Alþýðublaðið - 04.09.1973, Blaðsíða 12
alþýðu
inmm
Hitinn i gær i Reykjavik
komst upp i 13 stig, en mestur
hiti á landinu mældist á Hellu,
eöa 15 stig. 1 dag er spáð norð-
austan kalda eða stinningskalda
á suður- og vesturlandi. Gera
má ráð fyrir rigningu á norðan-
verðum vestfjöröum. A norður
og austurlandi er spáð norð-
austan kalda og þoku eða súld.
A miðvikudag er gert ráð
fyrir austan átt og skýjuðu á
suður- og vesturlandi. Gert er
ráö fyrir þoku á austurlandi, en
björtu veðri i innsveitum norð-
anlands.
KRILIÐ
Boltaií//<-//✓//
■ IjÚKft UPP 2>fíYK /■CJ* SKC/S?
Bhur KuLÞI
m>ue Tjm \£/*S
1
f TO/f/Y V/ÐKV Æ/nuR
UTftH FOR F/BM
ÖÞOK Kl EKK/ HElL
PN6 FÆÐIR
f
ijÓDft Æí>/ KO/Úft
■ ENV p/m
HOKKJjt rtiÐlN N
FoRfí^
»
INNLÁNSVIDSKIPTi LEID
' «\TIL LÁNSVIDSKIPTA
Mbínaðarbank
[ty ISLANDS
KOPAVOGS APÚTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
SENDIBIL ASfOÐlN Hf
BIFREHIAVERKSTÆÐIN
LEGGIA UPP LAUPANA
Tvö bifreiðaverkstæði i
Reykjavik hættu starfssemi nú
um mánaöamótin, og vitað er
um a.m.k. þrjú önnur, sem
ihuga alvarlega að loka vegna
rekstrarörðugleika, sem stafa
fyrst og fremst af verðlags-
ákvæðum á útselda vinnu. Telja
bifreiðaverkstæðin þau með öllu
óraunhæf og siður en svo til
hagsbóta fyrir viðskiptavini
sina, auk þess sem þau valdi
beiniinis flótta úr þessari iðn-
grein. Eru nú i þessari grein
starfandi álika margir menn og
árið 1965, þrátt fyrir það, aö bif-
reiðaeign landsmanna hefur
hraðvaxið.
Er nú svo komið, aö algengur
biðtimi vegna viðgerða er 4 — 5
vikur, og allt aö tveim mánuð-
um i réttingavinnu. Hefur
ástandið i þessum efnum farið
hriðversnandi undanfarið og
eru horfurnar sizt batnandi, ef
Siöasta vika var afburðagóð hjá
islenzku sildarbátunum i Norður-
sjó. Þeir fengu 2350 lestir sem
seldust á 62 milljónir. Eins og svo
oft áður var Loftur Baldvinsson
EA með mestan afla, tæplega 150
lestir, sem hann seldi fyrir tæpar
verkstæöin loka nú hvert af
öðru.
Sérstöku máli gegnir um
verkstæði bilainnflytjenda, sem
byggja söluaukningu á góðri
viðgerðaþjónustu. Má segja, að
þar sé tekið út öðrum vasanum
og sett I hinn, til þess að halda
gangandi verkstæðum, sem
stöðugt tap er á. Telja bilaverk-
stæðin alvarlegustu ágallana
vera þá, að verðlagsákvæðin
taki ekkert tillit til kostnaðar
við skipulagningu og bættan
tækjakost, sem kemur viö-
skiptavinum ekki siður til góða
en verkstæöunum. Viröist nú-
verandi ástand knýja til minnk-
andi rekstrareininga með sára-
litlu starfsliði, sem stundum er
vanbúið nýjustu tækjum, að-
stöðu og hagræðingu, sem leiðir
oft til dýrari þjónustu fyrir bíla-
eigendur, en að engu leyti til
hagsbóta fyrir iðnaðarmenn,
fjórar milljónir. Aflaverömæti
þessa eina skips er frá upphafi
vertiðar 36 milljónir, og heildar-
aflaverðmæti Islenzku bátanna
528 milljónir.
Alls fékk 31 bátur afla i siðustu
viku.
sem aö viðgerðum starfa. Ekki
hefur ástandiö verið gott i þess-
um efnum, og, eins og áður seg-
ir, horfurnar vægast sagt
skuggalegar. Má telja vist, að
þetta verði eitt aðalmálið á
fundi bilgreinasambandsins á
laugardaginn kemur.
Sá orðrómur hefur fengið byr
undir báða vængi i Bretlandi, að
Karl krónprins hafi i hyggju að
ganga að eiga Margréti prins-
essu, dóttur Michaels, fyrrum
Rúmeniukonungs.
Karl og Margrét hittust i
veizlu á heimili hins landlausa
konungs.
Margrét er vel menntuð — og
að sögn er Elizabet drottning
hina ánægðasta með hana svo
og Anna prinsessa. Það gætu þvi
orðið tvö konungleg brúðkaup i
Bretlandi i haust.
Mokveiði í Norðursjó
GIFTIST KARL
MARGRÉTI?
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
JAPANIR VILJA
SETJA HÉR UPP
TÚNLISTARSKÚLA
:::: Japönsku hljóðfæraverk-
smiðjurnar Yamaha hafa mik-
:::* inn hug á að koma á fót hér á
i; landi, i samvinnu við umboðs-
:::; mann sinn, Poul Bernburg, tón-
:::: skóla þar sem kennt yrði á raf-
:::: magnsorgel með aðferð, sem
byggist á hópkennslu. Að þvi er
Gunnar Bernburg sagði við Al-
þýðublaðið standa verksmiðj-
urnar fyrir slikum skólum um
allan heim, og til marks um það,
hvað kennsla þessi er vinsæl,
nefndi hann, að i Noregi hafa út-
skrifazt i orgelleik um 10 þúsund
nemendur á undanförnum
þremur árum.
Kennslan fer þannig fram, að
hver nemandi situr við sitt orgel
með cyrnartæki og er gert ráð
fyrir, að minnst tiu nemendur
séu i hverjum námshópi. Kenn-
arinn situr fyrir framan skipti-
borð og getur stillt inn á leik
hvers nemanda fyrir sig, og
einnig rætt við hvern einstakan
um heyrnartækin. Að sögn
Gunnars vill Japaninn helzt, að
nemendurnir séu ekki teknir i
skólann eldri en fjögurra ára, og
jafnvel strax og þeir fara að
tala. Þá er reyndar ekki strax
byrjað á orgelkennslunni
sjálfri, heldur er byrjað að
þjálfa tóneyrað.
Gunnar Bernburg sagði, að
ýmsir örðugleikar væru á að
koma upp slikum orgelskóla
hér, aðallega fjárhagslegir. 1
fyrsta lagi er stofnkostnaður
ákaflega mikill þar sem kaupa
þarf i það minnsta tiu orgel, auk
skiptiborðsins. Þá er vandkvæð-
um bundið að fá kennara þar
sem hann yrði að fara til Japan
að læra þessa sérstöku kennslu-
aðferð. Reyndar hafa Japanirn-
ir boðizt til að senda hingað
kennara, en hann yrði til litils
gagns, sérstaklega fyrir byrj-
endurna. ,,En þessi skóli kemur
vafalaust á endanum”, sagði
Gunnar Bernburg.
Yfirmaður, eða skólastjóri,
allra tónskóla Yamahaverk-
smiðjanna er staddur hér á
landi, og i fyrrakvöld hélt hann
orgeltónleika i háskólabiói.
Sjálfur hóf hann nám i oreglleik
fjögurra ára eftir kennsluaðferð
Yamaha. Hann lék á dýrasta
Yamahaorgelið, sem flutt hefur
verið til landsins, og jafnvel
dýrasta rafmagnsorgelið sem,
yfirleitt hefur verið flutt hingað
— verð þess er 600 þúsund krón-
ur. Tónleikar þessir voru vel
sóttir, — talið er, að um 7—800
manns hafi sóttt þá, en aðgang-
ur var ókeypis.
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
■ ■■■
PIMM á förnum vegi
Ætlar þú að hætta að kaupa brezkar vörur?
Ólafur Agústsson, skrifstofu-
maður.:
Ég er mjög meðmæltur þvi að
almenningur bindist samtökum
um að kaupa ekki enskar vörur.
Ég geri ráð fyrir að ég hætti að
kaupa enskt strax i dag. Þó hef
ég nú ekki i hyggju að selja
Land-Roverinn og fá mér
ameriskan jeppa.
Guömundur V aldim arsson,
fangavörður.: Við eigum að
hætta að kaupa brezkt skilyrðis-
laust. Ég fyrir mitt leyti er
löngu hættur að kaupa vörur frá
Englandi. Almenningur verður
að bindast samtökum um að
kaupa ekki brezka framleiðslu.
Það nægir ekki að tala um hlut-
ina. Það verður að framkvæma.
Kristinn Þorkelsson, starfar hjá
Eimskip.: Auðvitað eigum við
að hætta að kaupa vörur frá
Englandi. Ég hef reynt að forð-
ast að kaupa t.d. enskan fatnað
og yfirleitt allt enskt. Ég hef trú
á, að samtök geti myndazt um
að kaupa ekki enskar vörur.
Sigurborg Garðarsdóttir, hús-
móðir.: Ég er ekki hlynnt þvi,
að við hættum að kaupa enskar
vörur. Ég tel það alls ekki
heppilega leið til að ná árangri i
landhelgisdeilunni. Við verðum
að reyna einhverja aðra leið.
Það má hins vegar vel vera að
fólk hætti að kaupa enskar vör-
ur.
Guðrún Tómasdóttir, nemi I
Armúlaskóla.: Ég hef nú ekki
spekúlerað neitt i þessu. Ég veit
ekki einu sinni, hvort ég er i
enskum fötum. Það væri
kannski reynandi að hætta að
kaupa enskar vörur. En það er
auðvitað ekki til neins, ef fólk er
ekki samtaka i þessu.