-
keppni Heimsmeistara-
keppninnar i knattspyrnu,
fyrri leikurinn endaði með
öruggum sigri Norðmanna,
4:1.
I fyrrakvöld léku Norömenn við
landslið Norður-Kóreu I Bergen,
og lauk leiknum meö sigri Norð-
manna 3:0. Þetta eru góð úrslit
fyrir Norðmenn, þvi Kóreumenn
eru þekktir fyrir aö leika góða-
knattspyrnu, og er skemmst að
minnast frammistöðu þeirra i
HM i Englandi 1966 Johansen
Vold, Egil Johansen og Sven Kvia
gerðu mörkin.
Norðmenn litu á leikinn sem
góða upphitun fyrir leikinn við ís-
land i næstu viku, og Englending-
urinn George Curtis, sem er
þjálfari og einvaldur norska
landsliðsins sagði, að hann liti
björtum augum til landsleiksins i
Reykjavik. Það gera Islendingar
einnig, og þvi má búast við hörku-
baráttu hér á Laugardalsvellin-
um i næstu viku.
Eins og fram kemur i fréttinni
héraðofan, leikum við landsleik
við Norðmenn hér heima 2. ágúst,
þ.e. fimmtudaginn i næstu viku.
Landslið okkar fyrir þann ieik
verður að öllum likindum valið nu
um helgina. enda stuttur timi til
rtefnu og margt sem þarf að
undirbúa.
Nær öruggt má telja að litlar
breytingar verða gerðar á
landsliðshóp íum sem lék við
Austur-Þjóðverja, og liklega
verður hópurinn aiveg óbreyttur,
enda hefur Albert Guðmundsson
sagt að þar sé að
finna þann hóp sem hafi verið i
markvissri uppbyggingu siöustu
árin.
Leikurinn við Norðmenn verður
að þvi leiti merkilegur, að þetta
verður kveðjuleikur Asgeirs
Sigurvinssonar að sinni, og þvi
væri gaman að kveðja hann með
sigri. Það ætti að geta tekizt.
Hermann með gegn IBK
Hermann Gunnarsson hafði samband við iþróttasíðuna i gær,
og sagði það ekki rétt að hann færi nú sjálfkrafa I leikbann.
Aganefnd KSl veröur að taka málið fyrir fyrst, og mun hún ekki
koma saman til fundar fyrr en I næstu viku, svo Hermann mun
því leika meö Val gegn ÍBK i toppuppgjörinu á laugardaginn.
Það fer svo eftir skýrslu dómara hve haröa refsingu Hermann
fær, og kemur þá helzt til greina eins eða þriggja leikja bann. í
siðar nefnda tilvikinu á Hermann rétt á munnlegum mál-
flutningi.
Þá má geta þess, aö sá sem Hermann sparkaði i, Þóröur
Hallgrimsson, fékk sina fjórðu bókun seint i leikum, og fær sitt
mál tekið fyrir á sama fundi aganefndar og mál Hcrmanns fær
afgreiðslu.
0
Föstudagur 27. júlí 1973