Alþýðublaðið - 13.09.1973, Síða 3

Alþýðublaðið - 13.09.1973, Síða 3
Vændiskona nokkur i Frakk- landi sagði nýlega frá því i út- varpsþætti hvað hún heföi i tekj- ur. Og samkvæmt þvi hefur hún liðlega 300.000 isl. kr. á mánuði. Hún sagöi, aö þetta hefðu verið meðaltekjur hennar á mánuði siðastliðin sex ár. Nokkrum vik- um seinna fékk hún skattseðil upp á 3 milljónir. * * * Fegrunarlyf, sem framleitt er úr ákveðnum liffærum moskus- hjartarins hefur lengi notið vin- sælda hjá kvenþjóðinni. Astæð- an er talin sú að lyktin laðar að karlmenn af sömu ástæðu og lyktin frá kynhormónum kon- unnar laðar þá að. M -fc & Blaðaljósmyndari við blað eitt i Bandarikjunum tók að kvöldlagi mynd af látnum ungl- ingi 1 bilflaki. Hann hafði lengi tekið fjölda mynda af slysum. Þegar hann kom á blaöiö og framkallaði myndina, sá hann að hinn látni var hans eigin sonur. * * * Erlendir sendiráösmenn i Bretlandi og háttsettir emb- ættismenn koma mjög oft á fund gleiðikvenna og skattgreiöend- ur borga brúsann. Svo segir Norma Levy, sem var aðalper- sónan i vændishneykslinu i Bretlandi i sumar. Norma segir að háttsettur maður I utanrikis- ráðuneytinu sé milligöngumað- ur og að utanrikisráðuneytiö borgi siöan reikninginn. -Íí M M I ljós hefur komið aö meirihluti unglinga i London hefur tekið þátt i ofbeldi og 10% þeirra er spurðir voru, likar ofbeldi. Þetta kemur fram i skýrslu lækna er ræddu viö 1500 drengi i London. * * * Eftir árs málarekstur i Bret- landi er það komiö á daginn, aö frú Moira Cruise þarf ekki aö gefa upp aldur sinn við lögregl- una. Frúin var stöðvuð fyrir minniháttar umferðarbrot. Hún neitaði að segja lögregluþjónin- um til um aldur sinn. Hún var sektuö fyrir brotiö og einnig ósvifni við lögregluna. Nú hafa æðri dómstólar kveðiö upp þann úrskurö, aö aldur frúarinnar skipti engu máli i þessu tilfelli og hefur hún fengiö endur- greidda sektina. # & -fc Yfirvöld i Tanzaniu hafa nú hafið baráttu gegn stuttum pils- um og öðrum ósóma. Frá og meö 10. sept. er bannað aö vera i stuttum pilsum og þröngum buxum á opinberum vettvangi 1. okt. verður svo stigið annað skrf i baráttunni, þá verður bannað að klæðast áöurnefnd- um fatnaöi á götum úti. Sam- kvæmt rannsóknum á Tanzaníu verða þær konur, sem klæddar eru samkvæmt hinni stuttu tisku frekar fyrir árásum, en hinar, sem klæddar eru upp á gamla móðinn. * * * Borgarstjóri nokkur I Brasilíu var sakaður um þaö af andstæð- ingi sinum að hann væri ekki nógu mikill þjóðernissinni. Astæðan var sú að borgarstjór- inn hafði samiö texta á spænsku við tango. Þetta þótti andstæð- ingnum hin mesta hneisa, þvi tangódansinn er upprunninn frá Argentinu og i ofanálag er töluð portúgalska I Brasiliu. Borgar- stjórinn bjargaði skinninu með þvi að snara textanum yfir á portúgölsku. & sK Nú stendur til aö það veröi gert að skyldu að nota öryggis- belti i bifreiðum I Sovétrikjun- um. Innan tveggja ára eiga öryggisbelti að vera komin I alla . einkabila i Sovét. Verslun jókst við lokun Austur- strætis „Verslunin hefur aukist eitthvað siðan að Austur- stræti var opnað fyrir gangandi vegfarendum." Það var svarið sem við fengum í verslunum við Austurstræti i gær, en í dag er einmitt liðinn mánuður síðan götunni var breytt í göngugötu við almennar vinsældir. Að því tilefni höfðum við samband við nokkrar verslanir við göt- una og spurðumst fyrir um hvernig verslunin hefði gengið þennan mánuð. Hvergi hafði farið fram nein fræðileg könnun, en öllum bar saman um að verslun hefði aukist og þó sérstaklega fyrsta hálfa mánuðinn. Síðan hefði þetta verið jafnara, en þó bar verslunarfólki saman um að um aukningu væri að ræða. HORNIÐ Upp með kolaportið við Arnarhól ,,Nú er að láta kné fylgja kviði”, sagði lesandi i viötali við Hornið i gær. „Viö verðum að fylgja eftir sigrinum yfir Seðla- bankahúsinu við Arnarhól. Allt skal til sins heima og nú verður að setja af staö hreyf- ingu til að fá aftur kolaportið viö Arnarhól. Burt með banka og blikkbeljur og upp með mynd- arlegt port. Fyllum það siöan af vel völdum kolamolum og þegar vindáttirnar geisa óbeislaöar um Arnarhólinn, stöndum vér i kolarykinu: bendum inn I mökkinn og segjum börnum vorum: „Sjá. Þarna rls Islands hæst”. Og svo bætum við auö- vitaö veiðafærageymslunni við, þegar Framkvæmdastofnunin leyfir.” LlQGUR Þr ElTTHVfte. 'A 1 rtOEMll Síhi 8 HVAÐ LÍDUR ORLOFINU? Verkamaður á Isafirði skrifar Horninu: „Sam- kvæmt lögum (nr. 87 frá 24. des. 1971) um orlof segir í reglugerð um orlof (nr. 150 frá 21. júnfi 1972) í 5. grein • • // A þriggja mánaða fresti SKAL Póstur og simi senda launþegum reikningsyfir- lit, er sýni fjárupphæð móttekins fjár þeirra vegna", o.s.frv. Nú er að byrja fimmti mánuðurinn án þess að verkafólk hér á Isafirði fái nokkuð að vita um innborganir á orlofi frá Pósti og síma. Hvað veld- ur?" Frá rnönnum og málefnum TIL BJARGAR SÓLAR- LAGINll Það hefur þó tekist að bjarga sólarlaginu, samkvæmt yfirlýs- ingu forseta borgarstjórnar, þegar Seðlabankabyggingin var til umræðu i sjónvarpinu nú i vikunni. Afturá móti hefur upp- lýsts, að alls konar aðilar fá að byggja átölulaust hingað og þangaö um bæinn, svo sem eins og Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Það er ekki einasta að almenningur láti slikar byggingarframkvæmdir i friði, sjálf Framkvæmdastofn- un rikisins lætur sllka bygging- arsóun átölulausa, þótt með öllu sé ófært aö byggja yfir Seðla- bankann. Hús Framsóknar er við Rauð- arárstig, þar sem bráönauösyn- leg bilastæði voru tekin undir lóðina, og er ekki vitað til þess að Framsókn ætli aö útbúa eins og fimmtiu bilastæði i staðinn handa borgarbúum, hvað þá koma þeim fyrir i kjallaranum. Hús Sjálfstæðisflokksins eru orðin mörg um dagana, og þaö sem þeir eru nú að byggja, rennur upp alveg mótmæla- laust, þótt þar sé auövitaö um fjárfestingu að ræða sem Fram- kvæmdastofnuninni kemur við. Hvorugt hús flokkanna ris upp af gömlu og aflögðu kolaporti, eins og Seplabankinn. Þetta kolaport, sem notað var öll upp- vaxtarár elstu leikara og þula útvarpsins skar aldrei neinn mann i augun. Þaö var heldur ekki fyrir þvi að fara að menn teldu kolaportið hluta af Arnar- hóli, sem alveg nýverið hefur verið dubbaður upp i bæjarhól Ingólfs Arnarsonar, hvernig sem það fæst nú samrýmst bæj- arstæði Ingólfs við Suðurgötu. Kannski Ingólfur hafi kosið að eiga nokkurn spöl á bæjarhólinn morgun hvern. Nú hefur það gerst i málinu um meðferð kolaportsins, að Seðlabankinn hefur lýst sig fús- an að hefja viöræöur að nýju við borgarstjórn um staðsetningu hússins. Hefur bankastjórnin farið mildilega að ráöi sinu i þvi efni, enda mun það áreiðanlega vera gott medisin fyrir spenntar taugar andófsmanna, aö stofn- un eins og Seðlabankinn skuli vera á hrakhólum, þessi útlend- ingur i landinu. Gott ef hann er ekki angi af „dönsku valdi”. Að visu eru margir merkir staðir til undir hús, og merkari en þetta kilaport við Arnarhól. Svo er um Votmúla i Flóa. En það sem gladdi mest ve- sæla áhorfendur að hildarleikn- um i kolaportinu var sú stað- reynd, að sólarlaginu var borg- ið. Mörg hús hafa verið byggð fyrir sólarlagið og Esjuna og Sundin. Svo er um Landsbóka- safnið, Arnarhvál, Sænska frystihúsið, Alþýðuhúsið og Út- varpshúsiö við Skúlagötu. Allt eru þetta byggingar, sem vondir menn hafa reist til að þrengja að Arnarhóli, sólarlaginu, norö- anáttinni, Esjunni og Sundun- um, og hafa ekki i annan tima verið unnin meiri spjöll á um- hverfi manna. Veröur nú ekki annað fyrir hendi en rlfa þessi hús öll, svo hinir móðu og að- þrengdu andófsmenn geti andað og horft I senn nokkurn veginn óhindrað. Að visu hefði ein leið verið fær, fyrst nota átti kolaportiö undir hús, þaö er vitað mál, að hér i Reykjavik eru margir dag- ar sólarlitlir. Þá daga þarf ekki ýkja mikið að hugsa fyrir útsýn- ingu. Þá daga mega þau hús standa, sem annars kynnu að skyggja á sólina. Það hefði þvi mátt geta þá tillögu til vara, aö þannig yrði gengiö frá Seðla- bankanum i kolaportinu fræga, að þegar sól skini og hætta væri á miklu sólarlagi væri hægt að draga húsið niður, en draga það siðan upp i rigningu og súld og öðru sólarlausu veðri. Meö þvi móti hefði verið hægt að koma til móts við andófsmennina, og auk þess tilkynna um stöðu krónunnar i leiðinni, þvi með hverri nýrri gengisfellingu gengi húsið styttra og styttra upp úr jörðinni uns sólarlagiö rikti eitt i kolaportinu. VITUS Flóin aftur upp hjó L.R. Rúmlega 48 þúsund manns sóttu sýningar hjá Leikfélagi Reykjavikur i Iönó á siðasta leik- ári, en að þvi er Vigdis Finnboga- dóttir leikhússtjori sagöi á fundi með fréttamönnum i gær er varla hægt að gera ráð fyrir betri sæta- nýtingu. Sé aðsókn aö sýningum LR á söngleiknum „Jesús giið stórstjarna”, sem sýnd var i Austurbæjarbiói, talin með er hún komin upp i 69 þúsund áhorfend- ur. Vigdis sagði á fundinum, að Leikfélagið hefði fullan hug á að nota i vetur þá aðstööu, sem kom- ið var upp I Austurbæjarbiói i fyrravetur, og hafa ákveðin verk komið til umræðu i þvi sambandi, en ekkert ákveðið ennþá. Fyrsta frumsýning leikársins verður á laugardagskvöldiö, en þá hefjast sýningar á leikriti Ed- wards Albee, „Delicate Bal- ance”, sem hefur hlotið á Islensku nafnið „Ötrygg er ögurstundin”. Samkvæmt orðabók Háskólans þýðir þetta nafn „stutt, friðsæl stund, þegar sjór er kyrr um fallaskiptin”. Thor Vilhjálmsson þýddi leikritið, en leikstjóri er Helgi Skúlason. Áður hafa verið sýnd hér á landi leikritin „Hver er hræddur við Virginiu Woolf”, Dauöi Bessy Smith”, „Allt I garðinum min- um” og „Saga úr dýragarði” eftir Edward Albee. „ótrygg er ögur- stundin” var frumsýnd á Broad- way árið 1966 og fékk þá Pullitzerverölaun sem besta leik- rit ársins. Næsta frumsýning veröur um miðjan oktober, en þá hefjast sýningar á leikritinu „Svarta kómedian” eftir Peter Shaffer, stm Vigdis Finnbogadóttir hefur þýtt. Að minnsta kosti tvö leikrit frá fyrra leikári verða tekin upp að nýju, en það eru Fló á skinni, sem hefur verið sýnt 95 sinnum, og Loki þó. í ráði er að taka upp sýn ingar á Leikriti Birgis Sigurðsson ar, Pétri og Rúnu, en sá hængur er á þvi, að einn aöalleikarinn, Arnar Jónsson, hefur ráöist til starfa við Leikfélag Akureyrar og er ekki útséð hvernig það mál verður leyst. Fimmtudagur 13. september 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.