Alþýðublaðið - 13.09.1973, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 13.09.1973, Qupperneq 11
FRAM BIKARMEISTARI Framarar urðu bikarmeistarar 1973. Eftir fremur daufan úrslitaleik i gærkvöldi, kom framlenging sem var hlaðin spennu og fjöri. Markalaust var eftir venjulegan leiktima, 0:0, en i framlengingunni komu þrjú mörk, Fram gerði tvö þeirra en Keflavik bara eitt. Lokamin- úturnar voru leiknar i myrkri, og með hetjulegri baráttu tókst Fram að halda forystunni, og tryggja sér þar með bikarinn i ár. Þeim hafði tekist það ótrúlega, leggja Keflvikinga að velli og gera þar með draum þeirra um fjóra bikara að engu. Mikið fjölmenni var saman- komið á völlinn, 4136 áhorfendur greiddu aðgangseyri. beir fengu að sjá leik tveggja góðra liða, tveggja harðra liða, sem gáfu hvergi eftir. bvi voru marktækifærin fremur fá lengst af, og verulegt fjör færðist ekki i leikinn fyrr en i framlenging- unni, sem mun lengi i minnum höfð. bá fengu áhorfendurnir eitthvað fyrir aurana sina, og þeir fylgdust með leiknum af lifi og sál. Stemningin var ólik þvi, sem áður hefur þekkst á bikar- leikjum hér, þetta var ósvikin bikarstemning. Sem sagt sönn- un þess, að núverandi fyrir- komulag keppninnar er það eina rétta. Framarar sóttu öllu meira i byrjun, en brátt fóru Keflvik- ingar að taka leikinn meira i sinar hendur. í byrjun fyrri hálfleiks sóttu þeir einnig mun meira, og áttu nokkur góð tæki- færi. En undir lok venjulegs leiktima fóru Framarar að nýju að láta skina i vigtennurnar, og i byrjun framlengingarinnar var ljóst að hverju stefndi, Framar- ar tóku forystuna. 1-0: 92. min.Guðgeir Leifsson tók hornspyrnu frá vinstri, bor- steinn ólafsson markvörður IBK stökk upp en náði ekki knettinum, og eftir nokkurn þæfing tókst Jóni Péturssyni að skalla knöttinn i netið, alveg uppi við þverslá. 1- 1: 98. min. Keflvikingar ná skyndisókn, Hjörtur Zakarias- son lék upp að endamörkum hægra megin, gaf knöttinn út i vitateiginn til Steinars Jóhanns- sonar sem afgreiddi hann við- stöðulaust með þrumuskoti út við stöng. Stórglæsilegt mark, sem gaf Keflvikingum von. 2- 1: 103. min. En sú von var skammlif, þvi hornspyrna Guð- geirs á 13. minútu framlenging- arinnar gerði útslagið. Enn varð þæfingur i vitateig IBK, og endapunktinn á sóknina setti Marteinn Geirsson, er honum tókst að koma knettinum i netið úr þröngri aðstöðu. Framlengingin bauð upp á fjölmörg tækifæri, jafnvel fleiri en leikurinn sjálfur. Framarar skiptu Guðgeiri Leifssyni inná i siðari hálfleik, og var það þeirra lukka, þvi Guðgeir átti þátt i báðum mörkunum og var sifellt ógnandi. bá var vörn Fram mjög traust með borberg sem besta mann. 1 framlinunni var Elmar sifellt ógnandi, en hans var vel gætt. Vörn IBK stóð fyrir sinu, ef frá eru talin mörkin tvö. Karl Hermannsson var óþreytandi á miðjunni og i framlinunni var Steinar friskur. bá vakti Ast- ráður athygli fyrir það sem Bretinn kallar „overlapping”, en sjaldan sést til islenskra bak- varða. Eysteinn Guðmundsson dæmdi leikinn óaðfinnanlega, en hann átti i erfiðleikum undir lokin, vegna myrkurs Hann var ekki einn um það. Mótanefnd góð, gæt þess að láta leikina byrja timanlega næsta sumar. —SS. VANN IBK 2:1 Albert Guðinundsson afhendir Jóni Péturssyni fyrirliða Fram bikarinn i gærkvöld. Nú vann Fylkir! KnattspyrnudómstóII KRR dæmdi i gær Fylki sigur i kærumálinu gegn isfirðingum. Samkvæmt þvi telst ieikur liðanna i úrsiitum 3. deildar isfirðingum tapaður, og Fylkir fer I úrslit gegn Reyni frá Sandgerði. ísfirðingar geta kært úrskurðinn til dómstóls KSÍ, og má telja fullvist að þeir geri það. Bergur Guðnason dómforseti sagði iþróttasiðunni í gærkvöidi, að dómstóli KRR hefði klofnað i afstöðu sinni til kærunnar. Bergur og Viiberg Skarphéðinsson töldu nægar sannanir liggja fyrir um það að umræddur leikmaður isfirðinga væri óiöglegur, leikskýrslur lægju fyrir frá fyrra sumri, um að hann hefði þá leikið með Fylki, og KSÍ hefði staðfest að maðurinn hefði aldrei verið tilkynntur til isfirðinga aftur. Carl Bergmann var hins vegar á þeirri skoðun, að félagaskipti umrædds ieikmanns, sumarið 1972, frá isafirði til Fylkis, hefðu ekki verið lögleg og því teldist hann nú leikmaður isfirðinga. Samkvæmt skoðun Carls, væru þvi allir leikir Fylkis sumarið 1972 ólöglegir. Sem fyrr segir má telja fullvist, að isfirðingar áfrýji úrskurðinum, og dómstóll KSÍ fái málið i hendur. Ætti hann að afgreiða það nú í vik- unni. Samkvæmt knattspyrnulögunum eru llkur á þvi að Fylkir vinni málið, en siðferðilega er það tapað fyrir Fylkismenn, eins og þeir hafa að málum staðið. —SS. i IhíTfapar LIVERPOOL Ensku meistararnir Liverpool I töpuðu fyrir Derby i 1. deild i Knglandi i gærkvöld. Úrslit leikja [ urðu þessi: 1. deild: Derby-Liverpool 3:1 Man.Utd.-Leicester 1:2 Newcastle-Ipswich 3:1 Norwich-Southampton 2:0 Holland vann 2:1 Holland sigraði Noreg i undan- keppni heimsmeistarakeppninn- ar 1 gærkvöld 2:1. Leikurinn fór fram i Osló. Sigurmarkið kom ekki fyrr en tveimur minútum fyrir leikslok, og gerði það Barry Hulshoff. Cruyff gaf Hollending- um forystuna, en Harry Hestad jafnaði fyrir Noreg. Tap i gær- kvöld hefði orðið mikið áfall fyrir Hollendinga. bá sigraði irska liðið Ards lið Standard Liege (lið Ásgeirs Sigurvinssonar) i UEFA bikar- keppninni i gærkvöld 3:2. Leikur- inn fór fram i Belfast, og var hann dæmdur af Guðjóni Finnbogasyni frá Akranesi — SS. Guðmundur besti dómarinn Guðmundur Haraldsson KR er að mati leik- manna 1. deildar besti knattspyrnudómarinn á íslandi i dag. Guðmundur reyndist vera i sér- flokki, hlaut 53% allra greiddra atkvæða i skoð- anakönnun sem iþróttasiða Alþ.bl. gekkst fyrir. Til stóð að birta viðtal við Guðmund, um leið og úrslit könnunarinnar eru kunngjörð, en það verður að biða betri tima, þvi Guðmundur er nú staddur á dómaranámskeiði i Sviss. bað hefur tiðkast hjá fjölmiðl- um hér á landi sem annars stað- ar, að velja besta markvörðinn, besta bakvörðinn og þar fram eftir götunum, og eru þessar kosningar nær undantekninga- laust bundnar við knattspyrnu- mennina sjálfa. En það skal haft i huga, að dómarinn er ekki svo litill hluti af leiknum, og þvi ekki að láta þá dómara sem vel gera njóta þess? bað heíur viða tiðkast að velja bestu dómar- ana, og nú er það i fyrsta sinn gerthér á landi. Oráðið er hvort framhald verður á þessu eða ekki. En hverjir eiga svo að velja besta dómarann? Við komumst á þá skoðun, að réttlátast væri að láta leikmennina sjálfa um valið. Til þess að ná sem bestri viðmiðun, voru 100 leikmenn látnir greiða atkvæði, að lokn- um 1. deildarleikjum um siðustu helgi. Gefin voru upp nöfn þeirra dómara sem samkvæmt leikjabók KSI hafa rétt til þess að dæma i 1. deild, en þeir voru 23 talsins. Af þeim fengu 8 dóm- arar atkvæði, og skiptast þau þannig. bar sem 100 leikmenn greiddu atkvæði gefur atkvæða- talan jafnframt til kynna hve mörg prósent atkvæða hver dómari fékk. Guömundur Haraldsson KR 53 atkv. Ilannes b. Sigurðsson Frain 17 atkv. Rafn Hjaltalin ÍBA II atkv. Eysteinn Guðmundss. brótti 8 atkv. Guðjón Finnbogason IA 6 atkv. Baldur bórðarson brótti 2atkv. Magnús V.Pétursson brótti 2 atkv. Steinn Guðmundss. Fram 1 atkv. Eins og sjá má eru yfirburðir Guðmundar mjög miklir. Meirihluti leikmanna sex liða af átta höfðu hann efstan á blaði, Rafn Hjaltalin var hins vegar efstur á blaði hjá Keflvikingum og Eysteinn Guðmundsson hjá Akureyringum. beir dómarar sem atkvæði fengu eru flestir með millirikjadómararéttindi, aðeins Baldur bórðarson og Steinn Guðmundsson hafa ekki slik réttindi. -SS MATILEIKMANNA I. DEILDAR Fimmtudagur 13. september 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.