Alþýðublaðið - 30.08.1973, Page 10
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
VINATTAN í
FYRIRRÚMI
Júdófélag Reykjavikur gengst
fyrir „septembernámskeiði” i
júdó. Er það eins konar undirbún-
ingur fyrir aðalstarfsemina, sem
hefst i byrjun október. Félagið á
þá von á erlendum þjálfara, sem
ætlunin er að kenni hjá félaginu
næsta ár. Er það mjög reyndur
keppnismaður og vel menntaður
þjálfari. Júdófélag Reykjavikur
er orðið nokkuð öflugt félag hvað
varðar keppnismenn. Er
skemmst að minnast sigra Svav-
ars M. Carlsens á Norðurland-
meistaramótinu, og Sigurðar Kr.
Jóhannssonar i Tékkóslóvakiu i
vor.
Ætlunin er að gefa mönnum á
ýmsum aldri kost á æfingum,
hverjum við sitt hæfi, á þessu
septembernámskeiði, og verður
þvi haldið áfram fyrir hina ýmsu
aldursflokka, sem áhuga hafa.
Einnig verða æfingar fyrir kven-
fólk á þessu námskeiöi.
Æfingataflan verður sem hér
segir:
Mánudagar kl. 18-19 karlmenn
35ára og eldri, þriðjudagar kl. 18-
19 drengir 15 ára og yngri, þriðju-
dagar kl. 19-20 framhaldsflokkur
og byrjendur 16-35 ára, miðviku-
dagar kl. 18-19 kvennaflokkur,
fimmtudagar kl, 18-19 karlmenn
35 ára og eldri, fimmtudagar kl.
19-20 framhaldsfl. og byrj. 16-35
ára, föstudagar kl. 18-19 drengir
15 ára og yngri.
Æfingar hefjast 3. sept. i húsi
félagsins við Nóatún (á horni
Skipholts og Nóatúns).
Allmikið var um vináttuleiki i
knattspyrnu um sfðustu helgi;
enda deyfð yfir deildarleikjun-
um vcgna utanfarar islenzka
knattspyrnulandsliðsins. Við
höfum þegar sagt frá úrslitum i
leik Selfoss og Vestmannaeyja
sem lauk með sigri þeirra siðar-
nefndu 11:0.
A Akureyri léku heimamenn
við KR, og varð jafntefli 1:1.
Mörkin skoruðu Sigurbjörn
Gunnarsson fyrir ÍBA og Björn
Pétursson fyrir KR. Á isafirði
léku heimamcnn tvo leiki við
ÍBK, töpuðu fyrri en unnuþann
seinni nokkuð óvænt 4:1.
I>essi mynd var tekin fyrir
okkur á Akureyri á laugardag-
inn, af leik ÍBA og KR (AB-
mynd: JEG).
HEIMSMET
Sovézka stúlkan Nadeska
Tsjismva setti nýtt heimsmet i
kúluvarpi kvenna á þriðjudaginn,
varpaði 21,20 metra. Hún átti
sjálf eldra metið sem var 21,03
metrar,settá Ólympíuleikunum i
Munchen i fyrra.
Gáfu 11,900 krónurli
i gær kom starfsmaður Prentsmiðjunnar Odda og Sveinabókbandsins áí
ritstjórnarskrifstofur Alþ.bl. og afhenti 11,900 krónur i Haukssöfnun frá(
starfsfólki þessarra tveggja fyrirtækja. Um leið og þetta rausnarlegaS
framlag er þakkað, skal tækifærið notað til að hvetja starfsmenn annarra S
fyrirtækja að íylgja þessu fordæmi og efna til söfnunar meðal samstarfs- ^
manna. S
Haukssöfnun er nú um það bil hálfnuð, en henni lýkur 9. september. Nú er S
um að gera að láta endasprettinn verða glæsilegan, og er þar helzt treyst á ^
iþróttamenn, hvar i flokki sem þeir standa. Munið girónúmer söfnunarinn- S
ar, 20002, sem Hjálparstofnun kirkjunnar hefur lánað af velvild. ^
Framtíðarstarf
Nokkur störf eru laus hjá okkur, sem
myndu henta ungum mönnum með Sam-
vinnuskóla- eða Verzlunarskólapróf.
Vinsamlegast hafið samband við starfs-
mannastjóra.
Stuðningsfólk séra
Halldórs S. Gröndals
hefur opnað skrifstofu i Suðurveri. Simar
20377 Og 20910.
Hús & híbýli
Eina islenzka blaðiö um
hús og híbýli, vandað,
fjölbreytt, fullt af hug-
myndum.
Nýtt töluhtað kmnift og þaft liggur
vift aft þaft sé slegizt um hvertein-
tak, sein keniur úr hókhandi.
Askriit er ódýr, 250 kr, fvrir 4 blöð
á þessu ári (2 blöð frá 1972 fylgja
i kaupbæti). Sendið pönlun strax.
9 Póstift i alin. bréfi meftf.
pöntuiiarseftil og greiftslu I
strikuftiim tékka.
9 Pantift i giró i uæsta pósthúsi,
b a n k a , b a n k a li t i li ú i e fta
sparisjófti. Póstgiróreikuiiigur
illimer 10678.
0 Pautift i póstkröfu i sima
10678.
Til Nestor / llús & llibyli Austiirstræti 6. Reykjavik.
Undirr. óskar eftir að gerast áskrifandi að Hús & hibýli:
Nafn:
lleimili:
Um næstu helgi halda félagar úr HSK í melskurð,
en ungmennafélögin hafa mikið beitt sér fyrir
landgræðslustarfi. Hér fer á eftir boðsbréf HSK til
félaga sinna um tilhögun melskurðarins.
A siðasta héraðsþingi HSK var
saniþvkkt að ungmennafélagar
innan HSK vinni að söfnun mel-
fræs laugardaginn 1. september.
Eru þvi ungmennafélagar boðað-
ir til melskurðar umræddan dag.
Ungmennafélagar í Rangár-
vallasýslu eiga að skera mel i
Austur-Landeyjum, og skuiu þeir
vera komnir að Skiðbakka - kl.
13.30.
Ungmennalélagar úr Arnes-
sýslu eiga að skera mel við Þor-
lákshöfn, og
vera komnir að
K.Á. kl. 13.30.
skulu þeir
verzlunarhúsi
Menn frá Landgræöslu ríkisins
verða fólki til leiðbeiningar við
melskurðinn.
Landgræðslan útvegar poka
undir melfræin, en þátttakendur
skulu hafa með sér hnifa (stórir
vasahnifar eða dálitið stærri hnif-
ar eru ágætir) og ágætt er að hafa
50 kg strigapoka til þess að skera
Við leggjum rika áherzlu á að
hvert félag sendi hið minnsta 5
manns og sé a.m.k. fimmti hver
þátttakandi fullorðinn. Æskilegt
væri að sjálfsögðu að þátttakend-
ur yrðu fleiri.
Æskilegt væri að fá að vita um
væntanlegan þátttakendafjölda,
og eru formenn ungmennafélag-
anna beðnir um að hafa samband
við formenn viðkomandi land-
græðslunefndar þ.e. i Árnessýslu,
Arnór vKarlsson, Bóli, Biskups-
tungum, og i Rangárvallasýslu:
Olgeir Engilbertsson, Nefsholti,
Holtum, eða Guðmund Guð-
mundsson frkvsti. HSK, simi
1189.
ERIEWIIR MALFARI TIL IR
HSK I MELSKURD
0
Fimmtudagur 30. ágúst 1973.