Alþýðublaðið - 30.08.1973, Side 1

Alþýðublaðið - 30.08.1973, Side 1
283 KR. HVERT SÚPUKJÖTSKÍLÓ Sumarslátrun sauðfjár er hafin og er slátrað á þremur stöðum, Selfossi,Borgarnesi og Svalbarðs- eyri. Kjöt af sumarslátruðu er nokkru dýrara en kjöt af haustslátruðu. Að sögn Inga Tryggvasonar hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins, er verð mismunandi. Fram til 8. september kostar t.d. kiló af súpukjöti 283 krónur, en 253 krónur frá 9. september fram til haustslátr- unar. Læri kosta 292 krónur fyrra timabilið en 263 krónur þaðseinna. Hryggur kostar 299 krónur fyrra timabilið og 270 það seinna. Enn mun eitthvað til af eldra dilkakjöti i landinu. Einnig er töluvert til af eldra nautakjöti. Fimmtudagur 30. ágúst 1973 54 áVg alþýðu ÞOBIR ER HIHIB ÞEe]n Sumarið hangir enn Nú er liver að verða siðastur að fara í sólbað i sum- ar, enda voru stúlkurnar tvær að flýta sér svo, þeg- ar Friðþjóf ljósmyndara bar aö, að þær máttu ekki vera að þvi að snúa sér við. Spáð er norðanátt, sem sjálfsagt þýðir eitthvert sólskin sunnanlands, og liklega verður það mcð siðustu tækifærum til sól- dýrkunar í sumar. — AREKSTURINN KOSTAÐI MANNSLÍF! Þorskastriðið við Breta hefur krafizt fyrstu mannfórnarinnar. Vélamaður á varðskipinu Ægi lét lifið i gær, er brezka freigátan Appollo sigldi á varðskipið. Við áreksturinn féll maðurinn á vél skipsins, fékk raflost og lézt. Þorskastriðið hefur þar með tekið nýja og alvarlega stefnu, og framvinda þess er óviss. Alþýðublaðið hafði fregnir af þessu laust upp úr miðnætti. Hafsteinn Hafsteinsson talsmaður Landhelgisgæzlunnar vildi ekkert um málið segja, en staðfesting fékkst eftir öðrum leiðum. Áreksturinn átti sér stað um hádegisbilið i gær suðvestur af Grimsey. Ægir var þar á siglingu. Brezka freigátan Appollo sigldi Ægi uppi, og reyndi að sigla á hann. Tókst freigátunni það eftir itrekaðar tilraunir, og skullu afturhlutar skipanna saman, með þeim hörmulegu afleiðingum sem fyrr greinir, Gat kom efst á ljósavélarúm Ægis, og á freigátunni bognuðu sjö bönd stjórnborðsmegin. Brezka varnamálaráðuneytið sagði i tilkynningu um atburðinn, að Ægir ætti alla sök á árekstrinum. Sem fyrr segir er þetta alvarlegasti atburður þorskastriðsins til þessa, og á eftir að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Stjórnvöld munu væntanlega fjalla um þennan alvarlega atburð i dag, og búast má við hörðum viðbrögðum þeirra og almennings. Hafsteinn Hafsteinsson sagði i viðtali við Alþýðublaðið i nótt, að fjölmiðlum yrði send ýtarleg greinargerð um málið fyrir hádegi i dag, og verður nafn mannsins þá væntanlega birt. 150 milljónir fara í „veitingarekstur mötuneytanna 150 milljónir króna til „veitingahúsa” fjár- málaráöherra, borgar- innar og bankanna er sú upphæð sem næst verður komizt að greidd verði á þessu ári. Eins og Al- þýðublaðið hefur áður vakið athygli á, nema út- gjöld rikis og borgar, til reksturs hinna fjölmörgu mötuneyta starfsmanna þessara opinberu vinnu- veitenda, verulegum fjárhæöum árlega. Auk þeirra beinu útgjalda hef- ur, meö reglugeröará- kvæðum, veriö veitt sér- stök undanþága frá sölu- skattslögunum varöandi þennan rekstur. Meö þessum niöurgreiðslum af almannafé, nýtur fjöldi hátt launaðra embættis- manna og annarra opin- berra starfsmanna, skattfrjálsra friðinda, sem allur almenningur á alls engan kost á, og léti sér ekki til hugar koma að fara fram á. Fordæmi rikisins hefur orðið til þess, að starfs- menn stærstu einkafyrir- tækja landsins verða einnig aönjótandi sams konar friöinda að þvi er tekur til söluskattsins, sem i þessum mötuneyt- um er aðeins greiddur af hráefni til matargerðar- innar, sem yfirleitt er keypt i heildsölu. Þessi hrikalega mis- munun er með öllu óskilj- anleg þvi fólki, sem lög- um samkvæmt greiðir fullan söluskatt af hverj- um matarbita, sem keyptur er til heimilis i verzlunum og veitinga- húsum. Alþýðu manna er fyrirmunaö að hafa nokkra samstöðu til leið- réttingar. Veitingmenn og mat- sölur hafa enga aðstööu til að keppa viö þessar friðindamatstofur hins opinbera. Alþýöublaðið skýrði frá þvi, þegar samtök veitingamanna fengu sérfræðing til þess aö rannsaka hinar opin- beru matstofur, rekstur þeirra og lagalega stöðu. Hins vegar hefur það eitt heyrzt frá rikisstjórninni, að hún hafi fengið sænska hagræöingarmenn til þess aö endurskipuleggja þetta sérstæða matsölu- form, sem nýtur niöur- greiðslu af almannafé og undanþágu frá söluskatti. Hálf milljón á dag í matargjafirnar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.