Alþýðublaðið - 30.08.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
stjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
'götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf.
FENDURNIR TVEIR
Kjaramálaráðstefna Alþýðusambands ís-
lands lauk störfum i gær eftir tveggja daga
þinghald. Þar samþykktu leiðtogar verkalýðs-
hreyfingarinnar kjaramálaályktun, sem lögð
verður til grundvallar kröfum verkalýðsfélag-
anna við ihöndfarandi kjarasamninga. Við lest-
ur þeirrar ályktunar koma menn strax auga á
eitt meginatriði. Það er, að verkalýðshreyfingin
telur sig nú eiga i höggi við tvo aðal-andstæð-
inga. Annars vegar við atvinnurekendur i land-
inu. Hins vegar við rikisstjórnina. Þessi stað-
reynd er glöggt afmörkuð i kjaramálaályktun
ráðstefnunnar. Ein krafan beinist að atvinnu-
rekendasamtökunum. Sú næsta að rikisstjórn-
inni og verkalýðshreyfingin býr sig undir bar-
áttu við báða.
Ef á annað borð er hægt að greina á milli
þeirra umsagna, sem þessir tveir aðalandstæð-
ingar verkalýðshreyfingarinnar fá i kjaramála-
ályktun verkalýðssamtakanna, þá er munurinn
frekast á þá lund, að rikisstjórnin fær öllu harð-
ari orð i eyru frá alþýðusamtökunum, en þeirra
gamalgróni höfuðandstæðingur — atvinnurek-
endavaldið i landinu.
Verkalýðshreyfingin mótmælir þannig harka-
lega þeirri verðbólguþróun, sem orðið hefur i
landinu og bitnað hefur sérstaklega þungt á lág-
launafólki og beinir þeim ákveðnu kröfum til
rikisvaldsins, að gagngerar úrbætur verði gerð-
ar i þessum efnum.
Verkalýðshreyfingin staðhæfir, að á samn-
ingstimabilinu — valdatima núverandi rikis-
stjórnar — hafi bilið milli láglaunafólks og
þeirra hærra launuðu enn aukizt til muna, þrátt
fyrir siðustu samninga, sem áttu að hamla gegn
þeirri öfugþróun.
Verkalýðshreyfingin gagnrýnir harðlega þró-
unina i húsnæðismálum i valdatið rikisstjórnar-
innar og setur fram afdráttarlausa kröfu um
verulegar umbætur á þvi sviði.
Verkalýðshreyfingin ræðst harkalega á ný-
lega gerðar skattalagabreytingar rikisstjórnar-
innar og heimtar gagngera breytingu i skatta-
málum, sem bæði tryggi verulega lækkun
skatta hjá almennu launafólki og beinist einnig
að þvi, að eignamenn og sjálfstæðir atvinnurek-
endur verði látnir greiða skatta i samræmi við
raunverulegar tekjur og eignir sinar.
í þessum kröfum verkalýðssamtakanna felst
þungur dómur um þá rikisstjórn, sem hóf feril
sinn á þvi að skira sjálfa sig „stjórn hinna vinn-
andi stétta”. En þann dóm á rikisstjórnin fylli-
lega skilið að fá. Hún hefur brugðizt öllum sin-
um fögru fyrirheitum. Hún hefur brugðizt
stuðningsmönnum sinum. Hún hefur brugðizt
stéttasamtökunum. Hún hefur brugðizt allri
sannri vinstri stefnu i landinu og ber nú meginá-
byrgðina á þvi, að þrátt fyrir nær eindæma hag-
stæðar ytri aðstæður þá eru verðbólga og skatt-
pining á góðri leið með að ræna launafólkið
bróðurpartinum af þeim kjarabótum, sem feng-
ust fram eftir erfiðar samningaviðræður haustið
1971.
Þess vegna stillir verkalýðshreyfingin rikis-
stjórninni nú upp við hliðina á atvinnurekenda-
valdinu i landinu og segir við félagsmenn sina:
þarna eru andstæðingarnir. Þarna eru þeir aðil-
ar, sem kjarabarátta okkar á komandi hausti
skal beinast gegn.
Gylfi Þ. Gíslason skrifar:
Um efnahagsmál
3. grein
Afkoma atvinnuveganna
SJAVARÚTVEGUH er mikil-
vægasti atvinnuvegur lslend-
inga. Hagur þjóöarinnar hverju
sinni er mjög háður aflabrögð-
um og verðlagi sjávaraflans. I
fyrra er sjávarafurðafram-
ieiðslan talin hafa minnkað um
K% frá fvrra ári, og útflutnings-
framleiðsla frystra fiskafurða
minnkað um 8% að magni til.
Hins vegar nam verðhækkun
sjávarafurða frá árinu á undan
rúmlega 10%, þannig að verð-
mæti heildarframleiðslunnar
jókst um tæp 4%. A hinn bóginn
telur Ilagrannsóknadeildin i
skýrslu sinni um þjóðarbúskap-
inn 1972, að vegna kostnaðar-
hækkana og minnkunar þorsk-
aflans hafi afkoma sjávarút-
vegsins versnað verulega á siö-
ast liðnu ári, einkum þorsk-
veiða, frystingar og söltunar. t
skýrslunni er talið, að brúttó-
hagnaöur frystingar hafi lækk-
að úr 465 millj. kr. 1971 i 350
millj. kr. i fyrra, og brúttóhagn-
aður, söltunar og herzlu hafi
lækkað úr 170 millj. 1971 i 50
millj. kr. i fyrra. Hagnaður
bátaflotans hafi lækkað úr 360
millj. kr. i 170 millj. kr. Afkoma
togaranna cr einnig talin hafa
versnað verulcga. Brúttótap
togaraflotans hafi i fyrra numið
um 40 millj. kr., þótt rikisstyrk-
ur og bætur aflatrygginga hafi
numið um 80 millj. kr. Arið á
undan var brúttóhagnaður tog-
araflotans talinn hafa numið um
1 millj. kr., og er þá meðtalinn
ríkisstyrkur og bætur aflatrygg-
inga, um 39 millj. kr.
IÐNAÐARFRAMI.EIÐSLAN
er i fyrra talin hafa aukizt
minna en árið á undan. 1971
jókst hún um 17% en i fyrra um
6—8%. A árunum 1969, 1970 og
1971 var afkoma iðnaðarins I
heild mjög hagstæð. I fyrra var
hún hins vegar talin hafa orðið
mun lélegri. Er skýringin eink-
um talin mikil hækkun launa-
kostnaðar i fyrra samanborið
við hækkun vcrðs á framleiðslu-
vörum iðnaðarins.
Framleiðsla LANDBUNAÐ-
ARINS er ennfremur talin hafa
vaxið minna í fyrra en árið á
undan eða rúmlega 4% i fyrra
miðað við 9% 1971. Bygginga-
starfsemi og mannvirkjagerð er
talin hafa aukizt um 10% i fyrra.
i skýrslu Hagrannsóknadeild-
arinnar er að finna spá um (JT-
FLUTNINGSFRAMLEIÐSL-
UNA og útflutnings á þessu ári.
Er þar gert ráð fyrir um 3%
minnkum þorskaflans, 25%
minnkun humarafla, og ó-
breyttum rækju- og hörpudisks-
afla. Reiknaö er með loðnuafl-
anum eins og hann reyndist, en
um fast að 60% aukningu var að
ræða frá fyrra ári. Gert er ráð
fyrir, að ÚTFLUTNINGS-
VERÐLAG verði miklu hærra I
ár en i fyrra. Verðlag frystra af-
uröa er taliö veröa um33%
hærra en i fyrra. Útflutnings-
verðlag mjöls og lýsis er talið
muni meira en tvöfaldast I ár.
Verðhækkun saltfisks er talin
verða 35—40%, og verðhækkun
skreiðar yfir 50%.
Ef litið er á útflutninginn 1
lieild, er þvi spáð, að inagn
vöruframleiðslu til útflutnings
aukist um rúm 9% á þessu ári og
að verðlag vöruútf lutnings
hækki um 39% i Islenzkum krón-
um, reiknað frá meðaltali árs-
ins 1972. Gengislækkun krón-
unnar á þessu ári gagnvart
gjaldeyri útflutningslanda er
hins vegar talin 11%. Með hlið-
sjón af þvi er hækkun útflutn-
ingsverðs I erlendum gjaldeyri
milli áranna 1972 og 1973 talin
um 25%.
Af þessum tölum er Ijóst, að
nú i ár eiga tslendingar vel-
gengni sina fyrst og fremst aö
þakka mjög hagstæðu útflutn-
ingsverðlagi og meiri hækkun
þess en dæmi eru um áður i sögu
þjóöarinnar.
SUAAARHATIÐ
í Stapa n.k. laugardag
Sumarhátið verður haldin laugardaginn
1. sept. n.k. i FÉLAGSHEIMILINU
STAPA, Ytri-Njarðvik.
Á dagskránni:
'k JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, alþm.,
flytur ávarp.
'k GUÐMUNDUR JÓNSSON, óperu-
söngvari, syngur við undirleik ÓLAFS
VIGNIS ALBERTSSONAR
★ JÓN B. GUNNLAUGSSON flytur
skemmtiþátt.
"W Hljómsveitin HAUKAR leikur fyrir
dansi.
Fjölmennum öll í fjörið*á Stapanum — All-
ar veitingar á staðnum.
FUJ
W//\
KJORDÆMAFUNDIR ALÞÝÐUFLOKKSINS
• •
A VESTFJORÐUM
laugardaginn 1. sept. n.k. kl. 14,30
Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins i
Vestfjarðakjördæmi boðar til fundar i kjör-
dæmisráðinu laugardaginn 1. september n.k.
Fundurinn verður haldinn i FUNDARSAL
KVENFÉLAGSINS Á FLATEYRI og hefst kl.
14.30.
Formaður Alþýðuflokksins, GYLFI Þ.
GISLASON, mætir á fundinum og hefur fram-
s®£u’ Stjórnin
Fimmtudagur 30. ágúst 1973.
o