Alþýðublaðið - 30.08.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.08.1973, Blaðsíða 2
BYLTING I HJÚSKAPAR- MÁLUNUM Pamela Gray er 29 ára gamall lögfræftingur i Lundúnum. Ilef- ur hún vakið athygli fyrir hug- myndir sfnar um byltingar- kenndar breytingar á hjóna- bandinu. Ganga þær i megin- atriftum út á þaö, aö komiö veröi upp valkosti fyrir hjúskap — á hann aö vera fólginn i nokkurs konar „sambúðarsamningi”, þar sem eitt ákvæöi veröi Þr iggja mánaöa uppsagnar- frestur. V i 11 Pamela Gray endurmeta hjónabandið, eins og það hefur tiðkast öldum saman. Meö þessu móti vill hún komast hjá hjónaskilnuöum og koma i veg fyrir, að annar aöilinn verði látinn bera sökina. Pamela er frá Astraliu og kom til Knglands fyrir fimm árum slö- an. Um tima var hún næstum komin i hnappheldu hjóna- bandsins en loks snerist henni hugur, á siöustu stundu, taldi sig ekki geta gengið að þeim að- stæöum, sem hið hefðbundna hjónaband býöur upp á. Sjálf segir hún, aö ástæðan til þess aö hún hafi tekiö aö hugsa um bylt- ingarkenndar breytingar á bjónabandinu sé öll sú sorg og eymd, er hún hafi orðið vitni aö I réttarsöium Lundúnaborgar. Ungir sjómenn týnast fremur en eldri sjómenn Danska blaöiö Aktuelt /irti ný- lega lista með nöfnum 30 ungra danskra sjómanna, sem saknaö er. Ilefur birting hans vakiö at- hygli og oröiö til þess, aö raddir hafa heyrzt um nauðsyn þess aö öll þessi mál verði tekin til læki- lcgrar athugunar. Hefur einn danskur útgerðarmaður haft orö á þvi, aö fullkomin ástæöa gæti verið til aörannsaka ræki lega áhafnarlista skipanna; hugsanlegt væri, að þar væri að finna „afturgöngur”. Ætti þaö þá einkum við um þau skip, sem hafa orðið fyrir því að menn hafa týnzt af þeim. Kftirtektarvert er, að flestir ungir mcnn, er horfið hafa af skipum, hafa verið sjómenn á strandsiglingaskipum. Oft er þaö svo, aö áhafnir slfkra skipa er nær einvörðungu unglingar aö því sem næst. Sautján ára unglingur hvarf af skipinu „Anni Klint” á Atlantshafi hinn 17. mai 1972. Kétt áður en það gerðist hafði hann ritað foreldr- um sinum bréf, þar sem hann sagði meðal annars: „Ég er hrjáður og þjáður, með tvö glóðaraugu og allir um borð hatast við mig”. Dröhse út- gerðarmaður I Rudköping segir,- að „við höfum okkar meiningar um það, sem gerist”. Ahöfn skipsins var yfirheyrð i Lissa- bon og þrir úr áhöfninni voru kallaðir heim til Danmerkur til yfirhcyrslu. „Ég hef ekki séð rannsóknarskýrsl urnar, en rikissaksóknarinn hefur ákveðið að hafast ekkert að i málinu”, segir útgerðar- maðurinn. „Én ég get mætavel I skilið ef unglingar verði þung- ( lyndir viö slikar aöstæður og hverfi siðan. Aðrir renna eða falla fyrir borð. Og raunar get ég ekki útilokað þann mögu- leika, að einhverjum sé stjakað fyrir borð um dimma nótt”, 1 segir útgerðarmaðurinn. ’ Jakob Kasmussen hjá Sjó mannasa m bandinu segir, að það nái engri átt að skrá börn strandsiglingar. „Við höfum krafizt þess, að skráningarald- t urinn verði miðaður við 18 ár en * rlkisstjórnin hefur viljað miða við 16 ára. Knginn vafi er á þvi, að það er erfitt verk að vera há- seti, jafnvel þótt allar aðstæður hafi batnað að mun frá þvi, sem áður var”, segir Jakob. , ~.ð i I 1 HVERSU MARGIR DEYJA IVINNUNNI? Hve margir 800 þúsund danskra verkamanna deyja i vinnunni? Hve margir þeirra örkumlast þar? Og hvers vegna? Þessum þrem umfangsmiklu spurning- um hefur ekki verið unnt að svara til þessa, en nú á að taka upp athugun á þeim sviðum, er þær fjalla um. Þrir læknar og fjórir starfsmenn verkalýðs- samtakanna munu siðari hluta sumars hefja samræmdar at- huganir á þessum málum. Verða þá kannaðar allar sjúkraskýrslur á dönskum sjúkrahúsum, að sögn danska blaðsins Aktuelt. Að baki þessarar rannsóknar stendur nýstofnað fyrirtæki, er nefnist Dansk Miljöværn, hvað útleggst sem Danska Umhverf- isverndin eða eitthvaö þesslegt. Er það fyrsta þessarar tegund- ar, sem er beinlinis i eigu verkalýðsins sjálfs. Er þvi ætlað að starfa á vettvangi mengunar og umhverfismála og þegar hef- ur safnazt svo mikið hlutafé, að stofnun fyrirtækisins getur farið fram i ágúst-mánúði næstkom- andi. „Við munum leggja sér- Umfangsmikil rannsókn fyrirhuguð í Danmörku í haust stakt kapp á að rannsaka verka- fólkið sjálft og þær aðstæður, sem þvi eru búnar”, segir Karl P. Laursen, skrifstofustjóri. „Til þessa hefur okkur vantað tölulegar upplýsingar um um- hverfissjúkdóma, mér kæmi ekki á óvart þótt i ljós kæmi, að t.d. krabbameinssjúkdómar þrifist i vissum atvinnugrein- um. Þær fáu og takmörkuðu rannsóknir, er til þessa hafa fariö fram, hafa ekki veitt full- nægjandi upplýsingar um þetta mál”, segir hann. Danska Umhverfisverndin hefur i fyrstu umferð lagt meg- ináherzlu á að selja hlutabréf meðal vinnandi fólks. Hvert hlutabréf kostar 1000 danskar krónur, þ.e.a.s. um 16000 isl. krónur. „Til þessa höfum viö aðeins átt aðgang að Akademi- unni fyrir tæknileg visindi, en hún hefur nær eingöngu sinnt verkefnum fyrir iðnaðinn og iönfyrirtækin en látið verkafólk- iö lönd og leið. Danska Um- hverfisverndin verður ekki að- eins þjónustustofnun, heldur mun hún starfa á miklu fleiri sviðum. Hún mun reka um- fangsmiklar rannsóknir á rann- sóknastofum, framkvæma at- huganir úti á vinnustöðunum sjálfum, þróa hreinsiaðferðir og hreinsistofnanir og yfirleitt reka rannsóknir i mengun bæði á náttúrunni sjálfri og úti á vinnustöðunum”, sagði Karl P. Laursen i lok viðtalsins við Aktuelt. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■ rSÍllllllllEiA Mér er skitsama hvort pabbi þinn er islandsmeistari I lyft- ingum. Sendu hann hingað og við skulum sjá hvað pabbi minn gerir við hann... ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ LAUNAÐI SÓDMENNSKUNA MED ÞVf AD SLASA MISKUHNSðMU SAMVERIANA Góðmennskan getur stundum komið fólki illa I koli, og þannig fengu hjón illi- lega að kenna á þvi á sunnudagskvöldiö á Rööli, er þau ætluöu að hughreysta 16 ára stúlku sem var þar mjög niðurdregin og grátandi. Hjónin tóku stúlkuna tali og vildu hjálpa henni á allan máta. Brá svo við að sorg stúlkunnar snerist i ofsareiöi og sparkaði hún af öllum kröftum i nára mannsins, sem þegar brotnaði saman af sársauka. Kkki lét stúlkan þar við sitja, heldur skvetti úr fullu vatnsglasi framan I kon- una, rak glasið upp undir höku hennar og skar hana til blóðs. Var þá leikurinn skakkaöur og stúlkan flutt í fangageymslur lögreglunnar, en hjónin héldu til sins heima illa leikin eft- ir þennan skjóta endi skemmtunarinnar. Knn kenna hjónin I brjóst um stúlkuna, og vilja ekki kæra en frúnni þætti vænt um ef stúlkan vildi bæta sér nýju angórapeys- una sem eyðilagðist af blóði. €r Fimmtudagur 30. ágúst 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.