Alþýðublaðið - 27.07.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.07.1973, Blaðsíða 11
íþróttir LEIKA Ekki fengust úrslit i bikarleik Vikings og Þróttar á Melavellinum i gærkvöld, þrátt fyrir framlengingu. Eftir að jafnt var að venjulegum leiktima loknum, 1:1, var framlengt. Þórhall- ur Jónasson skoraði fyr- ir Viking i framlenging- unni, og á siðustu minút- unni jafnaði Haukur Þorvaldsson. Leikurinn endaði þvi 2:2, og annan leik þarf. Fyrra mark Vikings skoraði Jóhann- es Bárðarson, en fyrra mark Þróttar Halldór Bragason. ÚTBOÐ Tilboð óskast i smiði og fullnaðarfrágang Póst- og simahúss á Laugarvatni. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu tæknideildar Pósts og sima, Landsima- húsinu i Reykjavik og hjá stöðvarstjóra Pósts og sima Laugarvatni gegn 5000.00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu tæknideildar Pósts og sima fimmtudaginn 16. ágúst 1973 kl. 11 f.h. Póst og simamálastjórn. Eins og við sögðum frá i gær, kom sigurmark Vestmannaey- inga ekki fyrr en á lokaminútum leiksins gegn Val, og skoraði 17 ára nýliði markið, Viðar Elias- son. Þó var brottrekstur Her- manns Gunnarssonar það atvik sem kom mestu róti á hug manna, og það varð Val afdrifarikt, þvi liðið var einmitt þá að ná tökum á leiknum. 1 Keflavik ,,var einstefna á annað markið i 90 minútur” eins og Siggi Steindórs orðaði það er við töluðum við hann i gær. Breiðablik var heillum horfið, og mörk ÍBK hefðu getað orðið fleiri en fimm. Steinar Jóhannsson 2, Grétar Magnússon, Gunnar Jóns- son og Karl Hermannsson gerðu mörkin. son 2 og Baldvin Baldvinsson, en Hreinn Elliðason og Hermann Jónasson geröu mörk Völsungs. A Selfossi var það sama uppi á teningnum. Akranes vann heima- menn 3:2, en sigurinn hefði alveg eins getað orðið á hinn veginn. Kári Mariusson, sem nú lék sinn fyrsta leik með Akranesi (þekkt- ari sem landsliðsmaður i körfu- bolta og Valsari), gerði fyrsta markið, en Sumarliði markaskor- ari Guðbjartsson jafnaði. 1 siðari hálfleik skoraði Teitur Þóröarson tvö mörk fyrir ÍA, og Sumarliði bætti einnig við marki. Á Isafirði léku heimamenn við Akureyri, og voru jafnvel ó- heppnir og tapa 2:1. Omar Frið- riksson og Eyjólfur Ágústsson gerðu mörk ÍBA, en Páll Ólafs- son mark Isfirðinga. Á næstu dögum verða liðin dregin saman i undanúrslitum keppninnar, en 8 lið eru nú eftir — Á Húsavfk lék KR við Völsung, og mátti þakka fyrir sigurinn, 3:2. 1 leiknum voru dæmd þrjú víti, en aðeins eitt lukkaðist. Mörk KR gerðu Halldór Björns- Lagermaður Óskum eftir nianni til starfa i birgðastöö Rafmagnsveitn- anna við Elliðaárvog. Upplýsingar veitir Starfsmauuastjóri. Rafmagnsveitur rikisins Starfsmannadeild Laugavegi 116 Rcykjavik. Lokað vegna sumarleyfa frá 3. ágúst til 27. ágúst. Ath.: Afgreiðslur opnar til 10. ágúst. Efnalaugin Glæsir, Hafnarstræti 5. — Laufásvegi 17. Bamavinafélagið Sumargjöf Okkur vantar forstöðukonu að dagheimili I Arbæjarhverfi. Einnig fóstru eða kennara til aö veita forstöðu skóladag- heimili i vesturbænum (skáli). Heimiiin taka væntaniega tii starfa i september n.k. Umsóknir sendist tii skrifstofú Sumargjafar, Fornhaga 8 fyrir 10. ágiist. Stjórn Sumargjafar. Búsáhöld, garðhúsgögn, gastæki, ferðatöskur, svefnpokar, bakpokar, vindsængur, íslenzk og sænsk tjöld, strigaskór og margt fleira til ferðalaga og útilifs. MUNIÐ 10% AFSLÁTTARKORTIN Laugaveq 18 AÐ NYJU! Föstudagur 27. júlí 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.