Alþýðublaðið - 06.11.1973, Síða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála-
ritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs-
son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit-
stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af-
greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Sími 14900.
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
ER EININGIN í HÆTTU?
Þessa siðustu dagana hafa stjórnmálaflokk-
arnir fjallað um niðurstöður framhaldsvið-
ræðna um hugsanlega lausn landhelgisdeilunn
ar við Breta á grundvelli þeirra niðurstaðna,
sem fengust i viðræðum forsætisráðherra ís-
lands og forsætisráðherra Bretlands úti i Lond-
on. Þessar framhaldsviðræður hafa verið i
höndum Einars Ágústssonar fyrir Islands hönd
og breska sendiherrans i Reykjavik af hálfu
Breta. Á allra næstu dögum, jafnvel i dag, þurfa
islensku stjórnmálaflokkarnir svo að gera upp
hug sinn til málsins og kveða upp úr með álit sitt
á þvi, hvort ganga eigi til þeirra samninga við
Breta, sem nú eru i boði.
Að sjálfsögðu verður það mál fyrst að takast
fyrir i rikisstjórninni, sem hefur haft alla fram-
kvæmd málsins með höndum, og siðan verður
hún að ieita til stjórnarandstöðunnar um álit
hennar. Þá ber brýna nauðsyn til, að öll atriði
málsins liggi skýrt og ljóst fyrir og að enginn
vafi geti leikið um nein atriði hugsanlegra
samninga, ákveði rikisstjórnin að leggja til að
þeir verði gerðir. Á hinn bóginn bendir sumt til
þess, að svo kunni að fara, að rikisstjórnin verði
e.t.v. ekki sammála um afstöðu til samning-
anna. Vera kann, að einhver stjórnarflokkanna
— sennilega Alþýðubandalagið eftir siðustu
fregnum að dæma — sé ekki reiðubúinn að sam-
þykkja fyrir sitt leyti það samningsuppkast,
sem fyrir liggur, þótt forsætisráðherra, Ólafur
Jóhannesson, hafi nú þegar tilkynnt þá afstöðu
sina, að þannig beri að semja. Fari svo, þá er að
sjálfsögðu komið upp alveg nýtt viðhorf til
málsins, sem ekki hefur legið fyrir til þessa, þvi
hingað til hefur þjóðin haldið einingu og fullri
samstöðu um öll mikilsverðari atriði land-
helgismálsins.
Alþýðublaðið telur það ekki geta komið til
mála þegar um svo stórt og mikilsvert mál er
fjallað, að hægt sé að afgreiða það i stjórninni
með þvi, að einhverjir ráðherranna sitji hjá eða
láti við það sitja að bóka einhver mótmæli eins
og Alþýðubandalagsráðherrarnir gerðu i sam-
bandi við lengingu flugbrautarinnar á Kefla-
vikurflugvelli á sinum tima. Sá samkomulags-
grundvöllur, sem fyrir liggur, er i megin-
atriðum mótaður af tillögum, sem ólafur
Jóhannesson, forsætisráðherra, lagði sjálfur
fram á fundinum með hinum breska starfs-
bróður sinum og neiti einhver stjórnarflokkanna
að styðja þær tillögur eða reyni að koma sér
undan þvi að bera ábyrgð á afgreiðslu þeirra, þá
felst vitaskuld i þeirri afstöðu slik vantrausts-
yfirlýsing á forsætisráðherrann og gerðir hans i
málinu, að hann getur ekki gegnt starfi sinu
áfram við óbreyttar aðstæður. Ef rikisstjórnin
ætlar að leggja til, að nú verði samið i land-
helgismálinu, þá verður hún að standa einróma
á bak við þá ákvörðun. Klofni stjórnin um málið,
þá hlýtur hún að segja af sér.
Fram til þessa hefur rik áhersla verið lögð á
það af öllum aðilum að reyna að halda þjóðar-
einingu um öll atriði landhelgismálsins.
Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa lagt sig i lima
um, að svo megi verða. Nú er spurningin sú,
hvort stjórnarflokkarnir haldi samstöðu sinni.
alþýöu
mm
UR BORGARAAALUM REYKJAVÍKUR
SOFANDAHÁTTUR I
ATVINNUMÁLUM
A fundi borgarstjórnar Reykja-
vikur s.l. fimmtudag lagði Björg-
vin Guömundsson, borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins, fram eftirfar-
andi fyrirspurn i tveimur liðum
til borgarstjóra:
1. Hvaða ráöstafanir hafa verið
gerðar til þess aö tryggja fisk-
iöjuveri BÚR hráefni i haust og
vetur? Verður séð til þess, aö tog-
arar BÚR landi nægilegum fisk-
afla i Reykjavík eða verður samið
við báta um að leggja upp hjá
fiskiðjuveri BÚR?
2. Hefur Atvinnumálanefnd
Reykjavikur verið lögö niður?
1 svari sinu við fyrri lið spurn-
ingarinnar sagði borgarstjóri i
stórum dráttum, að hann vonað-
ist til þess, að hægt yrði að afla
fiskiðjuveri BÚR nægjanlegs hrá-
efnis til vinnslu, bæði með til-
komu hinna nýju togskipa útgerð-
arinnar og eins með þvi að samið
yrði við báta i eigu annarra aöila
um að leggja upp hjá BÚR.
t sambandi við siðari liöinn
viðurkenndi borgarstjóri, aö
nokkuð langt væri liöið á milli
funda i Atvinnumálanefnd
Reykjavikur — u.þ.b. eitt ár — en
tók þá sök á sjálfan sig. Aður en
hann tók við borgarstjóraemb-
ættinu var hann formaöur nefnd-
arinnar og sagði hann, að töf á
störfum hennar hefði m.a. orðið
vegna þess, að dregist hefði að
hann skilaði af sér formennsk-
unni.
Hráefnislaus í tvsr vikur
Að fengnum svörum borgar-
stjóra tók Björgvin Guðmundsson
til máls. Hann sagði:
„Astæðan fyrir þvi, aö ég bar
fram fyrirspurn um hráefnisöflun
fiskiðjuvers BÚR er, aö þar til i
byrjun þessarar viku er Þormóð-
ur goöi lagði upp afla sinn h'já
fiskiöjuverinu, hafði þaö verið
hráefnalaust i 2 vikur og enginn
fiskur verið verkaður þar. betta
er mjög slæmt, þar sem hætta er
á, að fiskiðjuverið missi starfs-
fólk sitt, þegar langir timar liða
án þess að hráefni sé fyrirliggj-
andi, en það er mikið atriöi fyrir
frystihúsið að halda vönu og
þjálfuðu starfsfólki.
Ég vil i þessu sambandi benda
á, að BÚR hefur haft nokkuð aðra
stefnu varðandi siglingar togara
sinna með afla til útlanda, en t.d.
bæjarútgerðin á Akureyri. BÚR
hefur ekki haft neinar reglur um
það, að togurum fyrirtækisins
væri skylt að landa nægilegum
fiskafla til fiskiðjuvers BÚR. Má
segja, að það hafi verið látið ráð-
ast, hvort fiskiðjuverið fengi
nægilegt hráefni frá togurunum.
Þegarerl.fiskmarkaðirhafa verið
góðir hafa tovarar BÚR siglt en
þegar þeir hafa veriö miður góðir
hafa þeir landað heima. Ég skil
vel, að forstjórar BÚR hafi áhuga
á þvi að fá hátt verð erlendis fyrir
aflann — ekki sist, þar eð pening-
arnir koma þá strax i kassann.
En fyrirtækið hefur einnig skyld-
um að gegna við fiskiðjuverið og
starfsfólk sitt i landi.
Reynt hefur verið að brúa bilið
með þvi að fá báta til þess að
leggja upp hjá fiskiðjuverinu, en
með þvi aö BÚR á enga báta
sjálft gengur misvel að tryggja
fiskafla frá bátum annarra
aðila”.
ÖNNUR STEFNA Á AKUREYRI
„Á Akureyri, hjá ÚA, rikir önn-
ur stefna i þessum málum. Þar
hefur togurunum verið gert aö
landa nægilegum fiski hjá frysti-
húsi ÚA og siglingar eiga sér yfir-
siglingar togara BÚR og rikja i
þessum málum á Akureyri”.
A AÐ BY9GJA EÐA EKKI?
„Með þvi að ég er að ræða hér
um Bæjarútgerðina, þá vil ég
nota þetta tækifæri til þess að
fagna þvi, að Snorri Sturluson,
Björgvin Guðmundsson
leitt ekki stað. Það er álit Akur-
eyringanna, að hagkvæmt sé
fyrir ÚA, aö togararnir landi á
Akureyri.
Skoðun min er sú, að við ættum
að taka upp sömu stefnu varðandi
hinn nýi skuttogari BÚR, er kom-
inn til landsins. Vonandi mun
hinu nýja og glæsilega skipi farn-
ast vel og það verða atvinnulifi
borgarinnar lyftistöng.
t tilefni af komu hins nýja skips
efndi útgerðarráð til veislu um
borö i skipinu. Borgarstjóri flutti
þar aöalræðuna, en einnig tók for-
maður ráðsins til máls.
Morgunblaðiö sagði, aö borgar-
stjóri hefði sagt það i ræöu sinni
um borð i skipinu, að nú hefði
veriö ákveðið að reisa nýtt fyrsti-
hús fyrir BÚR. Er ég las þessa
frétt i blaðinu, þá fagnaöi ég þvi,
að þetta baráttumál Alþýðu-
flokksins hefði náð fram að
ganga.
En á næsta borgarráðsfundi,
sem haldinn var eftir veisluna,
sagði borgarstjórinn, að Morgun-
blaðið hefði hér ekki haft rétt eftir
sér. Engin ákvörðun heföi verið
tekin um að reisa nýtt frystihús
fyrir BÚR.
Hins vegar hefur engin leiðrétt-
ing birst við fregnina i Morgun-
blaðinu — hvorki frá borgarstjóra
né blaöinu sjálfu. Segir það sina
sögu og bendir til þess, að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé e.t.v. i þann
veginn að fallast á tillögu Alþýðu-
flokksins um nýtt frystihús fvrir
BÚR.
Hinn 2. nóvember 1972 flutti ég i
borgarstjórn tillögu um, að sam-
þykkt yrði að reisa frystihús fyrir
BÚR, sem unnið gæti úr 200 tonn-
um af fiski á dag.
Tillögunni var visaö til borgar-
ráðs og útgerðarráðs. Vildi ég
leyfa mér að spyrja háttvirtan
borgarstjóra hvað liði athugun
þessara aðila á umræddri tillögu
og hvernig þetta mál standi yfir
höfuö”.
NEFNDIN SEM SVAF í ÁR
„Siðari fyrirspurn min fjallar
um atvinnumálanefnd Reykja-
vikur. Borgarstjóri upplýsti, að
nefndin hefði ekki verið lögð nið-
ur. Svo bar raunar viö, að nokkru
eftir að ég lagði inn fyrirspurn
mina s.l. mánudag var fundur
boðaður i nefndinni, en ekki hefur
verið haldinn fundur þar siðan
borgarstjóri lét af formennsku i
nefndinni fyrir tæpu ári.
Atvinnumálanefndinni var
komið á fót árið 1968 skv. sam-
þykkt borgarstjórnarinnar þar
um. Þegar þáverandi rikisstjórn
ákvað að koma á fót atvinnu-
málanefndum um allt land vegna
atvinnuleysis, sem þá rikti i land-
inu voru flestir hinir sömu fulltrú-
ar skipaðir i hina nýju atvinnu-
málanefnd og veriö höfðu i nefnd
þeirri, sem borgarstjórn kom á
fót, þannig að hún starfaði áfram
litið breytt. Og þegar atvinnu-
málanefndir rikisins voru lagðar
niður árið 1971 ákvaö borgin, að
Atvinnumálanefnd Reykjavikur
skyldi starfa áfram.
Min skoðun er sú, að ekki sé sið-
ur þörf á þvi, að atvinnumála-
nefnd starfi á vegum Reykjavik-
urborgar, þegar atvinna er næg,
en þegar atvinnuleysi er. Það
þarf að skipuleggja fram i tim-
ann, athuga hvaða greinar at-
vinnulifs borgarinnar þarf að efla
og hvaða ráðstafanir borgaryfir-
völd geti gert i þeim efnum. Það
er einmitt erfiðara að gera ráð-
stafanir i þeim efnum, þegar at-
vinnuleysi er skollið á.
Með þessum orðim minum er
ég ekki að spá neinum samdrætti
i atvinnumálunum. En ég tel, að
meirihluti borgarstjórnar hafi
sýnt skilningsleysi á nauðsyn
skipulagningar i atvinnumálun-
um með þvi að kalla Atvinnu-
málanefnd Reykjavikurborgar
ekki saman til fundar i heild ár”.
FLOKKSSTARFIÐ
Albvðuflokkskonur í Revkiavík:
KYNNINGARFUNDUR
Fimmtudaginn 8. nóvember n.k., kl.
20,30, efnir Kvenfélag Alþýðuflokksins i
Reykjavik til fundar i félagsheimili prent-
ara að Hverfisgötu 21.
Fundarefni:
Kynning á verkum Elinborgar Lárus-
dóttur. Félagskonur annast kynninguna.
Mætið vel og stundvislega!
Stjórnin
Þriðjudagur 6. nóvember 1973