Alþýðublaðið - 17.08.1973, Síða 12
alþýðu
INNLÁNSVIÐSKIPTl LEIÐ
TIL LÁNSVIÐSKIPTA
BLNAÐARBANKI
ÍSLANDS
KÓPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7,
nema laugardaga til
kl. 2, sunnudaga milli
k!. 1 og 3.Símj40102_
SENDIBIL ASTÖDIN Hf
BJART
ÁFRAM
Gert er ráð fyrir
áframhaldandi bjartviðri um
Suður- og Vesturland. Á
Suðvesturlandi er búizt við
norðankalda og siðan
stinningskalda, þegar liða
tekur á daginn, en það er þó
bót i máli að spáð er bjart-
viöri.
Á Vestfjörðum er spáð
norðaustan stinningskalda og
má búast við rigningu vestan
til. A Norðausturlandi og
Austurlandi er búizt við
norðaustanka1da eða
stinningskalda, viða má gera
ráð fyrir þokulofti og súld eða
rigningu. Suðaustanlands er
spáð bjartviðri og norðaustan-
kalda. A laugardaginn er búizt
við björtu veðri sunnan lands
og vestan, en skýjað annars
staðar.
Mestur hiti i gær
mældistá Hellu á Rangárvöll-
um, eða 19 stig. t Reykjavík
mældist 14 stiga hiti.
KRIUÐ
f
NKTuRUO/ruNN ! '/A’ !
-----í------
STmJR FU&U NN EKK/ mfíNÞi ELDM/s /flfíÐUR £ND / nCt
IP
fíttKI ÍUÚÚIK* Sft/nST
UNG VIVI
»
mm n 1EINS FUjN
»
PYNCj JfíN 'OÚKK FLEYTf, 'fíL/T /Ð
VE „ snLfl £ND Sfirö KOmu
\ FfíG
VEDK FfERN
LEIKU f?!NN T/L KL /PPT/ 1
r
ÚVfST IGÆRKVÚLD HVORT SUMIR
OKKAR MANNA FÆRU TIL HOLLANDS
Þótt búið sé að velja landsliðshópinn til Hollands-
ferðarinnar, er ekki alveg vist að allir þeir leikmenn
sem valdir hafa verið gefi kost á sér til fararinnar.
Vitað er að nokkrir þeirra eru á báðum áttum, telja
sig ekki hafa tima til þess, þvi þetta er rúmlega 10
daga ferð. Þá eru aðrir sem telja sig ekki geta tekið
sér fri frá vinnu, telja sig tapa peningum á þvi. Var
ekki búið að ganga frá þessum málum i gærkvöld.
Landsliðsfyrirliðinn Guðni Kjartansson hefur
óskað eftir þvi að fá fri frá ferðinni, þvi hann hyggst
taka sér sumarleyfi ásamt fjölskyldu sinni. Er nú
verið að reyna að fá Guðna til að fresta sumarleyfinu,
þvi landsliðsnefndin telursig ekki geta án hans verið.
Það mál var ekki frágengið i gær, og Guðni enn
ákveðinn i að fara ekki til Hollands.
3-4 leikmenn hafa látið i ljósi óánægju með að fá
ekki greidda dagpeninga meðan á ferðinni stendur.
þar eð þeir fá ekki greiðslur frá vinnuveitendum á
meðan. Telja þeir, að KSl geti opnað pyngjurnar, þvi
gróðinn að þessum landsleikjum nemi milljónum
króna.
Liklegast er þó að þessi mál leysist áður en liöið
heldurtil Hollands á þriðjudagsmorgun. Enda er vist
ekki vanþörf á að tefla fram okkar sterkasta liði
þegar við mætum köppum eins og Gruyff, en mynd af
honum er hér til hliðar.
ISLENZKA LANDSLIDID
GLÍMIR VID HEIMSINS
BEZTU KNATTSPYRNUMENN
- GRUYFF OG FÉLAGA!
„Vift erum búnir að fá vitneskju um hollenska
landsliðið, og samkvæmt henni verða þeir með
alla sina beztu menn, þar á meðal 9 leikmenn
frá ineistaraliðinu Ajax með Johan Gruyff i
broddi fylkingar, en eins og menn vita er hann
talinn einn snjallasti knattspyrnumaður heims-
ins”, sagði Hafsteinn Guðmundsson landsliðs-
nefndannaður i samtali við Alþ.bl.
Hafsteinn og Albert
Guðmundsson völdu í gær
17 manna landsdliðshæop
til tveggja leikja við hol-
lenzka landsliðið á næst-
unni, 22. og 29. ágúst úti í
Hollandi. Þetta eru leikir í
heimsmeistarakeppninni,
og Hollendingar munu
leggja sig alla fram, því
það skiptir miklu að skora
sem flest mörk. Hollend-
ingar léku i fyrra við
Noreg og unnu 0:0, en við
töpuðum nýlega fyrir
Noregi 4:0.
Eftirtaldir leikmenn
voru valdir til Hollands-
fararinnar:
Þorsteinn Ólafsson IBK
Diðrik Ólafsson, Víkingi
Ólafur Sigurvinsson IBV
Ástráður Gunnarsson ÍBK
Guðni Kjartansson ÍBK
Einar Gunnarsson IBK
Marteinn Geirsson Fram
Gísli Torfason I BK
Ásgeir Elíasson Fram
Guðgeir Leifsson Fram
Karl Hermannsson ÍBK
Jóhannes Edvaldsson Val
AAatthías Hallgrímsson ÍA
Ásgeir Sigurvinsson St.
Liege
Ólafur Júlíusson IBK
Hermann Gunnarsson Val
Elmar Geirsson Fram
Þeir Teitur Þórðarson
ÍA og Friðfinnur Finn-
bogasnon í BV falla út úr
fyrra liði, en í staðinn
koma Valsmennirnir Jó-
hannes Edvaldsson og
Hermann Gunnarsson, en
margirhafa viljað fá þá í
liðið.
fimm á förnum vegi
■•v
Skrifar þú oft sendibréf?
Sveinþór Kristjánsson, sjó-
maður: Ég skrifa stundum bréf
hérna innanbæjar og þá aðal-
lega til að gera at i kunningjun-
um. Stundum sendir maður
stelpum bréf. Ég hef einu sinn
sent bréf alla leið til Indlands
þar sem einn kunningi minn bjó
um skeið og eitt hef ég sent til
Englands.
Eyrún Ingvadóttir. skrifstofu-
stúlka hjá hernum: Ég geri nú
ekki mikið af þvi. Skrifa svona á
að gizka einu sinni i mánuði og
þá aðallega innanbæjar, en þó
einstöku sinnum út á land. Svo á
ég einn pennavin i Bandarikjun-
um, við erum búin að skrifast á i
eitt ár.
Páll Björgvin, matreiðslu-
maður: Ég skrifa töluvert af
bréfum og þá mest út á lantý
flest fara þau til Akureyrar.
Mér finnst ekki taka þvi að
senda bréf hér innanbæjar. Ég
átti einu sinni pennavin, þá bjó
ég úti á landi, en pennavinurinn
i Reykjavik.
Frfða Jóhannesdóttir, sjúkra-
liði: Nei, ég sendi afskaplega
litið af bréfum, og þá sjaldan
sem ég sendi eitthvað þá er það
út á land. Ég átti einu sinni tvo
pennavini, það var árið 1966.
Báðir minir pennavinir bjuggu
erlendis þ.e.a.s. i Danmörku og
Sviþjóð.
Hanna Unnsteinsdóttir, nemur
félagsráðgjöfun I Arásum.: Já
ég held að óhætt sé að, segja að
ég skrifi mjög mikið af bréfum.
Flestöll.sem ég skrifa, sendi ég
heim til vina og kunningja, bæði
hér i Reykjavik og úti og á landi.
Afturá móti sendi ég ekki mikið
til annarra landa.
•