Alþýðublaðið - 30.08.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.08.1973, Blaðsíða 3
BJ0RGUN KAUPIR PRAMMA Björgun hf ihugar kaup á 500- 600tonna pramma sem fyrirtækiö hyggst nota til dýpkunar. Þá var fyrirtækið meö i athugun að láta byggja fyrir sig nýtt 1500 tonna sanddæluskip i Hollandi, en fallið var frá þvi vegna mikils kostn- aöar og langs afgreiðslufrests á slikum skipum. Fullvist má telja að Björgun festi kaup á prammanum, sem nú er til sölu i Englandi. Hann geng- ur fyrir eigin vélarafli, og getur þvi fluttsig milli hafna, en i fram- tiðinni yrði hann mest notaður við hafnardýpkun og annan efnis- flutning á sjávarbotni. Miklar breytingar þarf að gera á prammanum, t.d. verður sett i hann vélskófla sem var á Grjótey, skipi sem Björgun hf notaði áður til efnistöku af sjávarbotni. Sá hæsti hefur selt fyrir 32 milljónir króna Sildveiði islenzku bátanna i Norðursjó hefur heldur dofnað upp á siðkastið. Þó er hún enn - miklu betri en i fyrra, bæði hvað ^ aflamagn og verð snertir. 1 siðustu viku seldu 29 bátar afla sinn i Hirthals i Danmörku, samtals 1710 lestir fyrir 33 milljónir króna. Meðalverðið var 19,28 krónur fyrir hvert kiló. Frá byrjun sildarvertiðar i ár er heildaraflinn orðinn rúmlega 21 þúsund lestir, en var i fyrra 19.500 lestir. Söluverðmætið i ár er 466 milljónir, á móti 241 milljón i fyrra. Aflahæsti báturinn er Loftur Baldvinsson EA, sem hef- ur fengið 1289 lestir og selt fyrir 32 milljónir. Gisli Árni RE hefur fengið 1210 lestir og selt fyri 25,6 milljónir og Súlan EA hefur feng- ið 1081 lest og selt fyrir 24,6 milljónir. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 86660 Frá mönnum og málefnum Mál, sem hlýtur að vinnast Umræðurnar i fyrrakvöld um landhelgisdeiluna við Breta og Þjóðverja, sem fram fóru i sjón- varpinu, benda okkur enn einu sinni á þá staðreynd, að þótt sameining eigi aö rikja um mál- ið, þá geta þeir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn ekki á heil- um, sér tekið, ef þeir hittast, út af ýmiss konar meiningarmun og tittlingaskit, sem þeir þurfa að viðra. Er það næsta óhugn- anlegt fyrir almenning að þurfa að horfa upp á slika óeiningu i máli, sem hann sjálfur, almenn- ingur, er sameinaður um. 1 þessum umræðum bar Eiöur Guðnason af hvað jákvæðar umræður snerti. Hann hafði ýmislegt til málanna að leggja. Það eftirtektarverða, sem kom fram við þessar umræður var itrekun þeirrar nauðsynjar að fjölga varöskipunum og herða þar með taugastriðið á miðun- um. 1 öðru lagi kom i ljós, aö óþarfi er aö sigla sifellt til Reykjavikur til að skipta um á- hafnir á varðskipunum. Auðvelt er aö flytja áhafnirnar i veg fyrir varöskipin og auka þannig úthaldstima þeirra. En jákvæð- asta viðhorfið var þó vissan um það, að þetta mál getur ekki far- ið nema á einn veg, sem sagt þann að málið vinnum við Islendingar þótt striðið kunni að taka nokkur ár Það finnst á, að þeir sjálf- stæðismenn hafa hugsað sér að reka eins konar tvö hundruð milna fleyg i landhelgismálið. Útfærslan i tvö hundruð milur er góö og gild og um hana mun verða samstaða, þegar fært þykir að leggja út i hana, og þá væntanlega eftir að alþjóöa- samþykki liggur fyrir. Alþingi eða rikisstjórn hefur ekki bundnar hendur i þvi atriði. Hins vegar er eðlilegt, að á meöan ekki liggur fyrir nein samþykkt alþjóðlegra stofnana um slika landhelgi, þá gæti orð- ið erfitt fyrir Islendinga að fylgja slikri útfærslu eftir, eink- um þegar haft er i huga að við getum ekki einu sinni variö fimmtiu milur vegna ónógs skipakosts. Það er engin ný uppfinning að óska sér tvö hundruö milna landhelgi. Hún litur stórkost- lega út á korti, og hún kemur með timanum. En á meðan ekki hefur náöst samkomu Iag um hana sem meginreglu, er mikill ávinningur að þvi fyrir Islend- inga að færa þó út eins langt og þeir treysta sér til i bili, enda skal þá haft i huga, að fimmtiu milna útfærsla er fyrst og fremst áfangi en ekki hin end- anlega niðurstaða. Það er þvi nokkuð hjákátlegt, þegar reynt er á ársafmæli út- færslunnar i fimmtiu milur að gera litið úr þeirri aö gerð með þvi aö benda á enn þá stórkost- legri lausn, vitandi vits um, að slik lausn er óraunveruleg i dag, svo óraunveruleg, að fulltrúi tvö hundruð milnanna hafði rétt sleppt oröinu um, að viö gætum ekki nógsamlega varið fimmtiu milurnar, þegar hann hóf tvö hundruö milna ræðu sina. Við skulum efla samstöðuna i landhelgismálinu. Það er aiveg réttmætt að vekja athygli á þvi að tvö hundruð milur geta i framtiöinni orðið þau mörk, sem ákvarða fiskveiðilögsögu okkar. En sem stendur erum viö sameinuö um fimmtiu milur og þaö þjónar engu að fara að rjúfa þá samstööu út af þvi sem hvort sem er kemur i framtiöinni. VITUS 1 7500 krónur fyrir 1 eitt herbergi og engar heimsóknir Um 250-60 námsmenn eru nú húsnæðislausir, hálfum mánuði áður en skólar byrja, „sagði Kristinn Sigurjónsson hjá hús- næðismiðlun framhaldsskóla- nema. Kristinn bætti við að þeir hefðu sent menntamálaráðuneyt- inu skýrslu um húsnæðismálin, en þaðan hefði ekkert frétz.t, nema hvað ráðuneytið hefði beðið um Hvar er sandkassinn, hvar er sandurinn, og hvað er þá að gera við skóflu og fötu? F.I. LJÓSPRENTAR Ferðafélag Islands hefur að undanförnu látið prenta þær ár- bækur, sem uppseldar eru fyrir löngu og ófáanlegar. Hefur þessu verki miðaö svo, að nú vantar aðeir.s 7 árbækur á, að þær séu allar fyrirliggjandi, en þetta rit hefur komið út allt frá árinu 1928. Enn á eftir að ljós- prenta árin 1944, 1955 og 1960- 1964. HORNIÐ Óánægð með eitthvað? Hringiö þá í HORNIÐ _ Síminn er 8-66-66. Reykingaleyfi upp á vasann „Beiðni um skriflegt reykingaleyfi er það fyrsta,sem foreldrar heyra frá fjölda barna og unglinga, sem hala veriö sendi til náms i nokkrum stærstu heimavistarskólum landsins. Sú skýring fylgir, að stjórnendur skólanna krefji nernendur um skriflegt samþykki foreldra, og þá sé ekkert til fyrirstöðu þvi, að nemendur reyki i húsakynnum skólanna. Vitað er, að sumstaðar er nemendum fengið sérstakt herbergi, þar sem þeir svæla allt það tóbak, sem þeir komast yfir. 1 reykingaklúbbnum er oft ráðið til lykta ýmsum þáttum félagslifsins i skólanum, og þá ekki sizt þvi, sem ekki fellur undir leiðsögu skólastjórnanna, og eftirlit þeirra. Þannig verður það mörgum metnaðarmál að komast i þennan hóp, sem hefur á sér blæ leynifélags og óleyfi- legra ævintýra. Náskyld þessari tilhögun er svo áfengisneyzla nemenda, sem er aftur á móti stranglega bönnuð, en talsverð brögð eru þó viða að I þessum sömu skólum. Tilhögun sú, sem hér hefur verið lýst að nokkru býður heim agaleysi og lélegum námsárangri. nákvæmari heimilisföng nokk- urra nema. Aðspurður um hvernig gengi að útvega húsnæði og hvað það kost- aði sagði Kristinn að það gengi illa að útvega húsnæði og verðið væri mjög upp og ofan. l>að væri t.d. mikill skortur á litlum ibúð- um. „Verðið er mjög breytilegt, sagði Kristinn, „mesta okurtil- boðið, sem við höfum fengið er 7.500 fyrir eitt herbergi. Sú kvöð fylgdi þessu herbergi að allar heimsóknir voru bannaðar og er þá kannski eins gott að búa i fang- elsi”. „Herbergi iBreiðholti var boðið á 6.000. Fyrirframgreiðsla er mjög algeng t.d. var krafizt 100.000 kr. fyrirfram fyrir her- bergi i Hraunbæ, sagði Kristinn. Kristinn sagði, að þrátt fyrir mörg óaðgengileg tilboð hefðu borizt önnur góð t.d. 3000 kr fyrir herbergi á Tómasarhaga og 10.000 fyrir herbergi, fæði og þjónustu við Háaleitisbraut. Glistrup loksins gómaður Eftir mikla fyrirhöfn virðast dönsku skattayfirvöldin loksins hafa náð haustaki á skatt- svikaranum kunna, Mogens Glistrup, sem hefur hrósað sér opinberlega af þvi að hafa leikið á skattalögin eins og harmóniku. I siðustu skattskýrslu sinni taldi Glistrup fram á sig 5,5 millj. króna tap og hefði samkvæmt þvi átt að vera laus við öll opinber gjöld - og raunar fyrir löngu átt að vera dauður af hungri eftir öllum guðs og manna lögum. Nú hefur skattalögreglunni tekiz.t að af- sanna ýmsa kostnaðarliði i skatt- skýrslu Glistrups og sanna tekjur á hann, sem hann „gieymdi” að telja fram. Þannig að tekjur hans til skatts hækka um 7-8 millj. kr. Kru dönsk skattayfirvöld nú að semja ákæruskjalið á hendur Glistrup. Þá hefur danska skatta- lögreglan einnig sannað svindl og skattsvik á hartnær 200 viðskipta- vini Glistrups, sem hann samdi framtöl fyrir, og eru ákæruskjölin á leið til þeirra. Fimmtudagur 30. ágúst 1973. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.