Alþýðublaðið - 11.12.1973, Page 7

Alþýðublaðið - 11.12.1973, Page 7
A BOKAMARKAÐNUM Stílhreint og sígilt Mikid úrval áklæöa és&M DORGAR 1513 HÚ5GÖGN hf. Fellsmúla 26 (Hreyfilshúsinu) Simi: 85944 HJONARUM ! -**SSSífc Vorum að fó ný hjónarúm úr ólmi, mohogny og palesander. Falleg og vönduð rúm. BÚSLÓÐ Borgartúni 29 — Simi 18520. x§ w fyrirheit VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF vegna vega-og brúageróa á Skeióarársandi Hluti bréfa í C-flokki eru enn til sölu.__________________________ Árlegir vinningar 273, samtals 7 millj. króna, að fjárhæð frá 10.000 í 1.000.000 króna. Eftir 10 ár endurgreiðast bréfin með vísitöluverðbót. Hvert bréf kostar 1.000 krónur. Sölustaðir hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Tilvalin tækifærisgjöf. Ljúkum hringvegi um landið þjóðhátíðarárið. DREGIÐ í FYRSTA SINN 20. DESEMBER N.K. VERIÐ MEÐ FRÁ UPPHAFI Desember 1973 " SEÐLABANKI ÍSLANDS Það liaaur þá lióst fyrir: BANDARfKIN TOR- TÍMAST 31. JANÚAR — en við sleppum væntanlega... muM! oSW//vm skal vrm íeyð/lögð!” - fiCSAP, MCNN HRÓPA “ FR/tíUK,FRI£>Uf{ ' þÁ KBfíUH SNÖGGLEGA7VRTÍrniNG! R/nsulreí-ð halhstctörnunmr ? ^í^mM^WUSTU ho DAGARNIR.-. > V !'k ■■ >--——T'x •.• /.'••• A5CÍNDIHO NODC DINMASTI DA&UR VETAARINS.L2l.OSS.) , , UNDIRRITUN /nov i yÖPNAHLlSí FRIÐUR'FRIGuM HVm HRÆMJM ATBUBÐl MUN HALASTJARNAN BOÐA ? EFTIR . ' •'•... •• LESTU ÞAÐ NLNAI MOSES DAVID ©CHILDREN OF GOD TRUST 1973. Heimsendir — eöa a.m.k. fall Bandarikjanna — er boöaö f þessum bæklingi Jesúbarnanna, sem verið er aö dreifa á götum Reykjavíkur þessa dagana. Það tilkynnist hér með lesendum AlþýðublaðsinS/ að hinn 31. janúar 1974, eftir tæplega tvo mánuði, ferst heimurinn, eða að minnsta kosti stór hluti hans. Líkur eru þó til, að við ís- lendingar sieppum nokkuð sæmilega úr hörmungunum, en við getum samt búist við, að hér fyllist allt af Bandarikjamönn- um, þvi- fyrst og fremst er það Amerika, sem verð- ur fyrir þessum ósköpum. Þetta kemur fram i nýjasta dreifiblaði „Jesú- barnanna”, sem hér hafa verið við trúboð frá þvi i sumar, og er bréfið skrifað af helsta spámanni hreyfingarinnar Móses Davið. Byggir Móses kenningu sina á vitrun, er hann fékk i svefni, nóttina eftir að vopnahlés- samningar Araba og Israelsmanna voru undir- ritaðir, eða að morgni hins 12. nóvember. Vitrunin var svohljóðandi: „Það munu verða 40 dagar að- varana, siðan verður Nineva i eyði lögð.” Siðan segir Móses Guð Almáttugan aðvara sina heilögu I 40 daga, og siðan allan heiminn i aðra 40 , enda er þetta svokallað tvöfalt snemmt að- vörunarkerf i ” (early warning system). Frá 11. nóvember til 21. desember — þegar Halastjarnan Kohoutek er mjög skær og sýnileg — eru 40 dagar og siðan aðrir 40 til 31. janúar. Svo segir Móses Davið: „Og sú eina Nineva, sem þetta gæti mögulega verið, er Amerika, auðvitað. Amerika hefur haft stjórn- völdin i heiminum. Amerika er hið minnkandi veldi og Rússland hiö vax- andi.” Þá bendir Móses á 5. kapitula 3. vers I. Þessalóniku bréfs, þar sem segir: „Þegar menn hrópa friður! friður! þá kemur snögglega tortim- ing.” Loks bendir Móses Bandarikjamönnum á, að allt til 15. desember sé möguleiki fyrir þá að flýja til Kanada og jafnvel sé betra að vera i Puerto Rico, Hawaii og Mexikó en i USA. Freysteinn Jóhannsson: Skagfirsk augu „Dagbók um veginn” eftir indriða G. Þorsteinsson (prentað sem handrit) Ljóðasmlö Indriða G. Þorsteinssonar hefur ekki farið hátt, þótt „Vegir liggja til allra átta” hafi sungist inn i huga landsmanna á sinni tið. En nú bætir Indriði úr og sendir frá sér ljóðakver, prentar það sem handrit og skákar þvi á sinn persónulega máta til vina sinna og unnenda. Sá kostur, sem merkilegastur er i fari Indriða kemur glöggt i ljós i ljóðum hans. Ég á við þann sterka skagfirska mælikvarða, sem Indriði getur ennþá sett á alla hluti. Uppruni hans er honum heimurinn og þó hann eigi það til að skoða hlutina i stærra ljósi, er linsan, sem hann notar alltaf af skagfirskri gerð. Sumir menn „stækka" af viðkynningu sinni við heiminn og þeir geta orðið svo „stórir”, að þeir gleymi sinum Skdga- firði. Indriöi aftur á móti notar kynni sin af heiminum til að stækka Skagafjörö. Það er kannski vegna mins dálætis á þessum þætti i fari Indriða, að mér falla best þau ljóö hans, þar sem „Skaga- fjörðurinn” er allur. Svo er i fyrsta kaflanum, sem nefnist „Hendur feðranna”. Fyrsta ljóðið þar nefnist: „Kræklinga- hlið”. Og þó vil ég þegar Indriði á i hlut innlima þessa eyfirsku slóð i hans „Skagafjörð”. „Þegar komið er veginn ég kannast viö þessi tún og kúrandi bæi er snúa mót austri og snjórinn er upp undir brún og snöggur hagi. Það er gráskjóttur hestur með hálsband og langan taum höllin að klifa. Eg horfi þangað og heyri minn hvita draum í hjartanu tifa.” Indriða lætur vel að láta ljóð sin teikna upp myndir i huga lesandans, eins og framangreint ljóð ber meö sér. Ég nefni til tvö önnur: „Sunnudagsnótt á Þorra” og „Hendur feöranna”, sem mér er ekki grunlaust um að eigi eftir að leysa af hólmi margra tima stagl um þann mun, sem allir vilja finna á þvi, sem er og þvi sem var. Og þrátt fyrir húsið sitt á mölinni er Indriði nægilega sjálfum sér samkvæmur til að ljúka kvæðinu á þennan hátt: „Og ofar þægindum öllum allri virkt sem við njótum býr minning um heitar hendur sem hlýjuöu köldum fótum”. Indriði kallar þessa handrita- bók sina „Dagbók um veginn”. Og vegur hans liggur viða, þvi Indriöi hefur tyllt fæti á flest heimshorn. „Við komum ei aftur. — En kynnin vara — eins og keimur af vini”. 1 þrem köflum: „Sögunnar botn er grænn”, „Marmari öreigans” og „Amerika, AmeríkaV segir Indriði hughrif sin á terðalögum erlendis. Þessi kvæði segir hann ort á_ tilfallandi serviettur erlendra gististaða. Og samt hefur nú Skagfirðingurinn verið stærri en svo, að hann hafi ekki viskað á sér munninn að máltið lokinni. Nær að hann hafi pantað aukaserviettu fyrir ljóðin sin. Það eru alla vega engir sósublettir á þeim, eins og þau birtast i handritabókinni. Þessir kaflar bókarinnar finnast mér mun kaldari en sá fyrsti. En allt um hitastigið: þessi ljóð eru lika skagfirsk augu. Mér dettur hins vegar i hug, að Indriði hafi átt bágt meö að sjá Tindastólinn i Kina og þvi hafi honum ekki látið eins vel að tengja saman huga og hjarta i Kreml og i Kræklingahlið. Það fer enn betur saman við uppáhald mitt á þjóðmanninum i Indriða, að af þessum þremur erlendu köflum finnst mér sá fyrsti: „Sögunnar botn er grænn”, sá hlýjasti. En hinir vekja samt sem áður upp áhugavert útsýni, þótt einhvern veginn geti ég ekki varist þeirri tilhugsun, að ef til vill hafi Indriði týnt þeirri serviettu, sem geymdi hans besta ljóö til þessa erlenda útsýnis. Siöasti kafli bókarinnar ber heitið: „1 nauði vinda”. Þar finnum við meðal annars „Vegir liggja til allra átta” og hin ljóðin finnst mér bera öll þann keim, sem Indriði gefur, þá hann snarast inn til þin með hattinn á höfðinu og hlær rosa- lega. Hann er aftur á heimaslóö og þá er Skagfiröingurinn nógu sterkur til að standa einn: „Þótt fari það allt f jandans til i flestra hugum sem ég vann skal enginn kunna á þvi skil að mér þyki miður. Um það saka ég engan mann. Ég er mitt skáld og smiður.” Mér finnst ákaflega gaman aö þessu ljóðakveri og tel ekki fara á milli mála, að Indriði stækki sinn „Skagafjörð” með þessari bók. Margt i henni hefur kallað fram það besta, sem i Indriða býr sem manni. Og það mætti verða mörgum til umhugsunar, hvernig honum hefur tekist að fara ekki af landi brott, þótt leið hans hafi legið um veginn viða um heim. t þvi rölti ogróti.sem heimur okkar býr við i dag, er gott að sjá, að enn skuli þó isa- störin halda velli við svellaö jarðarbrjóst Skagafjarðar. Lyktir kvæöisins „Heira yfir árin” ,,Já, leyfið oss miðaldra mönnum sem mæðast i dagsins stússi að horfa til baka og hugsa um horfna daga og fólk. Samt vil ég ekki segja: fortiðin það er ég. En mig langar heim. Á löngum, hljóðum kvöldum mig langar heim. Heim yfir árin ofan i djúpan fjörð.” Þeir sem látast í umferðarslvsum á einu ári eru fleiri en allir íbúar íslands! Ort vaxandi tala banaslysa i um ferðinni hefur orðið til þess, að sér- fræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa f sivaxandi mæli beint athygli sinni að þvi, hvernig beita megi alþjóðlegri samvinnu til að lækka þessar óhugnanlegu tölur. Þessar tölur hafa ekki sizt hækkað á hinum fjölförnu alþjóðlegu þjóð vegum bæði i Evrópu og Ameriku vegna stóraukins fjölda ferða- manna og mikillar aukningar i not- kun á bifreiðum, sem leigðar eru án ökumanns. Sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna eru á einu máli um að bæta verði vegina, vegamerkingar og öryggisútbúnað i bflunum, og enn- fremur verði að vinna að þvi að sömu reglur gildi um þessi efni i öllum löndum, en á þvi er talsverð- ur misbrestur eins og er. En þeir eru einnig þeirrar skoðunar, að al- þjóðleg samvinna eigi að geta dregið úr umferðaslysum i umferð inni i hverju landi fyrir sig, en ekki aðeins að þvi er varðár hina svo- kölluðu alþjóðlegu umferð. Sér- fræðingarnir benda á, að sam- ræmdar alþjóðlegar reglur gildi nú um flugferöir og flutninga i lofti, og ekki sé minni nauösyn á, að slik- ar regiur verði einnig látnar gilda á þjóðvegunum. Efnahagsráð Sameinuðu þjóð- anna, sem fjallar sérstaklega um málefni Evrópu (ECE), setti þegar árið 1950 á fót sérstaka nefnd er vinna skyldi að þvi aö bæta um- ferðaröryggi bæði i austur og vest- ur Evrópu og koma á aukinni sam- vinnu milli yfirvalda i viðkomandi löndum. Hversu alvarlegt vandamál hér er um að ræða sést bezt á þvi, aö árið 1971 biðu um það bil 250 þúsund manns bana i umferðarslysum i öllum heiminum, en 7,5 milljónir manna slösuöust af völdum um- ferðarinnar. Fjörutiu og fimm prósent allra banaslysanna urðu á vegum i Evrópu, tuttugu og átta prósent i Noröur-Ameriku, og tuttugu og sjö prósent i öðrum heimshlutum. Á ráðstefnu, sem Sameinuöu þjóðirnar gengust fyrir i Vinarborg árið 1968 var gerð samþykkt um umferð á þjóðvegum og einnig var þar gerð samþykkt um veg- merkingar. Þessar tvær sam- þykktir eru aö nokkru byggðar á alþjóðasamningum, sem geröir voru árið 1949, en enn hafa ekki öölast gildi vegna þess að ekki hafa nógu mörg riki fullgilt samningana. Til þess að þeir öðlist alþjóða gildi þurfa fimmtán riki að fullgilda þá, en enn sem komið er hafa aðeins sex riki fullgilt annan samninginn og fjögur hinn. Það virðist þvi enn talsvert langt i land, að þessir samningar öðlist fullt gildi að alþjóðalögum. Þriðjudagur 11. desember 1973. Þriðjudagur 11. desember 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.