Alþýðublaðið - 25.09.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.09.1973, Blaðsíða 4
Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Ákveðið hefir verið að veita i ár úr Stofn- lánadeild landbúnaðarins lán til bústofns- kaupa, sem háð verða eftirgreindum skil- yrðum: a) Lánað verði aðeins til kaupa á sauðfé og nautgripum. b) Viðmiðunarverð er allt að skattmati hver ju sinni. Lánstimi verður 6 ár og vextir almennir útlánsvextir deildarinnar. c) Lánað verður gegn fasteignaveði eða veði i hinum keypta búpeningi og hrepps- ábyrgð. Lánið fellur allt i gjalddaga, ef bústofnsaukinn er seldur. Stjórn Stofnlánadeildar áskilur sér rétt til að setja nánari reglur um lán þessi, svo sem um^forgang umsókna, miðað við þarfir, og'"hámark lána, ef umsóknir reyn- ast meiri en fé er til ráðstöfunar. Umsóknir um lán á þessu ári skulu berast Stofnlánadeild landbúnaðarins, Búnaðar- banka íslands, eigi siðar en 15. okt. n.k. Reykjavik, 19. september 1973 liúnaðarbanki íslands SOTFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐAR- INS HÚSNÆÐISMALASTOFNUN rikisins Mœmm Námskeið i stjórnun og áætlanagerð Húsnæðismálastofnun rikisins, Iðnþróun- arstofnun Islands og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins hafa, i samvinnu við Fjórðungssamband Vestfirðinga, ákveðið að gangast fyrir námskeiði á ísafirði, i stjórnun og áætlanagerð fyrir verktaka og framkvæmdaaðila i byggingariðnaði. Tilgangurinn með þessu námskeiði er að gefa framkvæmdaaðilum og verktökum kost á stuttu en yfirgripsmiklu og sér- hæfðu námskeiði um það, hvernig megi skipuleggja verk i byggingariðnaði, með það fyrir augum, að nýta sem best fjár- magn, vinnuafl o.fl. þætti, sem máli skipta. Þá verða kynntar reglugerðir Húsnæðis- málastofnunar rikisins og kröfur þær, sem stofnunin mun i framtiðinni gera til þeirra er fá fyrirgreiðslu hjá henni. Námskeiðið verður haldið á ísafirði dag- ana 5. og (i. október n.k. Nánari upplýsingar verða gefnar i sima 91-22453, Húsnæðismálastofnun rikisins,og hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, simi 3170, ísafirði. Nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig í framangreindum simanúmerum fyrir 30. september. HÚSNÆÐISMALASTOFNUM ríkisins LAUGAVEGI77, SÍMI22453 KARM-fiskidælur Höfum til afgreiðslu með stuttum fyrir- vara frá verksmiðju i Noregi KARM-fiski- dælur i stærðunum 8-14 tommur. KARM-fiskidælur frá Karmöy Mek. Verk- sted hafa undanfarin ár verið settar i fleiri norska og færeyska fiskibáta, en dælur frá öðrum framleiðendum, samanlagt. Verð KARM-fiskidæla er sérlega hag- stætt. Leitið upplýsinga hjá okkur. Velasalan hf., Garðastræti (i. Simar 15401, 16341. Sameiningarmálin 5 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Staða YFIRH JÚKRUN ARKONU við gjördæzludeild LANDSPÍTAL- ANS er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5. Stöður HJÚKRUNARKVENNA á nokkrum deildum Landspitalans eru lausar til umsókna. Fullt starf eða hluti úr starfi, kvöld- og nætur- vaktir. Barnagæzla og skóla-dagheimili. Nánari upplýsingar hjá forstöðu- konu Landspitalans, simi 24160 og á staðnum. Reykjavik, 24. september 1973. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRlKSGÖTU 5, SlMI 11765 SKIP4UTGCRB RlhlSINS M/s Hekla fer frá Reykjavik mánudaginn 1. október austur um land i hringferð. Vörumóttaka: miðviku- dag, fimmtudag og föstudag til Austfjarða- hafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsa- vikur og Akureyrar. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 86660 verið Alþýðuflokksmaður. Hann óx upp við kröpp kjör, en hefur unniö sér gott nafn hjá þjóðinni vegna hæfileika sinna, ekki sist dugnaðar og traustleika i störf- um. Hann var lengi vel bindindis- maður á áfengi og tóbak, en sveigði siðan af þeirri leið. Og ástæðan var einkum sú, að þegar hann fór að umgangast brodd- borgara og menningarvita og aðra framámenn þjóðfélagsins við ýms tækifæri, fannst honum ekki nógu fint að vera bindindis- maður, fannst það setja á sig ein- hverti undirmálsstimpil. Mér er ekki grunlaust um, að á fleiri sviðum en þessu hafi jafn- réttisbarátta alþýðumanna lent i aö taka upp ýmsa ósiði, sem sérstaklega höfðu einkennt yfir- stétt þjóðfélagsins, likt og unglingar telja það vott um að þeir séu fullorönir, ef þeir herma eftir eldri kynslóðinni ýmsa áber- andi lesti hennar eða óvenjur”. 1 lok ávarpsorða sinna sagði Ólafur Þ. Kristjánsson: „Eitt ráð treysti ég mér til að gefa ykkur, sem hér eruð komin saman til ráðstefnu: Hafið þessi þrjú grundvallarhugtök jafnaðar- stefnunnar — frelsi, jafnrétti, bræðralag — aö mælikvarða og leiðarljósi. Látið þetta þrennt i sem við- astri og dýpstri merkingu móta viðhorf ykkar við hverju máli. Rómerjar hinir fornu, sem kallaðir hafa verið hagsýnir menn, sérgóðir, áttu sér að orð- taki: Þar, sem gott er að vera er fööurland mitt. Stephan G. Stephansson, hinn vitri mannvin- ur, tekur út frá þessu til athugun- ar i ljóöi, hvar sé best að vera. Og svar hans er á þessa leið: Hvar sem mest var þörf á þér, þar var best að vera. Alþýðuflokkurinn og islenska þjóðfélagið i heild þarfnast manna, sem fylgja þessari lifs- skoðun hins mikla skálds”. Að loknu ávarpi Ólafs Þ. Kristjánssonar flutti Björgvin Guðmundsson minningarorö um Salvatore Ellende, fyrrum for- seta Chile, og þingfulltrúar risu úr sætum til aö heiðra minningu hans. Þá voru starfsmenn þings- ins kjörnir. Þingforseti var kjör- inn Siguröur E. Guðmundsson og varaforsetar þau Helga Einars- dóttir og Sigurður Blöndal. Þing- ritarar voru kjörnir Aðalsteinn Halldórsson og örlygur Geirsson. Að þvi loknu var gengiö til dag- skrár og tekið fyrir fyrsta dag- skrármálið: Alþýðuflokkurinn, sameiningarmál og skipulags- mál. Gylfi Þ. Gíslason hafði framsögu um sameinigarmálið, en Sighvatur Björgvinsson fram- sögu um skipulagsmálin. Að loknum ræðum þeirra hófust frjálsar umræöur, sem stóðu til kvölds. A sunnudagsmorgunn starfaði stjórnmálanefnd þingsins, en þingfundur hófst á ný kl. 2 e.h. með framsögu Björgvins Guðmundssonar um borgarmál. Þau mál voru rædd fram undir kl. 16.00, en þá var gefiö kaffihlé. I kaffinu flutti Kristin Guðmundsdóttir, formaöur Landssambands Alþýðuflokks- kvenna, þinginu ávarp. Að loknu kaffihléi voru verka- lýðs- og kjaramál tekin fyrir og hafði Guðmundur Sigurþórsson framsögu fyrir þeim málaflokki. Var siðan haldið áfram frjálsum umræðum fram undir kvöldmat, en þá voru ályktanir afgreiddar og þinginu slitið með þvi að sung- inn var baráttusöngur jafnaðar- manna „Sjá roðann i austri”, en i þingbyrjun hafði alþjóðasöngur verkalýðsins, „Internationalinn” verið sunginn. Alþýðublaðið segir nánar frá kjördæmisþinginu á næstu dög- um. Sprunguviðgerdir Vilhjálmur Húnfjöró Simi: 50-3-n ’ o Þriðjudagur 25. september 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.